Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 22
22 ---23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Tóbak, áfengi og ríkisvald Iskýrslu landlæknisem- bættis Bandaríkjanna um tóbaksnotkun, sem frá er sagt í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, kemur fram, að reykingar geta valdið heila- blóðfalli. í grein um skýrsl- una í US News & World Rep- ort segir að rúmlega 26.000 dauðsföll af völdum heila- blóðfalls þar í landi séu rakin til reykinga. Niðurstöður rannsókna í Bandaríkjunum leiða og í ljós, að meðal- reykingamanni er 22 sinnum hættara við að fá lungna- krabba en þeim sem ekki reykir. Eftir að stjómvöldum og almenningi varð ljós skað- semi reykinga hafa fjölmörg ríki, m.a. Island, gripið til fyrirbyggjandi aðgerða, sem kveðið er á um í löggjöf. Sú aðgerð, sem bezt hefur reynzt, felst í fræðslu til al- mennings. Þekking á orsök- um og afleiðingum — þeirri áhættu sem í raun er tekin með reykingum — er nauð- synlegur leiðarvísir við mótun fólks á lífsmáta. Skólamir og fjölmiðlamir em beztu far- vegir upplýsinga af þessu tagi til almennings. Fyrirbyggjandi fræðsla um skaðsemi tóbaks hefur vissu- lega borið árangur hér á landi. Heildarsala á tóbaki á síðastliðnu ári var rúmlega 13 tonnum minni en árið áð- ur. I>ar af seldust tíu milljón- um færri sígarettur. Ef miðað er við tóbaksnotkun á hvern fullorðinn mann, 18 ára og eldri, hefur hún minnkað um 4,5% milli áranna 1987 og 1988 og 13% frá árinu 1984 talið. Anægjulegustu niður- stöður kannana á reykingum hér á landi eru síðan þær að vemlega færri gmnnskóla- nemar hefja reykingar nú en var fyrir nokkmm ámm. Reynslan sýnir, hér sem annars staðar, að fyrirbyggj- andi aðgerðir í formi fræðslu bera árangur. Minni tóbaks- sala ÁTVR sýnir ótvírætt, að við emm á réttri leið. Því ber að fagna. Fræðslan — eða áróðurinn — verður hinsvegar að vera viðvarandi. Ef slakað er á klónni, ef vömin er veikt, sígur á ógæfuhliðina. Ábyrgð þeirra sem koma fræðslunni á framfæri er því mikil. En mest er ábyrgð ríkisins, sem flytur tóbakið inn og dreifír því um landið, ekki sízt fjár- veitingavaldsins, sem skammtar fjármagn til hinna fyrirbyggjandi aðgerða. Þetta sama ríkisvald mótar síðan fræðslustefnuna og skólastarfíð — og rekur sjón- varp og hljóðvarp. Hæg em því heimatökin. Vilji er allt sem þarf. Að sjálfsögðu gegnir sama máli um fræðslu og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofneyzlu áfengis og hér að framan er sagt um reyking- ar. Ríkið framleiðir, flytur inn og selur langstærstan hluta þess áfengis sem neytt er í landinu, enda eini löglegi dreifíngaraðilinn. Fræðslu- og upplýsingaskylda ríkis- valdsins á þessum vettvangi væri vissulega fyrir hendi, þótt ríkiseinkasala kæmi ekki við söguna. Sú staðreynd að ÁTVR er alldijúg tekjulind ríkissjóðs — og hluti af skattastefnu stjómvalda hver svo sem þau em — eykur á þessa skyldu og það að stór- um mun. Innan fárra daga setur ÁTVR nýja vöm, áfengan bjór, á markað. Sú vara er víðast hvar á boðstólum þar sem sala áfengis er á annað borð leyfð. Það leysir hins- vegar ríkisvaldið ekki undan fyrirbyggjandi aðgerðum. Það hefur ekki gleymzt stjómvöldum að gera ráð fyr- ir allmörgum milljónahundr- uðum telqumegin fjárlaga 1989 af bjórsölu. En hefur þetta sama ríkisvald staðið í stykkinu f því efni að koma upp nauðsynlegum vömum, m.a. í