Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1989 25 Þorgrímur Einars- son - Minning Fæddur 25. nóvember 1900 Dáinn 2. febrúar 1989 í dag verður elskulegur móður- bróðir minn kvaddur hinstu kveðju. Svo samofin var hann bernsku minni og æsku og einhvern veginn alltaf nálægur, að erfítt er að hugsa um að hann sé horfinn. Viku áður en hann dó veittist mér sú gleði að fá hann í heimsókn og geta spjallað og spurt um gamla tímann heilan dag. Hann sat hjá mér broshýr og glettinn og leysti úr forvitni minni eftir bestu getu. Spurningar mínar voru um lífshlaup þeirra systkin- anna, barna Einars Sigurðssonar og Ingibjargar Jóhannesdóttur, sem bjuggu leiguliðar á Einifelli í Staf- holtstungum. Móðir mín Sveinbjörg var elst, svo Jóhánnes, þau fæddust meðan afi og amma voru enn í hús- mennsku, Þorgrímur og Kristján fæddust að Einifelli. Þegar Grímur var 6 ára var foreldrum hans sagt upp jarðnæðinu. Þá varð að fara í vinnumennsku á ný og koma tveim- ur af börnunum fyrir, því ekki var vinnuaflið þá metið meira en svo að útilokað þótti að tvær þrældug- legar manneskjur á besta aldri gætu unnið fyrir fæði og klæðum á sjálf sig og fjögur börn. Móðir mín fór að Neðra-Nesi í sömu sveit, en þtjú systkin, frænd- fólk Gríms á Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu, tóku hann til uppeldis. Þau voru honum góð á sinn þátt, en blessað piparfólkið hafði engan skilning á þörf lítils drengs fyrir ástúð og hlýju. Grímur var orðinn uppkominn þegar hamingjan og gleðin komu að Veggjum einn vor- dag í líki ungrar kaupakonu, vestan úr Dölum, sem komin var til að kynnast heimahögum móður sinnar. Guðrún Guðmundsdóttir hét þessi fallega svarthærða stúlka með hlýja brosið og ástúðlega viðmótið. Jóhannes bróðir hans hafði líka fundið sinn lífsförunaut, glæsilega unga konu frá Bíldudal, Evu Jóns- dóttur, og Rauðanes í Borgarhreppi var laust til ábúðar. Unga fólkið gifti sig og hóf bú- skap í Rauðanesi með tvær hendur tómar, en það voru vinnufúsar hendur og volkinu vanar. Ungu konurnar glaðværar og greindar, kunnu þá list að gera mikið úr litlu og bjartsýni ríkti. Þar fæddust syn- ir Þorgríms og Guðrúnar, Guð- mundur 1928 og Sveinn 1931. Jóhannes og Eva eignuðust 3 börn í Rauðanesi, Ingibjörgu, Láru og Júlíus Ágúst. Einnig var á heimilinu Einar afi minn sem þeir bræður tóku til sín um leið og þeir höfðu húsum að ráða. Þegar Eva var að segja okkur Þórdísi yngstu dóttur sinni frá skop- legum atvikum á Rauðanesi, árun- um þegar „stóru“ krakkamir voru litlir lauk frásögninni oft með þess- um orðum „Og þá var nú hlegið“. Það var mikið hlegið í Rauðanesi, þrátt fyrir erfiði frumbýlingsár- anna. í átta ár bjuggu bræðurnir þar, en svo þurfti að rýma jörðina. Eva og Jóhannes brutust í að kaupa Efstabæinn, einn af þrem bæjum Feijubakkatorfunnar, en Grímur og Guðrún fluttu að Sleggjulæk í Stafholtstungum sem Sigurður Sveinsson hálfbróðir Guð- rúnar var nýbúinn að kaupa. Sig- urður og Grímur voru bræðrasynir og Sigurður því náskyldur þeim hjónum báðum, þó ekki væru þau skyld. Þar bjuggu Grímur og Guð- rún í ellefu ár á móti Sigurði og Halldóru Gísladóttur frá Bol- ungavík konu hans. A þessum árum skall á heimstyij- öld og landið var hemumið. Reykjavík var þá ekki talin æskileg- ur staður ungum bömum og 3 ára fór ég fyrst í sumardvöl að Sleggju- læk til Gríms og Gunnu, þar var yndislegt að vera og í mínum aug- um finnst ekki fegurri staður á þessari jörð. Ég spurði Grím er hann heimsótti mig hvort það væri bara í mínu minni, öll þessi glað- værð og léttleiki sem mér fannst alltaf ríkja á Sleggjulæk. En það var rétt munað. 