Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPmflVINNlILÍF ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 Fjarskipti „ Viðskiptalífíð leggur mikið upp úr öryggi og hraða “ — segir Gylfi H.S. Gunnarsson aðstoðarpóstmálafulltrúi Á undanfornum árum hefur rutt sér til rúms ný tegund hrað- flutningsþjónustu sem byggir á sérstaklega hröðum flutningi hvers konar skjala, varahluta o. fl. Fyrirtæki þau sem annast þessa þjón- ustu sækja gjarnan sendingarnar og koma þeim milliliðalaust í hend- ur viðtakanda á sem skemmstum tíma. Milli landa er ekki óalgengt að sérstakur sendimaður fylgi sendingunum eftir. Þegar um toll- skyldar sendingar er að ræða sjá fyrirtækin jafiiframt um alla þætti tollafgreiðslunnar, greiða tolla og önnur gjöld sem kunna að falla á sendingamar og koma þeim að því loknu í hendur viðtakanda. FORGA NGSPÓSTUR Gylfi H.S. Gunnarsson, aðstoðar- póstmálafulltrúi, tjáði Morgunblað- inu að upphaf þess að ýmsar póst- stjómir tóku upp slíka hraðflutnings- þjónustu „megi rekja til ársins 1970, en þá var tekin upp ný þjónusta í Bretlandi (datapost) sem ætluð var fyrst og fremst þeim fyrirtækjum sem tengd voru tölvuneti fjarlægrar móðurtölvu svo að þau gætu nýtt sér hraða og örugga sendingarþjónustu með tölvuúrvinnslugögn". ’v Að sögn Gylfa „safnaði breska póststjómin saman að kvöldi tölvu- vinnslugögnum og fyrri hluta næsta dags voru þau afhent viðtakendum á ákvörðunarstað. Þessi þjónusta náði hins vegar fljótlega yfir fleiri tegundir sendinga, svo sem lyf, blóð- sýni, skjöl o. fl. Svipuð þjónusta var tekin upp á sama tíma af póststjóm- um Bandaríkjanna, Brasilíu og fleiri land(a. Fyrstu milliríkjasamningur um það sem nú er kallað EMS (Ex- press Mail Service) var gerður 20. júní 1971 milli póstsjóma Banda- ríkjanna og Bretlands". Gylfi var spurður um upphaf forgangspóstþjónustu hér á landi. „Islenska póststjórnin tók formlega upp EMS-forgangspóstþjónustu 15. apríl 1985, en frá 1. mars 1984 hafði þó með sérstöku samkomulagi við bresku póststjómina verið tekið við datapost-sendingum til dreifingar á höfuðborgarsvæðinu. í fyrstu var aðeins um örfá lönd að ræða, en nú nær íslenska EMS-forgangspóst- þjónustan til allra helstu viðskipta- landa okkar. í undirbúningi er að koma á viðskiptum við flest önnur lönd með því móti að notfæra okkur hið umfangsmikla net bresku póst- þjónustunnar til áframflutningsfor- gangspóstsendinga frá London". Hafa margir notfært sér þessa nýju þjónustu? „EMS-forgangspóstþjónustan er ásamt póstfaxi í einna hröðustum vexti þegar nýjar þjónustugreinar eru hafðar í huga. Þjónustan hefur gengið mjög vel og viðskiptavinir verið ánægðir. Viðskiptalífíð leggur mikið upp úr öryggi og hraða og er tilbúið að greiða fyrir þjónustu sem tryggir slíkt. Sem dæmi má nefna að 1985 voru sendar 145 forgangs- póstsendingar frá landinu, 1986 voru þær 250 og 1987 voru þær orðnar 370. Til landsins komu aftur á móti 1150 forgangspóstsendingar 1985, 2200 sendingar 1986 og 1987 3800 sendingar“. Hvað um stærð sendinga og þyngd? Hámarkslengd forgangspóstsend- inga er 150 sentimetrar, lengd og mesta ummál samanlagt 300 senti- metrar. Hámarksþyngd er 15-20 kíló eftir löndum. Verið er að hanna sér- stakar umbúðir fyrir forgangspóst- sendingar sem eru undir 1 kílói, en mestur hluti sendinganna er undir 4 kílóum". Hvað kostar svo að senda for- gangspóst? „Fyrir 1 kíló innanlands eru "greiddar 1500 kr., til Evrópulanda 2500 kr. og til landa utan Evrópu 3000 kr. Viðbótargjald á kíló er frá 150-400 kr.