formi fræðslu, áður en bjóraldan skellur yfír? Hefur fræðslukerfíð verið nýtt nægilega í þessu skyni, eða ríkisfjölmiðlanir? Eða hafa stjómvöld flotið sofandi að söluósi bjórsins? Ástæða er til hvetja fólk til að taka á móti bjómum með varúð og hófsemd. Bjór og bíll eiga aldrei samleið, nema í slys, sem ekki verða aftur tekin. Bjór er áfengi og hann þarf að meðhöndla sem slíkan. Ein þjóð og tvö hagkerfi eftir Þorstein Pálsson Það eru bæði gömul og ný sann- indi að togstreita ríkir á milli þétt- býlis og dreifbýlis. Þ6 að fyrirbrigð- ið sé ekki nýtt af nálinni fer ekki á milli mála að þessi spenna hefur aukist á undanffirnum árum. íslenskt þjóðfélag breyttist á til- tölulega skömmum tíma úr sveita- þjóðfélagi í bæjar- og borgarsam- félag. Þjóðfélag sem er í örri þróun og tekur miklum breytingum á skömmum tíma hlýtur jafnan að ganga í gegnum átök og þjóðfélags- spennu. Sú spenna sem hefur verið að magnast upp á undanfömum árum hlýtur á hinn bóginn að valda mönn- um þungum áhyggjum. Óhætt er að fullyrða að fá þjóðfélög standast slíka innri áraun til lengdar. Hjá því fer þó aldrei að borgarlíf er með öðrum hætti en sveitarlíf og enginn ætlar að steypa líf allra í sama mót. Byggðastefna Fjöldamargar spumingar hljóta jafnan að vakna varðandi byggða- stefnu. Það er mikið álitamál hvort sú viðleitni sem sýnd hefur verið á þessu sviði hafi skilað tilætluðum árangri. Einmitt fyrir þá sök fól ég í tíð fyrri ríkisstjómar Byggðastofn- un að gera sérstaka úttekt á stöðu byggðamála í þeim tilgangi meðal annars að draga fram hvort menn hafi verið að leggja réttar áherslur í þessum efnum. Byggðastofnun hefur að undanfömu verið að kynna fulltrúum þingflokka fyrstu niður- stöður þessara athugana. Vonandi leiðir þetta starf til þess að móta megi markvissa stefnu í byggðamál- um. Eitt af þeim grundvallaratriðum sem nauðsynlegt er að skoða ( þessu samhengi er þróun íslenska hag- kerfisins. Þar komum við auðvitað að deilum um grundvallaratriði eins og miðstýringu og athafnafrelsi, só- síalisma og frjálslyndi. í meginatrið- um höfum við talið okkur vera að feta í fótspor Norðurlandaþjóðanna og Vestur-Evrópuþjóðanna að því er varðar efnahagsstjómun. Við höfum gjaman viljað horfa til þeirra rílqa sem hafa búið borgur- um sínum best lífskjör. Það hefur ekki farið fram hjá okkur fremur en öðrum að gjáin milli lífslgara fólks í hinum opnu frjálsu þjóðfélög- um Vesturlanda annars vegar og hins vegar þess fólks sem býr í mið- stýrðum þjóðfélögum sósíalismans hefur stöðugt verið að breikka. Tvö hagkerfí í þessu ljósi er vert að veita því athygli að íslenska hagkerfið hefur á undanfömum ámm verið að þró- ast í tvær gagnstæðar áttir. Á þétt- býlissvæðinu við Faxaflóa hefur hagkerfið smám saman orðið opnara og fijálsara. Þar hafa breytingar átt sér stað í samræmi við það sem er að gerast á Norðurlöndum og í Vest- ur-Evrópu, þó að í ýmsum efnum séum við enn á eftir þessum þjóðum. Úti á landsbyggðinni hefur þróun- in á hinn bóginn gengið í þveröfuga átt. Sjávarútvegur og landbúnaður em höfuðatvinnugreinar lands- byggðarinnar og sjávarútvegurinn er og verður um langa framtíð burð- arás útflutningsframleiðslunnar og meginuppistaða þeirrar verðmæta- sköpunar sem er undirstaða hag- sældarþjóðfélags á íslandi. En í báð- um þessum atvinnugreinum hefur tilhneigingin verið sú að hverfa