Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989
Tónlist á vinabæja-
viku í Alasundi
HÓPUR Akureyringa fer á nor-
ræna vinabæjaviku í Alasundi í
Noregi dagana 26.-30. júní nk.
Þar verður tónlist meginvið-
fangsefnið, en ýmislegt fleira
verður þó í gangi á meðan á vik-
unni stendur.
Maður
stunginn
í kvið
ÞRJÁTÍU og sex ára gamall
Akureyringur var stunginn í
kviðinn um klukkan 3 aðfaranótt
sl. sunnudags skammt utan við
veitingastaðinn Uppann á Akur-
eyri. Nítján ára gamall piltur,
sem einnig er Akureyringur, var
handtekinn skömmu síðar og
hefur hann játað verknaðinn.
Forsaga málsins er sú að menn-
imir tveir voru að skemmta sér á
Uppanum ásamt fleira fólki og kom
til nokkurra orðahnippinga þar inn-
an dyra. Dyraverðir vísuðu fólkinu
út og héldu mennimir áfram upp-
teknum hætti með þeim afleiðing-
um að annar þeirra dró upp hníf
og stakk hinn í kviðinn. Hnífsblaðið
mun hafa verið um tíu sm. að lengd.
Lögreglan kom fljótlega á vettvang
og flutti þann slasaða í Fjórðungs-
sjúkrahús Akureyrar. Hann mun
ekki vera í lífshættu. Ungi maður-
inn var handtekinn og færður í
fangageymslu lögreglunnar. Menn-
imir voru báðir ölvaðir.
Rannsókn málsins er ekki full-
lokið. Hún mun þó vera langt kom-
in, að sögn rannsóknarlögreglunnar
á Akureyri og að henni lokinni verð-
ur málið sent ríkissaksóknara.
Þriggja til fimm manna hljóm-
sveit 12 til 20 ára hljómlistarmanna
er boðin þátttaka í vinabæjavik-
unni. Gert er ráð fyrir að þátttak-
endur verði bæði með eigin dagskrá
og taki einnig þátt í sameiginlegu
námskeiði og tónleikahaldi með
hljómlistarmönnum frá hinum vina-
bæjunum. Umsóknir um þátttöku í
þessari dagskrá vinabæjavikunnar
þurfa að berast til menningarfull-
trúa Akureyrarbæjar fyrir 1. mars
nk.
Þá verður efnt til ljósmyndasam-
keppni. Henni er skipt í tvo megin-
þætti, sem hafa yfirskriftina „í
vinabæjaheimsókn" og „Við fimm
í norðri“. Keppninni er síðan skipt
í þrjá flokka, svarthvítar myndir,
litmyndir og litskyggnur. Hver þátt-
takandi má senda inn tvær myndir
í hveijum fiokki. Haldin verður
kvikmynda- og myndbandasam-
keppni þar sem viðfangsefnið verð-
ur „Við fimm í norðri“. Aðeins verð-
ur keppt í einum flokki og er há-
markslengd mynda fimmtán mínút-
ur. Myndir í keppnirnar verða að
hafa borist skóla- og menningarfull-
trúa Akureyrarbæjar, Strandgötu
19B, fyrir 1. mars nk.
Hjálpartækjabankinn á Akureyri
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Um eitt hundrað manns komu
á sýningu Hjálpartækjabank-
ans sem haldin var síðastliðinn
laugardag að Bjargi, i húsi
Sjálfsbjargar á Akureyri. Sýnd-
ar voru meðal annars nýjar
gerðir af hjólastólum auk ann-
ars búnaðar er kemur fötluðum
einstaklingum að gagni. Hjálp-
artækjabankinn er eign Sjálfs-
bjargar og Rauða kross ís-
lands. Á myndinni eru starfs-
menn Hjálpartækjabankans
þær Jóhanna Ingvarsdóttir
iðjuþjálfl og Edda Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur að sýna
Vigdísi Steinþórsdóttur, hjúk-
runarfræðingi á Fjórðungs-
sjúkrahúsi Akureyrar, þau tæki
sem bankinn býður upp á.
Góður afli á Kögurgnmni
„VIÐ höfúm verið í ágætis veiði
í þijá daga. Það er gott að vita
til þess að það er enn til flskur
og menn verða sjálfsagt fegnir
í landi að fá eitthvað að gera
eftir fískleysi og ógæftir að
undanförnu,“ sagði Jón Jóhann-
esson, skipstjóri á Harðbak frá
Akureyri, i samtali við Morgun-
blaðið.
Mikil veiði af ágætis þorski, eins
og skipstjórar segja, hefur verið á
Vestfjarðamiðum að undanförnu.
Togararnir hafa verið að fá 5 til
20 tonn í botntrollið. Fyrir helgina
hófst veiðin í kantinum vestan við
Halann og gekk fiskurinn síðan
austur eftir og blandaðist nokkuð
við það að sögn Jóns Jóhannesson-
ar. I gær var stór hópur togara á
Kögurgrunni og nokkrir einnig í
Djúpálnum. Togarinn Harðbakur
var þar og sagði Jón, að þeir væru
nú að ljúka túr. Framan af hefði
þetta verið leiðinda bamingur og
skakstur og túrinn yrði því fullorð-
inn. Aflinn hefði að mestu komið
síðustu þijá daga og þeir yrðu
inni á miðvikudag, en þeir væru
þegar komnir með 150 til 160
tonn.
