Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28, ^BffÚAR ,19fi9 Steinar Þórhalls- son - Minningarorð Fæddur 21. nóvember 1936 Dáinn 19. febrúar 1989 Langt er síðan léttum skrefum lékst þú bam við flæðarmál. Skemmtir þér við skel og bobba skyggndist eftir sfli og ál. (Ö.A.) Hann Steinar hefur varla verið nema svona 5-6 ára þegar ég sá hann fyrst. Hraustlegur, ljóshærður hnokki með hrokkna lokka, kátur og léttur í lund. Frá bemskuheimili hans var stutt í fjöruna og mátti segja að þar væri leikvöllurinn. Hvenær sem færi gafst var hlaupið að sjónum. Þar voru viðfangsefnin óþijótandi og hægt að láta gerast ævintýri. Það var hafíð sem heillaði. Hann var ekki hár í lofti þegar hann byij- aði að fara á sjóinn með föður sínum og bræðrum. Þá strax mun hann hafa tekið sjávarbakteríuna. Upp úr fermingaraldri sótti hann fast eftir að kynnast alvöru sjó- mennsku. Hann var aðeins 16 ára gamall þegar hann fór fyrst á vetr- arvertíð og þá á fískibát frá Skaga- strönd. Eftir það var teningnum kastað. Sædrottningin hafði rétt honum hönd sína til fulls. Næst lá leið hans á flutningaskip og sigldi hann þá til hafna í Evrópu og Ameríku. Þegar hann hætti þeim siglingum var hann ýmist á fiski- bátum eða togurum. Hann fór í Stýrimannaskólann og var eftir það stýrimaður eða skipstjóri á físki- skipum. Síðustu árin vann Steinar í landi og þá alltaf við fískvinnslu og netagerð. + Bróðir okkar, GUÐNI GUÐMUNDSSON, Aðalgötu 23, Súgandaflrði, varð bráðkvaddur 26. febrúar. Systkinin. t Eiginkona mín, ELÍSABET G. HÁLFDÁNARDÓTTIR, dvalarheimillnu Hlfð, ísafirði, iést f sjúkrahúsi ísafjarðar þann 25. febrúar sl. Hinrik Guðmundsson. ir + Móðir okkar, GUÐRÚN B.JAKOBSDÓTTIR frá Látravfk, Freyjugötu 10, Reykjavfk, andaðist í Hafnarbúðum 25. þ.m. Börn hinnar látnu. + Eiginmaður minn og faðir, ANTON KRISTJÁNSSON, Brekkugötu 9, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 25. febrú- ar. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna Stefánsdóttir, Kristján Antonsson. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA ÁSMUNDSDÓTTIR, Funafold 35, verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Halldór J. Ólafsson, Jónfna Sigurðardóttir og barnabörn. kXVHÍt&JX&i. ■ rtTT -IÍ 'm' í H-wrn l. frMMAaHt.-irAr M'-fvaMLfU Ingileifur Steinar Þórhallsson eins og hann hét fullu nafni fædd- ist að Ánastöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Ólafar Ólafsdóttur og Þórhalls Jakobssonar sem þar bjuggu. Böm þeirra vom átta. Synimir voru sjö og ein dóttir. Ungur að ámm kvæntist Steinar Önnu Þóm Ólafsdóttur og áttu þau heimili í Reykjavík og á Akranesi. Þau slitu samvistum. Böm þeirra em fímm, Halldóra María, Þórhallur Steinar, Þröstur Sævar, Ólöf Ingibjörg og Jökull Már. Öll hafa þau stofnað heimili nema Jökull. Hann lauk stúdentsprófí í vor og vinnur við verslunarstörf. Bömunum hans Steinars þótti gott að koma að Ánastöðum til afa og ömmu. Þangað vom þau alltaf velkomin. Þar dvöldu þau oft lengri eða skemmri tíma. Lengst dvaldi Þórhallur þar. Síðari kona Steinars er Sólrún Leósdóttir ættuð frá Akranesi. Þau eiga eina dóttur, Ingu Lóu sem nú er á fermingaraldri. Bömum Sól- rúnar, Halldóri og Ásu Dóm, reynd- ist Steinar frábærlega vel. Þau áttu fallegt heimili á Fram- nesvegi 10 í Keflavík. Steinar var verklaginn maður og þau hjónin bæði semhent um að gera það sem vistlegast. Fyrir nokkmm ámm eignuðust þau sælureit í sumar- landi, það