Morgunblaðið - 28.02.1989, Qupperneq 27
6861 ,8S HU0A«TJIÖIÍI<4 öjaAjavnjöHOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
27
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Hafsteinn Þorvaldsson, formaður nefiidar um átak í áfengisvörnum,
(t.v.) og Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, á blaða-
mannafiindinum á mánudaginn.
Umferðarráð og neftid um átak í
áfengisvörnum:
Bjórdrykkja og akst-
ur eiga ekki samleið
Háskóli íslands:
Kandídatar
brautskráðir
AFHENDING prófekírteina til
kandídata fór fram við athöfii í
Háskólabiói á laugardag. Hófst
athöfiiin á því að Helga Þórarins-
dóttir og Þorsteinn Gauti Sig-
urðsson léku á víólu og pianó
verk eftir L. Roccherini og E.
Elgar. Þá ávarpaði háskólarekt-
or, dr. Sigmundur Guðbjamason,
kandídata og deildarforsetar af-
hentu prófekírteini. Loks söng
Háskólakórinn nokkur lög undir
stjóm Áma Harðarsonar.
Að þessu sinni voru brautskráðir
97 kandídatar og skiptust þeir
þannig: 1 embættispróf í guðfræði,
5 embættispróf í lögfræði, 19 B.A.-
próf í heimspekideild, 5 lokapróf í
verkfræðideild, 19 kandídatspróf í
viðskiptafræðum, 2 kandídatspróf í
tannlækningum, 11 B.A.-próf í fé-
lagsvísindadeild, 5 B.S.-próf í
hjúkrunarfræði og 30 B.S.-próf í
raunvísindadeild.
Dr. Sigmundur Guðbjama-
son, háskólarektor, ávarpar
kandídata.
UMFERÐARRÁÐ og nefiid um
átak í áfengisvörnum hafa
áhyggjur af þvi að sala á áfengu
öli hérlendis leiði til þess að fleiri
aki undir áhrifum áfengis en
áður. Umferðarráð hefiir því
fengið Valgeir Guðjónsson til að
semja lag sem heitir Eg held ég
gangi heim. Því er ætlað að
minna fólk á að keyra ekki hafi
það dmkkið bjór. Lagið hefiir
verið gefið út á snældum sem
dreift hefur verið til hljómsveita,
veitingahúsa, skemmtistaða,
framhaldsskóla og fleiri aðila.
Einnig hefúr verið gert mynd-
band við lagið og veggspjöld með
myndum-úr þvi hafa meðal ann-
ars verið send veitingahúsum.
Umferðarráð og nefnd um átak
í áfengisvömum vonast til að hljóm-
sveitir leiki lag Valgeirs Guðjóns-
sonar í lok dansleikja þegar þörfín
sé mest á því að boðskapurinn nái
til fólksins. Nótur með laginu hafa
verið sendar til hljómsveita og tón-
listarmanna um land allt. Einnig
verða auglýsingar í sjónvarpi og
orðsendingar á strætisvögnum sem
eiga að minna á að bjór og bíll eigi
ekki samleið.
Á fundi í Umferðarráði 16. nóv-
ember síðastliðinn var samþykkt
ályktun sem send var ráðherrum
dómsmála, heilbrigðis og fjármála,
þar sem lagt var til að fyrirskipað-
ar yrðu sérstakar merkingar á bjór-
umbúðum þar sem fram kæmi að
bjór og akstur ættu ekki samleið.
Það var einnig álit meirihluta
nefndar um átak í áfengisvömum
að setja ætti slíkar merkingar á
bjórumbúðir. Óli H. Þórðarson,
framkvæmdastjóri Umferðarráðs,
og Hafsteinn Þorvaldsson, formað-
ur nefndar um átak í áfengisvöm-
um, sögðu á blaðamannafundi á
mánudaginn að svör við þessum
óskum hefðu ekki borist ennþá.
