Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 Nemendumir sem koma fram sem einleikarar á tónleikunum. Hljómsveit- artónleikar Tónskólans í Bústaðakirkju TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar heldur hljóm- sveitartónleika í Bústaðakirkju nk. mánudag 27. febrúar klukk- an 20.30. Á þessum tónleikum koma fram nemendur sem ljúka prófi frá skólanum nú f vetur. Það eru þau Halldóra Aradóttir píanóleik- ari, Sæmundur Rúnar Þórisson, gítarleikari og Vigdís Klara Ara- dóttir klarinettuleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Shostakowitsch, Krommer og Te- desco. Stjómandi er Sigursveinn Magnússon. Allir eru velkomknir á tónleikana. Þjóðleikhúsið: Leikrit eftir Valgeir Skag- Qörð frumsýnt BRESTIR eftir Valgeir Skag- Qörð verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins á. morgun, sunnudaginn 26. febrúar. Þeir Egill ólafsson og Pálmi Gestsson fara með hlutverk ólíku bræðra, arkitekts og sjómanns, sem gera upp sakir sín á milli, úr fortíð og nútíð í sumarbústað ei fjarri höfuðborginni. Leikstjóri er Pétur Einarsson, höfundur tónlistar og áhrifshljóða er Pétur Hjaltested, leikmynd og búninga teiknaði Gunnar Bjama- son og lýsingu hannaði Ásmundur Karlsson. Samtök UIIl alrapmisvandnnn! Aðalfiindur á þriðjudag SAMTÖK áhugafólks um al- næmisvandann halda aðalfúnd sinn þriðjudaginn 28. febrúar nk. klukkan 20.00 f fúndarsal Hótels Lindar, Rauðarárstíg 18. Þetta er fyrsti aðalfundur sam- takanna, en þau voru stofnuð þann 5. desember sl. Á fundinum verður auk venjulega aðalfundar- starfa gerð grein fyrir starfi sam- takanna hingað til og leitað eftir hugmyndum félagsmanna um áframhaldandi starf. Hóphugleiðsla og huglækning MÁNUDAGINN 27. febrúar klukkan 21.00. verður haldinn á Hallveigarstöðum fyrirlestur um áhrif huglækninga. Síðan verða gerðar æfingar til aukinnar samstillingar og mögn- unar hópsins. Leiðbeinandi er Leifur Leopoldsson. Eyðniveiran og eiginleikar hennar MARGRÉT Guðnadóttir prófess- or heldur fyrirlestur á vegum Hins fslenska náttúrufræðifé- lags mánudagskvöldið 27. febrú- ar klukkan 20.30. Hún mun þar lýsa gerð og eigin- leikum eyðnivéira og rekja skyld- leika þeirra við aðrar veirur. Þá mun hún fjalla um sýkingarhæfni veiranna og sambýli þeirra við sýkt fólk. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda ogeru allir velkomnir. Hafnarborg: Fyrirlestur um aldamótakonur í íslenskri myndlist HRAFNHILDUR Schram list- fræðingur mun flytja fyrirlest- ur f Hafnarborg, mánudaginn 27. febrúar nk. klukkan 20.30. Erindi Hrafnhildar Qallar nm aldamótakonur í fslenskri myndlist. Um síðustu aldamót stunduðu nokkrar fslenskar konur mjmdlist- arnám í Kaupmannahöfn, þar af nokkrar við Listaakademíuna. Eftir þær liggja fá en athyglisverð verk og bera mörg þeirra vitni um ótvíræða listræna hæfileika. Flest allar konumar sneru heim aftur að námi loknu, giftust, helg- uðu sig fjölskyldunni og lögðu þar með málaralistina á hilluna. í fyrirlestri sínum mun Hrafn- hildur rekja sögu nokkurra þess- ara kvenna og sýna litskyggnur af verkum þeirra. Hún mun einn- ig tala um möguleika kvenna til myndlistarmenntunar fyrr á tímum og hindranir sem stóðu í vegi fyrir að konur þessar gætu stundað list sfna. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá útsendingu tónlistarþáttar. Stjórnendur f forgrunni en að- stoðarmenn og stjórnendur annarra þátta fylgjast grannt með. Selfoss: Kátir dagar í Fjölbrauta- skólanum SKÓLASTARFIÐ í Fjörl- brautaskóla Suðurlands hefúr verið úr hefðbundnum farvegi í þessari viku og nemendur tek- ist á við ýmis verkefni sem ekki eru á hefðbundinni stundaskrá. Meðal þess sem tekist er á við er rekstur útvarpsstöðvar FSU. Stöðin sendir út á FM 105,2 og flytur hlustendum efni af ýmsu tagi. Auk þessa em hinir ýmsu klúbbar starfræktir og þar tekist á við þroskandi verkefiii sem svara er ekki að leita við í skóla- bókum. —Sig. Jons. Sænsk bóka- kynning í Nor- ræna