Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐÍÐ LAUGÁRDÁGUR 11. FÉBRÚÁR 1989 Endurskoðun útvarpslaga Nú dugir ekki annað en kjósa eftirHa.ra.ld Ölafsson Vegna frétta um, að mennta- málaráðherra hafi skipað nefnd til að endurskoða útvarpslögin nr. 86/1985, og ummæla ráðherra, sem skilja mætti svo, að ekkert hafí ver- ið unnið að endurskoðun laganna vil ég taka fram eftirfarandi: Nokkru áður en Sverrir Her- mannsson lét af embætti mennt- málaráðherra vorið 1987 skipaði hann nefnd þriggja manna til að endurskoða téð lög. í nefndinni voru Haraldur Ólafsson dösent, Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson lögfræðingur og Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri, og var hann formaður nefndarinn- ar. Nefndin hélt allmarga fundi og ræddi við marga aðila, bæði þá sem standa í útvarpsrekstri, og sérfræð- inga í útvarps- og ijarskiptatækni. Að loknum ítarlegum umræðum um hvert einasta atriði laganna varð nefndin sammála um að leggja til ýmsar breytingar á gildandi út- varpslögunum. Voru breytingatil- lögur þessar afhentar núverandir menntamálaráðherra fáeinum dög- um eftir að hann tók við embætti. Helstu breytingatillögur nefndar- innar voru þessar: 1. í 3.gr., l.mgr. er lagt til að orðin „á afmörkuðum svæðum" falli niður. Er það gert í samræmi við túlkun og framkvæmd útvarps- fréttanefndar á þessu ákvæði. Þýðir breytingin að ekki er sérstakiega veitt leyfi til útvarpsrekstrar á ein- hveijum afmörkuðum svæðum. 2. Við 5.gr. er bætt ákvæði er segir, að loftnetskerfi fjölbýlishúsa, svo og loftnetskerfi fyrir bæi og bæjarhluta, þar sem dreift er við- stöðulaus dagskrá ætlaðri almenn- ingi frá innlendum og erlendum út- varpsstöðvum teljist ekki til út- varpsstöðva í skilningi laganna. 3. Lagt er til að ákvæðum um Menningarsjóð útvarpsstöðva verði breytt á þann veg, að heiti hans verði Menningarsjóður útvarps, gjald til hans lækkað úr 10 af hundr- aði álags á auglýsingar í 5 af hundr- aði. Þá er lagt til, að menntamála- ráðherra skipi alla þrjá stjómar- mennina. Létt er þeirri kvöð af Ríkisútvarp- inu og menningarsjóði, að hlutur Ríkisútvarpsins af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar íslands skuli greiðast af menningarsjóðsgjaldinu. Er það skoðun nefndarmanna, að ríkissjóður skuli einn bera kostnað af hljómsveitinni. 4. Felld er niður sú skylda Ríkisútvarpsins að senda út tvær hljóðvarpsdagskrár árið um kring. Þess í stað er Ríkisútvarpinu veitt heimild til þess. 5. Æviráðningu útvarpsstjóra er breytt í tímabundna ráðningu. 6. Tekið er af skarið um, að hlut- verk útvarpsráðs skuli vera fólgið í því, að vera ráðgefandi um hversu haga skuli útvarpsefni í höfuðdrátt- um. 7. Útvarpsráðsmönnum er fjölgað í 9. 8. Deildum Ríkisútvarpsins og framkvæmdastjórum er fjölgað úr 3 í 4, en nú hefir í framkvæmd verið bætt við einni deild, tæknideild, og forstöðumaður hennar gerður að framkvæmdastjóra, en eins og sakir standa er ekki heimild fýrir slíku í núgildandi lögum. 9. Ráðning framkvæmdastjóra og deildarstjóra verði tímabundin. 