Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 13 Halldór Blöndal nú að beita áhrifum sínum til þess, að stjórnarfrumvörp fái ekki eðlilega athugun í þingnefndum. Ég er ekki spámaður og get ekki giskað á, hversu lengi ríkisstjórnin muni endast. Þremenningarnir, for- menn stjómarflokkanna, þeir Steingrimur Hermannsson, Jón Bald- vin og Ólafur Ragnar, eru svolítið sérstakir og hafa lagt mikið undir að þetta stjómarsamstarf lifí a.m.k. þorrann og góuna. Þeir munu því reyna að stappa stálinu hver í annan löngu eftir að allir aðrir eru búnir að gefast upp, — sem vitaskuld gæti verið kostur ef öðru vísi stæði á. Eins og nú standa sakir dugir ekki annað en ijúfa þing og efna til kosninga. Samsetning þingsins er með þeim hætti, að dugandi og sam- hent ríkisstjóm verður ekki mynduð. Það er búið að sýna sig. Höfundur er alþingismaður Sjáif- stæðisflokks fyrir Norðurlands- kjördæmi eystrn. Náttúruvernd- arfélag Suð- vesturlands: Ríkilífs og vetrar á Miklatúni Ratleikur á morgun Á morgun, sunnudag, frá kl. 13.30 til kl. 15.00 stendurNátt- úruverndarfélag Suðvestur- lands fyrir kynningu á ríki lífs og vetrar á Miklatúni í Reyjavík. Leiðbeinendur verða á ákveðnum stöðvum á túninu til að kynna ýmislegt sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða á veturna og við tökum lítið eftir. Þessir leiðbeinendur verða leitaðir upp í nokkurskon- ar ratleik með aðstoð fylgdar- manna. Þátttakendum verður skipt í hópa og fer fyrsti hópur- inn af stað frá Kjarvalsstöðum að sunnanverðu kl. 13.30. Síðan fara hópar af stað á fimmtán mínútna fresti _til kl. 15.00. Það tekur um klukku- stund að fara um allt svæðið. Fjórar stöðvar verða heim- sóttar. Á stöð I verður tekið fyrir vatn, snjór, ís og vetrar- veður, á stöð II tré og aðrar plöntur í vetrarbúningi, á stöð III verður farið í hreyfileiki sem henta að vetri til og á stöð IV verða skoðaðir vetrarfuglar og rætt um önnur dýr sem hægt er að finna á veturna. Leið- beinendur verða kennarar og náttúmfræðingar. Það verður auðvelt, fróðlegt og skemmtilegt fyrir alla að ganga þessa stuttu leið, sem ratleik. Við hvetjum sérstak- lega foreldra til að táka þátt í þessu með bömum sínum. Kjarvalsstaðir eru opnir frá kl. 11.00 til kl. 18.00 á sunnu- dögum. Þar standa yfir sýning- ar eftir þekkta íslenska nýlista- menn. (Frá NSVS) Ginsana fyrir þá sem hugsa fram f tímann. í flókinni stöðu, skerpir Ginsana einbeitinguna Nú á sérstökum tilboðskjörum Skák er (þrótt hugans. Hugurinn starfar best þegar Kkaminn er vel hvddur og fullur af náttúrulegri orku. GINSANA styrkir þessa þætti; eykur úthald, eflir einbeitingu og gerir mönnum kleift aö standast betur andlegt álag. SÉRSTAKT TILB0Ð í tilefni af heilsuviku í Kringlunni sem hefst föstudaginn 10. febrúar, býöur Heilsuhúsiö uppá GINSANA hylki og næringarvökva á sérstökum tilboðskjörum. Tilboöið stendur til 15. mars eöa meöan birgðir endast. , TILBOB1. Þú kaupir kassa meö 30 GINSANA-hylkjum á aðeins kr. 723, og færö í kaupbæti glas af MULTIVIT fjölvítamlnum og steinefnum, sem annars mundi kosta þig kr. 339. TILBOB 2. Þú kaupir flösku af GINSANA T0NIC (næringarvökvi) fyrir aðeins kr. 723, og færð (kaupbæti glas af MULTIVIT fjölvítamlnum og steinefnum. TILB0B 3. Þú kaupir kassa með 100 hylkjum af GINSANA fyrir aöeins kr. 2.067, og færö (kaupbæti glas með 180 töflum af MULTIVIT fjölv(tam(num og steinefnum, sem annars mundi kosta þig kr. 768. BÆTT HEILSA - BETRA LÍF Ifilheilsuhúsið Skólavöröustfg 1A sími 22966 og Kringlunni 8-12 sfmi 689266 Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.