Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 31 Steinvör Gísla- dóttir — Minning Fædd 14. júlí 1920 Dáin 6. febrúar 1989 Að morgni 6. febrúar barst mér andlátsfrétt tengdamóður minnar Steinu eins og hún var kölluð. Hún lést á Landspítalanum eftir stutta sjúkrahúslegu, en margra ára veikindi. Veikindi sem hún tókst á við með jafnaðargeði og hug- prýði, því mörg hjartaáföllin hafði hún fengið á undanfömum árum. Og vissi að hverju dró. Ég kynntist Steinu og Skarp- héðni fyrir rúmum 14 árum er ég kom fyrst á heimili þeirra í Fjarðar- stræti 39, ísafirði, 10. janúar 1975. Það var greinilegt að þar bjuggu samheldin hjón og miklir búmenn, sem ekki veitti af, því gestagangur var þar mikill. í því húsi var alltaf nægt húsrými fyrir ættingja og vini sem komu á öllum árstímum, og gistu frá nokkrum nóttum til nokk- urra vikna. Hún tók mér opnum örmum, er ég þakklátur fyrir þá miklu hlýju og stuðning sem þau sýndu okkur, er ég var við nám, og er þung sorg knúði dyra hjá fjölskyldu minni. Ég ætla ekki að lýsa lífshlaupi Steinu og Skarphéðins, það þarf fróðari mann en mig til þes, en ég get ekki í þessum fátæklegu kveðju- orðum annað en minnst ferðalaga og fjölskyldumóta, sem voru mjög ánægjuleg, því þar mættu börnin þeirra átta með mökum, barnabörn- um og bamabarnabörnum, sem nú eru á fjórða tug, það var fátt sem gat hindrað að þessi fjölskylda næði saman, þó þau væru dreifð um landið. Það lýsir Steinu best að afkom- endur hennar komu flestir daglega í heimsókn til hennar, þeir sem búa á ísafírði, og hinir oft á ári. Öllum aðstandendum og ástvin- um Steinu sendi ég samúðarkveðj- ur, og vini mínum, Skarphéðni, Guðs blessunar í hans miklu sorg. Páll Br. Sigurvinsson í dag, 11. febrúar, verður jarð- sungin á ísafirði amma okkar, Steinvör Ingibjörg Gísladóttir. Hún andaðist í Landspítalanum að morgni 6. febrúar eftir viku sjúkra- legu. Steinvör fæddist á Blönduósi 14. júlí 1920. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Jónsdóttir og Gísli Þorleifsson og var hún einbimi. Þegar hún var 3 ára fluttust þau til Norðurfjarðar á Ströndum. Ung að ámm kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Skarphéðni Njálssyni. Þau gengu í hjónaband þann 26. janúar 1939 á Djúpuvík, Ströndum. Síðan bjuggu þau í 12 ár á bænum Krossnesi en fluttu þaðan 1954. Með þeim fluttu, auk bama, foreldrar Steinvarar, móður- bróðir og amma. Það var því stór- fjölskyida sem flutti til Kirkjubóls í Skutulsfírði og stundaði þar bú- skap. Arið 1963 hættu þau búskap og fluttu til ísafjarðar. Bömin vom þá orðin 8 og bamabörnin 6. Við systk- inin munum fyrst eftir ömmu, í Fjarðarstræti 39 á ísafirði. Þangað komum við daglega og var alltaf fullt hús af ættingjum og vinum. .Eldhúsið var samkomustaður húss- ins, enda hennar staður og hjarta heimilisins. Hún naut þess að hafa fólk í kringum sig og vera í hlut- verki gestgjafans. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa. Það var mikið hlegið og spjallað á heim- ilinu, enda lét hún óspart í ljós skoð- anir sínar á öllu sem til umræðu . var hverju sinni. Hún var bama- bömunum og einnig bamabarna- bömunum þegar þau komu, frábær- lega góð. Þegar við systkinin vomm lítil komu alltaf stærstu afmælis- og jólapakkarnir frá ömmu og afa. Við héldum því lengi að þau væru ^ forrík. Þessi fíngerða kona var allt- af virðuleg í fasi og framkomu, en mjög létt í lund. Sem barn var hún frekar viðkvæm og sagðist til dæm- is hafa átt mjög erfítt með að fyrir- gefa þeim sem stríddu henni á því hve smágerð hún var. Ferðalög vom eitt af áhugamál- um hennar og fóm þau hjónin margar ferðir á gamlar slóðir á Ströndum og héldu ávalltgóðu sam- bandi við Strandamenn. Þar héldum við afkomendumir ættarmót með þeim sumarið 1986, á Krossnesi í Norðurfirði. Þá var amma farin að kenna sér meins af völdum hjarta- og æðasjúkdóms, en lét það ekki aftra sér. Þegar sjúkdómurinn ágerðist síðastliðið haust var þeim ráðlagt að flytja í þjónustuíbúð fyr- ir aldraða. Þau fengu íbúð á Hlíf á ísafírði fyrir jólin og undu sér vel þar. Þegar þau áttu gullbrúðkaup 26. janúar sl. héldu þau upp á það með helgarferð til Reykjavíkur. Það varð síðasta ferð ömmu, því hún veiktist skyndilega sama dag og þau ætluðu aftur heim. Hugrekkið, gleðin og sálarróin var þó með henni allt þar til yfir lauk. Það var ánægjuleg kvöldstund sem við áttum með henni og afa að kvöldi gullbrúðkaupsdagsins. Margar fleiri góðar stundir lifa í minningunni um hana. Með þær góðu minningar kveðjum við hana og þökkum henni allt sem hún gerði fyrir okkur. Við biðjum Guð að styrlqa afa okkar í sorginni. Blessuð sé minning hennar. Systkinin Helga, Binni, Gugga og Skarphéðinn. Kveðja: Fjölnir Sig- tryggsson í gær, föstudaginn, 10. febrúar kvöddum við skólabróður og vin frá bamæsku, Fjölni Sigtryggsson. Hann var drengur góður, léttur í lund og með eindæmum hjálpsam- ur. Við viljum þakka honum fyrir allar samverustundirnar og þá ánægju sem hann hefur veitt okkur. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu hluttekningu og ættingjum hans öllum. Nikulás, Helena og Stefán. I LASÝNING Saab9000 staögr. frá kr. 1.496.000,- ÁRGERÐ 1989 Citroén BX staögr. frá kr. 707.000,- < to % Saab900 staögr. frá kr. 1.119.000,- < Q Q V Citroén AX staögr. frá kr. 484.000,- Fullir salir af framhjóladrifnum bílum. Örfáir bílar á óbreyttu verði. Kaffi á könnunni. Opiö laugardag kl. 13-17. Globus? Lágmúla 5, Sími 681555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.