10. Þá er lagt til, að sett verði í lögin ákvæði er banni að skerða megi tekjustofn af aðflutningsgjöld- um með lánsíjárlögum eða hliðstæð- um hætti. Nefndarmenn voru sammála um, að breyta ætti í fyrra horf ákvæðum um að Tryggingastofnun ríkisins greiði afnotagjöld elli- og lífeyris- þega, sem njóta undanþágu frá greiðslu afnotagjalda. Ennfremur að undanþága frá söluskatti vegna auglýsinga skuli ná til allra fjöl- miðla jafnt. Haraldur Ólafsson „Að loknum ítarleg’um umræðum um hvert einasta atriði laganna varð nefhdin sammála um að leggja til ýmsar breytingar á gildandi útvarpslögunum. Voru breytingatillögur þess- ar afhentar núverandi menntamálaráðherra fáeinum dögum eftir að hann tók við embætti.“ Þetta voru veigamestu breyting- ar, sem nefndin lagði til að gerðar yrðu á lögunum. Breytingartillög- umar miða að því að efla Ríkisút- varpið fjárhagslega og eins hvað varðar yfirstjóm þess og möguleika til að bregðast við nýjum viðfangs- efnum. Þá er tekið mið af nýjungum í fjarskiptatækni og breyttum að- stæðum í fjölmiðlum. Þessir pefndarstörf eru hér rifjuð upp til að minna á, að nú þegar hafa ráðherra verið afhentar mótað- ar tillögur um breytingar á gildandi útvarpslögum. Höfundur er dósent. eftir Halldór Blöndal Sl. mánudag gerði forsætisráð- herra grein fyrir stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum. Fyrirfram hafði verið gumað af því, að það yrði meiriháttar viðburður, — e.t.v. stjómarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar með Borgaraflokknum. En eftir því sem leið á helgina fór að dofna yfir yfirlýsingagleði einstakra ráðherra og á mánudagsmorgun var svo kom- ið, að stjómarandstöðunni var til- kynnt, að Steingrímur myndi tala einn ráðherra. Jafnframt var beðið um að umræðum yrði haldið innan naumra tímamarka. Eftir því sem lengra leið á ræðu forsætisráðherra for þingheimi smátt og smátt að verða ljóst, að boðskapurinn var ekki langrar messu virði. Efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar eru hvorki fugl né fiskur. Ástæðan fyrir giftuleysi ríkis- stjómarinnar er umfram allt sú, að ekki var til hennar stofnað vegna málefna. Þó hafði það verið mál- efnaágreiningur fyrst og fremst sem olli því, að Þorsteinn Pálsson baðst lausnar í september sl. Eins og sjáv- arútvegsráðherra rifjaði réttilega upp sl. mánudag höfðum við Sjálf- stseðismenn talið verulega gengis- fellingu nauðsynlega til þess að rétta stöðu sjávarútvegsins, en á það vildu þeir Jón Baldvin og Steingrímur Hermannsson ekki fallast eins og þjóðin sá og heyrði í beinni útsend- ingu á Stöð 2. Eftir að þeir tvímenningarnir höfðu hlaupið þannig á sig var þeim auðvitað pólitísk nauðsyn að ná sam- stöðu við Alþýðubandalagið, sem raunar hafði verið undirbúið á bak við tjöldin nokkrum vikum áður. Það sem dró þá Jón Baldvin og Ólaf Ragnar að Steingrími Hermannssyni var sú staðreynd, að hvomgur þeirra treysti sér í haustkosningar. Skoð- anakannanir höfðu gefið vísbendingu um, að hvorugur A-flokkanna stóð til sigurs og þeir tvímenningamir tók þau skilaboð alvarlega. Stjórnarmyndunarviðræðurnar „Eins og nú standa sak- ir dugir ekki annað en rjúfa þing og efiia til kosninga. Samsetning þingsins er með þeim hætti, að dugandi og samhent ríkisstjórn verður ekki mynduð. Það er búið að sýna sig.