Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
47
Upp undir 100 manns bíða
flugs frá Egilsstöðum
Á Fljótsdalshéraði var hið
versta veður er lfða tók á sunnu-
dag og kyngdi niður miklum snjó.
Rafmagnstruflanir urðu víða á
svæðinu og unnu starfsmenn Ra-
rik að því alla aðfaranótt mánu-
dags og í gær að koma rafmagni
á aftur. Fokker-vél Flugleiða sem
kom í áætlunarflugi til Egilsstaða
á sunnudagsmorgni lokaðist þar
inni og er þar enn. í gær var búist
við því að allir vegir á Héraði
væru ófærir en starfsmenn Vega-
gerðarinnar héldu að sér höndum
við snjómokstur vegna veðurs og
skyggnis sem var afleitt. Innan-
bæjar á Egilsstöðum var einungis
fært fyrir vel búna jeppa og stóra
Neskaupstaður:
Snjóflóðavakt en
ekki mikil hætta
Neskaupstað.
SNJÓFLÓÐAVAKT var sett á í
Neskaupstað eftir hádegi f gær
en almannavarnanefhd telur þó
ekki mikla hættu á ferðum. Þjóð-
vegir eru ófærir en aðalleiðir inn-
anbæjar voru velfærar f gær þrátt
fyrir harðan norðaustanbyl.
Rúta á leið með blakmenn úr
Reykjavík lenti í hrakningum. Far-
þegar reyndu að moka sig í gegnum
skafl við Kambanesskriður en urðu
frá að hverfa og biðu af sér veður á
Stöðvarfirði.
Vegagerðarmenn á Reyðarfirði
reyndi að opna veginn til Eskifjarðar
en urðu frá að hverfa vegna veðurs.
Ágúst
bíla, mokstur lá þá niðri fram eft-
ir degi.
Það sem af er vetri hefur verið
óvenju snjólétt á Fljótsdalshéraði.
Nú um helgina var hins vegar breyt-
ing á, þá gekk hið versta veður og
hvassviðri með mikilli snjókomu.
Vegir lokuðust strax og í gær hélt
Vegagerðin einungis opinni leiðinni
á milli Egilsstaða og Fellabæjar.
Annar mokstur lá niðri. Búist var
við að allar leiðir út frá Egilsstöðum
væru algjörlega ófærar en sökum
veðurosfa var ástand þeirra lítið
kannað.
Ekkert hefur verið flogið til Egils-
staða frá því á súnnudagsmorgun.
Þá lenti ein vél frá Flugleiðum og
hefur hún ekki komist burt síðan.
Nú bíða upp undir 100 manns flugs
frá Egilsstöðum. Rafmagnslaust hef-
ur orðið víða á Héraði og hafa starfs-
menn Rarik unnið sleitulaust frá því
á sunnudag að viðgerðum, en sam-
sláttur lína og ísing hefur gert þeim
erfítt um vik.
Síðdegis í gær gekk veðrið heidur
niður og þá voru aðalleiðir um bæinn
ruddar. Skólahald grunnskólanna lá
að mestu niðri og veruleg truflun
varð á starfsemi margra fyrirtækja
vegna þess að starfsfólki gekk illa
að komast til vinnu í gærmorgun.
— Björn.
Þingeyri:
Elstu menn ninna vart
annað eins veðurfar
Þingeyri.
MENN ERU að verða þreyttir á sífelldri snjókomu, illviðri og ófærð
á Þingeyri og er þó mikil veðursæld hér miðað við norðar á Vest-
Qörðum. Muna elstu menn vart annað eins veðurfar og verið hefur
sl. 2—3 mánuði.
Snjóalög eru nú slík að fara þarf
langt aftur í tímann til að fá saman-
burð. Starfsmenn vegagerðarinnar
og Orkubús Vestfjarða fá líka svo
sannarlega að finna fyrir því þessa
dagana.
Snjóruðningsmenn mega oft kall-
ast góðir að komast heim til sín að
kvöldi og sýnist að til lítils sé barist
við snjóinn. Samkvæmt upplýsingum
Sigurðar Þ. Gunnarssonar, rafgæslu-
manns á Þingeyri, hefur spennan
Bolungarvík:
Slysavarnasveit-
in Ernir kölluð út
Bolimgarvik.
NORÐANÁHLAUP hefiir staðið
hér frá þvi á fostudagskvöld með
miklu fannfergi og hefur kyngt
niður miklum snjó, þannig að
allar götur bæjarins voru ófærar
Sigluflörður:
Loftleiðin
ein farin
Siglufirði.
VEGURINN frá Siglufirði hef-
ur verið lokaður frá þvi á laugar-
dag. Talsverður þæfingur er á
sumum götum innanbæjar en þó
er velfært góðum bílum. Arnar-
flug flaug hingað um hádegi i
gær.
