Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 29 Lýsum yfír stöðvun hvalveiða strax: Með vondan mál- stað í töpuðu stríði eftir Magnús H. Skarphéðinsson Verstu spár öfgamanna eins og undirritaðs hafa ræst. Skjalfestir tapaðir fisksölusamningar erlendis í gjörtöpuðu og fyrirfram vonlausu hvaldrápsstríði okkar íslendinga við náttúruvemdarfólk allra landa nema rúmum 2,3 miiyörðum króna á dag. Á sama tíma og heild- arverðmæti hvalaafurða síðastliðins árs til útflutnings nema innan við 200 milljónum króna. Hver hefði annars trúað því að við ættum eftir að standa í þessum sporum í dag? Tapaðir samningar í milljörðum nú þegar og enn fleiri á leiðinni? Varla nokkur maður. Enda fáir aðilar hér heima því mið- ur sem reynt hafa að gera sér grein fyrir alvöm málsins og fádæma óheilindum okkar íslendinga í því. Ósannindi sjávarútvegsráðherra Deilan snýst einfaldlega um þetta einfaldlega þetta; Við Mendingar erum að margbrjóta alþjóða- samninga sem við höfum skrifað undir í margan gang, — um veradum hvaldýranna. Og því vilja dýra- og náttúmvinir að sjálf- sögðu ekki kyngja þegjandi og hljóðalaust. Enda ekki að furða, eftir alla útrýmdu hvalastofnana hér við land sem annars staðar á liðnum öldum. Það em helber ósannindi þegar sjávarútvegsráðherra segir að hval- veiðar okkar íslendinga séu full- komlega löglegar. Hann ætti að fá álit lögfræðinga annars staðar en í ráðuneytinu sínu til að meta þetta mál allt upp á nýtt fyrir sig. Ég skal nefna hér rétt helstu samningana sem hvaldrápsstefna sjávarútvegsráðherrans brýtur í bága við og gerir okkur íslendinga að ómerkingum fyrir á alþjóðavett- vangi: 1) Stofnsáttmála Alþjóða- hvalveiðiráðsins frá 1946. 2) Sam- þykkt Umhverfísmálaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi 1972. 3) Samþykktir ársfundar Al- þjóðahvalveiðiráðsins frá 1982. Og — 4) Meirihlutasamþykkt Alþingis um stöðvun hvalveiða þ. 2. febrúar 1983. Það virðist ennfremur alveg hafa farið framhjá íslenska sjávarút- vegsráðherranum að við lifum í heimi í dag þar sem svona bola- gangur í náttúmvemd er ekki til siðs lengur. Þetta var hægt hér áður fyrr, en nú em breyttir tímar sem betur fer. Alþjóðasamningar em famir að mega sín einhvers frá því sem áður var. Því verður ekki tekið hljóða- laust af heimsbyggðinni lengur þeg- ar þjóðir heims skrifa undir um- hverfisvemdarsamninga og túlka þá eins og þeim einum sýnist á eft- ir, — eins og við íslendingar emm að gera í hvalamálinu vonda. Við emm í vondum málum hér. Hræsni „vísinda“veiði- áætlunarinnar Það trúir því ekki nokkur lifandi maður hvorki úti í heimi né hér heima, að draga þurfi eitt til tvö- hundmð nýdrepna hvali upp á land í hvalstöðina og selja ofaní japanska matháka, — til þess eins að reikna út hversu margir hvalir séu eftir í hafínu. Ekki nokkur einasti mað- ur. En þetta em vísindin senti ráð- herrann er alltaf að stæra sig af. Vesalings maðurinn kemur á kvöldin fram í sjónvarpinu og held- ur þessu blákalt fram framaní and- litið á alþjóð, án þess að sýna á sér minnstu svipbrigði. Maður sem ann- ars er með heiðarlegustu ráðhermm lýðveldisins í dag. En það er ekki að spyija að því þegar þjóðemistil- fínningin tekur völdin af hinu besta fólki. Það sem við íslendingar eigum að gera í stöðunni í dag er að söðla algerlega um og bjóða grænfrið- ungum og öllum öðrum náttúm- vemdarsinnum þessa heims aðstoð okkar við baráttumál þeirra fyrir vemdun sameiginlega hnattarins okkar. Hnattarins sem hægt og sígandi er að deyja af völdum meng- unar og skefjalausrar útrýmingar á Magnús H. Skarphéðinsson „Hvað ætlum við að reka svona útgerð lengi? Ég ætti heldur að spyrja hversu lengi höfum við efitii á að reka svona heimsku- lega útgerð?“ dýrategundum hvert sem litið er. Við íslendingar eigum ekki að standa í stríði við allt þetta góða og fómfúsa fólk sem fyllir raðir allra þessara helstu náttúmvemd- arsamtaka veraldarinnar, með því að drepa þessar gáfuðustu skepnur hafsins. Eða mannfólk hafsins, eins og hvalimir em stundum kallaðir. Vemm menn að meiri og snúum við blaðinu hið bráðasta. Enn er möguleiki að söðla um og ná fíest- um töpuðu mörkuðunum okkar aft- ur-. Á hinn bóginn þá getur málið ekki þróast nema á einn veg. Sífellt fleiri markaðir munu tapast ef við höldum uppteknum hætti. Hve Iengi höfúm við efhi á svona hroka? Hvað ætlum við að reka svona útgerð lengi? Ég ætti heldur að spyija hversu lengi höfum við efhi á að reka svona heimskulega út- gerð? Og við þurfum líka að spyija okkur að því hversu dým verði við ætlum að greiða þijósku ráðherrans og draga lífskjör á landinu langt niður, áður