“ vom stuttar og eftir því innihaldslitl- ar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar vom svo sem engar. Afgreiðsla fjár- laga einkenndist af meiri skattagleði en elstu menn muna. Og síðan um áramót hefur gengi krónunnar verið fellt tvisvar og þriðja gengisfellingin verið boðuð fyrir páska. Lífskjörin halda áfram að versna jafnt og þétt, en framundan er verðhækkunaralda sem á máli viðskiptaráðherra heitir því fína nafni „umþóttun“ eftir verð- stöðvun. Eftir sem áður hafa bæði forsætis- og sjávarútvegsráðherra lýst yfir, að enn sé gengi krónunnar of hátt skráð, þannig að það er of- viða útflutningsatvinnuvegunum og stefnir í meiri viðskiptahalla en áð- ur. Þegar svo illa tekst til er eðlilegt að þreytu sé farið að gæta hjá ein- stökum stjórnarþingmönnum sem ýmist lýsir sér í uppgerðar galsa eða pirringi. Og ágreiningsefnin halda áfram að hrannast upp, stór og smá. Við skilyrði eins og þessi reynir mjög á þingið og þó sérstaklega á þá þingmenn, sem em í stjórnarlið- inu. Ástæðan er sú, að jafnveikar ríkisstjórnir og þessi og sjálfum sér sundurþykkar hafa tilhneigingu til þess að fela vandann fyrir stuðnings- mönnum sínum á Alþingi til þess að vekja ekki upp deilur og umræður meðal einstakra stjórnarþingmanna, sem auðvitað hafa mismunandi sjón- armið og reynslu fyrir utan það að vera úr ólíkum flokkum. Þetta lýsir sér m.a. í því, að ráðherramir reyna Áskorun til fréttamanna: I guðs bænum hættið að misnota stjóramálamenn! eftir Pál Skúlason Siðferðileg fmmregla Immanu- els Kants hljóðar svo í einni mynd sinni: „Komið aldrei fram við nokkra manneskju, hvorki sjálfa þig né aðra, eingöngu sem tæki, heldur líka ævinlega sem takmark í sjálfu sér.“ Þessi fmmregla er einn homsteinn nútíma réttarríkis. í slíku ríki skal fólk virða reisn og gildi manneslq'unnar hvemig sem komið er fyrir henni, hver sem staða hennar er eða verðleikar. Sú virðing fyrir manneslq'unni sem hér er um að ræðá á sem sé ekkert skylt við virðingu fyrir stöðum manna, menntun eða öðmm verald- legum atriðum. Hin siðferðilega virðing, sem bera skal fyrir mann- eskjunni, er órofa tengd því sem við köllum í daglegu tali sjálfsvirð- ingu. Menn lítilsvirða sjálfa sig með því að virða ekki manneskjuna hver sem hún er og hvað sem hún hefur gert. Brot á þessari siðferðilegu fram- reglu verður oftast með þeim hætti að fólk er misnotað á þann veg að ekki er gerður greinarmunur á persónu þess og hlutverkunum eða stöðunum sem það gegnir. Mann- eskjan er lögð að jöfnu við hlut- , verkin sem hún Ieikur eða er látin leika, ef ekki knúin til að leika i lífinu. Húsmóðirin er bara húsmóð- * ■ ----------- -------------- ir, kennarinn bara kennari, frétta- maðurinn bara fréttamaður. Og svo tekið sé dæmið sem blas- ir við í fjölmiðlum, ekki síst sjón- varpsstöðvunum: stjórnmálamað- urinn er ekki virtur sem manneskja heldur farið með hánn sem pólitíska fígúm eingöngu. Ekki bara í ára- mótaskaupinu, heldur alla daga vikunnar. Honum er varpað eins og hverri annarri brúðu inni í sviðs- ljósið í tíma og ótíma, stillt upp við vegg og látinn hafa skoðanir á öll- um sköpuðum hlutum, látinn síend- urtaka það sem hann hefur áður sagt, svo er reynt að espa hann og egna eins og frekast er unnt, honum att út í þras og þrætur — uns áhorfendur fyllast samúð eða andúð á fyrirbærinu. Og svo er samúðin eða andúðin mæld í skoð- anakönnunum sem eiga að vera til vitnis um vilja og þá væntanlega líka sjálfstæða hugsun kjósenda. Og þessi leiksýningu og lang- flestum tilbrigðum sínum stjómið þið fréttamenn! Með þessu hátta- lagi emð þið að misnota þetta ágæta fólk sem hefur lagt sálu sína og sóma í það að annast rekstur okkar sameiginlegu mála. Þið látið það blátt áfram aldrei í friði; glögg- skyggn maður sagði mér að hann þekkti innihald fataskápa nokkurra stjórnmálamanna út í hörgul, svo oft hefði hann borið þá augum í sjónvarpi; hann sagðist samt ekk- „Svo tekið sé dæmið sem blasir við í fjöl- miðlum, ekki síst sjón- varpsstöðvunum: stjórnmálamaðurinn er ekki virtur sem manneskja heldur far- ið með hann sem pólitíska fígúru ein- göngu. Ekki bara í áramótaskaupinu, heldur alla daga vik- unnar.