Síðdegis í gær var komin norð-
austan gola eða kaldi; snjóflóða-
hætta er varla teljandi meðan þetta
veður helst en miklar fannir hefur
skafíð í giljum. Hér varð rafmagns-
laust í um hálftíma í hádeginu á
sunnudag vegna bilunar í Skeiðs-
fossvirkjun.
MJ
alla helgina, þar til í dag, að
veðrinu hefur slotað og starfs-
menn bæjarins hafa rennt siyór-
uðningstækjum sinum i gegnum
flestar götur.
En það er ljóst að mikil vinna
er eftir við að hreinsa bæinn. Slysa-
vamasveitin Emir var kölluð út á
föstudagskvöld til að aðstoða 2
menn sem sátu fastir í bíl í utan-
verðri Óshlíð og var þeim komið til
byggða án nokkurra vandræða.
Að öðru leyti voru liðsmenn sveit-
arinnar í viðbragðsstöðu alla helg-
ina. Liðsmenn slökkviliðsins fóru á
stjá á sunnudagsmorgun til að
kanna hvaða möguleikar væm á
því að bregðast við ef eldur yrði
laus.
Allt skemmtanahald lagðist af.
Árshátíð kvenfélagsins var fyrir-
huguð á laugardagskvöld og Leik-
félagið hugðist hafa 2 sýningar á
leikriti sínu á sunnudeginum. Kven-
félagshátíðinni hefur verið frestað
fram á föstudag nk. og leikfélags-
fólkið vonast til að geta sýnt leikrit-
ið um næstu helgi.
Óshlíðarvegur var ruddur í morg-
un og að sögn starfsmanna Vega-
gerðarinnar á ísafirði tók um 6 tíma
að opna leiðina og höfðu fallið um
15-16 snjóflóð á veginn.
-Gunnar
farið samtals 11 sinnum af raflínu
frá Mjólkárvirkjun það sem af er
febrúar.
Það sem bjargar í slíkum tilvikum
eru dísilvélar, svokallaðar varaafl-
stöðvar sem Orkubúið hefur staðsett-
ar á Þingeyri. Þó verður sveitafólkið
oft að bíða lengur eftir varaaflinu
vegna þess að vélamar ráða ekki við
allt svæðið í einu.
Auk þess er í flestum tilfellum
aðeins einn starfsmaður Orkubús
Vestfjarða staðsettur hér á svæðinu
og hefur hann í mörg hom að líta
þegar rafmagnið dettur út, jafn oft
og verið hefur undanfarið. Þó má
þess geta að óvíða á Vestfjörðum er
jafnmikið og vel mokaðar götur í
plássinu.
I Auðkúluhreppi hafa skólaböm
frá tveimur bæjum ékki komist í
skóla í fímm vikur vegna ófærðar
og snjóflóða á veginum milli Hjall-
kársheiðar og Hrafnseyrar og skóli
hefur fallið æði oft niður á Þingeyri
vegna ótryggs rafmagns og kulda i
skólanum.
- Hulda
Morgunblaöið/Helgi Ólafsson.
V
Húsin á kafí ísnjó
Raufarhöfn.
SNJÓRINN náði upp fyrir
tveggja hæða hús á Raufarhöfii
eftir norðvestan hrið og skaf-
renning hér á dögunum. Mesti
snjórinn er við hús sem standa
undir Nónási. Á annarri mynd-
inni sjást unglingar á skíðum
ofan á bílskúr. Var þó búið að
moka einu sinni stórum skafli
ofán af skúrnum en í honum
eru brotnir fimm þakbitar eflir
þyngslin. Á hinni myndinni sést
Magnús Jónsson moka tröpp-
urnar á húsi sínu en það fór á
kaf í bókstaflegri merkinu.
Magnús fékk hjálp við að moka
snjónum af þakinu og því mesta
frá húsinu. Helgi
Suðurland:
Færð er erfið í upp-
sveitum Arnessýslu
Selfossi.
VEÐUR VAR mjög gott á Suður-
landi um helgina og færð eftir
þvi. Aðfaranótt mánudags
hvessti og skafrenningur spillti
færð í uppsveitum Árnessýslu og
á Mýrdalssandi.
Fyrirhugað var að moka veginn
yfír Hellisheiði, sem hefur verið lok-
aður undanfarnar vikur, en vegna
mikils skafrennings þar á mánu-
dagsmorgun var horfíð frá því.
I Vík í Mýrdal var 6 stiga hiti
og sól um helgina og á mánudag
var hitinn 5 stig og farið að taka
í brekkur, eins og Jón Valmundsson
vegaverksjóri orðaði það. Færð um
Mýrdalssand var erfíð litlum bflum
sökum skafrennings, en annars létu
menn vel af færðinni.
— Sig. Jóns.
Metsölublad á hverpm degi!
Hafa Royal
baðinnréttingar
Margar nýjar gerðir.
Sendum í póstkröfu.
PowMsen
Sudurlandsbraut 10, sími 68 64 99
TILBOÐ
HAMAX
SNJÓÞOTUR
995.-
Kr.
Æmmm
AIIKLIG4RDUR