“ Hafa hraðaáætlanir staðist? „Sé um að ræða ótollskyldar send- ingar til Evrópu, svo að dæmi sé tekið, eru þær yfirleitt afhentar degi eftir viðtöku. Sending sem kemur að kvöldi er afhent daginn eftir, en er vitanlega háð flugsamgöngum. Reynt er að koma forgangspóstsend- ingum með fyrstu ferð, á sem skjót- astan hátt um allt. Flutningsáætlan- ir eru fyrir hendi á alla staði sem við höfum viðskipti við. Má benda á að það sé tryggt að sending til Bandaríkjanna komist fyrr á áfanga- stað með því að senda hana um Evrópu, er gripið til þess ráðs, en slíkt getur skeð að vetri til. Nu er verið að vinna að því,“ sagði Gylfi að „koma á tölvustýrðu fyrir- spuma- og leitarkerfi þar sem hægt '.Ráðinn fram- kvæmdasljóri Kaldbaks hf. ÞORSTEINN Auðunn Pét- ursson hefur tekið við starfí fram- kvæmda- stjóra Kald- baks hf. á Grenivík nú í febrúarmán- uði. Þorsteinn —ihefur starfað undanfarin 3 ár sem deildarstjóri framleiðslu- og áætl- anadeildar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Þorsteinn Auðunn Pétursson Þorsteinn er 27 ára. Hann lauk námi frá Fiskvinnsluskólanum 1981 sem fiskiðnaðarmaður. 1985 lauk hann námi frá Tækniskóla Islands sem útvegstæknir og 1986 lauk hann námi sem iðnrekstrarfræðing- ur frá sama skóla. Hann er kvæntur Ingunni St. Einarsdóttur viðskiptafræðingi og eiga þau tvo syni. Starfsmaður 'Samstarfsnefhdar atvinnurekenda í sjávarútvegi HALLDÓR Árnason hefiir verið ráðinn starfsmaður Samstarfs- nefhdar at- vinnurekenda í sjávarútvegi. Halldór er þrítugur Esk- fírðingur. Hann lauk BA-prófi í stjómmálafræði frá Háskóla íslands og vann á Hagstofu Islands. Undan- farin tvö ár hefur hann verið við nám í danska útflutnings- og markaðsskó- lanum í Heming. Halldór er kvæntur Sólveigu Magnúsdóttur og eiga þau tvær dætur. Halldór Ámason Anna Guðný Guðmundur Haukur Kristjana Ása María Eyjólfur Vigdís Inga Herta Ásdís Skip ulagsbreytingar hjá Útsýn ÝMSAR breytingar hafa orðið á starfsliði Útsýnar síðan um ára- mót. Nokkrir starfsmenn hafa hætt störfum og nýir tekið við, auk þess sem skipulagsbreytingar hafa kallað á ný störf og starfs- heiti að því er segir í frétt frá Útsýn. Anna Guðný Aradóttir, fram- kvæmdastjóri, starfaði hjá Flug- leiðum í New York í tvö ár og síðan fimm ár hjá Flugleiðum á íslandi við sölu og markaðsstörf. Guðmundur Þorsteinsson, fjármálastjóri, starfaði hjá Hildu hf. frá 1978 við sölu-, flutnings- og framleiðslumái en réðist til Utsýnar 1. nóvember 1988. Haukur Hannesson, deildar- stjóri tölvu- og tæknideildar, starfaði hjá Loftleiðum og Flug- leiðum í tæp tíu ár alls en hefur starfað hjá Útsýn síðustu átta árin, lengst af sem aðalbókari en síðan sem deildarstjóri tolvudeild- ar. Kristjana Jónsdóttir, aðalbók- ari, starfaði hjá Hjálparstofnun kirkjunnar frá 1978 til 1981, á Endurskoðunarskrifstofunni Hyggi hf. frá 1982 til 1985 þegar hún hóf störf í bókhaldsdeild Ut- sýnar. Hún varð aðalbókari í des- ember 1988. Ása María Valdimarsdóttir, framleiðslustjóri í hópferðadeild, var þýskukennari við Flensborg- arskóla í Hafnarfirði í 12 ár og skrifstofustjóri hjá Stjómunarfé- laginu í rúmt ár en hefur undan- farin fimm sumur starfað við far- arstjórn í Þýskalandi, Ítalíu og Kýpur í í markaðs- og söludeildum