Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSfQFTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 Heildverslun Bankar Samvinnu- bankinn gefiir út bankabréf VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI Sam- vinnubankans standa nú í fyrsta skipti að skuldabréfaútboði fyrir bankann og gefa út bankabréf. Um er að ræða 1. flokk 1989 og er stærð flokksins 300 milljónir króna. Skuldabréfin hafa þrjú mismunandi nafnverð 50.000 kr., 200.000 kr. og 1000.000 kr. Skuldabréfin eru verðtryggð og vaxtalaus en færa kaupendum þeirra 9% raunvexti sem kemur fram í aflöllum frá naftiverði við sölu. í tilkynr.ingu frá Verðbréfavið- skiptum Samvinnubankans segir ennfremur að skuldabréfin séu öll með einn gjalddaga og hægt sé að velja um 9 mismunandi gjalddaga frá 25. janúar 1991 til 25. janúaar 1994. Gjalddagar hvert ár eru 25. janúar og 25. júlí. Gjaldfallin banka- bréf bera almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Ennfremur segir að vegna þess að bréfin hafi einungis einn gjalddaga eigi fjár- festing í bréfunum að nýtast kaup- endum betur en ef gjalddagar bréf- anna væru fleiri. Þeir þurfi einung- is að huga að endurfjárfestingu í lok lánstímans og hafa þá alla fjár- hæðina til ráðstöfunar en þyrftu annars að huga oftar að endurfjár- festingu og þá með lægri fjárhæð í höndunum hveiju sinni. Endurfjár- festing gæti í slíkum tilfellum orðið erfiðari ef fjárhæðin væri ekki nægjanlega há til að hægt sé að fjárfesta aftur í góðum verðbréfum. TÚLVUSKEYTING MEÐ CR0SFIELD MYNDAMÖT HF Kaaber kaupir rekstur Snorra hf. framkvæmdastjóra Snorra undan- farin 16 ár. „Ástæðurnar fyrir þessu eru í fyrsta lagi að ég fékk gott tilboð í þennan rekstrarþátt fyrirtækisins og annars vegar að ýmis störf mín sem borgarfulltrúi í Reykjavík og í ýmsum félagsmál- um voru orðin svo umfangsmikil að ég veitt fyrirtækinu ekki þann tíma sem þurfti. Ég stend á fertugu og það hefur löngum verið sagt að ætli menn sér að gera einhverjar breytingar á lífi sínu, þá sé þetta heppilegasti tíminn. Ég er því mjög ánægður með þessa breytingu á rekstri Snorra hf. sem m.a. gefur mér aukið svigrúm til að sinna bet- ur öðrum viðskiptum, enda leikur- inn til þess gerður," segir Júlíus. Sem borgarfulltrúi er Júlíus auk þessa formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, umhverfismálaráðs og ferðamálanefndar Reykjavíkur, á sæti í Ferðamálaráði Islands og stjórn Dagvistar barna í Reykjavík auk fleiri starfa tengdum borgar- stjórn og félagsmálum. NÝLEGA var gengið frá samn- ingum um kaup O. Johnsson & Kaaber á rekstri, lager og um- boðum Snorra hf. á sviði sjúkra- hússbúnaðar-, hjúkrunarvara, og ýmsum öðrum vörum af áþekk- um toga. Snorri hf. hættir þann- ig innflutningsverslun en verður áfram starfandi á öðrum sviðum í viðskiptum, að sögn Júlíusar Hafstein. Júlíus hefur verið aðaleigandi og Flugleiðir Ný skrifstofa opnuð íLúxemborg NÝ skrifstofa Flugleiða í Lúxem- borg var formlega opnuð 15. febrúar síðastliðinn. í tengslum við opnun skrifstofunnar var efiit til íslandskynningar á Pull- man hótelinu í Luxemborg. Is- landskynningin, sem ber heitið „A taste of Iceland", fer fram til 26. febrúar, og var Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur, heiðursgestur við opnun hennar. Hin nýja skrifstofa Flugleiða er staðsett nálægt jámbrautarstöðinni í miðborg Lúxemborgar, en undan- farin ár hefur skrifstofan verið til húsa í flugstöðvarbyggingunni. í nýju skrifstofunni verður einnig umboðsskrifstofa Ferðamálaráðs íslands. Að sögn Einars Aakrann, fram- kvæmdastjóra Flugleiða í Lúxem- borg, gjörbreytir hin nýja skrifstofa allri aðstöðu fyrirtækisins í Lúxem- borg. Hann sagði að vegna sam- dráttar, sem orðið hefði hjá Flugleið- um varðandi farþegaflutn- inga til og frá Bandaríkjun- um, yrði í framtíðinni lögð aukin áhersla á að höfða til kaupsýslu- manna, og í vor yrði boðið upp á sérstakan „Business class“ með það fyrir augum. Að sögn Ein- ars fluttu Flugleiðir um 27% af heildarfjölda farþega til og frá Lúx- emborg árið 1987, en í fýrra var hlutur Flugleiða kominn niður í tæplega 20%. Einar Aakrann, fram- kvæmdastjórí Flug- leiða í Lúxemborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.