Jón sagði að þeir væru nú í
fjórða túr, en til þessa hefði afli
verið tregur og leiðinda umhleyp-
ingar. Vestanstormar hefðu rekið
ísinn yfir þessar slóðir og lítið
verið hægt að athafna sig þar til
síðustu daga. Nokkur hreyfmg
virtist komin á ísinn til austurs
og þorskurinn gengi uppeftir und-
an honum. „Það verður vonandi
áframhaldandi kropp og það er
gott að vita til þess að það er til
fiskur," sagði Jón.
Rúmur helmingur
aðspurðra hlustaði
stundum á Olund
Þuríður Baldursdóttir, Arnór Benónýsson og Margrét Bóasdóttir á æfingu í Lóni.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Tónlistardagskrár í Davíðshúsi
MARGRÉT Bóasdóttir söngkona
^þefur skipulagt dagskrár á veg-
um Tónlistarfélags Akureyrar
og verða þær fluttar í Davíðs-
húsi á næstunni.
Fyrri dagskráin er byggð á ljóð-
um Davíðs Stefánssonar. Þar mun
Amór Benónýsson lesa upp og
Margrét Bóasdóttir og Þuríðúr
Baldursdóttir munu syngja ljóð
Davíðs við lög ýmissa höfunda. Við
píanóið verður Guðrún A. Kristins-
dóttir. Þessi dagskrá verður flutt
annaðkvöld, miðvikudagskvöld, og
hefst hún kl. 20.30. Ef nægar pant-
anir berast verður hún endurflutt
að viku liðinni á sama tíma.
Seinni dagskráin er samansett
af sönglögum akureyrskra tón-
skálda, þar á meðal eru Björgvin
Guðmundsson, Birgir Helgason,
Áskell Jónsson, Áskell Snorrason
og Jóhann Ó. Haraldsson. Flytjend-
ur verða söngvararnir Margrét Bó-
asdóttir, Hólmfríður Benediktsdótt-
ir, Þuríður Baldursdóttir og Michael
Clarke ásamt meðleikurum.
Þar sem húsrými í Davíðshúsi
er takmarkað er nauðsynlegt að
panta miða. Pantanir félagsmanna
hafa forgang. Tekið er á móti pönt-
unum í síma 24234 milli kl. 14 og
18. Miðaverð er 400 krónur fyrir
félaga og 800 krónur fyrir aðra.
Helmingsafsláttur er veittur skóla-
fólki.
iiiji*; ii tsriiHíftís i tui
Hlustendakönnun, sem út-
varpsstöðin Ólund á Akureyri
gekkst fyrir í byijun febrúar,
leiddi í ljós að 56% aðspurðra
hlusta stundum á Ólund. Þar
af sögðust 48% aðspurðra
hlusta á Ólund þrisvar í viku
eða oftar.
Könnunin var gerð í skólum
bæjarins, í miðbænum og í kjör-
búðum. Hún náði til 358 Akur-
eyringa á aldrinum 12 til 70 ára.
Spurningarnar voru gerðar í sam-
vinnu við Gunnar Frímannsson,
aðstoðarskólameistara Mennta-
skólans á Akureyri. Um fram-
kvæmd könnunarinnar sáu nem-
endur af samfélagsbraut MA, við-
skiptabraut VMA og fleiri. Spurt
var hvort viðkomandi hlustaði
stundum á útvarp Ólund og ef svo
væri, hve oft í viku. Einnig var
spurt hvort menn myndu hlusta
meira ef útvarpað væri á daginn.
78% í aldurshópnum 12 til 15
ára hlusta stundum á Ólund og
þar af hlusta 59% þijú kvöld eða
oftar í viku. í aldurshópnum 16
til 22 ára hlusta 65% stundum á
Ólund og þar af 46% sem hlusta
þrisvar eða oftar í viku hverri. 22%
þeirra, sem eru eldri en 23 ára,
hlusta stundum á Ólund og af
þeim 27% þrisvar eða oftar í viku.
46% sögðust myndu hlusta
meira á Ólund ef einnig væri sent
út á daginn, 23% voru óákveðin
en 36% sögðust ekki myndu hlusta
á síðdegisútsendingar.
Fimm sóttu
um stöðu
fræðslustjóra
FIMM sóttu um stöðu fræðslu-
stjóra Norðurlandsumdæmis
eystra, sem veitt verður frá og
með 1. júní nk.
Tveir umsækjenda óskuðu nafn-
leyndar, en aðrir sem sækja um
stöðuna eru Trausti Þorsteinsson,
skólastjóri á Dalvík, Páll Bergsson,
yfirkennari í Glerárskóla, og Þórður
Gunnar Valdimarsson, uppeldis-
fræðingur.
Fræðsluráð mun á næstunni
fjalla um umsóknimar og það gerir
síðan tillögu til menntamálaráð-
herra, sem veitir stöðuna.