til aukinnar miðstýringar. Gegn offramleiðslu í landbúnaði urðu menn að bregðast. Þá var grip- ið til umfangsmikillar og kerfis- bundinnar framleiðslustjómunar. Gegn ofveiði og mikilli afkastagetu fiskiskipastólsins urðu menn að bregðast. Þá var gripið til opinberrar stjómunar með alveg nýjum hætti. Rétt er að hafa í huga í þessu sambandi að innan beggja atvinnu- greinanna náðist ekki betri sátt um aðrar leiðir til þess að mæta nýjum aðstæðum. En miðstýring af þessu tagi kallar jafnan á fleiri reglugerð- ir og knýr menn smám saman til þess að halda ofstjómuninni áfram. Bilið breikkar Því er ég að vekja athygli á þessu að augljóst má vera að litlar líkur em á því að takast megi að draga úr spennu milli þéttbýlis og dreif- býlis ef hagkerfin ganga í gagnstæð- ar áttir. Vérði áfram stefnt að vax- andi miðstýringu í hagkerfi lands- byggðarinnar en meiri opnun og auknu ftjálsræði í hagkerfi þétt- býlisins við Faxaflóa er hætt við að þjóðin klofni í stríðandi hagsmuna- hópa. Engum vafa er því undirorpið að eitt mikilvægasta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að fella þessi tvö hagkerfi í landinu í einn farveg. Ég hef að vísu verið að draga hér uþp einfalda mynd af flóknu fyrirbrigði í þjóðarbúskapnum, en við verðum stundum og þyrftum kannski oftar að lyfta okkur upp úr dægurþrasi afmarkaðra hagsmuna og horfa á hinar stærri en einfald- ari línur þar sem við verðum að leita framtíðarlausna. Þær skammtímalausnir sem nú- verandi ríkisstjóm hefur verið að grípa til munu flestar leiða til þess að breikka þessa gjá í hagkerfinu, breikka bilið milli hagkerfis lands- byggðarinnar og þéttbýlisins. Stofn- un nýrra sjóða þar sem ríkisstjómar- kommissarar í Reykjavík ná undir- tökum í stjómun atvinnulífsins úti á landi leiðir alveg augljóslega í þessa átt. Og það er ekki síst út frá þessu grundvallarsjónarmiði sem ástæða er til þess að gjalda varhug við nú- verandi stjómarstefnu. Þegar til lengri tíma er litið mun hún auka spennuna milli þéttbýlis og dreif- býlis. Hún mun auka byggðavand- ann. Þorsteinn Pálsson „Því er ég að vekja at- hygli á þessu að aug- ljóst má vera að litlar líkur eru á því að tak- ast megi að draga úr spennu milli þéttbýlis og dreifbýlis ef hag- kerfín ganga í gagn- stæðar áttir. Verði áfram stefnt að vaxandi miðstýringu í hagkerfi landsbyggðarinnar en meiri opnun og auknu fíjálsræði í hagkerfí þéttbýlisins við Faxa- flóa er hætt við að þjóð- in klofni í stríðandi hagsmunahópa.“ Gagnrýni innan frá Að undanfomu hafa hvatt sér hljóðs ýmsir áhrifamenn úr röðum stjómarflokkanna til þess að bera fram gagnrýni á stjómarstefnuna og benda á þær afleiðingar fyrir islenskan þjóðarbúskap sem af henni hlýst. Það er athyglisvert að eftir aðeins fárra mánaða setu skuli jafn skörp og ákveðin gagnrýni koma innan frá á stjómarstefnuna. Þess er til að mynda skemmst að minnast að Guðjón B. Ólafsson for- stjóri Sambandsins beindi skeytum sínum að ríkisstjóminni á spástefnu Stjómunarfélagsins. Gagnrýni hans vakti mikla athygli og það hefur verið undir hana tekið mjög víða í Framsóknarflokknum. Skúli Alex- andersson þingmaður Alþýðubanda- lagsins kveður sér svo hljóðs í Þjóð- viljanum sl. fimmtudag. Þar gagn- rýnir jafnvel þingmaður Alþýðu- bandalagsins vaxandi ríkisafskipti af sjávarútveginum. Það hefði ein- hvem tíma þótt saga til næsta bæjar. Skúli