Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ BSRB vffl réttláta Á níu ára starfsferli HRAÐLESTRARSKÓLANS hafa nemendur að meðaltali þrefaldað lestrarhraða sinn og lesið með betri eftirtekt en þeir hafa áður vanist. Næsta hraðlestrarnámskeið hefst 15. mars nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn í hvers kyns les- efni skaltu skrá þig tímanlega á námskeiðið. • • Skráning öll kvöld kl. 20.00 - 22.00 í síma 641091. ■zsa HRAÐLESTRARSKÓLINN eítir Ogmund Jónasson Aðildarfélög BSRB komu saman í síðustu viku og ályktuðu um stefnumarkmið sín og leiðir að settu marki í komandi kjarasamningum og þegar til lengri tíma er litið. Varðandi komandi kjarasamn- inga er það samdóma álit allra að- ildarfélaga bandalagsins að höfuð- nauðsyn sé að fá þau kjör sem um í TAKT VIÐ TÍMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu: greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Við erum vió símann til Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri XCO hf., innflutn- ingur og útflutningur: „Ég hef stjórnað inn- og útflutningsfyrir- tæki í 15 ár og hef reynt hve það er mikilvægt að hafa fjölhæft og lipurt starfsfólk til að leysa þau víðtæku verk- efni sem fyrir liggja þar sem skjót og örugg vinnubrögð skipta miklu. Reynsla mín er sú að það er afar erfitt að fá fólk með slíka starfsreynslu. í fyrirtækinu eru tölvur mikið notaðar t.d. við tollskýrslugerð og vlð margvísleg önnur verkefni. Fyrir ári réði ég til starfa nýútskrifaðan skrifstofutækni frá Tölvufræðslunní og ég sé ekki eftir því. Reynsla mín af þessum starfsmanni er í einu orði sagt frábær og ég mæli ein- dregið með því að atvinnurekendur nýti sér menntun og færni þessa fólks. Tölvufræðslan semst rækilega tryggð og hefur forystu bandalagsins verið falið að ganga þegar í stað til viðræðna við stjórnvöld um leiðir til þess að auka og tryggja kaupmátt. Kaupmáttur- inn hefur rýmað ört upp á síðkast- ið vegna stjómvaldsaðgerða og er þolinmæði okkar nú að bresta. Einna nöturlegast við þróunina á Islandi síðustu ár er stóraukið tekj- umisrétti í landinu. Það á sér eflaust margar orsakir, bæði þær sem rekja má til stefnunnar í kaupgjaldsmál- um og í peningamálum. Geysilegir fjármunir hafa verið fluttir til í þjóð- félaginu um fjármagnskerfið og hafa sumir hagnast mikið á þessu en aðrir að sjálfsögðu þurft að borga brúsann því ekki hefur verð- mætasköpun verið aukin með þess- um hætti. Oft hefur því verið hald- ið fram að mikill launamismunur sé innbyggður í launakerfi verka- lýðssamtakanna og er vissulega mikið til í því. Hitt vegur þó þyngra, að þegar þessu launakerfi sleppir og markaðurinn tekur við, eykst misréttið til mikilla muna. Þetta hefur jafnan komið í ljós þegar kauptöxtum er haldið niðri. Þá hafa komið til sögunnar einstaklings- bundnar kauphækkanir, launaskrið, sem einkum tekjuhærra fólk hefur notið góðs af. Fólk á lágum kaup- taxta hefur setið eftir með sárt ennið. Fómarlömb lágtaxtastefnunnar eru því láglaunafólkið og ein höf- uðástæðan fyrir því að launamis- rétti hefur aukist á íslandi á síðustu árum er viðleitni til þess að halda kauptaxta i lágmarki. Sjálfum finnst mér, að það ætti að vera samtökum launamanna keppikefli að draga úr launamisrétti á launa- markaðinum bæði í launakerfinu sjálfu og með því að þrýsta á stjóm- völd um aðgerðir sem miða í þessa átt. Þegar rætt er um nauðsyn þess að halda uppi mannsæmandi kaup- taxta er þess enn að geta að við hann miðast ellilífeyrir og ýmsar tryggingagreiðslur og því mikið hagsmunamál að kauptaxtar séu í samræmi við veruleikann. Haustið 1984 var kaupmáttur kauptaxtans kominn niður á það stig að fólk ákvað að taka verk- fallsvopnið í sínar hendur. Á þessum tíma létu félagsmenn í BSRB gera auglýsingar fyrir sjónvarp þar sem einfaldlega var greint frá því hveij- ir kauptaxtar væru. Þessar auglýs- ingar sýndu veruleika sem stjóm- völd vildu ekki horfast í augu við og fór svo að útvarpsráð bannaði að þær yrðu fluttar. Ekki að undra að helst vilji menn bara tala saman í prósentum. í BSRB eru meðaldagvinnutekjur 55 þúsund krónur. Helmingur fé- lagsmanna er þar fyrir ofan og hinn helmingurinn fyrir neðan. Allt eru þetta lág laun og með öllu óviðun- andi. Lægstu launin eru auk þess smánarblettur í íslensku þjóðfélagi og hrein móðgun við fólk sem vinn- ur mikilvæg störf í samfélaginu. Þess vegna vill BSRB hækka kaup- taxtana en umfram allt auka kaup- mátt þeirra því að sjálfsögðu er það hann, sem skiptir höfuðmáli þegar upp er staðið. Og vissulega er það farsælast ef hægt er að semja um aukinn kaupmátt eftir leiðum, sem ekki eru beinlínis dýrtíðarhvetjandi. Þess vegna hefur BSRB lýst sig reiðubúið að ræða við stjómvöld í samvinnu við önnur samtök launa- fóks um leiðir til þess að bæta kaup- máttinn og lífskjör almenns launa- fólks svo sem með niðurfærslu á verðlagi nauðsynjavöru að ógleymdum fjármagnskostnaði. Það hefur margoft komið fram að til hans má að verulegu leyti rekja samdrátt og atvinnuleysi enda er það svo hjá mörgum fyrirtækjum að vaxta- og verðbótareikningurinn er miklu hærri en launareikningur- inn. Atvinnuleysi er nokkuð sem kemur öllum íslendingum við. í leið- ara Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag var bent á að þeir sem segja að hæfílegt atvinnuleysi sé æskilegt trúi því ekki að það gæti hent þá sjálfa. Undir þetta sjónar- mið skal tekið. Meðal annars vegna þessa vill BSRB að fjármagnsokrinu linni. Þá hefur BSRB lýst áhuga á því að ræða um velferðarkerfíð enda kl. 22 í kvöld. Borgartún 28 Veldu HITACHi og þú hefur tæknina í hendi þér Nú bjóðast þér 0HITACHI tækin á sérstöku kynningarverði RONNING •//V/ heimilistæki KRINGLUNNI OG NJÁLSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259 mmísmnmumm! Framvegii bjóöum viÖ v'Mptavinum ohhar húðgreiningu og ieiðbeiningu um nothun myrtivara í versiun okkar. Snyrtifræðingurannast föráun og veitiraðstoð á staðnum, Mnaðariaust. BEm AÐSTAOA (SNVRTIVÖRUVERSLUNIN _____GlÆSI&Æ_____________ SÍMI: 685170 fmörnti mmfm mm - . ■ , ilí- \ . > : v ; 1 ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.