Keflavíkurflugvöllur:
Þörf á kæli-
aðstöðu
fyrir fisk
FISKÚTFLYTJENDUR og þeir
aðilar sem sjá um útflutning á
fiski með flugvélum telja brýnt
að komið verði upp kæliaðstöðu
við Keflavíkurflugvöll þar sem
hægt væri að geyma og pakka
fiski sem bíður útflutnings. Þetta
var eitt af þéim atriðum sem
rætt var á ráðstefiiu í Keflavík
á laugardaginn sem bar yfir-
skriftina: Keflavíkurflugvöllur í
alþjóðaleið. Gefúr það möguleika
til atvinnuuppbyggingar?
Á ráðstefnunni kom einnig fram
að fríiðnaðarsvæði við Keflavíkur-
flugvöll er ekki talið álitlegt, en að
möguleikar okkar á að flytja út
ýmiskonar fisk með flugi lofi góðu
og að markaðir í Austurlöndum
gefí ýmsa möguleika.
Fram kom að fiskútflutningur
íslendinga með flugvélum hefur
tvöfaldast á skömmum tíma og að
mest er flutt út til Bandaríkjanna,
eða 50,7%. Bandaríska flugfélagið
Flying Tigers hefur flutt físk viku-
lega héðan til Austurlanda og upp-
lýsti Guðmundur Þór Ögmundsson,
fulltrúi félagsins, að það hefði flutt
um 6 tonn í ferð að undanfömu.
Hann sagði að til þess að félagið
héldi áfram að hafa viðkomu á Is-
landi þyrfti að ná 10 tonna flutn-
ingi og horfur væru á að því marki
yrði náð fljótlega.
BB
Flskveró ð uppboósmörkuóum 27. febrúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta MeAal- Magn Heildar-
verA verA verA (lestir) verA (kr.)
Þorskur 55,00 46,50 53,16 28,136 1.495.697
Smáþorskur 20,00 20,00 20,00 0,154 3.081
Ýsa 90,00 45,00 77,91 9,973 777.007
Karfi 15,00 15,00 15,00 0,006 83
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,030 443
Koli 35,00 35,00 35,00 0,010 368
Lúða 274,25 274,25 274,25 0,106 29.070
Steinbítur 46,00 29,00 39,59 2,549 100.908
Steinbítur(ósL) 25,00 15,00 19,16 0,663 12.700
Keila 12,00 12,00 12,00 0,063 756
Keila(ósL) 16,50 12,00 15,91 2,401 38.206
Hrogn 133,43 133,43 133,43 0,255 36.653
Samtals 56,23 44,365 2.494.975
Selt var aðallega úr Ljósfara HF, Stakkavík ÁR og frá Stöð hf.
I dag verður selt óákveðið magn úr ýmsum bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 36,00 33,50 34,54 160,342 5.537.929
Þorsk(ósl.l.bL) 39,00 35,00 38,50 399 15.361
Þorsk(ósl.dbL) 30,00 30,00 . 30,00 0,056 1.680
Ýsa 40,00 23,00 36,73 10,536 387.014
Ýsa(ósL) 35,00 20,00 31,22 0,119 3.715
Ufsi 25,00 22,00 23,18 9,247 214.363
Karfi 27,00 24,00 24,95 15,328 382.421
Steinbítur 23,00 23,00 23,00 0,025 575
Hlýri+steinb. 31,00 31,00 31,00 2,423 75.127
Lúða 260,00 260,00 260,00 0,081 21.060
Grálúða 46,00 45,00 45,17 2,928 132.248
Langa 25,00 25,00 25,00 0,393 9.825
Skarkoli 64,00 51,00 57,88 0,832 48.152
Keila 10,00 10,00 10,00 0,104 1.040
Samtals 33,69 202,828 6.833.211
Selt var aðallega úr Engey RE. I dag verður selt úr Þorláki ÁR,
Farsæli SH og bátum. Fjarskiptauppboð verður klukkan 11 ef
á sjó gefur.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 58,00 31,00 48,15 6,006 292.096
Ýsa 57,00 48,00 50,24 1,442 72.440
Ufsi 31,50 12,00 26,29 8,061 211.931
Karfi 30,00 15,00 25,18 128,283 3.229.877
Steinbítur 28,50 15,00 23,32 1,937 45.179
Langa 28,00 28,00 28,00 0,019 532
Lýsa 10,00 10,00 10,00 0,125 1.250
Skötubörð 162,00 162,00 162,00 0,032 5.184
Samtals 26,43 145,965 3.858.489
Selt var aðallega úr Aðalvík KE, Hraunsvík GK og frá Exporti hf.