bendir réttilega á eignatil- færsluna sem verður í framleiðslu- og undirstöðuatvinnuvegunum með viðvarandi hallarekstri og segir svo: „Nú er verið að tryggja framhald þessa ástands með því að láta ríkis- sjóð ábyrgjast skuldir þeirra fyrir- tækja sem verða fyrir barðinu á þessari stefnu. Ríkisstjómarflokkur- inn hefur enga atvinnustefnu, einn ráðherranna talar um endurskipu- lagningu og sameiningu sjávarút- vegsfyrirtælq'a, annar um vaxta- lækkun, þriðji um kauplækkun og fækkun fiskiskipa. Enginn ráðher- ranna gerir tilraun til að tengja umtal sitt og tillögur líklegri þjóð- félagsþróun komandi tíma.“ Þorvaldur Gylfason sem hefur til skamms tíma veitt efnahagsstefnu Alþýðuflokksins liðsinni sitt í fræði- legum greinum skrifar athyglisverð- an pistil í nýútkomið tölublað af Vísbendingu. Þar segir dr. Þorvaldur meðal annars: „Þannig ber allt að sama bmnni, ríkisstjómin leggur höfuðáherslu á efnahagsaðgerðir sem kynda undir áframhaldandi verðbólgu og skuldasöfnun í útlönd- um eftir allt sem á undan er geng- ið. Er þetta það sem þjóðin vill?“ Þannig er augljóst að það em ekki einungis talsmenn Sjálfstæðis- flokksins og annarra stjómarand- stöðuflokka sem bera fram beitta gagnrýni á stjómarstefnuna. Þvert á móti fer nú vaxandi innri andstaða í ríkisstjómarflokkunum sjálfum og í röðum stuðningsmanna þeirra. Það kemur fram í því að þeir sem best þekkja til í atvinnulífinu sjálfu og hagfræðinni kveða sér nú hljóðs með ákveðnar og þungar átölur. Dómar þessara manna ættu að sýna ráð- hermnum fram á hversu óviturlegt er að halda áfram á þessari braut sem nú hefur verið lögð. Misheppnuð handaflsstjórn Ráðherramir hafa verið að streit- ast við að halda því fram upp á síðkastið að breytt efnahagsstefna hafi leitt til lægri vaxta. Staðreynd- in er þó sú að ríkisstjómin hefur enn sem komið er engum árangri náð á þessu sviði. Þvert á móti má benda á að mesta nafnvaxtalækkunin var í tíma fyrri ríkisstjómar meðan óbreytt vaxtastefna hélt gildi sínu. Þá lækkuðu nafnvextir úr 40% niður í 25% og minnkandi spenna í hag- kerfinu leiddi til nokkurrar lækkúnar raunvaxta. Nafnvextir héldu áfram að lækka nokkuð meðan verðstöðvun var framhaldið en eftir að ríkisstjómin braut sjálf verðstöðvunina á bak aftur hefur verðbólga farið vaxandi. Og vextir hækka nú í hvert sinn sem þeir koma til endúrskoðunar í bönk- unum. „Handaflsstjómun" ríkis- stjómarinnar hefur engu breytt þar um. Þar sem rauhvextir hafa verið lækkaðir á verðtryggðum fjárskuld- bindingum umfram það sem mark- aðurinn leyfir hafa viðskipti lagst niður. Þannig er til að mynda um spariskírteini ríkissjóðs. Enn sem komið er hefur því engin raunvaxta- lækkun átt sér stað. Og staðreyndin er að allar aðgerðir ríkisstjómarinn- ar leiða til þess að vextimir þrýstast smám saman upp á við á nýjan leik. Skúli Alexandersson kemst rétti- lega að þessari niðurstöðu: „óskir um vaxtalækkun em óraunhæfar nema á tímum lögbundinnar kaup- og verðstöðvunar í þjóðfélagi þar sem undirstöðuatvinnuvegir em reknir með tapi og framleiðslufyrir- tæki þurfa stöðugt að leita eftir meira ijármagni ti útlánsstofnana en framleiðslan gefur af sér.