Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
Formannafundur ASÍ:
Hvatt til samstöðu
í kjarasamningum
Samstarf við BSRB um viðræður við
sljórnvöld
FUNDUR formanna aðildarfé-
laga Alþýðusambands íslands,
sem stóð nær allan daginn i gær,
hvetur til samstöðu aðildarsam-
takanna f þeim kjarasamningum
sem framundan eru, enda sé
samstaða brýnni nú en oftast
áður.
í ályktun sem samþykkt var sam-
hljóða er miðstjóm ásamt formönn-
um landssambanda og svæðasam-
banda falið að mynda viðræðunefnd
til að ræða bæði við ríkisstjóm og
atvinnurekendur. Viðræðunefndin
starfi út frá hugmyndum miðstjóm-
ar ASÍ og þeirri stefnumörkun, sem
fram kemur meðal annars í ályktun-
um Verkamannasambands íslands,
Landssambands íslenskra verslun-
armanna, .Landssambands iðn-
verkafólks og fleiri. Þá er nefndinni
falið að leita eftir samstarfi við
BSRB og önnur heildarsamtök
launafólks varðandi viðræður við
stjómvöld.
Versta veður víða um land:
Bílarnir merktir til
að forða skemmdum
UM vestan-, norðan- og austan-
vert landið hefur gengið á með
norðanáhlaupi og snjókomu frá
þvi á föstudag. Eru helstu Qall-
vegir lokaðir af þeim sökum og
erfiðlega hefur gengið að halda
flugáætlun. Vegna snjóflóða-
hættu hafa íbúar nokkurra húsa
i bæjiun á VestQörðum, á Siglu-
firði og Austflörðum verið beðn-
ir um að yfirgefa þau.
Bjórdagurinn:
ABC sjón-
varpar beint
á besta tíma
ABC-sjónvarpsstöðin banda-
rfska sendir út fréttaþátt frá
Reykjavík f beinni útsendingu
á besta útsendingartfma til
austurstrandar Banda-
ríkjanna á morgun, 1. mars,
þegar íslendingar geta f
fyrsta sinn keypt bjór sfðan
árið 1915.
Hingað er væntanlegur í dag
tíu manna hópur sjónvarps-
manna frá stöðinni, sem er ein
þriggja stærstu sjónvarpsstöðv-
anna í Bandaríkjunum. Fyrir
hópnum fer Jack Lawrence,
fréttastjóri ABC í Evrópu. Hann
sá um fréttasendingar stöðvar-
innar héðan þegar fundur Reag-
ans og Gorbatsjovs var haldinn
haustið 1986.
Ætlun sjónvarpsmannanna er
að taka hér viðtöl við þingmenn
og aðra um þessi tímamót og
skoða lífið á veitingahúsum
borgarinnar. Bein útsending
verður klukkan 18.30 að stað-
artíma á austurströnd Banda-
ríkjanna, það er klukkan 23.30
aðjslenskum tíma, og á að sýna
Bandaríkjamönnum stemmning-
una sem ríkir á íslenskum ölstof-
um þennan fyrsta dag, sem Ieyfi-
legt er að selja bjór á íslandi.
Morgunblaðið hefur frétt af
mörgum Qölmiðlamönnum, fé-
lagsfræðingum og sálfræðingum
sem hingað koma vegna bjór-
dagsins, og ætla að virða fyrir
sér hvemig íslendingar bregðast
við þessum drykk.
Þungfært er víða í bæjum um
vestan- og norðanvert landið og
hafa menn verið beðnir um að
merkja við bíla sína til að forða
þeim undan moksturstækjum.
Skólahaldi var víða aflýst í gær
vegna veðurs og slæmrar færðar.
I gær héldu Amarflug og Flug-
leiðir uppi áætlunarflugi á alla staði
innanlands nema til Akureyrar,
Egilsstaða og Norðfjarðar. Ekki
hefur verið flogið til Akureyrar
síðan á föstudag og bíða um 640
farþegar eftir að komast _á milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Á Egils-
stöðum er ein Fokker-flugvél Flug-
leiða veðurteppt en þangað hefur
ekki verið flogið síðan á föstudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
vegaeftirliti Vegagerðar ríkisins,
stendur til að moka alla helstu fjall-
vegi í dag, þriðjudag, ef veður leyfír.
Sjá fréttir á bls. 47.
Ölið fer sjóleið og landleið til ísaJffarðar
ísfírðingar munu væntanlega
fá sinn bjór þann 1. mars, rétt
eins og höfuðborgarbúar, þrátt
fyrir ófærð og illviðri. Þó gæti það
dregist fram yfir hádegi þess dags
að mjöðurinn komist i verslun
ÁTVR þar vestra. í gær var skip-
að 12 brettum af fjórum innlend-
um bjórtegundum um borð í ís-
bergið í Hafnarfjarðarhöfn og er
Srt ráð fyrir að skipið komi til
ifjarðar að morgni miðviku-
dags. Áður höfðu farið 12 bretti
í bíl, sem kemst ekki vestur vegna
ófærðar á Steingrímsfjarðarheiði
og í Djúpi. Á hveiju bretti eru
80 kassar, því fara_ 22.040 dósir
í hvorri sendingu. í bflfarminum
var eina erlenda tegundin sem
komin var til landsins, Budweiser,
en ekki eru nægar birgðir til af
þeirri tegund í landinu til að senda
annan skammt vestur, að sögn
starfsmanna í birgðageymslu
ÁTVR.