( dag verður meðal annars selt óákveöið magn af þorski, löngu
og ufsa úr Aöalvík KE, 10 tonn af þorski og 2 tonn af ýsu úr
Eldeyjar-Boða GK.
Sönglagakeppni
íslands:
Frestur til að
senda inn lög
að renna út
FRESTUR til að senda lög í
Sönglagakeppni íslands rennur
út á morgun, 1. mars. Nægilegt
er að setja lögin í póst á morg-
un. Utanáskriftin er Sönglaga-
keppni íslands 1989. Pósthólf
1331, 121 Reykjavík. Tíu lög
komast í úrslit. Þau fá öll sér-
stakar viðurkenningar og verð-
laun og verða gefin út á plötu.
1. verðlaun eru 200 þúsund
króna peningaverðlaun frá Kjöt-
miðstöðinni, 200 þúsund krónur
frá Vífílfelli til framleiðslu á
myndbandi við vinningslagið, 70
þúsund króna ferðavinningur frá
Veröld og verðlaunagripur eftir
ívar Þ. Bjömsson gullsmið.
Höfundum er heimilt að senda
fleiri en eitt lag í keppnina en
hámarkslengd laga er 4 mínútur.
Þau eiga að vera á snældu og
eitt lag á hverri. Textar skulu
vera á íslensku. Setja skal snæld-
una og textann í umslag sem
merkt er dulnefni. Annað umslag
með nafni, heimilisfangi og síma-
númeri höfundar skal vera merkt
sama dulnefni.
Ólafsvík:
Útför frii Hrefiiu
Bjarnadóttur
ólafevík.
Síðastlidinn laugardag var
gerð frá Ólafevikurkirkju útför
frú Hrefiiu Bjarnadóttur, for-
manns safnaðarstjómar Ólafe-
víkurkirkju, en hún lést 16. febr-
úar sl. eftir erfið veikindi, á 65.
aldursári.
Mjög Qölmennt, meira en hús-
fyllir, var við athöfnina, sem var
bæði fögur og virðuleg. Sóknar-
presturinn, sr. Friðrik J. Hjartar,
jarðsöng og kirkjukór Ólafsvíkur-
kirkju söng undir stjóm Elíasar
Davíðssonar organista, ásamt
Guðrúnu Tómasdóttur sópran-
söngkonu. Félagar í kirkjukómum,
konur og karlar, bám kistuna úr
kirkju, en Hrefna starfaði í áratugi
í kirkjukómum auk þess sem hún
var formaður safnaðarstjómar frá
1980 og starfaði einnig mikiða að
öðrum félagsmálum.
Ávann hún sér vinsældir í því
starfi, sem og öðru sem hún tók
sér fýrir hendur. Eftirlifandi eigin-
maður Hrefnu Bjamadóttur er
Ólafur Kristjánsson yfírverkstjóri.
- Helgi
Suomi-félagið:
Aðalfund-
ur og hátíð
AÐALFUNDUR félagsins verð-
ur haldinn í Norræna húsinu í
dag þriðjudaginn 28. febrúar
klukkan 20.00. Stundvislega.
Að aðalfundinum loknum, um
klukkan 20.30, hefst samkoma
sem félagið heldur í tilefni af
Kalevaladeginum.
