Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 Stórslys á nautaati Reuter Sjö manns létu lífíð og rúmlega 300 slösuðust þegar áhorfendapallar við nautaatshring í bænum Honda í Kólombíu hrundu saman á sunnudag. Hafði þeim verið hrófað upp í flýti og þoldu ekki þungann þeg- ar til kom en áhorfendur á pöllunum voru rúmlega 3.000 talsins. International Herald Tribune STJÓRNVÖLD í Frakklandi hafa afráðið að leita eftir þátttöku í þróun loftvarna- og stjórnkerfis sem Atlantshafsbandalagið hyggst koma upp á næstu tveimur áratugum. Er þetta talið þýðingarmikið skref í átt til aukinnar samvinnu Frakka og annarra NATO-ríkja á varnarsviðinu en Frakkar ákváðu árið 1966 að draga herafla sinn undan hinni sameiginlegu herstjórn bandalagsins. Smíði kerfísins er umfangsmesta verkefni sem aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins hafa ráðist í en kostnaðurinn er talinn verða rúmir 10 milljarðar Bandaríkjadala (um 500 milljarðar ísl. kr.). Ráðamenn í NATO-ríkjunum í Vestur-Evrópu telja hæpið að smíði kerfísins mæti andstöðu en það mun eingöngu gegna vamarhlutverki. Tölvustýrð- ar ratsjár munu fýlgjast með ferð- um óþekktra flugvéla og beina or- ustuþotum í veg fyrir þær. Kerfið verður einnig tengt nýju stjómkerfí landheija undir stjóm Atlantshafs- bandalagsins. Nýlega fól Francois Mitterrand Frakklandsforseti ráðhemim ut- Khomeini hvetur að nýju til lífláts Sahnans Rushdie St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SÍÐASTLBÐINN laug'ardag gaf harmar þœr áhyggjur og sár- rithöfundurinn Salman Rushdie indi, sem hann hafí valdið mú- út yfírlýsingu, þar sem hann hameöstrúarmönnum meö bók BOSCH KYNNINGARVERÐ 20% afsláttur Bosch handverkfæri til iðnaðar- og heimilisnota. Mikið úrval. sinni, Söngvum Satans. Á sunnu- dag lýsti Khomeini, erkiklerkur í Iran, því yfir, að ekki væri hægt að fyrirgefa höfundinum bókina. Rushdie hefur verið undir vernd lögreglunnar og farið huldu höfði, síðan Khomeini lýsti yfir í síðustu viku, að rithöfundurinn væri rétt- dræpur. Lögreglan telur, að mjög erfitt sé að sjá við hryðjuverka- mönnum klerkastjómarinnar, sem líta svo á, að yfírlýsing Khomeinis sé fyrirmæli um aftöku höfundar- ins._ Á föstudag gaf forseti írans í skyn, að afsökun frá Rushdie dygði til, að dauðahótuninni yrði aflétt. Um hádegisbil á laugardag gaf Rushdie út yfírlýsingu sína. Hún hljóðar svo: „Sem höfundur Söngva Satans veit ég, að útgáfa sögunnar hefur valdið múhameðstnjarmönn- um víðs vegar um heim véralegu hugarangri. Ég harma mjög þau sárindi, sem útgáfan hefur valdið einlægum fylgjendum múhameðs- trúar. Við lifum í heimi margra trú- arbragða og þessi reynsla minnir okkur á, að við verðum öll að gera okkur ljósar tilfínningar annarra." Fréttastofa íranska klerkaveldis- ins, IRNA, lýsti því yfír ( fyrst- unni, að sögn The Sunday Times síðastliðinn sunnudag, að enda þótt yfírlýsing höfundarins bæri engan veginn vott um nægilega iðran, dygði hún til þess, að íslömsk al- þýða í íran og annars staðar létti af honum dauðadómnum. Síðar á laugardag dró fréttastofan þetta til baka og sagði, að yfírlýsingar væri að vænta frá erkiklerknum. Kho- meini lýsti því svo yfir síðla á sunnu- dag, að jafnvel þótt Salman Rush- die iðraðist sárlega gerða sinna, bæri múhameðstrúarmönnum að leggja allt í sölumar til að senda hann til helvítis. Breska utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum á þessari yfírlýsingu erkiklerksins. Þegar er ljóst, að fullt stjómmála- samband verður ekki tekið upp við íran í nánustu framtíð. Sir Geoffrey Howe bar þetta mál upp á fundi utanríkisráðherra Evrópubanda- lagslandanna í gær. Talsmenn múhameðstrúarmanna í Bretlandi tóku yfírlýsingu Rush- dies yfírleitt vel og töldu, að hún nægði til að lægja öldumar vegna þessa máls. Umtalsverðrar andúðar hefur gætt í garð múhameðstrúar- manna eftir yfirlýsingu Khomeinis. Útgáfufyrirtækið Viking Pengu- in ætlar að halda áfram að afgreiða pantanir á bókinni. Utanríkisráðu- neytið sagði, að yfírlýsing