Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 FRICO rafmapish itab lásarar eru hljóðlátir smekklegir og handhægir Frico rafmagnshitablásarinn, TEMPERATOR 200, fæst hjá Rönning. Þessi frábæri hitablásari er léttur og meðfærilegur. Hann er með hitastillingu, valrofa fyrir afl og loftmagn, kröftugan blástur og yfirhitavörn. TEMPERATOR 200 er sterkb'yggður, mjög hljóðlátur og með hitöld úr ryðfríu stáli. Hjá Rönning fást einnig fleiri gerðir af hitabl^surum sem henta nánast hvar sem er. Frico TERMOVARM ofnar eru hannaðir til að þola raka t.d. í skipum og bátum. Hann er mjög fyrirferðarlítill en gefur góðan hita. Á ofninum er rofi af og á, hitastillir og yfirhitavörn. Framhlið er einfalt að fjarlægja með einu handtaki til að auðvelda þrif. Það er notalegt að sitja við ylinn frá Frico TERMOVARM. VelduFRlCO Sérstök hitaþolin lakkhúð.j ■0/////0/,/l ////////> Rofi af og á. Einfalt að fjarlægja framhlið til að auðvelda þrif. Hitastillir. JOHAN jt/r RONNING HF Sundaborg 15-104 Reykjavík Gæslusveitir SÞ í Namibíu: Svíumvar hafiiað Stokkhólmi. Reuter. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, gagnrýndi i gser þá ákvörðun Suður-Afiríkustjórn- ar að hafna þátttöku Svía í friðar- gæslusveitum Sameinuðu þjóð- anna í Namibíu. Suður-Afríku- stjórn hafiiaði Svíum á þeirri for- sendu að þeir væru ekki hlutlaus- ir vegna harðrar andstöðu þeirra við aðskilnaðarstefiiuna og stuðn- ings þeirra við skæruliðahreyfing- una SWAPO, sem barist hefur fyrir sjálfstæði Namibíu. Ingvar Carlsson sagði að þeim 200 milljónum sænskra króna (1,6 mill- jörðum fsl. kr.), sem sænska stjómin fyrirhugaði að vetja til friðargæslu í Namibíu, yrði veitt sem þróunarað- stoð til Namibíu er landið hlyti sjálf- stæði. „Það er aðeins eðlilegt að Svíar fordæmi ólöglegt hemám Suð- ur-Afríkumanna og veiti SWAPO aðstoð til mannúðarmála," sagði Carlson. Svíar höfðu þegar hafið þjálfun hermanna fyrir friðargæsl- una. Talsmaður finnsku stjómarinnar sagði að Finnar hefðu verið beðnir um að taka þátt í friðargæslunni í Namibíu. Friðargæslusveitir Samein- uðu þjóðanna eiga að hafa eftirlit með brottflutningi suður-afrískra hermanna frá Namibíu og með kosn- ingunum þar í landi síðar á árinu. TkT * 0 /••v • Reuter Nýju nærfotin Opnuð var sýning á nýjustu nærfatatískunni í Cafe Royal í Lund- únum í gær. í blíðviðrinu i brezku höfuðborginni brá ein sýningar- stúlka sér út í sólskinið. Gefiir að líta sýnishorn af því, sem á sýningunni er að finna. Sjónvarpsmyndin um selveiðar Norðmanna: Umdeildustu atriðin úr falsaðri áróðursmynd? p |jtk» [*Kj$mtlSÍ 85 36 Góðan daginn! Ósló. NTB. SVÍINN Bo Lundin, sem gerði sjónvarpskvikmynd um selveiðar Norðmanna, notaði m.a. brot úr kanadískri kvikmynd sem gerð var um selveiðar við Nýfundna- land án þess að geta þess að þess- um brotum væri skotið inn í myndsnældur Norðmannsins Odds Lindbergs. Lindberg hefiir beðist afsökunar á þessum föls- unum en neitar eftir sem áður ILMEFNALAUST ER EKKINÓGU GOTT ekki blekkja þíg. Húðin þarfnast umhirðu. Pure Care er ekkí einungis ilmefna- laust, ekki bara húðfræðilega rannsakað, og ekki aðeins ofnæmisprófað. Nei, allt þetta er Pure Care.Ekkert nema það besta. Nýtt Q Pure Care- snyrtivörulínan. Láttu að draga til baka þær fullyrðing- ar sínar að norskir selveiðimenn brjóti lög og reglur um veiðarn- ar. Kanadíska myndin var gerð af Grænfriðungum og hafin dreifing á henni snemma á níunda áratugnum en þeir hlutar sem notaðir eru í sjónvarpsmynd- ina er nú veldur mestu Qaðrafok- inu, eru frá 1972. Magnús Guðmundsson vinnur nú að heimildarmynd um baráttu Grænfriðunga gegn sel- og hval- veiðum íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga og segir hann mynd Grænfriðunga almennt talda vel gerða fölsun. Morgunblaðið ræddi við Magnús sem sagðist hafa mynd- ina undir höndum og því hefði hann tekið eftir því, er hann sá sjón- varpsmynd Lundins, að sumt virtist kunnuglegt. Við nákvæman saman- burð færi ekki milli mála að þessi atriði væru úr kanadísku myndinni. Magnús sagði að sérfræðingar hefðu kannað mynd Grænfriðunga gaumgæfilega og ljóst væri að myndin væri öll sett á svið. Kópa- veiðar, sem nú hafa verið bannaðar við Nýfundnaland, fóru aðeins fram um skamman tíma að vori. Urtur missa allt tilfinningasamband við kópa sína u.þ.b. tíu dögum eftir gotið. Fyrstu vikumar, meðan kóp- amir eru á spena, er pels þeirra afar laus í sér og dúnkenndur. Hann er því verðlaus og veiðarnar voru aldrei hafnar fyrr en kóparnir vom 4- 5 vikna gamlir eða eldri. Strengir viðkvæmninnar Sýnt er hvernig urta eltir kóp sem veiðimenn hafa drepið. „Veiðimenn- imir“ í mynd Grænfriðunga hafi að líkindum veitt nýfæddan kóp, dregið hann nokkrum sinnum um ísinn með urtuna á eftir sér og náð þannig góðum myndum frá ýmsum sjónarhornum. Beitt var sérstakri tegund af kylfum með gaddi til að drepa dýr- in. Eitt högg nægir að jafnaði til að brjóta hauskúpu dýrsins, þar sem beinið í henni er afar mjúkt; lög kváðu á um að nota skyldi þrjú högg til að tryggja að dýrin kveld- ust áreiðanlega ekki að nauðsynja- lausu. Auk þess voru kóparnir strax skornir á háls til að hjartað dældi blóði úr slagæðunum. Mun þetta m.a. vera vegna þess að pelsinn getur ella orðið fyrir skemmdum. „Ljóst er að ekki er farið að þessum reglum í myndinni,“ sagði Magnús. I umræddri sjónvarpsmynd sjást veiðimenn flá seli og kópa sem virð- ast enn lifandi og hefur þetta þótt einstaklega ógeðfellt. Þess má geta að líkamsbygging sela er með þeim hætti að dauðateygjur þeirra geta verið mjög langæjar, varað margar minútur. HÓTEL ESJU S: 68 08 09 í HÁDEGIIMU ALLA VIRKA DAGA: Pizza dagsins og hrásalatskál á IQmín aðeins kr. 490,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.