Morgunblaðið - 28.02.1989, Side 15

Morgunblaðið - 28.02.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1989 15 WANG Nýr heimur opnast með VÍÐTÆKNI Meö VÍÐTÆKNI -kerfinu frá WANG opnast nýjar víddir. Nýir möguleikartil þess að skipuleggja vinnu sína og hugsanir, senda niðurstöðuna ti! annarra og fá skjót viðbrögð frá þeim. Vl'ÐTÆKNI - kerfið er eins konar tölvuskrifborð með þeim tækjum sem notuð eru við skrifstofustörf, allt frá heftara og penna til prentara og telefax. Grunnurinn er EINMENNINGSTÖLVA. Nýjungin í VÍÐTÆKNI felst í því, að hún gerir kleift • að taka gögn af skjá, disklingi eða pappír, jafnt myndir sem texta og bæta inn handskrifuðum, vélrituðum og töluðum upplýsingum. • að stjórna aðgerðum með því að benda einfaldlega á viðeigandi reiti á handhægri stjórnplötu með sérstökum blýanti og skrifa með honum á plötuna. • að tala skýringar og athugasemdir inn á blöð og skjöl og senda talið með tölvupósti í annan Víðtæknibúnað. • að geyma skjöl og gögn með tali, fletta þeim og hefta þau saman. Hverjum nýtist VIÐTÆKNI og við hvað? VÍÐTÆKNI-kerfið nýtist I meðalstórum og stórum fyrirtækjum og stofnunum. Það hentar t.d. vel við að flýta vinnu við áætlanir, hönnun, innkaup og mat á valkostum, umsóknum o.m.fl. Einnig við samninga, frágang og ákvarðanatöku svo dæmi séu nefnd. Aukin afköst með notkun kerfisins fást með skjótari og skýrari samskiptum þeirra sem málið varðar og tengjast kerfinu. Hvort sem þau eru innanhúss eða notað er símasamband til að flytja boðin lengra. WANG Láttu drauminn rætast með VÍÐTÆKNI Með VÍÐTÆKNI-kerfinu rætist draumurinn um auðvelda notkun og jafnframt fjölbreytta. Hér er ný upplýsinga-, sköpunar- og samskiptatækni gerð svo einföld að það er bamaleikur að tileinka sér hana. Fjölbreytnin feist svo í því að við notum hana ýmist með því að rita á tölvuborð, skrifa á stjórnplötu eða benda á reiti á henni eða tala eins og í síma og við getum skannað myndir og texta sem koma til nota á skjánum; allt eftir því sem okkur og viðfangsefninu hentar. Tv' SW"”* f, *j£ pat SV"'let°9' . •sS**5 HEIMILISTÆKI HF. TÖLVUDEILD, SÆTÚNI 8 - SÍMI: 91 -69 15 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.