Rushdies hefði algjörlega verið ákvörðun höf- undarins. anríkis- og vamarmáta að hefja viðræður um þátttöku Frakka f þró- un nýja kerfisins. Búist er við því að þær standi í nokkra mánuði en franskir iðnjöfrar hafa ákaft hvatt til þess að Frakkar standi ekki utan þess. Sérfræðingar á vettvangi ör- yggis- og vamarmála hafa gert slíkt hið sama og fullyrða að Frakkar geti ekki komið upp sambærilegu kerfí einir og óstuddir. Sérfræðing- ar telja að þátttaka Frakka komi sér vel fyrir Atlantshafsbandalagið. Bæði muni stjómvöld þar í landi taka þátt í kostnaði við smíði stjóm- kerfísins auk þess sem frönsk tækniþekking muni koma sér vel. Þá er og nefnt að með þessu móti verði unnt að halda uppi öflugra ratsjáreftirliti með flugferðum yfir Evrópu en áður. Frakkar fá nú aðeins hluta af þeim upplýsingum sem aflað er í gegnum ratsjárkerfí Atlantshafs- bandalagsins. Af þessum sökum hafa þeir ekki aðgang að ýmsum leynilegum upplýsingum sem fengnar em með þessu móti. Hug- mynd franskra stjómvalda mun vera sú að sérstök stofnun hafi alla söfnun upplýsinga og miðlun þeirra með höndum. Stofnun þessi heyri undir Atlantshafsráðið og að yfir- maður Evrópuherstjómar Atlants- hafsbandalagsins (SACEUR) verði æðsti yfirmaður hennar. Með þessu móti hyggjast Frakkar áfram standa utan hinnar eiginlegu her- stjómar sem ákvarðar hvenær senda ber NATO-flugvélar á loft til að halda uppi vömum eða eftir- liti. Sprengjutil- ræði í Englandi London. Reuter. ÞRJÁR sprengjur sprungu i hibýlum breskra hermanna í Shrewsbury í Englandi snemma i gærmorgun og hefur írski lýð- veldisherinn lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. 60 hermenn höfðu verið í húsunum en þeim tókst að flýja þau áður en sprengjumar sprungu. Einn her- maður slasaðist lítillega. Talsmaður breska vamarmálaráðuneytisins sagði að hermenn hefðu orðið varir við tvo menn sem hefðu tekið til fótanna frá húsunum. Annar þeirra hefði skotið úr skammbyssu og þeir hefðu báðir sloppið ósærðir í myrkrinu. Atlantshafsbandalagið: Aukin þátttaka Frakka í NATO? Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavik. Simi 680780. Gunnar Ásgeirsson hf. Bók um „upplýsinga- nútímamannsins streitu“ New York. Reuter. Bandariski rithöfundurinn Ric- hard Saul Wurman hefur ritað bók fyrir þá sem þjást af „upplýsinga- streitu", þ.e. streitu af völdum of mikils upplýsingaflæðis nútimans. í bókinni, sem heitir Upplýsinga- streita (Information Anxiety), segir að þessi sálarkvilli lýsi sér m.a. þann- ig að menn fyllist sektarkennd yfír því að þeir lesi ekki nóg, skammist sín fyrir vanþekkingu á ýmsum mál- um, s.s. fjármálaheiminum og ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs, muni fátt og skilji jafnvel enn færra af því sem þeir lesa. Hann segir að krafan um að menn fylgist ávallt með geti leitt til þess að lestur verði að áráttu án þess að koma að nokkra gagni, að menn fyllist vanmáttar- kennd og eigi erfítt með að viður- kenna vanþekkingu sína. Wurman segir að bókin sé ætluð fómarlömbum hinnar svokölluðu „upplýsingasprengingar", en lætur þó í ljós efasemdir um að þessi sprenging hafí aukið þekkingu manna. Hann segir að í einu eintaki bandaríska dagblaðsins New York Times séu meiri upplýsingar en menn fengu á einni mannsævi á 17. öld. I Bandaríkjunum einum séu rúmlega þúsund sjónvarpsstöðvar og 10.000 útvarpsstöðvar. Þrátt fyrir þetta sé nútímamaðurinn ekki betur að sér en forfeðumir, heldur hafi upplýs- ingastreymið valdið þvf að menn skilji og muni færra af því sem þeir lesa, að dregið hafi úr einbeitingar- hæfíleikanum og menn séu meðvit- aðri um vanþekkingu sína. Wurman líkir lestraráráttu nútímamannsins við sjúklega matar- lyst - þegar menn borða yfír sig og kasta upp til þess að geta borðað meira. Hann leggur til að menn haldi í við sig - lesi aðeins eitt dagblað reglulega, eitt fréttatímarit og eitt menningarrit. Hann ráðleggur enn- fremur þeim sem þurfa að lesa fagtímarit að velja og hafna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.