Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 Snæfellsjökuls Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Kristnihald undir Jökli Leikstjóri Guðný Halldórsdóttir. Handrit Gerald Wilson, byggt á samnefhdri skáldsögu Halldórs Laxness. Kvikmyndatökustjóri W.P. Hassenstein. Klipping Kristín Pálsdóttir. Hljóð Martien Coucke. Leikmynd Karl Júlíus- son. Tónlist Gunnar Reynir Sveinsson. Aðalleikendur Sig- urður Sigurjónsson, Baldvin Halldórsson, Margrét H. Jó- hannsdóttir, Helgi Skúlason, Þórhallur Sigurðsson, Rúrik Haraldsson, Kristbjörg Kjeld, Sólveig Halldórsdóttir, Gestur E. Jónasson, Gísli Halldórsson, ofl. Þá er búið að filma hina kostu- legu sendiför umboðsmanns bisk- ups vestur á vit leyndardóma Snæ- fellsjökuls og veru hans með góðu fólki. Er reisan flestum íslending- um góðkunn af skáldsögu Halldórs Laxness og ágætri leikgerð henn- ar, Úu. Kvikmyndagerðin er ekki síðri. Umbi (Sigurður Siguijónsson) er sendur af biskupi vestur undir Jökul að kanna sannleiksgildi sögu- sagna, heldur ókristilegra, um slæ- leg embættisstörf og staðarhald séra Jóns Prímusar (Baldvin Hall- dórsson), sem samkvæmt orðspori er orðinn hallari undir viðgerðar- stúss hverskonar en þjónustu við söfnuð sinn. Þjónustugerðir þekkj- ast vart á stórhátíðum, þaðan af síður skímir né fermingar og lík hætt að rata í gröfina, en orðrómur uppi um dularfullar mannaferðir með kistur á Jökulinn . . . Kirkjan sögð í niðumíðslu og jörðin ör- reyti. Þá fer og fyrir bijóstið á bisk- upi heldur vafasamt hjónaband klerks og leyndardómsfullrar kven- persónu, Guðrúnar Sæmundsdótt- ur, öðru nafni Úa. Lagði hún í heimsreisu ásamt heimilisvininum, dr. Godman Sýngman, og ekki sést í hálfan mannsaldur. Fólk ekki á eitt sátt um hvort hún sé yfirleitt af þessum heimi. Og Umbi heldur vestur, vopnað- ur segulbandstæki sem reynist gagnslítið í brösunum við Prímus- inn, sóknarbömin, leyndardóma Snæfellsjökuls, að maður tali nú ekki um þjóðsögnina Úu. Og þar skiljum við síðast við hinn geistlega Sérlokk Hólms hvar hann í öngum sínum vafrar um, villur vegar. Það er fyrst til að taka að kvik- myndin Kristnihald undir Jökli er rammíslensk og skemmtileg, eink- um vegna þess að handritshöfund- ar hafa borið gæfu til að halda hinu fyndna og bragðmikla tungu- taki bókarinnar og aðhæft það með leikni að kvikmyndinni. Skotið meira að segja perlum inní; svosem spumingu þess rammjöklaða sóma- klerks, séra Rögnvaldar, hvort Prímusinn, sé prestur! Það hefur semsagt tekist að flytja orðsnilld og hina lævísu fyndni skáldsins á filmuna og það án þess að hún virki bókmenntaleg. Að ná slíkum ár- angri hefur verið erfítt verk, þó svo að skáldsagan sé mikið til í leikrits- formi. Og ég held að allir geti sætt sig við endalokin, Úa er og verður torræð, hvort hún er af þessum heimi, það verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig. Hver á fætur annarri birtast persónumar holdi klæddar á tjald- inu, og leikaravalið er hafið yfir alla gagnrýni. Sjaldan eða aldrei hefur tekist jafn vel til að velja réttar manngerðir í hvert og eitt einasta hlutverk af slíkri smekkv- ísi. Enda leikararastétt okkar vel mönnuð og breið, og hefur að auki veist létt að umgangast tökuvélam- ar frá fyrstu tíð. Það hefur sjálf- sagt farið fyrir bijóstið á mörgum er kvisaðist út að Baldvin færi með hlutverk séra Jóns í kvikmyndar- gerðinni, svo rótgróinn sem Gísli Halldórsson var í hugum manna sem hinn eini, sanni Prímus og pokaprestur. En kvikmyndargerð- arfólkið tók skemmtilega áhættu sem gengur upp. Báðir eru þeir jafngóðir sem þúsundþjalasmiðir, Gísli var reyndar öllu meiri ímynd taóismans en Baldvin, sem er sneggri uppá lagið og jarðbundn- ari, og setur ferskan blæ á mynd- ina. Afburðaleikarar, báðir tveir, sem unun er á að