Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Skýrsla Þjóðhagsstofiiunar; Meðaltekjur kvenna 60% af tekjum karla í SKÝRSLU, sem Þjóðhagsstofn- un hefur gefið út, kemur m.a. firam, að á árinu 1986 voru konur rúm 38% fullvinnandi launþega, en báru aðeins úr býtum tœp 28% heildaratvinnutekna sama hóps. Meðalatvinnutekj ur kvenna i öU- um atvinnu- og starfegreinum eru rúm 60% af meðaltekjum karla. Á aldrinum 35-50 ára, en þá ná meðaltekjur karla sem kvenna hámarki, er hlutfidl kvenna af tekjum karla lœgst, aUt niður f 45%. Minnstur munur er á meðaltekj- um fullvinnandi karla og kvenna á meðal kennara og skólastjóra og ófagiærðs verkafólks. Mest hallar á konumar meðal bankamanna og í hópi starfsfólks sjúkrahúsa, elli- og bamaheimila og eru þó læknar og sérfræðingar undanskildir. Þá eru fullvinnandi forstýrur aðeins rétt rúmlega hálfdrættingar á við forstjóra. Iskýrslunni kemur fram, að hluta þessa munar má rekja til mislangs vinnutíma karla og kvenna. Þá kemur fram, að atvinnuþátt- taka kvenna hefur aukist mjög á undanfömum áratugum og þá sér- staklega meðal giftra kvenna. Árið 1960 voru 60% ógiftra kvenna á vinnumarkaði, en einungis 20% giftra. Árið 1986 var atvinnuþátt- taka ógiftra kvenna orðin um 79% og 84% meðal giftra, en miðað er við allar konur 15 ára og eldri. Tæp 60% kvenna voro í hluta- störfum á árinu 1986, en einungis tæp 30% karla. Konum í fullu starfi hefur þó fjölgað allnokkuð á tíma- bilinu frá 1980 til 1986. Þá virðist lítið draga úr atvinnuþátttöku kvenna á bameignaaldri. Háskóli íslands: 77,9% fall á prófi í almennri lögfræði EENUNGIS 27 þeirra 122 laga- nema á fyrsta árí sem þreyttu Fíkniefiiamál: Akærðir fyrir kókaínsmygl GEFIN hefur veríð út ákæra á hendur þremur mönnum, Breta og tveimur Islendingum, vegna smygls hingað til lands á um það bil 60 grömmum af kókafni og sðlu á hluta þess hér. Bretinn og annar íslendinganna, sem báðir hafo veríð búsettir i Banda- rikjunum, hafo setið í gæsluvarð- halHi nndaaforna viku og er dóms í málinu að vænta áður en sá úrskurður rennur út, næsta þriðjudag, að sögn Egils Steph- ensen yfirlögfræðings þjá ríkis- saksóknara. Mennirnir sem sitja f haldi voro handteknir í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudag í fýrri viku. Þá voro þeir með um 60 grömm af kókaíni í fórom sínum. Þeir ero gronaðir um að hafa flutt svipað magn af hreinna kókaíni hingað en drýgt efnið og selt nokkum hluta þess hér. Grammið munu þeir hafa selt fyrir 6.500-10.000 krónur. próf í almennri lögfiræði í janúar náðu tilskilinni einkunn, 7,0. 139 voru skráðir til prófo en 17 mætu ekki. Meðaleinkunn þeirra sem þreyttu prófið var 5,02, sam- kvæmt upplýsingum nemenda- skrár Háskólans, Fallprósentan er 77,9%. Sigurður Líndal, prófessor i al- mennri lögfræði og deildarforseti lagadeildar, segir að tölur um fall f þessari grein séu ekki marktækar fýrr en að loknum endurtekningar- prófum í vor. Hann sagði að fyrir- komulagi á kennslu f faginu hefði nú verið breytt að eindreginni ósk stúdenta þannig að ( stað þess að almenn lögfi-æði sé kennd á báðum misserom sé sama námsefni nú aðeins kennt á haustmisseri. Hann