“ Þetta er einföld en afar skýr lýs- ing á því hvers vegna vaxtastefna ríkisstjómarinnar gengur ekki upp. Og Þorvaldur Gylfason kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni að breyting ríkisstjómarinnar á láns- kjaravísitölunni sé einhver óviturleg- asta ákvörðun sem hér hafi verið tekin um árabil. ftann fullyrðir að með þessu dragi ríkisstjómin mjög úr líkum þess að henni takist að vinna bug á verðbólguvandanum. Þessi ríkisstjóm ætlaði að endur- vekja gömlu forsjárhyggjuna frá tímum Rauðkustjómarinnar á kreppuámnum með allsheijar mið- stýringu og ríkisafskiptum. Flestum var reyndar ljóst að slíkt afturhvarf til fortíðarinnar væri ekki lausn á nútímavanda íslenskra atvinnuvega. Og svo er komið að jafnvel virtustu stuðningsmenn ríkisstjómarflokk- anna snúast nú gegn stjómarstefn- unni með engu minni þunga en sjálf- stæðismenn. Sýnist þá vera fokið í flest skjól. Höfundur er formaður Sjálfstæð- isOokksins. Karlmennskan er feluleikur Rætt við Valgeir Skagflörð um leikrit hans „Bresti“ sem Þjóðleikhúsið frumsýnir Pálmi Gestsson og Egill Olafsson í hlutverkum Palla og Kobba. ENN EIN frumsýning verður í Þjóðleikhúsinu um helgina, að þessu sinni á Litla sviðinu. Sýnt verður nýtt íslenskt leikrit, Brest- ir, eftir Valgeir Skagfíörð. Verk- ið, sem er einþáttungur, fjallar um tvo bræður, þá Kobba og Palla, eins og þeir kalla hvor ann- an, sem hafa alla tið haft náið samband — án þess þó að þekkj- ast mikið. Eldri bróðirinn, Kobbi, hefrir ákveðið leikreglumar í sambandi þeirra og Palli gengist inn á þær, eða öllu heldur aldrei mótmælt þeim. En timi uppgjörs er runninn upp og tekist er á um ekki minni hluti en karlmennsk- una. Hvað er karlmennska? Er það að loka inni hluti sem menn álita ekki þola dagsljósið eða að standa frammi fyrir þeim og tak- ast á við þá? Er það óheilindi í ástamálum? Hvenær hefjast þau óheilindi? Er það þegar gengið er á rétt annars karlmanns? Hvaða aðferðum beita menn til að ná valdi á öðrum? Þessum og öðmm spurningum sama eðlis er Valgeir að velta fyrir sér í þessu nýja verki. Valda- togstreitan milli bræðranna er augljós og hún hefst ekki þegar þeir hittast til að gera út um málin. Valgeir var spurður hvers vegna þessi valdatogstreita væri á milli þeirra. „Eldri bróðirinn, Kobbi, hefur allt- af haldið þeim yngri niðri. Hann hefur stöðugt verið að rétta honum hjálparhönd, en ekki til að hjálpa honum, heldur til að hafa hann ein- hvers staðar þar sem honum sjálfum hentar. Heimar þessara bræðra eru ólíkir. Kobbi er arkitekt sem hefur komið sér vel fyrir í lífinu, Palli er sjómaður. Hann lifir í bíómyndum.... ... en Kobbi gerir bíómyndimar að raunveruleika." Karlmennskan — sem þeir takast á um — er hún ekki dálftið grimmur heimur? „Jú, harðsvíraður. Þessir bræður hafa aldrei tekið á lífinu af neinu viti. Þetta er bara svona hér á ís- landi. Við lifum svo hratt og það gerist allt svo hratt f kringum mann — og allt f einu stendur maður uppi í aðstæðum sem maður ræður ekkert við.“ Svo er það þessi hugsun sem kem- ur fram í leikritinu, um öll leyndar- málin sem við þurfum að lifa með. „Já, f öllum fjölskyldum eru leynd- armál — sem allir vita um, en eru aldrei rædd. Stundum, eins og f fjöl- skyldu Palla og Kobba, eru þessi leyndarmál sveipuð dulúð og hryll- ingi sem skapar spennu — og þau elta bræðuma allt lffið. Hættan við þögnina er að menn framkvæmi sömu hluti sjálfir. En það eru líka leyndarmál. Það er þegjandi sam- komulag um að þegja. Það er vegna allra þagnanna sem voveiflegir atburðir gerast. Við ís- lendingar erum