011 þessi ár rak hann ekki minni til að ágreiningur yrði um neitt, slíkt öndvegis fólk bjó þar saman. Mig minnir að það væri 1945 sem Grímur kaupir Síðumúlaveggi af fósturfólki sínu og flyst þangað. Þar bjó hann æ síðan. Litli óþekktaranginn úr Reykjavík hélt áfram að tilheyra heimilinu á sumrin, þar til foreldrar mínir byggðu sér lítið hús á Ferju- bakka og bjuggu þar í skjóli Jóhannesar. Oft voru samt farnar orlofsferðir að Veggjum og Sleggju- læk og alltaf var sömu hjartahlýju að mæta á báðum bæjum sem ég minnist svo vel frá barnæsku minni. Guðmundur, sonur Gríms, giftist Qyðu Guðmundsdóttur úr Reykja- vík og hóf búskap á Veggjum móti foreldrum sínum uns Guðrún dó. Þá tóku ungu hjónin við búinu, þau eignuðust 6 börn, Finn, Guð- rúnu, Guðjón, Þóru, Agnesi og Helgu. Ernu Einarsdóttur átti Gyða fyrir og ólst hún upp að mestu leyti hjá þeim. Sveinn hleypti heimdrag- anum og giftist Svanbjörgu Eiríks- dóttur frá Neskaupstað. Þau bjuggu í Keflavík, Sandgerði og víðar. Hann var leigubílsstjóri að atvinnu. Þau Svana eignuðust 3 börn Ásu, Pétur og Lindu. Sveinn varð bráð- kvaddur í september 1986 og Guð- mundur missti Gyðu konu sína haustið 1987 eftir þungbær veik- indi. Grímur bar ekki harma sína á torg, en þessi ástvinamissir var honum þung raun. Þegar börn Guðmundar uxu upp og tóku orðið fullan þátt í bústörf- um réðst Grimur ásamt Guðmundi á Kolsstöðum til að gæta sauðijár- varnagirðinga á Arnarvatnsheiði á sumrin. Þar naut hann sín vel, hann og hestarnir hans voru eitt í nátt- lausri voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. Ástvinum hans bið ég blessunar um ókomna tíma. Elskulegum frænda mínum flyt ég þökk fýrir samfylgdina og alla ástúð við mig og mína. Friður Guðs fylgi honum. Ingibjörg Bjarnadóttir Efst á Ámarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. Þar er allt þakið í vötnum og þar heitir Réttarvatn eitt. Þessi orð Jónasar Hallgrímssonar komu mér fyrst í hug, þegar ég frétti lát míns gamla vinar og frænda, Þorgríms Einarssonar á Síðumúlaveggjum. Grímur (einsog hann var allajafna kallaður) var fæddur á Hofsstöðum í Stafholts- tungum þann 25. nóvember alda- mótaárið, og hefði því orðið níræður á næsta ári ef honum hefði enst aldur. Á bamsaldri var honum komið til fósturs á Síðumúlaveggjum til systkinanna Magnúsar, Finns og Ingibjargar, er þar bjuggu þá. Og hjá þeim systkinum vex hann úr grasi og þar kynnist hann þeirri konu, er átti eftir að verða honum traustur lífsförunautur, meðan henni entist aldur. Þau Grímur og Guðrún Guðmundsdóttir vom gefin saman þann 24. júlí 1924 og hófu sambúð, þá sem vinnuhjú á Brúar- reykjum í Starfholtstungum. Árið 1926 heQa þau búskap í Rauðanesi í Borgarhreppi ásamt Jóhannesi bróður Gríms, og konu hans, Evu Jónsdóttur. í Rauðanesi eru þeir fæddir syn- ir þeirra, þeir Guðmundur, fæddur 18. júlí 1928 og Sveinn, þann 26. apríl 1930, en hann lést 1986. Frá Rauðanesi flytjast þau að Sleggju- læk í Stafholtstungum árið 1934 og eru þar í sambýli við Sigurð bróður Guðrúnar og konu hans, Halldóru Gísladóttur, til ársins 1945, er þau Grímur og Guðrún festa kaup á Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu, æskuslóðum Gríms. Árið 1949 byijar búskap með þeim Guðmundur sonur þeirra og kona hans Gyða Guðmundsdóttir, en hún lést fyrir rúmu ári. Árið 1963 verð- ur Grímur fyrir þeirri sorg að Guð- rún kona hans deyr, eftir stutta legu. Var það að vonum þungbær missir eftir tæplega 40 ára farsæla sambúð. Eftir lát Guðrúnar hættir Grímur búskap að mestu, en á heima á Síðumúlaveggjum, í skjóli sonar og tengdadóttur, og nú síðustu mánuði á heimili þeirra Agnesar Guð- mundsdóttur, sonardóttur sinnar, og manns