Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Hversu lengi...? eftir Sverrí Pálsson Þegar Cicero átti fyrr á dögum í höggi við Catilinu í öldungaráðinu í Róm, hóf hann eina ræðu sína á þessum orðum: „Hversu lengi ætlar þú, Catilina, að misnota þolinmæði vora?“ — Þessi orð hafa oft komið í hug mér frá því á jólaföstu, er Sverrir Hermannsson, núverandi bankastjóri, en fyrrverandi alþing- ismaður og æðsti yfírmaður mennta og menningar á Islandi, tók enn á ný til við að opinbera ritsnilld sína í blaðagreinum um „fræðslustjóra- málið", — mál, sem flestir aðrir héldu, að væri útkljáð og umsamið og komið í sómasamlega höfn. Skammdegið virðist fara illa í suma. Auk þess sem þeim hættir til að ruglast í dagsetningum, verða þeir í meira lagi úfnir í skapi, stygg- ir og viðskotaillir, heiftúðugir og hafa allt á homum sér. Látum nú vera, þótt þeir beiji á nærtækum stjómmálamönnum, sem hafa það að hlutastarfí að stunda skylming- ar. Jám virðast hvort sem er bíta þá menn lítt eða ekki. En hitt er verra, þegar þessir skapofsamenn taka til við að ofsækja fólk, sem þeir léku grátt áður, gengu þá nærri heilsu þess og mannorði og sáust lítt fyrir í heift, hatri og rang- indum. Aðrir hafa að vísu síðar orðið til að reisa það við og láta það njóta sannmælis og sanngimi, en það hefír þessum Kveldúlfum einnig sámað illilega. Menntamálaráðherrann fyrrver- andi, sem flokkur hans keypti út af þingi með biðlaunum og banka- stjórastöðu til þess að hann ynni ekki frekari spjöll á fylgi flokksins en orðið var, hefír sjaldan verið stór- virkari í pólitísku vopnaskaki en eftir að hann átti að vera hættur í pólitík. Ástæðan er sú, að hann þoldi ekki, að eftirmaður hans, Svavar Gestsson, með atbeina nú- verandi fjármálaráðherra, skyldi reyna að bæta fyrir embættisafglöp Sverris Hermannssonar sjálfs, er hann vísaði Sturlu Kristjánssyni úr starfí fræðslustjóra í Norðurlands- umdæmi eystra fyrir tveimur árum á hvatvíslegan, gerræðisfullan og ólögmætan hátt. Sverrir hefír hins vegar af einhveijum ástæðum var- ast eins og heitan eldinn að nefna á nafn, að Birgir ísleifur Gunnars- son, sem tók við embætti mennta- málaráðherra af honum sjálfum, var langt kominn við að semja við Sturlu á svipuðum nótum og Svavar gerði, þegar stjómarskiptin urðu í haust. Það er alkunna, að margir taka að hatast við og ofsækja þá, sem Sverrir Pálsson „Síendurtekin barsmíð á mannorði fyrrverandi yfirmanns okkar, Sturlu Kristjánssonar, er farin aðganga fram af okkur. Ollu lengur er ekki hægt „að mis- nota þolinmæði vora“.“ þeir hafa áður komið illa fram við og beitt rangindum. Hér sannast það enn. Sverri nægir ekki að beija þá Svavar og Ólaf Ragnar, heldur verður hann að beija Sturlu líka í leiðinni og það svo um munar og helst til óbóta. Og hann er ekki einn í leik. Hann fær í lið með sér nokkra grjótdráttarmenn, sem hver um annan þveran hamast við að skrifa níð og óhróður um Sturlu í blöð, hvort sem þeir eru einfaldlega að þjóna eðli sínu eða þeir ala þá von í bijósti, að slett verði í þá bita eða beini fyrir vikið. Einhveiju sinni voru nefndir „voldugir húsbændur, hundar á vörð og hópur af mörkuð- um þrælum", og nú glefsa þeir og hælbíta fólk um leið og þeir gjamma að þeim núverandi ráðherrum, sem bæta vildu fyrir fólskuverk annarra. Allt er þetta gert í nafni réttvísi, Iöghlýðni og lögspeki. Sumum virð- ist ekki klígjugamt. Hvað sem segja má um efnistök og orðaval Sverris Hermannssonar í ræðum hans og skrifum um „fræðslustjóramálið", má hann vel njóta þess sannmælis, að hann hef- ir aldrei, svo að ég viti, borið Sturlu Kristjánssyni á brýn óráðvendni, enda hefði slíkt verið óhæfa og augljóst skrök, eins og allir vita, sem eitthvað þekkja til Sturlu, og engum til framdráttar að bera slíkt á borð. Hins vegar varð „bráðgáfað- ur skólamaður", Bárður Halldórs- son, fyrstur til þess í grein í Morg- unblaðinu 8. desember 1988. Þar segir hann, að Sturla hafí verið „dæmdur... í undirrétti fyrir fjár- málamisferli". Það orð verður varla misskilið og merkir í hugum vénju- LITGREINING MEO CROSFIELO ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF mnrettmaar VERKSTÆÐI OG SYNINGARSALUR Siðumúli 32 Simi: 680624. Eftiroþnunartíma 667556. Éidhúsinnréttingar, fatáskápar og bað- ijrihréttingar i fjöl- breyttu úrvali. Með öllum innréttingum sem keyptar eru i febrúar er uppsetn- ing frí. Nú er rétti timinn til að gera góð innréttingakaup. Lítið inn og skoðið það sem við bjóðum upp á. Veitum fólki úti á landi lika sér- staka þjónustu. Viö erum vió hliðina á Álnabæ i Siöumúla. Opið 9-18 alla virka daga. Laugardaga 11-16. Sunnudaga 13-16. FYRIRTÆKI 0G STOFNANIR UMHVERFISMÁL í BRENNIDEPLI KAPITOLA 50 lítra OMNIPOL 35 lítra 55 lítra 90 lítra rusladallur á stöpli. Opnaður m/fótstigi i lll Ifl' fM f í ■ 5 i ;/ | B ; \ 1 i i . 