Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 22
PO
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1989
Pólland:
Boða hertar aðg'erðir
gegn námsmönnum
Varsjá. Reuter.
PÓLSKA ríkisstjórnin hefiir
ákveðið að grípa til harðra að-
Svíþjóð:
Banna sölu
á alkalí-
rafhlöðum
Stokkhólmi. Reuter.
SVIAR hafa ákveðið að banna
notkun rafhlaða sem innihalda
alkali frá og með 1. janúar 1990.
Sænska umhverfisráðuneytið
greindi frá þvi að bannið næði
yfir þær rafhlöður sem innihalda
meira en 0.025% af kvikasilfri
og kadmium, en það er næstum
90% allra rafiilaða sem nú eru
notkun í Svíþjóð.
Áður en lögin taka gildi verða
rafhlöður sem notaðar eru á heimil-
um merktar tákni sem sýnir að þær
eru skaðlegar umhverfínu.
Náttúruvemdarráð Sviþjóðar
komst að þeirri niðurstöðu árið
1986 að 6 tonn af kvikasilfri og
15-20 tonn af kadmíum úr ónýtum
rafhlöðum menga umhverfið á ári
hverju.
gerða til að stemma stigu við
mótmælum námsmanna sem
beinast gegn kommúnista-
stjórninni. Til átaka kom í borg-
inni Kraká á föstudag er lög-
regla beitti táragasi gegn ung-
mennum sem dreifðu and-
kommúniskum áróðursritum og
létu ófriðlega. 39 lögreglumenn
slösuðust í átökunum og 24 ung-
menni voru tekin höndum.
Átökin eru þau alvarlegustu í
Póllandi frá því í maí á siðasta
ári þegar lögreglan leysti upp
verkföll sem Samstaða, hið
ólöglega verkalýðsfélag, hvatti
til.
Fúlltrúar stjómvalda og Sam-
stöðu fordæmdu óeirðimar og
sögðu að þær væru tilraun til að
hindra viðræður á milli þessara
aðila sem hófust 6. febrúar síðast-
liðinn.
„Það mun hafa geigvænlegar
afleiðingar fyrir framtíð landsins
og þá sem stóðu að þessum óeirð-
um ef áætlanir um róttækar um-
bætur í Póllandi renna út í
sandinn," sagði í yfírlýsingu ríkis-
stjómarinnar.
Tveir róttækir hópar náms-
manna, Bandalag um sjálfstæði
Póllands og Samtök ungra bar-
áttumanna, stóðu fyrir mótmælun-
um í Kraká. Samtökin hafa deilt
á fulltrúa Samstöðu fyrir að taka
þátt í hringborðsumræðunum.
UTSALA - UTSALA
Peysur, blússur, pils.
Stórnúmer.
20-50% afsláttur.
Glugginn,
Laugavegi 40,
Kúnsthúsinu.
Sálfræðistööin
Námskeið
Sjálf sþekking - Sjálfsöryggi
Á námskeiöinu kynnast þátttakendur:
• Hvaða persónulegan stíl þeir hafa I samskiptum
• Hvernig má greina og skilja samskipti
• Hvernig ráða má við gagnrýni
• Hvernig finna má lausnir í árekstrum
• Hvemig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi
Leiðbeinendur
eru
sálfræðingarnir
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal.
wékm.. Innritun og nánari upplýsingar
í í símum Sálfræðistöðvarinnar: | VISÁ
62 30 75 og 21110 kl. 11-12.
Samtökin eru fámenn og njóta
ekki stuðnings Lechs Walesa, leið-
toga Samstöðu. Þau beijast gegn
kommúnisma og vilja uppræta
sovésk áhrif í Póllandi.
Lögreglan handtók 20 félaga
úr and-kommúnískum samtökum
þegar þeir voru á leið til ólöglegs
fundar í bænum Jastrzebie, að
sögn stjórnarandstæðinga. Þeir
sögðu að um 100 manns hefðu
safnast saman í kirkju í bænum
til að mótmæla viðræðum Sam-
stöðu og ríkisstjómarinnar.
Bandaríkin:
Reuter
John Tower með fréttamenn á hælunum eftir að hann hét að bragða
ekki áfengi í embætti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Öldunga-
deild Bandaríkjaþings tekur afstöðu til þess í vikunni hvort Tower
getur talist hæfúr ráðherra.
Heitir því að bragða
ekki áfengi í embætti
Sam Nunn herðir róðurinn gegn útnefningu Towers
Washington. Reuter.
JOHN Tower, sem George Bush
Bandaríkjaforseti hefur útnefiit
til embættis varnarmálaráð-
herra, hét því á sunnudag að
bragða ekki áfengi í starfi. Her-
málanefiid öldungadeildar
Bandaríkjaþings mælti með því
á fimmtudag eftir ítarlega rann-
sókn á ferli Towers að þingið
neytti réttar síns og hafiiaði hon-
um.