alltaf að fela tilfinn- ingar okkar. Við sýnum ekki einu sinni reiði. Ef við verðum til dæmis reið á vinnustað förum við bara heim til okkar. Svo þegjum við í nokkrar vikur, förum þá á fyllerí og allt brýst út. Oftar en ekki tökum við þá reið- ina út á röngum aðila — oftast kon- unni okkar. En þögnin er líka spum- ing um karlmennsku." Hvað er karlmennska? „Karlmennska er eitthvað sem drengjum er kennt á unga aldri; þeim er sagt að bera sig mannalega — vera sterkir, láta ekki stelpu fara illa með sig og láta aldrei neinn eiga neitt inni hjá sér. Þeir fara á bíó og sjá hetjumyndir og þeir vilja verða hetjur. Palli vill verða hetja. Hetjudáðin tekur á sig alls konar myndir; það er hetjudáð að komast yfir kvenmann f fyrsta skipti og það er hetjudáð að sigra í íþróttum og hvers kyns keppni. En íslendingar gleyma gjaman að sigra sjálfa sig. Eg vil taka það fram að ég er ekki að alhæfa. Drengir og karlmenn eru mismunandi. En þessi einkenni eru svo sterk í öllu okkar umhverfi. Þau koma þaðan, en ekki frá drengj- unum sjálfum. Ef drengir sýna til- Morgunblaðið/Ámí Sæberg Valgeir Skagfíörð. finningar sínar er það oft misvirt við þá og smátt og smátt læra þeir að bæla þær. Það er kannski þessvegna sem íslenskir karlmenn em eins og þeir eru.“ Hvemig eru þeir? „Mestmegnis lokaðir og bældir." Er það ekki bara einhver kenning sem konur hafa búið til? „Nei. Sannar tilfinningar karl- manna hér era oftast í felum. Þeir bregða á leik með strákum — skoða myndir af nöktum stelpun og fíflast. Þetta er leikur karlmanna. En þessi bæling kemur aðallega fram í því hvemig karlmenn bregðst við tilfínn- ingalegri nálægð við konur; helst þegar þeir mæta sönnum tilfinning- um hjá annarri manneskju sem gerir sömu kröfu til karlmannsins. Þegar það gerist verður karlmaðurinn svo hræddur um að konan nái valdi yfir honum, að hann bregður á ljótan leik og getur mjög auðveldlega horft á hana engjast af sársauka. Þá hefur hann yfirhöndina." Er hægt að breyta íslenskum karl- mönnum? „Nei, ég held að ekki sé hægt að breyta þeim .... ... en það er hægt að hjálpa þeim til að þroskast. Sumir karlmenn kom- ast til dæmis aldrei yfir ákveðið skeið; kynþroskaskeiðið. Þeir era mjög leiðitamir þegar konur era ann- ars vegar. Eða eins og Ámi Ibsen sagði við mig um daginn; fslenskir karlmenn era hvatvísir áhlaupa- menn.“ Þú talar um sársaukann sem þeir valda öðram. Er þetta svo bara allt saman leikur fyrir aðra karlmenn? „Já, já. Lífið er bara leikhús. Sum- ir leika eitt hlutverk í einu leikriti alla ævi. Aðrir leika mörg hlutverk í mörgum leikritum. Þetta verður svona á meðan mannskepnan er að leita að sjálfri sér. Þetta er líka spuming um dýrið í okkur. Um- hverfi mannsins og aðstæður hafa breyst. Við búum í borgum sem era dýrinu ónáttúralegar. Þar gilda til dæmis aðrar siðareglur en úti í náttú- runni. Við læram að bæla og fela dýrið í okkur f staðinn fyrir að horf- ast í augu við það; gera okkur grein fyrir hvemig það er og á hvem hátt við getum nýtt okkur það. Við geram lítið af því að læra á þá mismunandi þætti sem við erum samsett af, en um leið og fólk neitar að kannast við að hafa vondar tilfinningar verð- ur það að hræddum litlum manneskj- um.