Útsýnar síðan 1987. Eyjólfur Sigurðsson, deildar- stjóri söludeildar í Kringlunni 6, starfaði hjá Flugleiðum í tólf ár eða frá 1966 til 1978 þegar harin réðst til Ferðaskrifstofunnar Út- sýnar hf. Vigdís Pálsdóttir, deildarstjóri söludeildar í Austurstræti 17, starfaði á Ferðaskrifstofu Zoega frá 1968 til 1971, hjá British Air- ways frá 1971 til 1974, hjá S.A.S. frá 1975 til 1985, hjá Flugleiðum í Kaupmannahöfn frá 1985 til 1987 og hjá Arnarflugi 1987 til 1989. Inga Ólafsdóttir, framleiðslu- stjóri í einstaklingsdeild, starfaði hjá Flugleiðum í Reykjavík og Stokkhólmi frá 1973 til 1985, hjá Samvinnuferðum-Landssýn 1985-1987 og síðan sem fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Herta Kristjánsdóttir, sölu- fulltrúi aðalskrifstofu, hefur starf- að að ferðamálum síðan 1964, sem flugíreyja 1964 til 1969, á Ferðaskrifstofu ríkisins frá 1970 til 1973 oghjá Útsýn síðan 1974. Ásdís Magnúsdóttir, sölufull- trúi aðalskrifstofu, starfaði hjá Ferðaskrifstofunni Terru frá 1986 til 1987 og hefur starfað hjá Út- sýn síðan 1987. Morgunblaðið/RAX EMS—ÞJÓNUSTA — Flestar póststjómir hafa tekið upp sameiginlega merk- ingu á sendingum EMS-for- gangspóstþjónustunnar, ákveðnu tákni með orðunum EMS og heiti þjónustunnar í viðkomandi landi í bláum og appelsínugulum lit. er að fylgjast með sendingum og fá upplýsingar um þær nær samtímis." En hafa ekki tollskyldar send- ingar seinkun í for með sér? „Ju, en breytinga er að vænta. I undirbúningi er að flytja tollskyldar sendingar heim til viðtakenda þegar í stað. Póstur og sími mun þá ábyrgj- ast greiðsluna, en viðtakandi greiða tolla síðar.“ Nú hafa aðrið aðilar, eins og til dæmis risafyrirtækið DHL, haslað sér völl hérlendis. Óttist þið ekki samkeppni? „Samkeppnin brýnir okkur frekar og er af hinu góða. Það hefur sýnt sig að við erum samkeppnisfærir, en þurfum vissulega að efla þjónustuna og bæta. í flestum löndum er nú boðið upp á tvenns konar þjónustu, þ.e. samningsbundna (reglulega eða óreglulega) og ósamningsbundna (tilfallandi). Samningsbundin þjón- usta kallast það þegar sendandi sendir eitthvað til sama viðtakanda á sama tíma (daglega, vikulega o.s.frv.). Þjónustan við sendendur hér á landi er enn aðeins tilfallandi þar sem engir samningar hafa verið gerðir af íslensku póststjóminni. Sjávarútvegur Fundur um horfur í útflutningi UMRÆÐUFUNDUR um horfur í útflutningi sjávarafurða verður haldinn í dag á vegum NESU neftidar Félags viðskiptafræði- nema. Fundurinn er í Há- skólabíói og stendur frá kl. 13.00-15.00. Þátttakendur verða Ágúst Einarsson, framkvæmda- stjóri Lysis hf., Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdasljóri Útflutningsráðs, Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar SIS og Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofhun- ar. Þórður Friðjónsson flytur í upp- hafí fundarins stuttan inngang um stöðuna á helstu mörkuðum íslend- inga fyrir sjávarafurðir. Aðrir þátt- takendur munu að því loknu flytja stutt erindi um markaðshorfur fyrir sjávarafurðir í tengslum við sérsvið sitt. Umræður þar á eftir munu m.a. snúast um stefnu íslendinga í markaðsmálum með hliðsjón af stofnun innri markaðar EB, þýð- ingu sölusamtakanna og möguleika minni fyrirtækja, vægi einstakra tegunda afurða og útflutning á fjar- lægari markaði t.d. í Austur-Asíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.