Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VZÐSKEPTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 P8 33 Útgáfa Ætlum að nýta okkur meðbyrinn - segir Helgi Magnússon ritstjóri Frjálsrar verslunar FIMMTÍU ár eru á þessu ári liðin frá því tímaritið Frjáls verslun hóf göngu sina. Tímarit þetta var upphaflega gefið út af Verslunar- mannafélagi Reyhjavíkur en var keypt af einkaaðilum árið 1967. Þar með var grunnurinn lagður að fyrirtækinu Frjálsu framtaki, sem í dag er orðið að stórveldi á timaritamarkaðinum, gefur út 15 tímarit, auk ýmissar annarrar starfsemi. Með þessum eigendaskiptum urðu lika miklar efiiisbreytingar á blaðinu og breyttist það úr því að vera málgagn verslunarstéttarinnar yfir i almennt tímarit um viðskiptalífið. Að sögn Helga Magnússonar, ritstjóra Fijálsrar versl- unar, hefur tímarit af þessu tagi miklu hlutverki að gegna í framti- ðinni. Ahugi fólks hefiir smám saman verið að færast í æ ríkara mæli frá stjórnmálum yfir til viðskiptalífsins og fyrirtækjanna sjálfra. Því verður, meðal annars þess vegna, áfram þörf á tímariti á borð við Fijálsa verslun sem umræðugrundvöll og umfjöllunarað- ila um viðskiptalífið. Segja má að hægt sé að skipta ævi Fijálsrar verslunar í tvennt. Fyrstu 28 árin var Fijáls verslun rekin af hugsjón en sem atvinnufyr- irtæki í einkaeign frá og með árinu 1967. Blaðinu var hleypt af stokk- unum á sínum tíma af Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, sem þá var félag bæði kaupmanna og laun- þega, og var málgagn ákveðinna hagsmuna. Það var hlynnt Sjálf- stæðisflokknum og fór ekki dult með það. Fyrir kosningarnar 1942 var opinberlega lýst yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn og kom jafnvel samvinna á milli Fijálsrar verslunar og Sjálfstæðisflokksins til álita á tímabili. Blaðið hafði hins vegar hom í síðu Framsóknar- flokksins og tók mjög ákveðna af- stöðu gegn haftastefnunni sem ríkti á áranum um og eftir stríð, m.a. gegn banni við innflutningi á jóla- tijám fyrir jólin 1947. Meginbreyting varð eins og áður sagði á útgáfu Fijálsrar verslunar árið 1967 þegar fyrirtækið Verslun- arútgáfan, sem var í eigu Jóhanns Briem, tók við henni. Þar með lauk ferli Fijálsrar verslunar sem mál- gagns og hefur megináherslan síðan verið lögð á að halda úti sem vönduðustu faglegu tímariti um verslun, viðskipti og atvinnulífið í sem breiðastri merkingu. Verslun- Veröld tekur í notkun nýtt tölvukerff Ferðamiðstöðin Veröld hefiir nú komið sér vel fyrir í nýjum húsakynnum í Austurstræti 1, 2. hæð og þar hefur verið mikið að gera síðan sumaráætlunin kom út 12. febrúar sl. Til að sölumenn Veraldar hafi allar upplýsingar við höndina og geti gefið viðskiptavinum upplýs- ingar fljótt og vel hefur Ferðamið- stöðin Veröld fest kaup á tölvu af gerðinni IJ3M System/36 ásamt hugbúnaði frá enska fyrirtækinu Osprey Computer Services. Sölu- menn Veraldar hafa einnig beina tengingu við bókunarkerfi Flugleiða og Arnarflugs. (Fréitatilkynning) arútgáfan varð síðar að Fijálsu framtaki, sem á áranum 1967-82 þróaðist í alvöra útgáfufyrirtæki. Á þessu tímabili fjölgaði tímaritunum úr einu, Fijálsri verslun, í 8 eða alls um 40 tölublöð á ári, auk hand- bókarinnar íslensk fyrirtæki. Í maí 1982 urðu eigendaskipti á Fijálsu framtaki eftir að fyrirtækið hafði átt í rekstrarerfiðleikum um skeið og tók Magnús Hreggviðsson við rekstrinum. Síðan hefur útgáfu- magnið enn haldið áfram að auk- ast, nánast þrefaldast. Tímaritun- um hefur fjölgað úr 8 í 15 og tölu- blöðunum úr 40 í 140 á ári og markaðshlutdeildin úr 40% í 65%. Þá hefur bæst við bókaútgáfa, gerð bæklinga og kynningarita fyrir fyr- irtæki og stofnanir, opnuð hefur verið bein markaðsdeild (direct marketing), fyrirtækið hefur stund- að umfangsmikil fasteignaviðskipti þ.e. byggingu,sölu og leigu fast- eigna og orðið framkvöðull í því hér á landi, með kaupum sínum á Smárahvammslandinu, að kaupa landssvæði og skipuleggja undir atvinnustarfsemi og íbúðir með endursöiu í huga. Að sögn Magnúsar Hreggviðs- sonar, stjórnarformanns Fijáls framtaks, eru breytingarnar