horfa. Og Gísli á aðsópsmikinn leik í skemmtilegu smáhlutverki biskups. Sigurður Siguijónsson sýnir á sér nýja hlið sem hinn trúlitli og reynslulausi biskupsmaður sem brotlendir í Breiðuvíkinni, túlkun hans er óað- finnanleg. Þessi geðþekki leikari er nánast alltaf í mynd, ef ekki væri búið að gera orðið leiksigur náttúrulaust, ætti það vel við hér. Og Úa Margrétar er einsog maður ímyndaði sér holdsins gæði, full- þroskuð KONA, umvafin erótískum straumum, jarðbundin og dulúðug í senn. Aðrir leikarar fara allir á kostum, útilokað að taka einn fram yfir annan, réttir menn í réttum rullum. Þessir afbragðs aukaleikar- ar, lærðir sem leikir, þétta svo myndina og bæta, að þeirra hlutur vegur þungt á metunum er upp er staðið. Leiktjöld og munir eru yfír höfuð góðir og bær prestsins, kirkjan og allt það umbverfi, ekki síst smáat- riðin, sannkallað snilldarverk. Kvikmyndatakan í gæðaflokki, innitökur gjaman baðaðar nokkru dulúðarmistri. Og umhverfíð og notkun þess og samsetning sann- kallaður töfraheimur fegurðar og leyndardóma og ekki skemmir það ánægjuna fyrir þann gamla Jöklara sem þetta skrifar, að þekkja hvem stokk og stein. Guðný Halldórsdóttir hefur greinilega einstakt lag á leikumm, næmt auga fyrir tökustöðum og skapar stemmningu í kringum sig og sitt fólk sem smitar áhorfand- ann. Hún og hópurinn hennar hafa gert bráðskemmtilega og vel heppnaða mynd í flesta staði sem ömgglega á eftir að njóta vinsælda meðal landans. Vissulega á Kristni- hald undir Jökli á sína slöku kafla einsog aðrar myndir. Gangurinn er dulítið skrykkjóttur en nær sér jafnan fljótt á skrið. Gjömingaþok- an þykk á köflum en bjart yfir Jökli. Einsöngur Lára Rafnsdóttir og Kristján Jóhannsson. Tónlist Jón Ásgeirsson Kristján Jóhannsson óperu- söngvari og Lára Rafnsdóttir píanóleikari héldu tónleika í Há- skólabíó sl. laugardag og fluttu norræna söngva og nokkrar al- þjóðlegar óperuariur. Tónleik- amir hófust á tveimur lögum eftir Sigfús Einarsson, Augun blá og Gígjan, sem listamennirn- ir fluttu mjög vel. Eftir undirrit- aðan vom á efnisskránni lögin Gítarinn og Maístjaman, er bæði vom mjög vel sungin. Næstu viðfangsefni vom sex sænsk sönglög og tvö norsk. Fyrst tvö sænsk þjóðlög, Ack Varmeland du sköna og Allt under himmelens fáste, þá Ton- ema eftir Sjöberg og Til havs eftir Nordquist. Eftir hlé komu tvö lög eftir Grieg, Jeg elsker dig og Ved Rundane og síðast tvö lög eftir Sibelíus, Dem förste kyssen og Svarta Rosor. Öll lög- in söng Kristján með glæsibrag en þó var Tonema best, undur fallega sungið. Frá Skandinavíu var haldið til Napólí og sungið þjóðlagið Fe- nesta che Lucive. Þá kom Ideale eftir Tosti og M’appari úr óper- unni Martha eftir þýska tón- skáldið Flotow og tónleikunum lauk svo með O Paradiso úr ópe- mnni L’Africaine eftir Meyerbe- er, er einnig var þýskur eins og Flotow, starfaði m.a. í Frakkl- andi, þó þeir í reynd væm það sem kalla mætti alþjóðleg (evr- ópsk) tónskáld. Rödd Kristjáns er sem fyrr karlmannleg og glæsileg og söngurinn í heild góður og þar sem honum tókst best upp, var hann frábær. Undirleikarinn Lára Rafnsdóttir lék mjög vel, þó nokkuð gætti að þau væm ekki alveg sammála í tveimur síðustu lögunum. Það er eitthvað alveg sérstakt við söng Kristjáns er hrífur áheyrendur. Auk sinnar óviðjafn- anlegu raddar gefur hann eitt- hvað af sjálfum sér, af þeirri einlægni og sönggleði er þeir einir geta, sem elska það að syngja. Það er þessi söngást, sem Kristjáni er í blóð borin og geisl- ar af söng hans, sem áheyrendur finna samhljóma innra með sér og söngurinn verður þeirra. Slíkri stemmningu verður ekki lýst í orðum. Hún er fögnuður, eins og sá sem braust fram hjá áheyrendum, er fylltu Há- skólabíó sl. laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.