húsinu FYRSTA kynning Norræna hússins verður laugardaginn 25. febrúar klukkan 15.00 en þá verða kynntar sænskar bæk- ur sem komu út árið 1988. Gest- ur á kynningunni verður sænski rithöfúndurinn Ernst Brunner. Emst Brunner er fæddur 1950. Fyrsta bók hans, ljóðasafnið „Jag ándrar stallning klockan tre“ kom út 1979. Eftir það hafa komið út þijú ljóðasöfn og þijár skáldsög- ur. Fyrsta skáldsagan komu út árið 1980. Hann fékk bókmenntaverðlaun Sænska dagblaðsins fyrir bókina „Svarta villan" sem kom út 1987 og þessi bók hans var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 1988. Emst Brunner er bókmenntafræðingur og varði doktorsritgeð um Edith Söder- gran árið 1985. Næstu þrjá laugardaga halda bókakynningamar áfram og verða finnskar bækur á dagskrá 4. mars, norskar bækur 11. mars og danskar bækur þann 18. mars. Útivist: Ferð að Gullfossi í klakaböndum ÚTIVIST efiiir til ferðar að Gullfossi f klakaböndum, á morgun, sunnudaginn 26. febr- úar. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu, klukkan 10.30. Ennfremur verða ferðir klukkan 13.00, en þær ferð- ir em fimmta ferð í landnáms- göngunni og skíðaganga um Mos- fellsheiði. Létt sveifla í Keflavík TÓNLEIKAR verða haldnir f Félagsbf ói f Keflavík í dag laug- ardag 25. febrúar klukkan 17.00 og munu þar koma fram 2 létt- sveitir eða „Big bands“ eins og slíkar hijómsveitir heita á ensku. mjómsveitimar koma frá tón- listarskólunum f Keflavfk og Akranesi og á efiiisskrá eru fjöl- mörg þekkt lög, sem flokkast undir dægur- og jasstónlist. Gestimir hafa leikið saman í tæp 2 ár og er hljómsveitin skipuð tónlistamemendum og kennumm af Vesturlandi. Stjómandi er Mike Jaques, enskur tónlistarkennari, sem nú starfar á Ólafsvík. Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík var stofnuð í haust og hefur því aðeins leikið saman í nokkra mánuði. Hún kom fyrst fram á jólatónleikum skólans f Keflavíkurkirkju í desember sl. og nýlega koma hún fram í sjón- varpsþættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“. Stjómandi er Karen Sturlaugsson, kennari við Tónlistarskólann í Keflavfk. Atriði úr myndinni „Fiskurinn Vanda" Bíóhöllin sýnir Fiskinn Vöndu BÍÓHÖLLIN hefúr tekið til sýninga myndina „Fiskurinn Vanda“. í aðalhlutverkum eru Jamie Lee Curtis og John Cleese. Leikstjóri er Charles Chricton. Hópur innbrotsþjófa frá Ameríku leggur á ráðin um að bijótast inn í Demantahúsið f London. Foringi bófanna í geng- inu er Georg Thomason en að auki era með þau Vanda, sem er ástmey Georgs, og Ken, sem ein- kennist af stami og ást sinni á skrautfiskum. Bjór: 560 - 660 krón- ur skammturinn VERÐ á öllum bjórtegundum hefúr nú verið ákveðið, eftir að samn- ingar náðust við innlenda framleiðendur. Ódýrastur verður Sanitas pilsner sem mun kosta 560 krónur, sex dósir saman, en það er minnsti skammtur sem ÁTVR selur. Dýrastir verða Kaiser og Sanit- as lager, sem mimu kosta 660 krónur, sex dósa skammtur. Inn í verðlagninguna er reiknað ski _ 5 krónur á stykkið, 30 krónur á Verð hinna einstöku tegunda verður sem hér segir (sex í pakka, dósir/flöskur): Sanitas Pilsner 560/530, Egils gull 600/570, Bud- weiser 620/590, Sanitas Löwen- bráu 630/600, Tuborg 650/610, Sanitas lager 660/630, Kaiser 660/720. Verðið er reiknað út frá kostnað- arverði og áfengisinnihaldi, að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra ÁTVR. Inn í kostnaðarverð er reiknað skilagjald, fimm krónur á hveija áldós og sama á hveija margnota flösku. Ekki er reiknað skilagjald á einnota flöskur. Kostnaðarverð einstakra teg- unda er sem hér segir (24 stykki í kassa, dósir/flöskur): Innlendar tegundir 500/440, Budweiser 295,25/295,25, Kaiser 324,13/418,89, Tuborg 339,27/331,45. Ákveðið var á fimmtudag að álagning veitingahúsa á bjór verði ftjáls. Höskuldur sagði að ein ástæða þess væri sú, að fyrirsjáan- legt væri að miðað við álagningar- reglur þær sem almennt gilda um áfengi, yrði bjór ódýrari en venju- legir