Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VtDSHPTI/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 31 Fiskeldi Uppgangstímar fyrir leir- geddueldi í Bandaríkjunum Hefur afgerandi forystu í fiskiræktinni og vinnur stöðugt á Leirgeddan hefiir verið kölluð Öskubuskan meðal fiskanna, „skeggjuð" og bragðlaus botnfiskur, sem breyttist á einu andar- taki í eftirsóttan eldisfisk. Það eru aðeins fá ár síðan augu manna opnuðust fyrir kostum leirgeddunnar en nú er hún í miklu uppá- haldi hjá neytendum, matreiðslumönnum og næringarfræðingum. Leirgeddueldið (catfish) hefur verið samfelld sigurganga fram að þessu. Árið 1970 nam framleiðslan í Bandaríkjunum 5,7 milljónum punda en á síðasta ári var hún komin upp í 300 milljón pund. Komu 87% framleiðslunnar frá fiskeldis- tjörnum í Mississippi en afgangur- inn að mestu frá Árkansas, Alab- ama og Louisiana. Áður fyrr var litið á leirgedduna sem hálfgert tros, sem engir aðrir en Suðurríkja- menn og aðallega fátækir Suð- urríkjamenn legðu sér til munns, en nú má segja, að hún sé komin í tísku. Þá spillir verðið ekki fyrir en það er á bilinu 200 til 330 ísl. kr. fyrir pundið eða heldur minna en fyrir eldissilung. Við rannsóknir, sem samtök físk- eldismanna hafa gengist fyrir, hef- ur komið í ljós, að leirgeddan er mjög hollur matur. Hún er hitaein- ingasnauð en eggjahvíturík og hef- ur inni að halda ýmsar hollar fitu- sýrur. Þá er eldisleirgeddan einnig laus við alla mengun frá umhverfinu eins og dæmi eru um með suman villtan vatna- og sjávarfisk. Fiskeldi er enn ung atvinnugrein í Bandaríkjunum en leirgeddueldið er þegar komið með afgerandi for- ystu, aðeins silungseldið kemst sums staðar í samjöfnuð og er þó ekki nema 80-100 milljónir punda á landsvísu. Leirgeddueldið hófst seint á sjöunda áratugnum með því, að margir bændur hleyptu vatni á óarðbæra baðmullar- og soja- baunaakra enda höfðu athuganir þá leitt í ljós, að hér gæti verið um álitlegan atvinnuveg að ræða. Hálfs annars árs er leirgeddan orðin tvö pund og þá er hún flutt lifandi úr tjörninni í verksmiðjuna. Er beitt mikilli skipulagningu við vinnsluna og líða sjaldan meira en tíu mínútur frá því fiskurinn er drepinn þar til hann hefur verið unninn. Af villtri leirgeddu í ám þykir oft einhver olíu- eða leðjukeimur en um eldisfiskinn gegnir öðru máli. Er það ekki síst vegna þess, að bænd- ur nota fljótandi fóðurtöflur, sem neyðir leirgedduna til að éta við yfirborðið. Bragðið af góðri leir- geddu er mjög milt, ívið sætt og smjörkennt og hana er hægt að matreiða með ákaflega margvísleg- um hætti, spannar næstum allar þær matreiðsluaðferðir, sem notað- ar eru við físk. Auk þess er hún ákaflega heppileg í sósur, súpur, jafninga og salöt. (Gengisfellingar hafa enn ekki haft áhrif á verðið hjá okkur) Vid eigum fyrirliggjandi 10 gerðir Rank Xerox I jósritunarvéla á mjög hagstæðu verði Rank Xerox Ijósritunarvélarnar hæfa margvíslegum verkefn- um frá hinni smæstu Ijósritun til stærstu teikninga. Meðal' viðskiptavina Rank Xerox á íslandi eru: Verslunar- skóli íslands, Iðntæknistofnun, Kerfi hf., Bæjarskrifstofur Kópavogs, Verkmenntaskólinn, Akureyri, EMM Offsett sf., Stensill hf., Ljósrit hf., Ljósborg hf., Sjóvá hf., Tryggingamið- stöðin hf. og ískort. Einkaumboð: GÍSLI J. JOHNSEN SF NÝBÝLAVEGUR 16 P.O.BOX 397 202 KÓPAVOGUR SÍMI 641222 n KYNNINGARVERD SANYO 6XT 868L Fjarstýrð hljómtækjasamstæða. Magnari 50 wött. Tvöfalt segul- band. Útvarp FM/AM/LW, 24 minni. Plötuspilari, hálfsjálfvirk- ur. Hátalarar3 „way", 70 w. Kr. 33.649,- stgr./20% afsláttur kr. 28.900 SANYO CP868 geislaspilari, fjarstýrður. Forritanlegur, 16minni. Kr. 21.422,- stgr/15% afsláttur kr. 17.900 SANYO MGR 75 SftNYO MW 731L Vasadiskó. AM/FM. Kr. 4.089,-stgr./20% afsláttur Kr. 3.300 Ferðatæki, 4 bylgjur. Tvö- falt kassettutæki. CD tengi. 4 hátalarar, 11 wött. Kr. 11.170,-stgr./20% afsláttur kr. 8.900 SNNYO FT 2310 tiíltæki. 2x20 wött. 3 bylgj- ur. 18minni. DX, SDK. Kr. 25.796,-stgr./20%af- sláttur kr. 20.636 SANYO FT 970 Bíltæki. Kr.15.011,-stgr./20% afsláttur kr. 11.900 HUSQVARNA OPTIMA150 Saumavél. Tilboð kr. 31.500 stgr. HUSQVARNA QB 45 Borðuppþvottavél. Kr. 33.097,- stgr./20% afsláttur kr. 26.900 HUSQVARNA QR 134PS Kæliskápur. 375 lítra. H: 180cm, B: 59,5 cm. Kr. 61.022,- stgr./20% afsláttur kr. 48.817 iii *Lmm HUSQVARNA QC551 HUSQVARNA OPTIMA lcr 00 700 190 kr. 29.700 kr# 36#500 Eldavél, 55/50 cm. Kr. 36.777,-stgr. /20% afsláttur HUSQVARNA QN1265 Örbylgjuofn m/grilli. 650 W. 10 stillingar. Kr. 37.822,- stgr./20% afsláttur kr. 29.900 Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík. Simi 680780.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.