Almennur félagsfíindur í FIN:
Ákveðin atkvæðagreiðsla
um verkfall þann 6. apríl
ALMENNUR félagsfiindur í Félagi íslenskra náttúrufræðínga
(FÍN) samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að efiia
til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna, sem hefjast skal
þann 6. apríl næstkomandi, ef það verður niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar og samningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma.
Fulltrúaráðsfundur Hins íslenska kennarafélags (HIK) veitti á
föstudaginn stjórn félagsins heimild til þess að efiia til atkvæða-
greiðslu um verkfall, sem heQast skal í apríl.
Að sögn Unnar Steingrímsdótt-
ur, formanns FÍN, voru um 75
manns á fundinum, en ríflega 300
félagsmenn starfa hjá ríkinu um
allt land. Félagið er eitt af stærri
aðildarfélögum BHMR, en HÍK er
stærst. Unnur sagði engan vilja
fara í verkfall, en þau skilaboð
væru skýr og skilmerkileg frá
ríkinu að það teldi sig ekkert hafa
um að ræða við félög BHMR. Fé-
lögin hefðu verið að biðja um við-
atvinnuveganna, Veðurstofunni,
Hafrannsóknastofnun, Orkustofn-
un og rannsóknastofum spítalanna.
Samkvæmt samningsréttarlögum
opinberra starfsmanna þarf meiri-
hluti félagsmanna að taka þátt í
atkvæðagreiðslu um verkfall og
meirihluti að samþykkja það. Boða
þarf til verkfallsins með 15 daga
fyrirvara hið minnsta.
*
Dubliners til Islands
ÍRSKA þjóðlagasveitin Dubliners
er væntanleg til íslands í dag og
heldur hér þrenna tónleika f til-
efiii af því að bjórsaia hefrir ver-
ið leyfö.
Hljómsveitin Dubliners, sem hef-
ur starfað í 27 ár, hefur komið hing-
að til lands tvívegis áður, 1972 og
1976, og lék þá fyrir fullu húsi í
Laugardalshöllinni 1972 og J Há-
skólabíói 1976. Tónleikar hljóm-
sveitarinnar að þessu sinni verða í
Ölveri í Glæsibæ 1., 2. og 3. mars
og er yfirskrift tónleikanna „Dubí-
iners — við komum til að fá okkur
bjór“.
Héðan heldur hljómsveitin til
Bretlands þar sem hún mun halda
fema tónleika í Lundúnum og hætt-
ir síðan störfum..
ræður frá því í nóvember og verið
tilbúin með kröfugerð um áramót,
en Samninganefnd ríkisins hefði
ekki verið skipuð fyrr en skömmu
áður en bráðabirgðalögin féllu úr
gildi. Hún sagði að sú kjaraskerð-
ing sem fólst í bráðabirgðalögunum
hefði bitnað harðar á ríkisstarfs-
mönnum en öðrum. Það væri hins
almenna félagsmanns að ákveða
hvort verkfall yrði ákveðið og hún
ætlaði ekki að spá um niðurstöð-
una.
Fyrsti fundur BHMR, HÍK og
Kennarasambands íslands með
Samninganefnd ríkisins var í
síðustu viku og gert var ráð fyrir
öðrum fundi í þessari viku, en
Wjncie Jóhannsdóttir formaður
HÍK sagði í gærkveldi enn ekki
hafa fengið neitt fundarboð. Hún
sagðist aðspurð reikna með því að
stjóm félagsins tæki bráðlega
ákvörðun um atkvæðagreiðslu um
verkfall.
Félagsmenn FÍN starfa á mjög
mörgum stofnunum ríkisins, svo
sem öllum rannsóknastofhunum
Seyðisfiörður:
Hafsíld lokað ve^na
hættu á snjóflóðum
KovAiafírAi.
Seyðisfirði.
VEGNA snjóflóðahættu ákvað al-
mannavamanefiid í gærmorgun
að láta stöðva bræðslu í loðnu-
verksmiðju Hafsíldar og loka veg-
inum norðanmegin í Seyðisfirði
fyrir allri umferð um leið og
starfsfólk verkmiðjunnar væri
farið.
Mikið hefur snjóað hér síðastliðinn
sólarhring og er töluverður snjór
kominn í fjallshlíðamar. Að sögn
Sigurðar Helgasonar formanns al-
mannavamanefndar var það álit
nefndarinnar að hættuástand hefði
skapast, sérstaklega norðanmegin í
firðinum en þar hafa fallið snjóflóð
við svipaðar aðstæður og nú eru.
í gær var spáð áframhaldandi
snjókomu og norðanátt. Með tilliti
til þess og snjókomunnar undanfar-
inn sólarhring ákvað nefndin að láta
loka veginum út með fírðinum norð-
anmegin þar sem Hafsíld er og láta
hætta vinnslu þar. Almannavama-
nefnd kemur saman til fundar klukk-
an ellefu í dag og verður staðan þá
endurmetin og tekin ákvörðun um
hvort þessari lokun verður aflétt.
Garðar Rúnar
Mobil ræð-
ir við Olís
TVEIR frilltrúar Mobil-olíufyrir-
tækisins eru nú staddir hér á landi
til viðræðna við Olis um kaup á
hlutafé.
Mobil hefur lýst áhuga á kaupum
á 14-18% af hlutafé Olís fyrir 75-100
milljónir króna. Óli Kr. Sigurðsson
eigandi Olís sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að fulltrúar
Mobil væru hér til viðræðna um stöðu
fyrirtækisinB.a‘*',-*-*-,i *'4