I samtali við ABC-sjónvarpsstöð-
ina sór Tower og sárt við lagði að
á meðan hann gegndi starfí vamar-
málaráðherra myndi hann ekki
bragða áfengi. Tower, sem er
tvískilinn, var spurður hvort hann
myndi bregðast við ásökunum um
kvennafar á sama hátt. Hann sagð-
ist ekki geta lofað slíku því hann
væri einhleypur. Kvennafar væri
teygjanlegt hugtak og hann væri
ekki reiðubúinn að hætta að hitta
kvenfólk. Tower, sem er 63 ára
gamall, las einnig yfírlýsingu frá
lækni nokkrum í Texas sem fjar-
lægði á sínum tíma æxli úr ristli
Towers. Sagðist læknirinn ekki
hafa fundið nein líkamleg merki
óhóflegrar áfengisneyslu hjá sjúkl-
ingi sínum. Tower vlðurkenndi í
samtalinu við ABC-sjónvarpsstöðin
að hafa átt við áfengisvanda að
stríða á áttunda áratugnum. Nú
drykki hann hins vegar ekki nema
léttvín með mat og sterkra drykkja
hefði hann ekki neytt í 12 ár.
Öldungadeildarþingmaðurinn
Sam Nunn sem hvað harðast hefur
barist gegn útnefningu Towers
bætti um betur á sunnudag. Nunn
sakaði Tower um siðferðisbrot er
hann seldi vopnaframleiðendum
sérþekkingu sem hann öðlaðist sem
samningamaður Bandaríkjastjómar
í START-viðræðunum í Genf árið
1985. Tower segist hafa haldið sig
innan marka laganna þegar hann
„þáði greiðslu fyrir að leggja mat
á upplýsingar sem þegar voru á
allra vitorði."
Öldungadeildin tekur afstöðu til
útnefningar Towers á morgun, mið-
vikudag, og meira að segja starfs-
menn Hvíta hússins viðurkenna að
kraftaverk þurfi til að Tower hljóti
náð fyrir augum deildarinnar.
Demókratar með Sam Nunn í farar-
broddi eru með meirihluta í öld-
ungadeildinni. í dag hyggst fosetinn
hitta nokkra þingmenn demókrata
að máli til að reyna að snúa þeim
á sveif með Tower.
Ungveijaland:
VELA-TENGI
Allar gerðir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans.
Flans — í — flans.
Tengiö aldrei stál — í — stál,
hafiö eitthvaö mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring milli
tækja.
Allar stærðir fastar og frá-
tengjanlegar
Vesturgötu 16, sími 13280
Frjáls verkaiýðs-
samtök stofiiuð
Búdapest. Reuter.
FYRSTU frjálsu verkalýðssam-
tökin í valdatíð kommúnista í
Ungveijalandi voru stofiiuð í
Búdapest á laugardag. Fimm
hundruð manns sóttu stofii-
fúndinn. Áður höfðu ungverskir
menntamenn stofiiað nokkur
stéttarfélög.
Gyorgy Gyori er símvirki og
einn helsti hvatamaður að stofnun
samtakanna. Sagði hann að sam-
tökin er nefnast Samstaða verka-
manna ættu að gera Samstöðu i
Póllandi að fyrirmynd sinni. Full-
trúi samtaka vísindamanna, Pal
Forgacs, flutti nýju verkalýðssam-
tökunum kveðjur félaga sinna og
sagði í ávarpi sínu að 40 ára stjóm
kommúnista hefði leitt þjóðina á
óheillabraut. Landsmenn yrðu nú
að horfast í augu við allt það
versta sem kommúnistar hefðu
sagt að einkenndi ríki kapítalis-
mans; arðrán, verðbólgu og at-
vinnuleysi. Það hefði verið glæp-
samlegt að svipta verkalýðsfélögin
sjálfstæði sínu. „Verkalýðshreyf-
ingu, ríkisvaldi og stjómarflokki
var hrært saman í eitt. Verkamenn
hafa glatað trausti á [opinberu]
verkalýðsfélögunum og líta á þau
sem tæki skrifkeranna, er ekki
gagnist hagsmunum verka-
manna.“
Stjómvöld hafa ákveðið að leyfa
starfsemi annarra stjómmála-
flokka með vissum takmörkunum.
Reynt hefur verið að blása nýjum
lífsanda í tvo gamla stjórnmála-
flokka en nú virðist sem innbyrðis
deilur ætli að kæfa þær tilraunir
í fæðingu. Sjálfstæði smábænda-
flokkurinn hefur rekið fjóra af
frammámönnum sínum og Mihaly
Bihari, er rekinn var úr kommúni-
staflokknum fyrir skömmu og tal-
inn var líklegur leiðtogi flokks
sósíaldemókrata, hefur hætt af-
skiptum af fiokknum vegna deilna
um stefnuskrá. Stjómmálaský-
rendur höfðu talið líklegt að flokk-
urinn myndi, undir stjóm Biharis,
laða að sér aragrúa af óánægðum
liðsmönnum kommúnistaflokks-