Námskeið í
ferðalandaftræði
MENNTASKÓLINN í Kópavogi
efiiir til kvöldnámskeiðs í
ferðalandafræði 1. — 20, mars
nk. Á námskeiðinu verða kynnt-
ir helstu ferðamannastaðir og
ferðamannaleiðir á íslandi og
leiðbeint verður um upplýs-
ingamiðlun til ferðamanna.
Námskeiðið stendur yfir í 3 vik-
ur og verður kennt á mánu-
dag-, miðvikudags- og föstu-
dagskvöldum klukkan 19.00 —
22.00.
Við Menntaskólann í Kópavogi
hefur nú myndast vísir að ferða-
málaskóla þar sem kenndir eru
hinir margvíslegustu þættir ferða-
þjónustunnar s.s. saga ferðaþjón-
ustunnar, fræðilegar skilgreining-
ar um eðli ferðaþjónustunnar,
kynnt em lög og reglugerðir sem
gilda um ferðaþjónustu, kynntar
hinar ýmsu starfsgreinar og hin
margvíslegu áhrif ferðaþjónustu,
markaðssetning, mannleg sam-
skipti o.m.fl.
(Fréttatilkynning)
Meistaramót
taflfélags Sel-
tjarnarness
Meistaramót Taflfélags Sel-
Ijamarness hefet í kvöld,
þriðjudagskvöld, og fer fram í
Valhúsaskóla og verður teflt á
þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum.
Teflt verður bæði í opnum og
lokuðum flokki ef næg þátttaka
fæst.
Lokaskráning er á mótsstað í
kvöld, frá klukkan 19.00. Öllum
er heimil þátttaka og verða góð
verðlaun veitt.
Enginn verður
frægur af engu:
Sæfinnur með
sextán skó
í greininni Enginn verðurfræg-
ur af engu sem birtist síðastliðinn
sunnudag sagði að Þórður Guð-
mundsson húsráðandi í Glasgow
hefði ásamt bæjarfógeta haft um
það forgöngu að rusla- og féhaug-
ur Sæfínns var rofinn, árið 1890.
Anna Eiríkss, dótturdóttir Hall-
dórs Daníelssonar bæjarfógeta,
hafði samband við blaðamann og
tjáði honum, að bæjarfógetinn
hefði persónulega verið mjög mót-
fallinn þessu raski en ekki þótt
fært að standa gegn vilja húsráð-
anda.
Siglufiörður:
Loðnu landað
Si^lufirði.
HELGA H, Hólmaborg og Beit-
ir lönduðu hér loðnu i gær,
mánudag.
Þetta er fyrsta loðnulöndunin á
Siglufirði frá 23. janúar síðast-
liðnum. M.J.
Aðalfundur
Foreldrafélags
misþroska barna
FORELDRAFÉLAG misþroska
barna, heldur aðalfimd sinn í
dag, þriðjudaginn 28. febrúar
klukkan 20.30. í húsnæði Æf-
ingadeildar Kennaraháskóla
íslands á mótum Bólstaðarhlí-
ðar og Skipholts.
Á dagskrá verða öll venjuleg
aðalfundarstörf. Kosið verður í
stjóm og lagabreytingar verða
lagðar fyrir.
Félagsmenn em hvattir til að
mæta og nýir félagar em vel-
komnir.
Þormóður sýn-
ir í Djúpinu
SÝNINGU Þormóðs Karlssonar
í Gallerí Djúpinu, í kjallara veit-
ingahússins Hornsins, lýkur um
næstu helgi, laugardaginn 4.
mars. Á sýningunni eru mál-
verk unnin á árunum 1985-
1988.
Þormóður stundaði nám _ í
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands á ámnum 1976-1979 og við
San Fransisco Art Institute, San
Fransisco í Kalifomíu, árin 1983-
1988. Þar hlaut hann BfA gráðu
í málum 1986 og M£A gráðu í
málun 1988.
Allar myndir á sýningu Þor-
móðs em til sölu.