“ ert vita um það hvers konar mann- eskjur þeir væm: manneskjuna í þeim hefði hann bara alls ekki séð; þessir menn fengju aldrei að vera þeir sjálfir. „Ætli það fari ekki svo að þeir týni sjálfum sér endan- lega,“ sagði þessi góði maður. Þið fréttamenn eigið ykkur þijár afsakanir. Fyrsta afsökunin er sú að það séu stjórnmálamennirnir sjálfir sem vilji láta nota sig svona; þeir gangist svo upp í hlutverkum sínum að þeim líði hvergi vel nema helst í beinni útsendingu þar sem þeir ráðskast með landsins gagn og nauðsynjar, slíta stjórnarsam- Páll Skúlason starfí eða mynda stjórn. Þetta er vond afsökun. Börn vilja stundum fá að leika sér daginn út og daginn inn og ata sig aur og drallu í tíma og ótíma. En þeim á auðvitað ekki að líðast það. Auk þess er engin ástæða til að halda að þetta sé ein- lægur vilji stjómmálamanna; miklu fremur er þetta freisting sem sum- ir þeirra eiga bágt með að standast. Önnur afsökunin er sú að al- menningur, kjósendumir, vilji að stjómmálamenn séu sífellt hafðir að skotspóni svo hægt sé að hafa vakandi auga með því sem þeir aðhafast eða til að henda gaman að þeim. Ég leyfi mér að efast um þetta; almenningur er ekki fáviti; hann samanstendur af hugsandi veram sem hefur hver sínar hug- myndir um lífið og tilverana og sem myndar sér skoðanir á marga ólíka vegu. Svokallaðar „skoðanakann- anir“ era ein áhrifarík leið til að mydna skoðanir með fólki. Fólk gerir sér upp og era gerðar upp skoðanir. Almenningsálitið er auk þess annað en samtíningur skoð- ana. Það er ákveðin siðferðileg skoðun eða afstaða sem ríkjandi er á ákveðnum tímá til ákveðinna mála. Og ég leyfi mér að fullyrða að almenningsálitinu á íslandi sé ofboðið með því hvemig stjóm- málamenn era misnotaðir, einkum í sjónvarpi. Stundum er þetta svo voðalegt að það mætti ætla að stjórnmálamennimir sjálfír væm að hafa almenning að fífli. Þessi afsökun er því síst skárri þeirri fyrst nefndu. Þá er það síðasta afsökunin. Hún er sú að þið vitið ekki alveg hvað þið erað að gera, hafið hreinlega ekki áttað ykkur á mikilvægi ykkar og ábyrgð í samfélaginu. Þessi af- sökun er sennilega fullgild. Hún er eina skýringin á háttalagi ykkar sem mér virðist að megi færa fram sem vissa afsökun. Ef þetta er rétt, þá eigin þið umsvifalaust að reyna að bæta ráð ykkar og flytja okkur raunveralegar fréttir af gangi stjórnmálanna. Ég skora því á ykk- ur að láta stjómmálamennina í friði við að vinna sín störf og segja okkur svo frá því hvemig þeir raun- veralega fara að því. Og þið þurfið líka að fræða okkur meira og betur um það hvernig stjórnmál ganga fyrir sig úti í hinum stóra heimi. Þá fyrst — þegar þið hafið axlað ábyrðina sem fylgir störfum ykkar — er von til að almenningur á ís- landi farið að skilja sín eigin stjóm- mál og þá er heldur aldrei að vita nema hann taki líka upp á því að leiða þau til betri vegar. Höfundur er prófessor í heim■ speki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.