taldi ekki óeðlilegt að ætla að hrað- ari yfirferð skilaði lægri einkunn- um. Sigurður visaði þvf á bug að hér væri um dulbúnar Qöldatak- markanir inn f deildina að rseða. „Ég þarf ekki að hjálpa þessu fólki við að falla, það er einfært um það sjálft.f sagði hann. Sigurður Lfndal sagði að ef menn vildu Qölga í þeim hópi sem hleypt yrði í gegnum þessa síu væri eðlilegast að taka ákvörðun um lægri lágmarkseinkunn en 7,0. „Ég vil ekki gefa fyrstu einkunn. án þess að rök séu til þess,“ sagði Sigurður Lfndal. Sorpbrennslan í Hnífsdal: Hnífsdælingar krefl- ast lokunar án tafar ÍBÍJAR í Hnlfadal hafo sent heilbrigðisráðherra undirskriftalista og ferið fram á að sorpbrennslustöðinni í Hnífsdal verði lokað án tafar. Stöðin, sem er í eigu ísaQarðar, Bolungarvíkur og Súðavíkur- hrepps, heftir ekki starfeleyfi og Hollustuvemd ríkisins telur að mílril mengun sé firá henni. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjórí á ísafirði, segir að lausn málsins muni kosta tugi milljóna króna og það tnki tfm» að lrnnnn tíllögur til Úrbóta. Eins og skýrt var firá f Morgun- rúmlega 200 manns nafn sitt á blaðinu í síðustu viku var sótt um starfsleyfi fyrir stöðina, en það hefur ekki fengist. f greinargerð Hollustuvemdar vegna málsins segir m.a., að heilsuspillandi reyk leggi frá stöðinni og henni beri að loka. Að sögn Ónnu Maríu Antonsdóttur, sem safnaði undir- skriftum fbúa í Hnífsdal, skrifuðu listann. „Hér í bæ eru 275 á kjör- skrá, en íbúar ero alls um 400,“ sagði Anna. „Við höfum nú sent iistann til heilbrigðisráðherra og afrit til Hollustuvemdar. Þá ætl- um við einnig að senda heilbrigð- isfulltrúanum á ísafírði afrit. Það er eindregin ósk okkar að tekið verði fast á þessu máli og í bréf- Snjó mokað af Tjörninní og Rauðavatni og svell sléttað Göngnbrautir á Miklatúni, í Laugardal og við Rauðavatn STARFSMENN Reykjavíkurborgar mokuðu sqjó af Tjöminni og Rauðavatni f gær en þar sem svellið kemur ójafht undan snjónum stóð til að sprauta vatni yfir til að fi& það slétt Það ætti þvi að vera gott skautafierí um helgina ef veðurspáin bregst ekki. Þá hefur toglyftan i Breiðhotti verið tekin i notkun á ný með bættum ðryggisbúnaði og troðnar hafo varíð gönguslóðir fyrir skíða- göngumenn við Rauðavatn, í Laug&rdal við Glæsibæ og á Mikla- túni. „Þetta er f fýrsta skipti sem við komumst út á svellið með vél- amar i vetur," sagði Jóhannes óli Garðarsson vallarstjóri íþróttavalla borgarinnar. „Um síðustu helgi misstum við vélamar niður þegar isinn gaf sig en aðal höfuðverkurinn er að komast með vélamar út á svellið því ekki get- um við mokað það með handafli. Á atvinnuleysisáronum voro menn sendir út á fsinn með kústa en f dag fæst enginn til þess enda engum manni bjóðandi. Við erum skammaðir alla daga fyrir að sjá ekki til þess að fólk komist á skauta en við getum ekkert gert fyrr en fsinn heldur vélunum. Það er ekki nóg að hann sé mannheldur. Svo má ekki gieyma að heitu vatni er hleypt í Tjömina til að halda lífi f öndunum og veldur okkur um leið erfiðleik- um með að komast út á ísinn til að moka. Það er erfitt að sameina það að láta endumar lifa og gera skautafólki til hæfis.