Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 Rosalind Reeve, starfsmaður á skrifstofu Grænfriðunga í London, Roger Spautz, framkvæmdastjóri samtakanna í Lúxemborg, og Car- el Veisse blaðafulltrúi ásamt Einari Benediktssyni sendiherra. Mynd- in er tekin í sendiráði íslands í Brussel. Grænfriðungar í Lúxemborg: 15 þúsund mót- mæla hvalveiðum Brussel. Frá Krístófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgtinbladsins. TALSMENN samtaka Grænfriðunga í Lúxemborg afhentu í gær Einari Benediktssyni, sendiherra íslands í Brussel, undirskriftarlista með nöfiium rúmlega fimmtán þúsund Lúxemborgara, sem mót- mæla hvalveiðum íslendinga. Undirskriftasöfiiunin hefur staðið frá því í desember 1987. Nærri lætur að 4,5% íbúa stórhertogadæmisins hafi skrifað undir áskorunina. Talsmenn Grænfriðunga segja, að ráðherrar og þingmenn séu i hópi undirskrifenda. Einar Benediktsson sagði að hann hefði notað tækifærið til að gera Grænfriðungunum ítarlega grein fyrir forsendum vísindaveiða Islendinga og sömuleiðist nánum tengslum íslands og Lúxemborgar, sem ættu mikla sameiginlega hags- muni. í sendinefnd Grænfriðunga voru tveir af fjórum starfsmönnum samtakanna í Lúxemborg auk Rosalind Reeve sem starfar í Lond- on og hefur umsjón með baráttunni gegn hvalveiðum um allan heim. Grænfriðungamir lögðu áherslu á að þessum mótmælum væri alls ekki beint gegn íslendingum „Okk- ur er vel við íslendinga en illa við hvalveiðar þeirra," sögðu þau. Fél- agar í samtökunum Grænfriðunga í Lúxemborg eru rúmlega tíu þús- und. En samtökin hafa beitt sér gegn mengun og náttúruspjöllum. Talsmennimir sögðu að baráttan gegn hvalveiðum væri táknræn, ef ekki væri hægt að bjarga hvölum frá tortímingu þá yrði vart öðm bjargað. Meginbaráttan í Lúxem- borg væri gegn verksmiðjum sem hleyptu ósoneyðandi efnum út í andrúmsloftið og kjamorkuverum. Ljóst væri að íslendingar ættu miklu meira sameiginlegt með sam- tökunum en ekki. Þeir hefðu getið sér gott orð í umhverfisvemd, hval- veiðamar væm eini ljóðurinn á ráði þeirra. „Við munum halda áfram baráttunni gegn hvalveiðum þang- að til þeim verður hætt,“ sögðu þau. Pétur Sigurðsson formaður bankaráðs Landsbankans: Olís hefur ekkí staðið við gerðan samning „SAMNING sem gerður var milli bankans og fyrirtækisins hefur Olls ekki staðið við,“ segir Pétuyr Sigurðsson formaður bankar- áðs Landsbanka íslands i yfirlýsingu sem hann hefiir gefið út um viðskipti oliuverslunar Islands hf við bankann. Lögfræðingur bankans segir að fái Landsbankinn yfirráð yfir viðskiptakröfum Olís á hendur viðskiptavinum fyrirtækisins verði þær innheimtar af bankanum eins og aðrar innheimtur á gjalddögum og and- virði þeirra renni til að greiða skuldir Olís við bankann. Pétur Sigurðsson vildi ekki í samtali við Morgunblaðið í gær tjá sig um málið að öðm leyti en felst í yfirlýsingu hans frá helg- inni , sem hann gaf út „vegna ódrengilegra árása á bankastjóra Landsbankans og á Landsban- kann sem stofnun," sagði hann. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Að gefnu tilefni í fjölmiðlum vill formaður bankaráðs Lands- banka íslands taka eftirfarandi fram: Frá því um mitt ár 1988 hefur Olíuverslun íslands verið í gjör- gæslu Landsbanka Islands. Samn- ing sem gerður var milli bankans og fyrirtækisins hefur Olís ekki staðið við. Skráður eigandi Olís fékk frest til áramóta s.l. til að verða við kröfum bankans en allt kom fyrir ekki. Bankaeftirlit Seðlabanka ís- lands hefir gert athugasemdir við viðskipti bankans og Olís. Það era Landsbankanum mikil vonbrigði að Olís virðir að vettugi kröfu bankans um afhendingu verðbréfa og krafna sem skýr loforð Olís kveða á um að skuli gert ef bank- inn krefst. Allt tal hins skráða eiganda Olís í fjölmiðlum um bankastjóra Landsbankans og hvað þeim gangi til um afskipti af máleftium Olís era órar einir, til þess eins fram fluttir að villa um fyrir ókunnugum og breiða yfír stað- reyndir málsins." Reinhold Kristjánsson lögfræð- ingur Landsbankans segir að inn- setningarkrafan þýði, ef hún verð- ur samþykkt, að bankinn taki að handveði allar skuldir í eigu Olís á þeim tíma og sem verða til við sölu olíuvara. Bankinn