hennar Guðjóns Kjartans- sonar, sem nýlega eru tekin þar við búi. Þeim fækar nú óðum, þeim mönnum, sem lifðu þær breytingar, sem mestar hafa orðið í okkar þjóð- félagi. Litu fyrst dagsins ljós í lág- um torfbæjum, ólust upp og vönd- ust til þeirra verka, einna, er aðeins handafl og líkamsþrek dugðu til að leysa. Varla þarf að fara í grafgötur með, hver raun það er ungum dreng að vera fluttur úr forsjá foreldra til vandalausra, svo ungur að árum, sem Grímur var. Þrátt fýrir atlæti gott, hjá þeim systkinum Magnúsi, Finni og Ingibjörgu. Hver og einn sem vettlingi gat valdið varð að vinna, svo sem kraft- ar leyfðu, meðan dagur entist. Tómstundir engar og tilhlökkun- arefni fá, utan fjárleitir á haustin og réttahald í framhaldi af þeim. Sá arfur bændaþjóðfélagsins, að gera sér leitir og réttir að tilhlökk- unarefni, var Grími í blóð borinn og eðlilegur, enda samofinn bænda- menningunni í gegnum aldirnar. Kynni okkar Gríms hófust þegar ég var eitthvað innan við fermingu. Og það var í haustgöngum í Hvít- síðingaleitum. Eitthvað var nú útbúnaði mínum áfátt, og eitthvað var klaufalega að því staðið að leggja á hestinn, eða svo þótti mínum gamla vini. Að minnsta kosti gerði hann góðlát- legar athugasemdir við þetta hjá mér og lagði hönd að, svo betur mætti fara. Þetta varð ekki í ein- asta skiptið, sem við Grímur áttum samverustundir á fjalli. Vorið 1972 fór ég með Guðmundi heitnum Sig- urðssyni á Kolsstöðum mína fyrstu viðgerðarferð með vamargirðing- unni, sem liggur úr Hvítársíðu aust- ur Amarvatnsheiði í Langjökul. í þeim flokki var Grímur, og hafði hann það vandasama hlutverk að gæta hesta okkar og útbúnaðar, meðan við hinir gengum með girð- ingunni og lagfærðum eftir vetur- inn. Þessar viðgerðarferðir á vorin geta orðið slarksamar, ef veðráttan er ekki hagstæð og mikið bilað eft- ir veturinn. Vinnutíminn getur orðið langur og svefntími óreglulegur. Þá er kærkomið, þegar lokið er verki, að gefi gott veður að ríða til byggða. Hestar heimfúsir og sól yfir Arnarvatnshæðum. Stundum var þá, svo sem einsog til að lyfta landinu, aðeins lotið í glas, í áning- arstöðum, sagðar hnyttnar sögui af náunganum eða kveðin stemma. Grímur var hestamaður af lífi og sál. Hafði næmt auga fýrir öllu sem að hestum laut og átti alla tíð góða reiðhesta og suma þeirra afbragðs- góða. Hesta sína, sem og annað búfé, hirti hann og fóðraði af sér- stakri alúð og nærfæmi, svo sem reyndar er háttur allra dýravina. Grímur var einstakur umgengn- ismaður í öllu sínu dagfari. Hann kunni þá list öðram betur að um- gangast börn og unglinga, sem löð- uðust að honum hvar sem hann fór. Hann var ekki einn af þeim, er sló um sig í málþingum með hávaða, þó kíminn væri á sinn góð- látlega hátt. Einn þeirra mann^. sem kunni þá list að láta öðram líða vel í návist sinni, án þess að viðhafa nokkur sjáanleg brögð til slíkra hluta. Minn gamli - vinur frændi og vinnufélagi skal að lokum kvaddur með þeim hendingum, sem frændi hans einn orti eftir bróður sinn. ' Samt er i samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis. Áhrif góðvildar inntak hamingju þeim er njóta nær. (Úr Landsvísum) Fari hann vel. S.G. Birting afmælis- og minningargreina. Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85. Akureyri. VEGGTENNIS í Veggsport Eigum tíma í veggtennis á laugardögum og sunnudögum. Skólafólk athugið! Opnum kl. 9:00 á morgnana. Ódýrara fyrir kl. 16:00 Borðtennisaðstaða tilkl. 17:00 á daginn. Útvegum spaða og kúlur. Strekkjum squash-, racquet-, tennis- og badmintonspaða. VEGGSPORT hf. Seljavegi 2 101 Reykjavík sími: 19011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.