“ í vetur hafa verið troðnar skíða- slóðir á Miklatúni og þær lagaðar eftir hvert áhlaup. Sagði Jóhannes að í mörg ár hefði snjór ekki ver- ið jafn lengi á brautunum, skfða- göngumönnum til mikillar ánægju. „í öllum skömmunum sem dunið hafa yfir frá skauta- fólki, þá kom hér lítill gleðineisti áðan þegar skilaboð bárost frá norskri konu, sem hér var stödd með þakklæti fyrir flölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir á Mikl- atúni en konan býr f Osló og þar eru engar skíðabrautir f mið- borginni," sagði Jóhannes. Skfðalyftan í Breiðholti er opin alla virka daga frá kl. 16 til kl. 21:30, en á laugardögum og sunnudögum er opið frá kl. 10 að morgni til kl. 18. Breytingar á lánskjaravísitölunni: Tel að ríkissljórnin hafi hætt viðræðum við sjóðina - segir Benedikt Davíðsson „ÉG LÍT svo á að ríkisstjómin hafi slitið viðræðum við lífeyris- sjóðina um þessi mál,“ sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands almennra Iffeyrís- sjóða, um fund forsvarsmanna sambanda lífeyrissj óðanna og ráðherra viðskipta- og Qármála, sem haldinn var i gær, vegna ágreinings 1|m breytingar á láns- kjaravísitölunni. Benedikt sagði að ráðherramir hefðu ekki getað fallist á tillögur lífeyrissjóðanna varðandi láns- kjaravísitöluna og ekki hefði verið boðað til framhaldsfunda. Því litu þeir svo á að viðræðunum væri lok- ið,- Lífeyrissjóðimir ætla að leggja þessa niðurstöðu fyrir fulltrúaráðin, að sögn Benedikts, og verður aðal- stjómarfundur þjá SAL til dæmis fljótlega boðaður. Fundinn sátu af hálfu ríkisstjóm- annnar Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson Qármál aráðherra og þrír aðstoðar- menn þeirra. Fulltrúar SAL voro Benedikt Davíðsson og Þórarinn V. Þórarinsson og af hálfu Lands- sambands lífeyrissjóða sátu Pétur H- Blöndal og Jóhann J. Ólafsson fundinn í gær. Fjarkamótið í skák: Toppslagur BALASHOV er enn efetur á Fjarkamótinu i skák, með 71/2 vinning eftir 10 umferðir. Helgi Ólafeson og Margeir Pétursson koma næstir með 7 v. Margeir hefur hvftt á móti Balashov í dag. Tíunda umferð var tefld í gær. Jón L. Ámason vann Eingorn, Helgi vann Sævar Bjamason, Margeir vann Hodgson og Tisdall vann Björgvin Jónsson. Jafntefli gerðu Balashov og Sigurður Daði, Karl Þorsteins og Hannes Hlffar. Watson og Þröstur Þórhallsson sátu enn að tafli þegar síðast fréttist í gærkvöldi og stefndi f bið hjá þeim. 11. umferð verður tefld í dag, 12. á morgun og 13. og síðasta á þríðju- dag. Sorpbrennslan i HnlfedaL inu til ráðherra förum við fram á að stöðinni verði lokað tafar- laust.“ Haraldur L. Haraldsson, bæjar- stjóri, hefur rætt við fulltrúa heil- brigðisráðuneytisins um hvemig best yrði staðið að lausn sorpeyð- ingarmálsins. „Það á eftir að fara fram allmikil vinna áður en niður- Morgunblaflið/Glsli Úlfarsson staða fæst í þessu máli,“ sagði hann. „Ef stöðinni verður lokað þá skapar það mikinn vanda, þvf urðun sorps kemur varla til greina vegna skorts á landrými. Þetta mál hefur verið rætt á fundi bæj- arráðs og við munum halda áfram að reyna að finna lausn á því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.