Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989
Minning:
Guðmundur Bjömsson
bóndi á Arkarlæk
Fæddur 2. september 1896
Dáiun 27. janúar 1989
Guðmundur Bjömsson bóndi á
Arkarlæk í Skilmannahreppi andað-
ist í Sjúkrahúsi Akraness þann 27.
janúar sl. og var útfor hans gerð
frá Akraneskirkju 3. febrúar sl.
Guðmundur fæddist í Innstavogi
við Akranes 2. september 1896 og
var því orðinn 92 ára gamall. Aldur
sinn bar hann vel þar til fyrir ári
að hann varð að leggjast á sjúkra-
húsið og átti ekki afturkvæmt það-
an. Foreldrar Guðmundar voru
hjónin Bjöm Jóhannsson frá Kára-
stöðum í Borgarfírði og Sesselja
Ólafsdóttir frá Einarsnesi í sömu
sveit. Vel gefín myndarhjón. Þau
eignuðust átta böm, sex syni og
tvær dætur. Guðmundur var yngst-
ur og kom það í hans hlut að taka
við búi foreldra sinna og annast þau
í eljinni.
Árið 1923 hóf Guðmundur bú-
skap í Litla-Lambhaga en flutti að
Arkarlæk 1939 og átti þar heima
til æviloka. Arkarlækur mun lengi
bera hinum mikla ræktunarmanni
fagurt vitni. Þar breytti hann kot-
býli í kostajörð. Öll hús jarðarinnar
byggði hann að nýju og ræktaði
mest allt land hennar, sem hægt
er að rækta. Auk þess var hann í
fremstu röð bænda með framleiðslu
á kartöflum. Hann var framsýnn
og duglegur bóndi. Rak lengi stórt
bú og arðsamt. Um 40 ár ævinnar
var hann jafnframt sjómaður. Verð-
ur vikið að því síðar.
Guðmundur kvæntist 23. júní
1929 Ástu Jónsdóttur frá Arkar-
læk. Hún lést 1975. Böm þeirra eru
sex. Þau eru þessi talin í aldursröð:
Guðjón framkvæmdastjóri á Akra-
nesi, kvæntur Huldu Pétursdóttur
úr Vatnsdalnum, Bjöm Jóhann
framkvæmdastjóri á Hólabraut í
Reykjadal, kvæntur Guðnýju S.
Kolbeinsdóttur úr Mývatnssveitinni,
Sesselja gift Gísla Búasjmi hrepp-
stjóra á Ferstiklu, Bjamfríður gift
Sigurði Magnússyni vélvirkja á
Akranesi, Valdimar Ingi vélstjóri,
Akranesi, kvæntur Júlíönu Sigur-
laugsdóttur frá Ragnheiðarstöðum
í Flóa og Ásmundur bóndi á Arkar-
læk, kvæntur Sigríði Sigurlaugs-
dóttur frá Ragnheiðarstöðum.
Fyrir hjónaband eignaðist Guð-
mundur son með Ingibjörgu Sigurð-
ardóttur frá Akrakoti. Er það Guð-
mundur Óskar verkstjóri á Akra-
nesi, kvæntur Þorgerði Ólafsdóttur
frá Efraskarði.
Öll böm Guðmundar eru dugnað-
ar- og manndómsfólk og afkomend-
ur alls komnir yfír 80.
I félagsmálum var Guðmundur
mjög liðtækur og oft brennandi í
andanum. Hann var í áratugi for-
maður Búnaðarfélags Skilmanna-
hrepps, lengi í stjóm Kaupfélags
Suður-Borgfírðinga á Akranesi
o.m.fl. Hann var félagshyggjumað-
ur af lífí og sál. Sá þann kost best-
an til góðs árangurs í lífsbaráttunni
og góðra samskipta manna almennt
að úrræðum samvinnunnar væri þar
beitt. Ég átti lengi mikið og gott
samstarf við Guðmund í Framsókn-
arfélagi Borgarfjarðarsýslu. Hann
var ódeigur baráttumaður og rækti
þar öll sín félagsstörf af lifandi
áhuga. Sótti vel fundi og hvatti í
ræðum sínum til drengilegrar bar-
áttu fyrir þeim málstað, sem hann
taldi skipta máli, alveg sérstaklega
fyrir bændur og íslenskan land-
búnað.
