Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 15 Minning: Jóna Bjarnadóttir í Meiri-Tungu Fædd 26. janúar 1915 Dáin 29. janúar 1989 „Munið þið ekki eftir sögunni um Elía á fjallinu. Það gerði storm sem molaði fjöllin, og guð var ekki í storminum, það geisaði eldur og jarðskjálfti, en guð var ekki í ham- förunum og óveðrinu. En svo kom blíður vindblær, og guð var i blíða blænum. Þetta sýnir að sterkasta aflið í heiminum er góðvildin og hógværðin." Svo mælti faðir Jónu, afi minn, við tvo gesti fyrir um það bil 30 árum. Góðvildina og hógværðina hlaut Jóna í vöggugjöf, og höfum við bróð- urböm hennar notið góðs af þessum dyggðum í gegnum árin. Jóna var dóttir Bjama Jónssonar, bónda í Meiri-Tungu, Holtum, og konu hans, Þórdísar Þórðardóttur. Ólst hún upp í Meiri-Tungu, næst- elst fjögurra bama þeirra hjóna, ásamt einni uppeldissystur. Þau vom Þórður (d. 1980), Kristín búsett í Meiri-Tungu, Valtýr (d. 1983) og uppeldissystirin Sigríður Siguijóns- dóttir (d. 1986). Maðurinn með ljáinn hefur knúið oft dyra og sannast það að guð gefur, guð tekur, ekki er spurt. Jóna hefur ekki átt auðveldan róður á sjó örlaganna. Hún veiktist alvarlega árið 1974 og hefur ekki verið heil heilsu síðan. Síðustu tvö árin hefur hún verið sjúklingur á Vífilsstaðaspítala. Hún fór heim um sumur og jól um skemmri tíma og var það ómetanlegt fyrir hana þó svo að hinir líkamlegu kraftar væm famir að þverra. Það var einkennandi fyrir Jónu í baráttunni við veikindin að hún hélt ætíð sinni rósemi og barðist æðm- laust. Það þykir mér með ólíkindum hve mikill kraftur og lífsvilji bjó í henni, en hún átti sér von og henni týndi hún aldrei. Jóna var glögg, kærleiksrík og skörp vitund hennar vísaði henni veginn til þeirrar rétt- sýni sem aldrei brást. Hún var heil- steyptur persónuleiki sem oflék aldr- ei. Þriggja ára gömul fór ég í fyrsta sinn í sauðburðinn að Meiri-Tungu til föðursystkina minna, og átti ég eftir að gera_ það næstu sautján ár- in. Þar hélt Jona bú ásamt systkinum sínum Kristínu og Þórði. Margur myndi ætla að það hefði verið erfitt fýrir svona ungt bam að fara frá pabba og mömmu og í sveit. En svo var ekki, frá þeirri fýrstu stundu sem ég kom inn á heimilið í Meiri-Tungu var ég umvafin öryggi og hlýju. Frá fyrstu tíð hefur Jóna verið fastur punktur í tilvemni hjá okkur systkinunum, hefur hún miðlað okk- ur þekkingu sinni, kærleik og reynslu af lífinu. Alltaf var hún til staðar til að hugga og gefa góð ráð. Hún var ákveðin og fór ekki dult með skoðanir sínar. Ýmislegt var gert í ákafa bemsku- áranna sem ekki var æskilegt, eins og böm gera. Hversu alvarleg sem gjörðin var, hækkaði Jóna aldrei róminn við okkur heldur útskýrði málið fyrir okkur róleg og staðföst. Árið 1973 veiktist faðir minn skyndilega og fómm við tvö yngri systkinin austur. Þá studdi Jóna okkur með ráð og dáð á erfiðum tíma, og bað okkur um að gefast aldrei upp. Ég veit það núna að hún átti ekki auðvelda daga þá, en þetta sýnir hvert lífsviðhorf hennar var, að hjálpa þeim sem áttu í erfiðleik- um. Veit ég vel að eftir langvarandi veikindi var henni kærkomið að fá hvfld og frið, en hennar er sárt sakn- að. Fyrir mína hönd og annarra að- standenda vil ég þakka starfsfólki á Vífilsstaðaspítala fyrir frábæra umönnun og hjúkmn þann tíma sem hún dvaldist þar. Vil ég síðan þakka Jónu frænku minni fyrir allar þær stundir sem hún gaf mér. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigríður Þórdís Valtýsdóttir Hlóð og tóm er hjartans borg. Heimsins svipur breyttur er. Andi minn, hann á ei sorg. Alltaf lifir þú hjá mér. (E. Ben.) í dag, laugardaginn 11. febrúar, verður Jóna Salvör Bjamadóttir jarðsungin frá Árbæjarkirkju í Holt- um. Jóna var dóttir hjónanna Bjarna Jónssonar og Þórdísar Þórðardóttur. Hún var næstelst fjögurra systkina. Elstur var Þórður (f. 12. maí 1909, d. 1. júní 1980), næst kom Jona, síðan Kristín (f. 1. désember 1916) og yngstur var Valtýr, tengdafaðir minn (f. 6 mars 1920, d. 10. mars 1983). Einnig átti hún eina uppeldis- systur, Sigríði Siguijónsdóttur (f. 27. febrúar 1937, d. 29. júlí 1986). Jóna átti alla tíð heimili sitt að Meiri-Tungu og stundaði þar bú- skap, fyrst með foreldmm sínum og síðan með systkinum sínum, Þórði og Kristínu. Ég kynntist Jónu og Stínu systur hennar fyrst á þorranum fyrir sjö ámm og sá ég strax að þar á bæ vom góðar og vingjamlegar konur. Eftir því sem á leið og ég kynntist tengdafjölskyldu minni betur sá ég hve Jóna var einstök kona. Hún hafði ekki ferðast víða en var vel að sér um flesta hluti. Einnig sá ég fljótt að Jóna var traust. Það var hægt að ræða við hana um hvað sem var og leita ráða ef með þurfti. Hún var greinilega vinur vina sinna. Það var því alltaf notalegt að koma í sveitina og setjast niður með Jónu í eldhúsinu og rabba saman yfír kaffibolla og fá hjá henni flatköku, en hún bakaði þær bestu flatkökur sem ég hef fengið. Jóna var bamgóð enda var heimil- ið í Meiri-Tungu sem annað heimili frændsystkinanna, sérstaklega þó eftir að yngsti bróðir hennar Valtýr missti heilsuna. í Meiri-Tungu áttu frændsystkinin, þau Bjarni, Jóhann, Valtýr og Sigríður, ávallt ömggt athvarf og hefur það verið ómetan- legur stuðningur fyrir þau á upp- vaxtarárum þeirra. Gleði, sorg og erfiðleikar fylgja hveiju lífshlaupi. Jóna var alltaf létt í skapi og í öllum erfiðleikum sem hún mætti á lífsleiðinni stóð hún eins og klettur ávallt full bjartsýni sem hún gat svo auðveldlega smitað út frá sér. Þrátt fyrir erfið veikindi undanfarin ár og langar sjúkrahús- legur missti hún aldrei kjarkinn. Hún hélt bjartsýni sinni og reisn til hinstu stundar. „Við vitum aldrei hver verð- ur næstur," sagði hún fáum dögum áður en hún lést. Jóna var frekar lágvaxin, skarp- leit og fíngerð kona, en samt var yfir henni mikil reisn. Ég held að allir sem þekktu hana muni minnast hennar með virðingu og þökk fyrir góð viðkynni. Elsku Stína, þú hefur ekki aðeins misst kæra systur heldur einnig traustan og góðan félaga. Megi Guð styrkja þig og tengdafjölskyldu mína í söknuði ykkar. Drottinn blessi minningu Jónu. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvilist hels við lín.— Nu ertu af þeim borin hin allra síðustu sporin sem með þér unnu og minnast þín. (E. Ben.) Sigrún B. Benediktsdóttir Kveðja frá frænkum Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þina hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson) Nú er elsku Jóna frænka okkar dáin. Hún var búin að vera Iasin svo lengi. Þegar við vorum á íslandi um jólin kvöddum við hana áður en við fórum út til Svíþjóðar aftur, en ekki datt okkur annað i hug en að við myndum hitta hana næst þegar við kæmum heim. Nú er hún farin til Guðs, þar sem öllum líður vel og enginn er lasinn. Þegar við vorum minni fórum við oft austur í Meiri-Tungu með mömmu og pabba að heimsækja Stínu og Jónu. Það þótti okkur ákaf- lega skemmtilegt. Þá settumst við við eldhúsborðið á morgnana og fengum Stínu og Jónu-flatkökur og mjólk, sem okkur finnst eitt af því besta sem við fáum. Síðan fórum víð út í hænsnakofa með Stínu að gefa hænsnunum og tína egg. Þá voru líka „fyrir austan“ kötturinn Keli, hundurinn Tobbi, fullt af hest- um og kindum. Oft fórum við með pabba að líta til hrossanna. Einna skemmtilegast var að smala á vorin þegar litlu lömbin voru að fæðast og verið var að athuga hvort þau væru ekki frísk. Nú eigum við heima langt í burtu, en þrátt fyrir það fylgdist Jóna allt- af með okkur og við með henni. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast henni á okkar stuttu ævi. Við kveðjum nú Jónu okkar með þökk fyrir allt, en minningin mun lifa áfram. Elsku Stína, við sendum þér okk- ar bestu kveðjur frá okkur og mömmu. Góður Guð gefi þér styrk í þinni sorg. Uppsölum, Svíþjóð, Sirrý Ósk og Kristín Jóna. U5 t ^ Simar 35408 og 83033 GAMLI BÆRINN Þingholtsstræti Oðinsgata Sóleyjargata Sjafnargata ffaygmttMafotfo DANSKAR jX(i- ELDHÚS OG BAÐINNRETTINGAR ENN A TILBOÐSVERÐI TIL SÝNIS í DAG FRÁ10-17 Rrfum gamla eldhúsið ogsetjumuppnýtt SKÚTAHRAUNI 2 HAFNARFIRÐI SfMI 65 14 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.