mun síðan innheimta þessar skuldir sam- kvæmt þeim gjalddögum og öðr- um skilmálum sem á þeim era. Það þýðir að sögn Reinholds, að ef einhver viðskiptavina Olís vill semja um annan greiðslumáta, getur hann ekki snúið sér til Olís til þess, heldur þarf hann að semja vil Landsbankann. Það fé sem bankinn innheimtir með þessu móti færi síðan til að greiða skuld- ir Olís við bankann. Heildarapp- hæð þessara krafna er um 450 milljónir króna. Innsetningarkrafa Landsbank- ans verður tekin fyrir hjá borgar- dómara í Reykjavík á morgun, miðvikudag. ÓIi Kr. Signrðsson forstjóri Olís: Viðræður við erlend félög um kaup á hlut í OLIS Landsbankinn hefur ekki fengist til viðræðna Grænfriðungur í BBC: Lýsir andstöðu við vís- indaveiðar íslendinga HEIMSÞJÓNUSTA breska útvarpsins (BBC World Service) gal hlust- endum sinum tækifæri til þess síðdegis á sunnudag að hringja til Banda- rikjamannsins Steve Sawyer, sem er framkvæmdastjóri Grænfriðunga (Greenpeace) á alþjóðaskrifistofú samtakanna í London. Þátturinn stóð i klukkutíma frá klukkan 14 til 15 og hringdi fólk hvaðanæva úr heim- inum og í hópi þeirra var Jón Sæmundur Siguijónsson, þingmaður Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra, sem spurði um hvala- málið. Var það eina spurninginn um þetta efiii. í þættinum kom fram að í alþjóðasamtökum Grænfriðunga eru 3 milþónir manna, sem leggja fé af mörkum en samtökin þiggja ekki fjárstuðning frá ríkisstjórnum „Landsbankinn hefur fengið allar upplýsingar um áætlanir og fjármálastöðu fyrirtækisins. Rekstraráætlun fyrir þetta ár sýnir að hagnaður verður, eins og undanfarin tvö ár, af rekstrinum. En, síðan í vor hefiir aldrei fengist neitt rætt í sambandi við rekst- ur fyrirtækisins á viðskiptalegum grunni,“ segir ÓIi Kr. Sigurðsson forstjóri og aðaleigandi Olíuverslunar íslands hf. Hann ræddi við starfsmenn fyrirtækisins í gær vegna kröfu Landsbankans um inn- setningu í viðskiptaskuldir við Olís og gerði þeim grein fyrir stöðu mála. Allmargir starfsmenn lýstu áhyggjum sínum og jafnframt undrun á viðbrögðum Landsbankans. Fram kom i máli nokkurra að þeir vildu færa launareikninga sína frá Landsbankanum og þeir hvöttu Óla til að flytja viðskipti fyrirtækisins annað. Alls hafa um 320 manns atvinnu hjá Olís og umboðum fyrirtækisins víða á landinu. eða stórfyrirtækjum. Jón Sæmundur Siguijónsson hóf spumingu sína með því að minna á, að fslendingar létu umhverfísvemd sig miklu skipta og stæðu þar fram- arlega í flokki. Þá benti hann á, að íslendingar hefðu aðeins drepið 300 hvali af þeim 11.000 sem drepnir hefðu verið slðan bann var sett við hvalveiðum. Það væri þess vegna undarlegt hvers vegna Grænfriðung- ar hefðu gert ísland að helsta skot- marki sínu í baráttunni gegn hval- veiðum. Hveiju þetta sætti? Steve Sawyer sagðist vera sam- mála fyrirspyijanda um að íslending- ar hefðu verið í hópi framsæknustu þjóða í umhverfismálum. Hitt væri rangt, að Grænfriðungar beindu spjótum sínum einvörðungu að ís- landi. Þegar þeir berðust gegn drápi á stórhvelum beindist athyglin að þeim þremur þjóðum, sem enn héldu slíkum veiðum áfram, íslendingum, Norðmönnum og Japönum, en hinir síðastnefridu væru stórtækastir við veiðamar, þrátt fyrir bann við hval- veiðum í hagnaðar- og viðskipta- skjmi. Málum væri þannig liáttað, að Grænfriðungar féllust einfaldlega ekki á neitt, sem kallaðist hvalveiðar í vísindaskyni, það er þegar hvalir væru drepnir í nafni vísinda til að ákvarða, hvort hvalveiðum skyldi al- mennt haldið áfram eða ekki. Þetta væri afstaða Grænfriðunga, þótt ís- lendingar hefðu rétt til veiða í vísindaskyni, þrátt fyrir að visinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hefði gagnrýnt þessar veiðar þeirra og hafnað ýmsum áætlunum þeirra. JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, og Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, áttu á sunnudag fund með Kazuo Shima, aamningamanni japönakn ríkisstjórnarinnar f fiskveiðimál- um og aðalfulltrúa Japans í Al- þjóðahvalveiðiráðinu. Á fundinum var rætt um stöðu mála innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og áframhaldandi samvinnu ríkjannna á þeim vettvangi. Til tals kom að stofna samtök hvalveiði- þjóða. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra sagði við Morgun- blaðið að það væri enn stefna beggja þjóðanna að vera áfram í Alþjóðahvalveiðiráðinu. „Það var hins vegar rætt um það, á ráðstefnu hvalveiðiþjóða í janúar á síðasta Landsbankinn krafðist þess síðastliðinn föstudag að hald verði lagt á allar útistandandi viðskip- takröfur Olís, en þær nema um 450 milljónum króna. Óli Kr. Sig- urðsson segist ekki vilja ræða kröfu bankans að svo komnu máli, né heldur hveijir séu stærstu ári, að efna til sameiginlegs kynn- ingarátaks. Það vora ýmsir hikandi við það á því stigi, og töldu sameig- inlega hagsmuni ekki mikla. Eg held að mönnum sé þó að verða æ ljósara, að hagsmunimir eru sam- eiginlegri en menn hafa talið og þessvegna held ég að það sé meiri hljómgrunnur fyrir því að stofna samtök til þess að vinna að sam- ræmingu á kynningarstarfi, og skipuleggja það vísindsastarf sem er framkvæmd. Jafnfram því sem aðilar verða, a.m.k. fyrst um sinn í Hvalveiðiráðinu," sagði Halldór. Á fundinum voru markaðsmál rædd í ljósi herferðar hvalfriðunar- samtaka. Var m.a. rætt um mögu- leika á að selja íslenskt lagmeti á Japansmarkað: skuldunautar Olís. „Margir stórir skuldunautar okkar era í viðskipt- um við Landsbankann," segir hann. Óli sagði að viðræður hafí stað- ið við tvö erlend olíufélög um hugs- anlega eignaraðild þeirra að Olís. Fulltrúar Texaco komu í lok des- ember og könnuðu eignir og rekst- ur fyrirtækisins og hefur verið rætt um að Texaco kaupi 18-28% hlut í Olís. Þá era viðræður í gangi við Mobil olíufélagið um að það kaupi 14-18% hlut. Óli segir að ef af verði, muni aðeins annað félag- ið kaupa. „Ég bað Landsbankann í janúar um frest fram í miðjan apríl til að fá nýtt hlutafé, þetta tekur þann tíma. Því hefur Lands- bankinn ekki svarað nema með innsetningarkröfunni. Það þýðir að bankinn ætlar ekki að taka til- lit til hlutafláraukningar.“ Um er að ræða hlutafjáraukningu sem nemur 100-200 milljónum króna þar sem erlendu félögin eiga í hlut. Óli segir að vanskilaskuldir við bankann séu samtals um 120 millj- ónir króna, þær elstu frá 15. des- ember. „En við eram með 300-350 milljóna króna veltu í Landsbank- anum á mánuði." Hann kvaðst hafa þá trú að ein- hvem veginn leysist þetta mál far- sællega um síðir. „Ef það er lausn að ég fari frá, þá er það allt í lagi,“ sagði hann. Óli var spurður hvort Lands- bankinn beitti félagið þrýstingi til að sameinast öðra hvora hinna olíufélaganna. „Ég vil ekki svara því.“ Hann segir félagið gjalda ytri aðstæðna t.d. hvað varðar erf- iðleika útgerðarfyrirtækja við að standa í skilum, einnig hefur reynst erfitt að selja eignir fyrir- tækisins vegna tregðu á fasteigna- markaði. Á fundi með starfsmönnum Olís í hádeginu í gær sagði óli meðal annars: „Formaður bankaráðs Landsbankans hefur sagt að við séum í gjörgæslu. Ég hef hingað til haldið að þegar einhver er í gjörgæslu sé reynt að hlú að hon- um þangað til hann er á batavegi, en ekki skorið á leiðslumar sem eiga að halda lífinu í honum." Starfsmenn spurðu margs og lýstu áhyggjum yfír gangi mála. Þeir spurðu meðal annars hvort Olís ætlaði ekki að færa viðskipti sín S annan banka og hvort þeir Sætu fært launareikninga sína. li svaraði að starfsmenn væra fijálsir að því hér eftir, hvar þeir fengju laun sín greidd, hins vegar vildi hann ekki segja ákveðið um viðskipti Olís. Hann sagði þó að hveijar sem niðurstöður yrðu f inn- setningarmálinu myndi Olís ekki leggja upp laupana. „Við höfum starfað í 61 ár og við munum halda áfram að starfa." Einn starfsmaður spurði hvers vegna nú væri gengið svo hart að Olís, „hvers vegna ekki SÍS, sem tapaði 800 milljónum á síðasta ári?“ „Þið verðið að spyija Val að því,“ svaraði Óli. Óli sagði í samtali að þótt Lands- bankinn lokaði alveg á ábyrgðir fyrir greiðslu olíufarma yrði starfi fyrirtækisins engu að síður haldið áfram. „Rússaolíu þarf að stað- greiða og við munum reyna það,“ sagði hann. Engar viðræður fóra fram í gær á milli Landsbankans og Olís. Hvalveiðar: Sameiginlegt kynning- arátak rætt við Japani

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.