Þótt Guðmundur á Arkarlæk
væri öndvegis bóndi og mikill rækt-
unarmaður var sjómennskan honum
í blóð borin. Hann var stoltur af
því að hafa verið meira og minna
starfandi á sjónum í 40 ár sam-
fleytt eða frá 1909-48. Honum
fannst sjórinn og störfín þar heill-
andi og leggja traustan grunn að
fjárhagslegri afkomu heimilisins.
Draumur hans framan af ævi var
að gera sjómennskuna að lífsstarfí
sínu og ganga á Sjómannaskólann
en af því gat ekki orðið af sérstök-
um ástæðum. Það þótti honum mjög
miður.
Guðmundur gerði ítarlega grein
fyrir sjómennsku sinni í viðtali við
blaðið Magna á Akranesi fyrir 8
árum. Hann ræður sig á skútu að-
eins 12 ára gamall með aðstoð
Oddgeirs Ólafssonar á Akranesi,
sem á þeim árum var skútumaður.
Honum gekk illa að fá samþykki
foreldra sinna fyrir ráðningu þess-
ari og taldi að móðir sín hefði raun-
ar aldrei samþykkt hana, enda lágu
til þess gildar ástæður. Skúta þessi
hét Haraldur litli og var gerð út
af Ziemsen í Reykjavík. Þetta var
minnsta skútan í flotanum. Þama
var Guðmundur júlí og ágúst 1909.
Aflahlutur hans þessa fyrstu vertíð
gerði kr. 90, sem þóttu miklir pen-
ingar á þeim árum, auk þess fékk
hann talsvert tros handa heimili
sínu. Hann afhenti föður sínum kr.
80 í heimilið en keypti sér smáhluti
fyrir kr. 10 þar á meðal leðurveski
fyrir kr. 3, sem entist honum ævina
út.
Næsta sumar kemst hann á skút-
una Ragnheiði úr Reykjavík. Jafn-
framt verður hann að semja um það
að verða settur í land í byijun sept-
ember því þá skyldi ferma hann í
Akraneskirkju. Honum var skotið í
land á ísafírði. Eftir mikla hrakn-
iriga komst hann svo til Akraness
2 dögum fyrir ferminguna, svo hann
rétt slapp nógu snemma. Almennt
munu unglingar á þeim árum ekki
hafa farið til sjós fyrr en eftir ferm-
ingu og alveg sérstaklega á skútur.
Þegar horft er til baka líta skútu-
ferðir Guðmundar 12 og 13 ára út
sem ævintýri, en sýna jafnframt
hversu bráðþroska og kappgjam
hann var. Þetta var upphafíð að
sjómennsku hans í 40 ár eða til
1948. Eftir að skútuöldinni lauk,
sem Guðmundur hefur gefíð mjög
góða lýsingu á, var hann lengi á
vertíðarbátum frá Akranesi. Síðast
á mb. Farsæl með Jóhannesi Guð-
jónssyni á Ökrum. Að dómi Guð-
mundar var sjómennskan oft
skemmtileg — jafnvel spennandi
þegar vel gekk — og gaf miklu
meira af sér en búskapurinn.
Guðmundur á Arkarlæk var
greindur vel og hugsandi maður.
Hann braut heilann um ótrúlegustu
hluti og velti fyrir sér rökum tilver-
unnar í smáu sem stóru. Hann var
ákaflega nærgætinn, tilfinninga-
næmur og vinfastur með afbrigð-
um. Hann hafði lifandi áhuga fyrir
mörgum framfaramálum og studdi
þau með ýmsum hætti. Afstaða
hans var alltaf hvetjandi. Hann
horfði alltaf fram á veginn og trúði
á hið góða í tilverunni. Hann gat
einnig verið fastur fyrir og stífur á
meiningunni væri hann sannfærður
um að málstaðurinn væri rangur.
Slíkt er einkenni manndómsmanna.
Hann hafði yndi af ljóðum og gerði
talsvert af því að yrkja sér og öðr-
um til ánægju.
Ævi Guðmundar á Arkarlæk var
orðin löng og dagsverkið mikið.
Hann lifði nánast tvö aldarskeið —
gerólík. Frá bamæsku mundi hann
er skip fórst við Flösina á Akranesi
síðari hluta september 1905 með
11 mönnum, þar af 3 bræður hans
á besta aldri. Á Akranesi vissi eng-
inn um slysið fyrr en birti af næsta
degi. Þá voru öll fjarskipta- og
símasambönd óþekkt og engin höfn
á Akranesi. Þá varð fólkið við slíkt
að búa. Skyldi það ekki vera ráð-
gáta ungu fólki í dag, hvemig slíkt
var hægt?
