Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 13 hafa látið glepjast til óhappaverks hafi Sverrir verið of stórlyndur til að snúa við, viðurkenna mistök sín og bæta fyrir þau. Það hefði þó gert hann mann að meiri. En hann kaus heldur að ösla beint af augum dýpra og dýpra út í ófæruna, þar til hann sá þann kost vænstan að vaða til næsta lands og bjarga sér á þurrt í Landsbankanum, sem von- andi reynist honum ekki flæðisker. Þar hefir hann svo verið síðan að vinda vosklæðin og í harla þungu skapi. Það hefir svo bitnað nokkuð á okkur sumum, sem reynt höfum að andæfa honum og viljað beijast fyrir þeim málstað, sem samviska okkar segir okkur, að sé réttur. Við hirðum aldrei, þótt lagadoktor- ar kalli okkur karakterheimska fyr- ir vikið. Bankastjórinn hefir einnig valið okkur nöfn, sem siðað fólk tekur sér ógjarna í munn, til þess að klekkja á okkur. Mikils þykir honum nú við þurfa, er við skulum engu fyrr týna en mannorðinu, ef hann fengi ráðið og einhver tæki mark á orðum hans. En orðbragðið svertir hann sjálfan, ekki okkur. I Tekkóslóvakíu voru menn barð- ir um daginn fyrir að syngja þjóð- sönginn á almannafæri. A íslandi eru menn lagðir S einelti fyrir að draga upp þjóðfánann, þegar þeir fagna sigri góðs og réttláts mál- staðar. Við, sem höfum látið okkur nokkru varða „fræðslustjóramálið" af því að það snýst í okkar augum framar öðru um sanngimi, jafnrétti og mannhelgi, höfum sýnt Sverri Hermannssyni og fylgjurum hans harla mikið langlundargeð um sinn og látið gjamm þeirra og hjáróma spangól upp í tunglið sem vind um eyru þjóta. En síendurtekin barsmíð á mannorði fyrrverandi yfirmanns okkar, Sturlu Kristjánssonar, er farin að ganga fram af okkur. Öllu lengur er ekki hægt „að misnota ‘þolinmæði vora". Höfundur er skólastjóri Gagn- fræðaskóla Akureyrar. REBROFF ásamt Balalaika hljómsveit á Hótel íslandi 9. og 12. mars. í Sjallanum, Akureyri, 10. og 11. mars. And The Medicin Show á Hótel íslandi 30. og 31. mars og 1. apríl Forsala aðgöngumiða og borðapantanir daglega ccoADmy Sjfniíúut 77500 (96) 22970 / FMtOUiKM-— yni í unwnnn EŒEjmr Sl 687111 77 ««■« 83715 Poi taplöntur Erum að taka upp nýja sendingu af spennandi pottaplöntum. Mikið úrval. VORLAUKAR, RÓSIR OG FRÆ Dalíur, begóníur, gloxíníur, animónur, amaryllis, gladíólur, o.fl. o.fl. Eigum einnig mikið úrval af fræi og rósum. Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.