var bústaður á fallegum stað í Þjórsárdal. Þangað fóm þau hvenær sem tími var til og áttu þau þar ótaldar ánægjustundir. Þegar ég að leiðarlokum kveð mág minn Steinar Þórhallsson lang- ar mig til að lýsa aðdáun minni á því hve vel hann bar veikindi sín, sem vom löng og erfíð. Hann kvart- aði sjaldan eða aldrei og hafði jafn- vel gamanyrði á vömm þó sár- þjáður væri. Ég þakka honum samvemna á Ánastöðum og allar góðu stundim- ar. Síðast en ekki síst vil ég þakka fyrir dagana sem hann dvaldi þar með okkur sl. sumar. Þeir verða okkur ógleymanlegir. Steinar hefur nú verið lagður til hinstu hvíldar í Keflavíkurkirkju- garði. Mér kemur aftur í hug litli hnokkinn sem las úr bókinni sem hann fékk í jólagjöf, kvæði sem endaði á þessa leið Vakir á himni jólastjama vindur af hafi blés. Fallega syntu selimir við Suðumes. Aldraðri móður Steinars, eigin- konu, svo og ástvinum öllum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ég bið þeim blessunar guðs. Halldóra Kristinsdóttir Laugardaginn 25. febrúar var til moldar borinn í Keflavík mágur minn, Ingileifur Steinar Þórhallsson frá Ánastöðum á Vatnsnesi, Vest- ur-Húnavatnssýslu. Hann andaðist á sjúkrahúsinu í Keflavík sunnu- daginn 19. febrúar, langt um aldur fram. Þeir sem til þekktu höfðu að vísu búist við þessu um nokkurt skeið, en andlátsfregn góðs vinar hittir mann alltaf jafn sárt og mis- kunnarlaust. Steinar, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist að Ánastöðum 21. nóvember 1936. Hann var þriðji yngstur af átta bömum hjónanna Ólafar Ólafsdóttur og Þórhalls Jak- obssonar. Nú lifa sex af bömum þeirra hjóna, því fyrir ellefu árum lést annar sonur þeirra, Jón Þór, sem var kvæntur þeirri er þetta skrifar. Þórhallur lést fyrir nokkr- um ámm, en Ólöf fylgir nú öðmm syni sínum hinstu sporin. Steinar kvæntist Önnu Olafs- dóttur og áttu þau fímm böm, Halldóm, Þórhall, Þröst, Ólöfu og Jökul. Þau em öll uppkomin. Stein- ar og Anna slitu samvistum. Steinar kvæntist síðar Sólrúnu Leósdóttur, er lifír mann sinn, og áttu þau eina dóttur, Ingu Lóu, sem á að fermast í vor. Hjá þeim ólust einnig upp tvö böm Sólrúnar, Ása Dóra og Halldór. Fyrstu kjmni mín af tilvonandi tengdaíjölskyldu minni vom einmitt þegar ég kom í heimsókn til Stein- ars og Ónnu. Þar átti ég líka að hitta tengdaforeldra mína í fyrsta skipti. Ég verð að viðurkenna að nokkum kvíða bar ég í bijósti. En það var óþarfí, því mér var tekið opnum örmum, með hlýju og gleði, svo það var eins og verið væri að Minning: Hulda L. Blöndal Magnúsdóttir Fædd 17. ágúst 1907 Dáin 16. febrúar 1989 í dag, þriðjudag, fer fram frá Fossvogskirkju útför Huldu Líneyj- ar Blöndal Magnúsdóttur. Hulda fæddist í Stykkishólmi 17. ágúst 1907 dóttir hjónanna Magnúsar Benedikts Blöndals hreppstjóra og konuhans, Guðnýjar Bjömsdóttur, ættaðri frá Reynikeldu á Skaga- strönd. 7. júní 1930 gekk Hulda að eiga ísleif Helga Sigurðsson, trésmíðameistara, fæddan að Gróu- bæ á Eyrarþakka, 13. maí 1906. Þau eignuðust 5 böm sem em: Ema, verslunarkona í Kópavogi, gift Halldóri Valgeirssyni, endur- skoðanda; Haukur Ormar, fæddur 9. febrúar 1938, dáinn 11. júní 1940; Óskírður sonur fæddur 21. ágúst 1941, dáinn 23. ágúst 1941; Magnús Sigurður, trésmiður og bóndi að Múla í Kollafírði, Austur- t Ástkær eiginmaöur minn, faðir, bróðir og mágur, HAFSTEINN BERGMANN JÓNSSON, lóst að kvöldi 26. febrúar í Borgarspítalanum. Útförin auglýst síöar. Kristín Eide, Elfn Agnes, Fanney Jónsdóttlr, Sigurður Angantýsson, Agnes Jónsdóttir, Svava Jónsdóttir, Soffia Jónsdóttlr. t Faðir okkar, SVEINN E. SVEINSSON Hrafnistu, Reykjavfk lóst 25. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Elfsabet Sveinsdóttir, Hulda Sveinsdóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Guðbjörn Sveinsson. Legsteinar HARGAR GERÐIR Mamorex/Granít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður taka á móti gömlum og góðum vini, og átti Steinar ekki hvað síst sinn þátt í því. Og þannig var það allt- af, fyrr og síðar, er ég kom á hans heimili. Ég hafði það alitaf á tilfínn- ingunni að hann gleddist innilega, og við væmm svo hjartanlega vel- komin þegar við komum. Alltaf var nóg til að tala um. Þar skorti aldr- ei umræðuefni, það var hægt að tala við Steinar um allt milli himins og jarðar. Þó held ég að allt er að sjó og fískveiðum laut hafi verið honum hvað hugstæðast, enda stundaði hann sjómennsku um langt skeið. Steinar var að eðlisfari léttljmdur og glaðvær, og átti auðvelt með að taka spaugi og spauga, ekki hvað sfst um það er hann sjálfan varð- aði. Ekki er mér gmnlaust um að þessi glaðværð væri líka hans að- ferð til að lejma viðkvæmni og sár- indum, sem hann fór ekki varhluta af í lífinu, frekar en aðrir, en menn bera með svo misjöfnum hætti. Hann var ekki einn af þeim sem bera tilfínningar sínar á borð fyrir fjöldann, en hlýju átti hann í ríkum mæli. Það fékk ég að rejma, þegar ég átti sjálf í erfíðleikum og fyrir það vil ég þakka. Með Steinari er genginn heiðar- legur og góður drengur. Hann var alla tíð starfssamur og samvisku- samur, og rejmdi raunar að vinna þó heilsan leyfði það ekki lengur. Það er ávinningur fyrir þjóðfélag að eiga þegna sem vilja vinna, og vinna vel, og það er ávinningur hveijum manni að kjmnast heiðar- legum og góðum dreng. Megi Stein- ar hvíla í Guðs friði. Elsku Ólöf mín, Sólrún og þið öll hin, sem berið þyngstan harm í bijósti, fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Sigurlaug Guðmundsdóttir Barðastrandarsýslu, kvæntur Ingrid Isafold Oddsdóttur fæddri í Danmörku; Sesselja Guðný, versl- unarmaður, gift Stefáni Jónssjmi, vélvirkja. Afkomendur Huldu og Helga eru nú 13 bamaböm og 5 langömmuböm. Arið 1969, nánar tiltekið 18. apríl, missti Hulda mann sinn eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hulda var þá ein eftir í heimili. Öll bömin búin að stofha sitt eigið heimili og flogin úr hreiðrinu. Þá kom sér vel að hafa lundina henn- ar. Hulda var vel af guði gerð, hún var bæði félagslynd og létt var lund- in. Gestrisin með afbrigðum og skemmtileg heim að sækja. Hún valdi sér því stárf eftir því og tók að sér að annast þroskaheft börn svo mæðumar gætu fengið dag í hvíld. Þessi böm átti Hulda til að kalla bömin sín. Þegar því lauk sneri hún sér að gamla fólkinu og reyndar öllum sem hún frétti um erfíðleika hjá. Við emm öll á sömu Ieiðinni enda urðum við vör við það þegar Hulda varð fyrir því óhappi að fótbrotna og var kominn einn daginn á Elliheimilið Kumbaravog, þar sem annast var um hana. Enn var lundin létt, og kátt í kringum hana. En nú byijaði stríðið sem engin vinnur, Hulda fékk slag. Síðan hefur hún verið á Borg- arspítalanum þar til að hún Iést fímmtudaginn 16. febrúar. Við er- um einum samferðamanninum fá- tækari. Blessuð sé minning Huldu Líneyjar Blöndal. Valgeir Þórður Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.