“ ssv Góða ferð til Norðiirlandaráðs eftir EyjólfKonráð Jónsson Föngulegur flokkur er á föram héðan til funda Norðurlandaráðs en störfin þar era meðal meginstoða íslenskrar utanríkisstefnu. Þar gæt- um við sameiginlegra hagsmuna þjóðanna á norðurslóðum og túlkum okkar sjónarmið. Og hvað ætti að vera efst á baugi? Islendingar hafa lagt fram rök- studdar tillögur um að við, Norð- menn og Danir fyrir hönd Græn- lendinga helgi sér svo til allan hafs- botninn milli 200 mílna Noregs, íslands, Grænlands og Jan Mayen, allt frá Svalbarða til Færeyja. Þetta er hægt að gera strax eftir réttum reglum hafréttarsáttmálans, það er óumdeilt. En auðvitað er ætlast til að íslendingar fylgi eftir frumkvæði sínu. íslendingar hafa í heilan áratug fylgt fast eftir sameiginlegum hagsmunum sfnum og Færeyinga á Hatton-Rockall-svæðinu og traust samstaða hefur tekist við Dani og Færeyinga. Stuðningur allra Norð- urlandaþjóða við þessi réttindamál norrænna ríkja ætti að liggja á lausu ef málinu verður nú fylgt eftir. í næstu viku sjáum við hvem- ig til tekst og með því verður fylgst hér heima. Svíar hafa verið tregir til innan EFTA að viðurkenna fríverslun með fiskafurðir. Þeir hafa nú látið af andstöðu sinni, en Finnar tekið upp lítt skiljanlegt þóf að því að mér skilst vegna einhverra laxveiða í Eystrasalti. Þeirra hagsmunir af styrkleika EFTA era þó svo miklir að þeir láta örugglega af þessari dellu ef fast er á málum haldið af okkar hálfu. En hagsmunir okkar af fríverslun með fisk í EFTA era miklir og byggjast á því að þá myndu EFTÁ-samtökin í heild beita sér fyrir okkar hagsmunum í sam- skiptum við Evrópubandalagið. Norðmenn hafa nú hætt lax- veiðum í sjó, en Færeyingar strá- drepa fslenskan lax þvert á reglur hafréttarsáttmálans, þótt við höfum veitt þeim fiskveiðiréttindi f okkar landhelgi. Þetta háttalag er engum til góðs og síst þeim, enda hafa þeir góð skilyrði til að heQa sjálfir hafbeit og ættu að vera fremstir í flokki friðunarmanna. Þeir ættu að fylgja fast eftir banni við laxveiðum í sjó í samræmi við alþjóðalög. Samningar hafa nú loks tekist við Grænlendinga um skiptingu loðnuaflans milli þeirra, okkar og Norðmanna. Þeir samningar opna leið til víðtæks samstarfs um nýt- ingu sameiginlegra stofna íslend- inga og Grænlendinga svo sem Eyjólfúr Konráð Jónsson „íslendingfar hafa í heil- an áratug fylgt fast eft- ir sameiginlegum hags- munum sínum og Fær- eyinga á Hatton-Rock- all-svæðinu og traust samstaða hefíir tekist við Dani og Færeyinga. Stuðningur allra Norð- urlandaþjóða við þessi réttindamál norrænna ríkja ætti að liggja á lausu ef málinu verður nú fylgt eftir. í næstu viku sjáum við hvernig til tekst og með því verður fylgst hér heima.“ rækju, karfa og þorsks. Dylst ein- hvetjum hveija þýðingu þetta hefur fyrir framtíð þjóðanna? Íslandssíld! Þetta var vöruheiti úrvalssíldar fyrr á áram. Norsk- íslenski síldarstofninn er nú að ná sér á strik eftir rányrkju Norð- manna og smásíldardráp. Þarf ekki að tryggja örugga og skynsamlega samvinnu um að þessi fiskistofn verði aftur það sem hann áður var? Svona má spyija í það endalausa og svona gífurlega mikilvægt er norrænt samstarf. Sé það einlægt getur það tryggt friðun, ræktun, varðveislu og skynsamlega nýtingu norðurhafa frá Noregs- og Skot- landsströndum allt til Kanada. Líka fríverslun með fisk i Evrópu. Góða ferð, íslenskir fulltrúar. Hðfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Reykjavíkur- kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.