Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 Falsaði ávísanir úr hefti vinkonu sinnar Stal úr sparibaukum barnanna TUTTUGU og fimm ára gömul stúlka var handtekin á ísafírði síðastliðinn miðvikudag vegna ávisanamisferlis sem upp kom á Akureyri I byrjun síðustu viku. Stúlkan, sem er Reykvíkingur, játaði við yfirheyrslu að hafa stolið ávísanahefti frá vinkonu sinni á Akureyri og falsað sextán ávísanir að upphæð frá kr. 2.000 til 15.000 hver ávísun. Stúlkan hafði flutt um stundarsakir norður í leit að atvinnu og bjó hún hjá þessari vinkonu sinni. Að sögn Daníels Snorrasonar Húsavík: Leiðin til Akureyr- ar lokuð Húsavík. VEÐUR hér hefur verið leiðinlegt nndanfArna daga. Hríð en þó ekk- ert a&pyrnu veður og i dag, mánudaginn 27. febrúar, hefiu* verið úrkomulaust á Húsavík. Sett hefur niður dálítinn snjó, þó ekki stórfenni finnst þeim sem komnir eru til ára sinna. Vestur undan hefur veðrið verið verra og svo vont á Víkurskarði að hætt var við mokstur þar í dag, svo að leiðin til Akureyrar er lokuð. Um Mývatnsheiði er fært, en Kísilvegurinn hefur ekki verið opn- aður vegna óveðurs á Hólasandi. Fært er hér austur um á jeppum og stórum bflum til Þórshafnar. Flugvöllurinn var orðinn ófær vegna snjóa þar til um hádegi í dag, að búið var að hreinsa hann. Kom fyrri vélin um nónbil og von er á annarri vél f kvöld. - Fréttaritari lögreglufulltrúa játaði hún auk þess að hafa stolið úr sparibaukum, sem börn vinkonunnar áttu. Síðastliðinn þriðjudag fór hún til ísafjarðar og var handtekin þar daginn eftir. Á ísafirði hafði hún falsað eina ávísun. Stúlkan var lát- in laus eftir að hafa játað brotin, en málið eru enn til meðferðar hjá rannsóknarlögreglunni á ísafírði. I byijun síðustu viku kom upp annað ávísanamisferli á Akureyri og vinnur rannsóknarlögreglan á Akureyri að rannsókn þess. Um er að ræða þijár falsaðar ávísanir, sem hver er að upphæð kr. 7.000. Tveir sextán ára piltar voru handteknir á Akureyri er þeir voru að bijótast inn í verslunarmiðstöð- ina Sunnuhlíð. Þeir voru að fara inn í myndbandaleigu, sem þar er til húsa. Vitni lét lögregluna vita og voru þeir handteknir á staðnum. Við fyrstu jrfirheyrslu þá um nóttina viðurkenndu piltamir þijú önnur innbrot í þessa sömu verslunarmið- stöð. í öllum tilfellum munu þeir hafa náð einhveiju af peningum og ávísunum, sem þeir síðan skiptu með því að falsa framsal.' Fullorðin kona var tekin fyrir búðarþjófnað í Hagkaupum á Akur- eyri. Að sögn Daníels takast oft sættir í slíkum málum en í þessu tiltekna máli mun deildarstjóri í Hagkaupum hafa kært konuna þeg- ar hún hafði stungið á sig vörum að verðmæti um kr. 10.000. Þijátíu og sex ára gamall Akur- eyringur, sem stunginn var í kvið í miðbæ Akureyrar um þarsíðustu helgi, hefur fengið að fara heim af sjúkrahúsi. Pilturinn sem stakk manninn hefur verið leystur úr gæsluvarðhaldi. Málið er fullrann- sakað og hefur verið sent ríkissak- sóknara. Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu: Orlofeferö til Spánar beint frá Akureyri 27-33 þúsund fyrir fjögurra vikna ferð Stéttarfélögin, sem tíl húsa eru í Alþýðuhúsinu á Akureyri, standa í vor í fyrsta sinn fyrir orlofeferð til sólarlanda fyrir fé- laga sína. Samningar tókust við Samvinnuferðir-Landsýn um ferð- ina og verður farið í beinu flugi með Boeing-vél Flugleiða frá Akureyrarflugvelli tii Benidorm á Spáni þann 4. aprfl nk. Á Benid- orm verður dvalið í Qórar vikur og verður lent aftur á Akureyrar- flugvelli þegar heim kemur þann 2. maí. Sævar Frímannsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar, sagði f samtali við Morgunblaðið að þetta væri í fyrsta sinn sem stéttarfélög- in á Akureyri stæðu fyrir slíkri ferð. Undirtektir hefðu verið mjög góðar og hefði selst upp í ferðina á örfáum dögum. Alls voru til ráðstöfunar 118 sæti, sem þegar er uppselt í. Fleiri manns munu vera á biðlista. „Við leituðum eftir tilboðum hjá ferðaskrifstofunum í slíka ferð, sem ætluð yrði ellilífeyrisþegum, ötyrkj- um og öðrum félagsmönnum. Eitt tilboð barst ffá Samvinnuferðum- Landsýn sem er að okkar mati mjög gott. Við höfðum þann háttinn á að ellilífeyrisþegar og öryrkjar sátu fyrir bókun í ákveðinn tíma. Að þeim tíma loknum var öðrum fé- lagsmönnum gefínn kostur á að Iáta skrá sig í þessa ferð,“ sagði Sævar. Sævar sagði þessa ferð vera nokkurs konar tilraun þar sem slík ferð hefði aldrei verið skipulögð áður á vegum félaganna. „Við vor- um vissulega frekar bjartsýnir í upphafi á að þetta myndi takast. Ljóst er að undirtektir hafa orðið í samræmi við væntingar okkar svo ég geri ráð fyrir áframhaldi á næsta orlofsári." Sævar sagði að fjögurra vikna ferðin kostaði 33.000 krónur fyrir manninn og í því væri innifa- lið flug og fbúðarhótel á Benidorm. Ellilífeyrisþegar og öryrlgar fengju 5.000 króna afslátt frá þessu. Ferð- in kostaði þá aðeins 27.000 krónur. Hann sagði að aukakostnaður væri enginn þó flogið sé til og frá Akur- eyri. Þau stéttarfélög, sem að þessum samningi standa, eru Verkalýðs- félagið Eining, Iðja, Félag málmiðn- aðarmanna, Verkstjórafélag Akur- eyrar, Félag verslunar- og skrif- stofufólks, Félag rafvirkja, Félag trésmiða, Sjómannafélag Eyjafjarð- ar, Skipstjórafélag Norðlendinga og Vélstjórafélag íslands. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stúlkumar sex sem kejppa um titilinn „Fegurðardrottning Norðurlands" era, frá vinstri, Brynja Þóranna Viðarsdóttir, Ásta Björk Matthíasdóttir, Ásta Birgisdóttir, Þórunn Guðlaugsdóttir, Guðrún Karitas Bjarnadóttir og Steinunn Geirsdóttir. Sex í keppni um falleg- ustu stúlku Norðurlands FYRSTA undankeppnin fyrir val á fegurðardrottningu íslands 1989 fer fram í Sjallanum á Akureyri næstkomandi fimmtu- dagskvöld. Sex stúlkur munu þá keppa um titilinn „Fegurðar- drottning Norðurlands". Jafnframt verður valin ljósmyndafyr- irsæta Norðurlands og stúlkurnar sex munu sjálfar velja vin- sælustu stúlkuna sín í milli. Inga Hafsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sjallans, sagði að æfingar fyrir keppnina hefðu gengið einstaklega vel og væru stúlkumar mjög samstilltar. Æfíngar hefðu hafíst í janúar eftir að þær höfðu verið valdar í keppnina. „Við reyndum mikið til að fá stúlkur sem víðast að af Norðurlandi en einhverra hluta vegna tókst ekki að fá stúlkur í keppnina úr næstu nágranna- byggðum Akureyrar. Keppendur eru því allir Akureyringar að þessu sinni," sagði Inga. Þorgerður Kristinsdóttir hefur séð um þjálfun stúlknanna. í öll- um undirbúningi hefur verið stflað upp á að hafa úrslitakvöld- ið sem glæsilegast að sögn Ingu. „Fegurðardísimar verða að sjálf- sögðu í aðalhlutverkunum þetta kvöld en auk þess verður boðið upp á ýmis önnur skemmtiat- riði.