Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 VESTUR-ISLENDINGAR Reisa torfbæ í Norræna saíhinu í Seattle w Islenzkur torfbær rís nú í safna- 1 húsi í borginni Seattle á vestur- strönd Bandarílg'anna, en það er íslendingafélagið á staðnum, sem vinnur að því. Nær sexhundruð félagsmenn greiða árgjald til fé- lagsins en í öllu Washingtonríki eru taldir 6.026 manns af íslenzk- um ættum. Eftir búferlaflutninga vestur um haf á ofanverðri síðustu öld og í byrjun þessarar varð ís- lendingabyggðin í Washingtonríki sú þriðja stærsta í vesturheimi. Torfbærinn rís í sérstakri ís- landsdeild í Norræna safninu í Seattle (Nordic Heritage Muse- um). Þar vinnur íslendingafélagið að uppsetningu sýningar á lifnað- arháttum á Islandi á síðustu öld þegar íslendingar fluttust í tals- verðum mæli til Ameríku. í því sambandi er félagið að safna ýmsum gömlum íslenzkum verk- færum og heimilisgripum. Dugm- iklir félagar í íslendingafélaginu veija frístundum sínum við smíðar og frágang og höfðu að mestu lokið við íslenzku baðstofuna er blaðamaður Morgunblaðsins leit þar við fyrir skömmu ásamt öðr- um blaðamönnum. Safnið er til húsa í reisulegu fyrrum skólahúsi í hverfinu Ball- ard sem innflytjendur frá Norðurl- öndum byggðu en fyrstu land- nemamir settust þar að fyrir einni öld. Þar búa nú flölmargir afkom- endur hinna norrænu landnema. f hverfínu minnir margt á norr- æna tilurð þess, m.a. blöktu þjóð- Morgunblaðið/Ágúst Ásgeirason. Vestur-fslendingamir sem fylgdu islenzkum blaðamönnum um Norræna safnið í Ballard-hverfinu í Seattle í Bandaríkjunum. 1 fremstu röð eru (f.v.) May Hermann, Helgi Thordarson, María Yankasky, Sigrid Bjomson, Marcella Olason. í miðröð eru Anna Björnson, Steinthor Hermann, Tani Björnson og M. Lynn Olason. Aftast standa Jón Marvin Jónsson, ræðismaður í Seattle, Sigurð- ur Lloyd Olafeon og Fríða McDonald, en hún sagðist hafa verið skírð Hólmfríður og vera Sigurðardóttir. fánar allra Norðurlandanna við hún víða í hverfínu. Verzlanir og byggingar báru norræn nöfn og við eina búðina var veizlumatur líðandi stundar auglýstur á stóru skilti utandyra er á stóð: Lofott- orsk - lever og rogn. Norræna safnið í Seattle var opnað í apríl 1980. Þar hefur ver- ið sett upp varanleg sýning, Ameríski draumurinn, er gefur jrfírlit yfír fólksflutningana til vesturheims, kjörum landnema, aðbúnaði í öndverðu og uppbygg- ingu í norðvesturríkjunum. Þar hafa einnig verið settar upp dan- skar, sænskar, norskar og fínn- skar farandsýningar og minni sýningar. Safnið er sjálfseignar- stofnun og samkvæmt upplýsing- um safnvarðar greiða nú um 1.600 manns árgjald til þess og fjölgar þeim með ári hveiju. Safn- gestir hafa verið á fímmta tug þúsunda ár hvert að undanfömu. Nokkrir fulltrúar íslendingafél- agsins biðu komu blaðamanna og fylgdu þeim um safnið. Töluðu öll íslenzku þó svo þau væru fædd og uppalin vestra. Var greinilegt að þeim þótti vænt um uppruna sinn og arfleifð og að þau lögðu stolt sitt í að gera íslenzku deild- ina sem glæsilegasta úr garði. Glöddust þaujrfír að hitta frænd- ur sína frá Islandi og báðu öll fyrir beztu kveðjur til vina og vandamanna hér á landi. rukka +.1 B I REGNFATABUÐIN LAUGAVEGI 21 Ný sérverslun - Mikiö úrvnl Bjóðum finnsk gæðoregnföt í miklu úrvali ó hagstæðu verði. Nýjung ó Islondi! jofn Regnvettlingor ígvél, segjo Finnor. Verslaðu í Regnfatabúðinni, einu sérverslun sinnar tegundor ó íslondi. • Hlífðar- og tísku- regnföt ó alla fjölskylduno. • Mótorhjólo-, siglinga-, golf- og sportregnföt. • Hjóloregnslór, regnhattar, stígvél, reqnhlífar, o.fUfl. OPNUM i DAG 25. FEBRÚAR. (Opidtilkl. 16.00) SARA FERGUSON Ovön frægðinni Sara Ferguson, hertogaynja af Jórvík, er Bretum sífellt umtals- og áhyggjuefni og tönnl- ast þeir nú á því, að í þriðja sinn fari hún í frí frá Beatriee, fímm mánaða dóttur sinni. Gárungamir segja Söru lengi að venjast þeim skyldum er fylgja frægðinni, og að hún sé síður en svo sköpuð fyrir prinsessuhlutverkið. Hún er nú á skíðaferðalagi með vinum sínum, og þar voru teknar af henni nokkrar myndir sem eiga að sýna hve stúlkan er laus við alla konunglega hegðan. í texta er fylgir myndunum segir að hún hafí ekki fínplokkað í sig matinn heldur skóflað honum í sig af ókvenlegri græðgi, síðan hafi hún stangað úr tönnunum, og málað varir sínar, án þess að mótmæla nærveru hins heppna ljósmyndara. FARRAH FAWCETT Fældi burt innbrotsþjóf Hin engilfagra Farrah Fawcett, leikkona í Bandaríkjunum, Ienti í átökum fyrir skömmu. Tókst henni að fæla burt innbrotsþjóf nokkum er reyndi að laumast inn á heimili hennar og Ryans O’NeiIs, leikara, að kvöldlagi. Hún sparkaði svo duglega í þijótinn að hann féll og hótaði hún víst að gera honum illt verra ef hann hypjaði sig ekki á brott hið fyrsta. Er hann reis á fætur klemmdi hún hendi þjófsins milli stafs og hurðar. Fer ekki mikl- um sögum af honum, þegar hann hrökklaðist á brott, áður en lögregl- an kom á staðinn. Segjast þeir sem mest masa nú fyrst átta sig á því af hveiju samband þeirra Farrah og Ryans hefur varað jafn lengi sem raun ber vitni. Sagt er að Ryan viti, að það sé betra að halda sig ætíð á mottunni. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.