sem hafa orðið á útgáfustarfseminni síðan hann tók við fyrirtækinu þrenns konar. í fyrsta lagi væri nú mun meira lagt upp úr vönduðu efni, í öðra lagi hefði litprentun stóraukist og í þriðja lagi væri margfalt meiri rækt lögð við útlits- hönnun tímaritanna. „Það er athyglisvert að á þessu tímabili hefur hin svo kallað fjöl- miðlabylting gengið yfir, íjölmiðlum af öllu tagi hefur fjölgað, en lestur tímarita hefur engu að síður auk- ist,“ sagði Magnús. Stundum heyrð- ist sú gagnrýni að Fijálst framtak gefi út of mörg tímarit og sé með of stórt hlutfall af markaðinum. Blöð Fijáls framtaks væru hins vegar algjörlega sjálfstæð og mikil innbyrðis samkeppni milli þeirra 15 blaða sem fyrirtækið gefur út. Því má ekki heldur gleyma að þau væru einnig í harðri samkeppni við erlend tímarit, sem hafa mjög sterka vígstöðu vegna hinnar miklu útbreiðslu sinnar, og þau era einnig í samkeppni við flesta aðra fjöl- miðla á Islandi. „íslendingar eru mjög kröfuharð- ur neytendahópur, þeir sætta sig ekki við neitt nema hið besta. Við mætum þessum kröfum en það er að sjálfsögðu vandkvæðum bundið vegna smæðar markaðarins. Tíma- rit eins'og Frjáis verslun; 'sem ‘kerfi- * Morgunblaðið/Ámi Sæberg AFMÆLI Helgi Magnússon, ritstjóri Fijálsar verslunar, og Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Frjáls framtaks. Á innfelldu myndinni er forsíða afmælisblaðs Fijálsar verslunar sem út kom fyrir skömmu. GAUUP-KÖNNUH FYRIR FRiÁLSA VERSLUN UM V10H0RFIII ISUNSIfflS FYSIRTÆKJA: SOL VINSÆLAST — SÍS ÓVINSÆLAST KmKaxmxBtm’WKmsxmmxxmm. ur út 12 sinnum á ári, hefur einung- is á að skipa 5-10% af þeim mann- skap, sem er talið eðlilegt úti í heimi. Kröfurnar um gæði era samt sem áður svipaðar." Þeir eru að hans mati fáir sem gera sér grein fyrir því hvað tímaritaútgáfunni er sniðinn þröngur stakkur hér á landi. Á síðastiiðnu hausti var Fijáls verslun sameinuð tveimur öðram tímaritum Fijáls framtaks, Iðnaðar- blaðinu og Viðskipta- og tölvublað- inu, sem hafði eins og gefur að skilja miklar breytingar í för með sér. „Utbreiðsla blaðsins jókst vera- lega við þessa sameiningu og for- sendurnar fyrir vandaðri útgáfu, bæði hvað varðar efni og umgjörð, urðu mjög góðar,“ sagði Helgi Magnússon, ritstjóri. „Fijálsri versl- un var breytt í mánaðarrit en það teljum við vera mjög þýðingarmikið skref í þá átt að blaðið sé fastur liður hjá lesendahópnum, en hann samanstendur aðallega af stjórn- endum fyrirtækja, atvinnurekend- um, verslunarfólki, skrifstofufólki en einnig tölvuáhugamönnum og starfsfólki í iðnaði eftir að blöðin sameinuðust.“ Helgi sagði að lögð væri áhersla á að hafa efnið sem fjölbreyttast til að koma til móts við óskir lesendanna. Væri óhætt að segja að þessar breytingar hefðu fengið mjög góðar undirtektir og væra menn staðráðnir í að nýta þennan meðbyr til að efla blaðið enn frekar. Það væri eftirtektarvert að hans mati hvað umræða um viðskipti, fyrirtæki og atvinnulífið almennt hefði stóraukist í seinni tíð. Áhugi fjölmiðla og almennings hefði verið að beinast í vaxandi mæli frá stjórn- málum til fyrirtækjanna. Þessi breyting hefði verið mjög hröð á allra síðustu áram og það væri meðai annars vegna hennar sem þeir teldu að Fijáls verslun myndi hafa mikilvægu hlutverki að gegna sem umræðugrandvöllur og um- ijöllunaraðili um viðskiptalífíð. Fyrirtækin hefðu hins vegar ver- ið mismunandi undir þessa breyt- ingu búin. Þau hefðu þó aðlagað sig hratt að þessum breyttu tímum og opnað sig fyrir kröfum upplýS^ ingaþjóðfélagsins. Æ fleiri fyrir- tæki héldu nú opna aðalfundi, fyrir- tækjablöð birtu upplýsingar og árs- reikningar væra birtir opinberlega svo eitthvað væri nefiit. Þetta mætti meðal annars sjá á því að í meira en áratug hefði Fijáls verslun birt lista yfir hundrað stærstu fyrir- tækin á landinu og hefði í upphafi oft gengið treglega að fá upplýsing- ar sem nú væra öllum aðgengileg- ar. Heyrði það nú til algjörra undan- tekninga ef fyrirtæki véki sér undan því að vera með. Vor-.og suma Aftur til 6. áratL fylgir tískunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.