óáfengir gosdrykkir í allmörg- um veitingahúsum. Það stangaðist á við áfengislöggjöfina, sem segir að veitingahús skuli geta boðið góðan mat og óáfenga drykki á |ald á áldósir og margnota flöskur, skammt. hóflegu verði. Önnur ástæða er að gera má ráð fyrir nokkurri rýmun þegar seldur er bjór úr krana og sé því talið rétt að veitingamenn hafi sjálfir stjóm á hvemig þeir kosta hana. I blaðinu á föstudag var missagt að fijáls álagning á bjór hefði verið kynnt á fundi með ríkisstjóminni. Það var á fundi með stjóm Sambands veitinga- og gisti- húsa. Samtök íbúa í Litla-Skeija- firði stofiiuð STOFNUÐ hafa verið ibúasam- tök Litla-Skeijafiarðar, en svo eru nefúdar einu nafni þær götur sem liggja sunnan Vatn- smýrarinnar. I frétt frá íbúasamtökunum, sem stofnuð vom 5. febrúar, seg- ir að samtökin hafi að megin- markmiði að hafa áhrif á þróun hverfisins og koma í veg fyrir að tilviljanir ráði ferðinni. „Einnig em íbúar afar áhyggjufullir vegna framtíðar Vatnsmýrarinnar og grænu svæðanna, sem sífellt fara minnkandi," segir í fréttinni. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 24. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfiröi Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heltdar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,00 30,00 38,50 74,759 2.878.520 Þorskurfósl.) 40,00 32,00 42,31 14,188 600.228 Þorskur(dbl-) 25,00 25,00 25,00 0,191 4.789 Smáþorskur 27,00 26,00 26,89 4,108 110.471 Þorsk(siginn) 119,00 110,00 113,76 0,677 77.105 Ýsa 47,00 33,00 42,01 4,080 171.400 Ýsa(ósl.) 68,00 35,00 43,59 13,024 567.755 Smáýsa 15,00 15,00 15,00 0,068 1.028 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,120 1.800 Karfi 21,50 15,00 20,59 34,115 702.559 Steinbítur(ósL) 23,00 23,00 23,00 3,457 76.043 Koli 35,00 35,00 35,00 0,217 7.623 Langa 25,00 25,00 25,00 1,099 27.492 Lúða 220,00 145,00 168,62 0,154 25.968 Keila 13,00 13,00 13,00 0,560 7.280 Skötuselur 70,00 70,00 70,00 0,034 2.422 Rauðmagi 113,00 90,00 106,85 0,063 6.785 Hrogn 145,00 145,00 145,00 0,100 14.500 Samtals 34,99 151,020 5.283.768 Selt var aðallega úr Otri HF, Jóa á Nesi SH, Kristínu ÁR og frá Tanga hf. f dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr Víði HF, Stakkavík ÁR, Gullfara HF og fleirum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 49,00 43,00 46,47 13,592 631.564 Þorsk(ósl.l.bL) 45,00 30,00 43,41 28,480 1.236.287 Ýsa 25,00 23,00 24,81 1,531 37.985 Ýsa(ósL) 35,00 17,00 33,03 0,333 10.999 Ýsa(umálósl) 18,00 18,00 18,00 0,013 234 Ufsi 23,00 20,00 21,97 4,995 109.766 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,032 480 Skarkoli 56,00 56,00 56,00 0,006 336 Langa 15,00 15,00 15,00 0,061 915 Lúöa 160,00 160,00 160,00 0,012 1.920 Rauömagi 105,00 105,00 105,00 0,007 735 Hrogn 105,00 90,00 98,36 0,137 13.475 Samtals 41,56 49,200 2.044.695 Selt var úr Dröfn RE, Farsælí SH og netabátum. I dag verða meðal annars seld 30 tonn af karfa, þorskur úr Farsæli SH og afli úr netabátum. Uppboðið hefst klukkan 12.30. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 61,00 38,00 45,96 12,485 573.650 Ýsa 78,00 30,00 60,00 4,434 266.110 Ufsi 20,00 10,00 19,07 6,010 114.600 Karfi 15,00 12,00 14,96 1,088 16.275 Steinbítur 15,00 8,00 11,71 1,132 13.256 Hlýri+steinb. 10,00 10,00 10,00 0,066 660 Langa 5,00 5,00 5,00 0,013 65 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,150 5.250 Lúða 345,00 170,00 317,00 0,138 43.713 Keila 12,00 5,00 7,00 0,211 1.482 Skata 52,00 52,00 52,00 0,026 1.352 Samtals 40,22 25,771 1.036.539 Selt var aðallega úr Kára GK, Jóhannesi Jónssyni KE, Hjördisi GK og Hvalsnesi GK. I dag veröa meðal annars seld 8 tonn af þorski úr Sighvati GK og 20 tonn af karfa úr Víði HF. Selt verður úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. Fiskmarkaður Suður- nesja og fiskmarkaðurinn f Hafnarfirði verða samtengdir i dag og hefst uppboðið klukkan 14.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.