“ Kynnir verður Jóhann Steinsson. Húsið opnar kl. 19 og verður gestum boðið upp á for- drykk. Því næst verður borinn fram kvöldverður, sem samanst- endur af „Fegurð hafsins" í fo- rétt, nautafíle með sveppum og koníakspiparsósu í aðalrétt og eftirrétturinn er „Drottningar- tríó með regnbogasósu". Stúlk- umar koma fram í sundbolum og síðkjólum. Formaður dóm- nefndar verður Ólafur Laufdal veitingamaður. Aðrir í dómnefnd verða Erla Haraldsdóttir dans- kennari, Sigtryggur Sigtryggson fréttastjóri, Guðrún Jóhannsdótt- ir verslunareigandi á Akureyri og Karl Davíðsson gleraugna- smiður á Akureyri. Stúlkumar sex em Brynja Þóranna Viðarsdóttir, 18 ára. Hún stundar skrifstofutækninám hjá Tölvufræðslunni á Akureyri. Helstu áhugamál Brynju eru úti- vist, ferðalög, snjósleðaferðir og ballferðir svona af og til. Ásta Birgisdóttir er 19 ára starfs- stúlka í verslun. Hún hefur áhuga á allri útivem svo sem sund-, skíða- og fótboltaiðkun. Þómnn Guðlaugsdóttir, 18 ára nemi á verslunarbraut Verkmenntaskól- ans, hefur áhuga á ljósmyndun og heilsurækt. Hún stefnir á nám erlendis í framtíðinni. Ásta Björk Matthíasdóttir, 18 ára, stundar einnig nám á versl- unarbraut Verkmenntaskólans. Hún segist hafa áhuga á öllum íþróttum og æfir reglulega fót- bolta. Nú stefnir hún á stúdents- próf og síðan á nám erlendis. Steinunn Geirsdóttir 18 ára, stundar nám á Náttúmfræði- braut Menntaskólans á Akureyri. Hún æfir handbolta með meist- araflokki Þórs, auk þess sem hún segist fara á skíði og í sund. Hún hefur gaman af dýmm og á hund og hesta. Steinunn segist stefna á læknisfræði að afioknu stúd- entsprófí. Guðrún Karitas Bjamadóttir, 18 ára er nemi á verslunarbraut Verkmenntaskól- ans. Hún segist hafa gaman af allri útivist og ferðalögum auk bókalesturs og stefnir á við- skiptanám eftir stúdentspróf. Björk, Mývatnssveit: íslandsmót í vélsleðakeppni RiKrk Mývntnnflvpit. ^ “ Björk, Mývatnssveit. ÍSLANDSMÓT í vélsleða- keppni, Mývatn 1989, verður haldið hér í Mývatnssveit dag- ana 2.-5. mars. nk. Mótið hefet fimmtudaginn 2. mars með því að opnuð verður æfingabraut fyrir væntanlega keppendur. Þá verður einnig skráningu dag, klukkan 20.00 um kvöldið. Boðið verður upp á ferðir kunn- ugra með leiðsögn alla dagana. Föstudaginn 3. mars hefst ijallar- all kl. 13.30 og spyrnukeppni klukkan 16.00. Mótssetning verð- ur í Hótel Reynihlíð klukkan 21.00 um kvöldið. keppenda að verða lokið þann Laugardaginn 4. mars. verður keppni í alhliðabraut klukkan 11.00 og lokahóf í Skjóibrekku klukkan 20.00 um kvöldið. Þá verður borðhald og verðlaunaaf- hending, skemmtiatriði, mótsslit og dansleikur. Á sunnudaginn klukkan 11.00 verður síðan boðið upp á leiðsögn kunnugra. - Kristján,.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.