1 f % Pokahaldari m/loki - á vegg Eintök til sýnis í heildversluninni virka daga kl. 10-17. íe. UNNUR OG SIF SF. Klapparstíg 26, 3. h. Sími: 91-18866 100 lítra ruslaskápur fyrir plast- poka 33-88 lítra frístand- andi ruslafata Allt gæðavara úr galvaníseruðu járni. legs fólks ekkert annað en auðgun- arbrot eða þjófnaður fjármuna, enda skýrir íslensk orðabók Menn- ingarsjóðs orðið „misferli" sem „óheiðarleiki". „Dómstólar fara með dómsvaldið,“ segir Bárður réttilega. En hvaðan kemur honum sjálfum vald til að dæma æru og mannorð af mönnum með sleggju- dómum og staðlausum fullyrðing- um? Hversu lengi á honum að hald- ast það uppi? Er ekki refsivert að þjófkenna fólk opinberlega og það að tilefnislausu? Og sæmir Bárði Halldórssyni að kalla annan mann „vesaling", jafnvel þótt sá hinn sami hafí lent í hakkavél Sverris Her- mannssonar? Svo er því við að bæta Bárði tii glöggvunar, áður en hann heldur lengra út á hálar braut- ir lögvísinda, að það var ekki Sturla, sem dæmdur var í undir- rétti, heldur fjármálaráðherra, sem gert var að bæta Sturlu óréttmæta og ólöglega brottvís- un úr starfí fyrir tilverknað Sverris Hermannssonar, fyrrver- andi menntamálaráðherra. — Það var von, að dr. Gunnlaugur Þórðar- son fengi ofbirtu í augun, þegar hann sá loks „ljósa blettinn" á Norð- urlandi eystra. Og fleiri hafa orðið til að taka þátt í barsmíðinni á Sturlu Krist- jánssyni og skreyta sig þá gjama með lögmannsnafnbót og jafnvel doktorsgráðu í lögum. Magnús Óskarsson, fyrrverandi Akur- eyringur, lætur sér sæma að setja saman a.m.k. tvær blaðagreinar í þessu skyni, þyrlar þar í kringum sig ranghugmyndum og orðalepp- um og dregur ekki af sér. — Nú síðast ryðst Gunnlaugur Þórðarson, dr. juris, tvo daga í röð fram á rit- völlinn og lætur ganga sleggjur feita letursins, þar sem honum þykja hnefamir og granna letrið ekki duga til. Það er engu líkara en hann sé að beija harðfísk. Illt er til þess að vita, að þessir lögspek- ingar virðast engan veginn átta sig á, fremur en Bárður, hver vann undirréttarmálið og hveijir vom dæmdir til að greiða fébætur. Þeir virðast heldur ekki gera sér grein fyrir, að Sturla Kristjánsson er kominn út úr þessu máli og á kröfu til þess að mega vera í friði fyrir fólki, sem virðist vera haldið einhverri óviðráðanlegri og næstum sjúklegri þörf á að lumbra á honum og sparka í hann, þar sem hann liggur særður eftir harkalega með- ferð ofsækjenda sinna fyrir þá sök eina, að vilja rækja embætti sitt af kostgæfni, alúð og samviskusemi og kosta kapps um að hiynna að hagsmunum þeirra einstaklinga í umdæmi sínu, sem höllustum fæti standa og fæsta eiga formælendur. Þessi meðferð minnir sterklega á framkomu vel vopnaðra ísraels- hermanna við vamarlaus palestfnsk ungmenni, sem verða að sæta vægðarlausum barsmíðum og lim- lestingum, eins og við höfum hvað eftir annað fengið að sjá í sjón- varpsfréttum okkur til hryllings og blöskmnar. Hvenær eru menn full- barðir? Hvar er persónu- og mann- orðsöryggi einstaklingsins? Hvar er réttarríkið ísland? Hversu lengi á að misnota þolinmæði okkar, sem stöndum álengdar og horfum á að- farimar? Hlýtur hún ekki að vera senn á þrotum? Og hvemig er háttað þolinmæði lögmanna, sem ætla verður, að séu gæddir næmari réttlætisvitund en sauðsvartur almúginn? Ég þykist þess fullviss, að þeir muni svara með orðum dr. Gunnlaugs: „Slíku athæfí mega lögmenn, undir engum kringumstæðum, láta ómótmælt, að ekki sé meira sagt.“ Sá gmnur læðist óneitanlega að ýmsum, að ógæfa Sverris Her- mannssonar í máli þessu stafi hugs- anlega af því, að hann hafí á óheillastundum gerst of auðtrúa og talhlýðinn við ótiltekna önnunga sína og undirmenn, sem hann hafði vissulega ástæðu til að halda, að hann gæti treyst, og átti að geta treyst. Getur hugsast, að einhveijir Hildiríðarsynir í Menntamálaráðu- neytinu hafi tekið að hjala í eyru honum illmæli og ósönn orð um Sturlu Kristjánsson, sem þeim kann að hafa verið í nöp við fyrir að segja sannleikann upphátt og fylgja mál- um sínum fram af einurð? Eftir að ( I < ( ( i í í 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.