en við horfumst í augu við raunvemleikann og viðurkenn- um að við höfum bæði haft rangt fyrir okkur siðferðilega og lagalega í hvaldrápsmálinu, og að stríðið sé löngu tapað? Það væri verðugt rannsóknar- verkefni seinni tíma að rannsaka hvemig mestöll islenska stjómsýsl- an og utanríkisþjónustan okkar hefur nær algerlega bmgðist í hval- veiðimálinu hér heima og erlendis. Að sitja og skrökva kerfisbundið að íslenskum fjölmiðlum og alþjóð um að ekkert væri að óttast, þrótt fyrir að kvörtunarbréfunum rigni í þúsundatali yfír íslensku sendiráðin erlendis er ekkert til að hrósa sér af, Halldór. Ekki síður hvemig hægt er að vanmeta svona fullkomlega hin sífelldu hættumerki ytra sem og margítrekaðar aðvaranir okkar hvalavina hér heima og erlendis, varðandi við hversu óhemjuafl er að eiga þegar lagt er út í styijöld við meira en 500 helstu náttúm- vemdarsamtök heims? Lýsum yfír stöðvun hvalveiða strax og þá eru öll þessi vanda- mál úr sögunni með það sama. Það er eina leiðin f stöðunni f dag, og hefur alltaf verið. Höfúndur er talamaður HvaJa- vinafélags íslands. mannfagnaðir AGLOW - kristileg samtök kvenna Fundur verður í dag, laugardaginn 25. febrú- ar í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi kl. 16.00 til 18.00. Gestur fundarins Hrefna Brynja Gísladóttir talar. Kaffiveitingar kr. 200.00,-. Allar konur.velkomnar. | tilboð — útboð Hafbeit - stangaveiði Til leigu er Skorravíkurá á Fellsströnd. Góð aðstaða til hafbeitar og stangaveiði. Tilboð óskast fyrir 15. mars. Upplýsingar veitir Rúnar í síma 93-41287. til sölu Til sölu fiskverkun c á góðum stað á Suðurnesjum. Mjög hentugt fyrir lítinn rekstur. Beitningaraðstaða. Frysti- klefi. Einnig lyftari, kör og vörubíll ásamt fleiru. Upplýsingar í síma 92-37417 eftir kl. 17.00. Formannaráðstefnu SUS frestað Formannaráðstefnu SUS sem halda átti laugardaginn 25. febrúar verður frestað til 18. mars nk. Formönnum verður sent fundarboð. SUS. Skrifstofan opin Skrifstofa Týs er opin fyr- ir allt ungt fólk í Kópa- vogi sem vill kynna sér sjálfstæðisstefnuna og starf Týs. Helgi Flelgason, formaður skólanefndar Týs verður við á skrifstofu Týs sem hér segir: Mánudaga frá kl. 16-17 og föstudaga frá kl. 16-17. Skrifstofan er í Flamraborg 1, 3. hæð, simi 40708. Stjóm Týs. Mosfellsbær Aðalfundur sjálf- stæðisfélags Mos- fellinga verður hald- inn í hinum nýja fundarsal Sjálfstæð- isfélagsins, Urðar- holti4, idag, laugar- daginn 25. febrúar kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstöi 2. kosning hússtjórnar. 3. Önnur mál. Gestir fundarins verða Þórsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæðis- flokksins, og Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður. Sjálfstæðismenn i Mosfellsbæ, komið og skoðið nýja húsnæðið og fjölmennið á fundinn. Stjórnin. hfimpali.uk Hagfræði og stjórnmál Hópur áhugamanna um hagfræði og stjórn- mál í röðum ungra sjálfstæðismanna efnir til spjallfunda um áðurnefnt efni i kjailara Valhallar á næstu dögum. Sýndar verða stuttar kynningarmyndir og flutt inngangs- orð. Að því loknu verða umræðgr. 1. Nýklassíska frjálslyndistefnan. Viðtal við John Gray. Inngangsorð flytur dr. Hannes H. Gissurarson, stjórnmálaheimspekingur. Fundurinn veröur mánudaginn 27. febrúar og hefst kl. 17.30 og stendur til kl. 19.00. 2: Tllhögun markaðarins. Viðtal við Karen Vaughn. Inngangsorð flytur dr. Vilhjálmur Egilsson, hagfræöingur. Fundurinn verður mánudaginn 6. mars og hefst kl. 17.30 og stend- ur til kl. 19.00. Allir áhugamenn velkomnir. Landssamband sjálfstæðiskvenna - verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins Launakjör kvenna Landssamband sjálfstæðiskvenna og verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins halda fund um launakjör kvenna, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20.30 í sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundarsetning: Þórunn Gestsdóttir, formaöur LS. Framsögumenn: Guðrún Stella Gissurardóttir, fulltrúi. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, kennari. Lára Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. Magnús L. Sveinsson, formaður VR. Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur VSl’. Fyrirepurnlr - umræður. Fundarstjóri: Sverrir Garðarsson, formaður verkalýðsráðs. Allir velkomnir. Stjórnirnar. Akranes Bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæöis- húsinu við Heiða- gerði sunnudaginn 26. febrúar kl. 10.30. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæöis- flokksins mæta á fundinn. Sjáifstæósféiögin á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.