Þrettán ámm síðar heyrði hann
ógnþmnginn veðurgnýinn kveða
feigðaróm að eyrum sér við tangana
í Innstavogi er fjórði bróðirinn
dmkknaði, ásamt nágranna sínum
og vini, skammt frá landi. Slíkir
örlagadagar gleymast aldrei og
setja á manninn mark.
Þegar hin greinargóða lýsing
Guðmundar á skútulífínu fyrir
70-80 ámm er borin saman við
aðbúnaðinn á togaraflotanum nú,
er sem um tvo ólíka heima sé að
ræða. Sama hefur gerst með alla
búskaparhætti í sveitum landsins.
Maður sem lifað hefur fránum sjón-
um frá síðustu aldamótum á að
baki sér mikia lífsreynslu og víðan
sjóndeildarhring, þegar dagur er
að kveldi kominn. *
Að lokum þakka ég Guðmundi
alla þá góðvild og umhyggju, sem
hann sýndi mér og áhugamálum
mínum um langt skeið. Eg hygg
að ýmsir aðrir hafi sömu sögu að
segja og eigi þakkir að gjalda er
leiðir skilja. Blessuð sé minning
Guðmundar á Arkarlæk. Megi hún
verða bömum hans og öðrum af-
komendum sem ljós á ævibrautinni.
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.
(D.St.)
Daniel Ágústínusson
t
Kaer systir og mágkona,
ODDNÝ G. JÓNSDÓTTIR,
GnoAarvogi 26,
lést 19. febrúar sl. á sjúkradeild elli- og hjúkrunarheimili Grundar.
Baldur Jónsson, Regína Benediktsdóttir.
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
INDRIÐI JÓNSSON
stýrimaður,
lóst á heimili sínu Stóragerði 7 þann 19. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðrún Marteinsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HULDA MAGNÚSDÓTTIR BLÖNDAL
lést á Borgarspítalanum 16. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Erna Helgadóttir,
Magnús Helgason,
Guðný Helgadóttir.
t
Bróðir minn,
ENGILBERT M. ÓLAFSSON,
Hlfðarvegi 26,
Kópavogi,
lést laugardaginn 18. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Unnur Ólafsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
JÓHANN FRÍMANNSSON,
Oddeyrargötu 14,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 18. febrúar.
Stella Jóhannsdóttir,
Edda Jóhannsdóttir,
Matthlldur Jóhannsdóttir,
Kristbjörg Jóhannsdóttir,
Herdfs Jóhannsdóttir,
Elfnborg Jóhannsdóttir,
Frfmann Jóhannsson,
Sofffa Jóhánnsdóttlr,
MagnþórJóhannsson,
Halldór Jóhannsson,
Óttar Jóhannsson,
Bergfrföur Jóhannsdóttir,
Slgurnýas Frfmannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kristjón Ragnarsson,
Jón Matthfasson,
Vilhelm Sverrisson,
Guðrún Valgarðsdóttir,
Hannes Hafsteinsson,
Friðrlkka Valgarðsdóttir,
Hulda Einarsdóttir,
Þorgerður Einarsdóttir,
t
Elskulegur eiginmaður minn,
STEINAR ÞÓRHALLSSON
frá Ánastöðum,
Framnesvegi 10, Keflavfk,
lést 19. þessa mánaðar í Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sólrún Leósdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRARINN JÓNASSON,
Hróarsdal,
lést laugardaginn 18. febrúar.
Jarðarförin, auglýst síðar.
Elfnborg Þórarinsdóttir,
Lilja Þórarinsdóttir,
Ágúst Waltersson
og barnabörn.
t
Elskulega móðir mín og tengdamóðir,
MARGRÉT RÍKHARÐSDÓTTIR,
Sfðumúla 21,
lést 11. janúar sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey.
Fyrir hönd vandamanna,
Kolbrún Ingólfsdóttir,
Kristján Bragason.
t
Okkar ástkæra móðir, tengdamóöir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
Neshaga5,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. febrúar
kl. 13.30.
IngólfurÁgústsson, Ásdfs Einarsdóttir,
Hulda Ágústsdóttir, Oddur Árnason,
Ágústd Agústsdóttir,
Hjördfs Ágústsdóttir, Pátur Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINDÓR INGIMAR STEINDÓRSSON
bifreiðastjóri,
Strandaseli 9,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 23. febrúar
kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóö Land-
spftalans.
Stelndór I. Steindórsson, Sólveig Sigurjónsdóttir,
Ellert K. Steindórsson, Rannveig Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.