Morgunblaðið - 28.02.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 28.02.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 29 Bjartsýnn á framtíðina Rætt við Bjarna Stefánsson forstjóra Hljómbæjar FYRIR 25 árum var ungur Sslenskur útvarpsvirkjameistari á vöru- sýningu í Gautaborg i Sviþjóð að afla sér viðskiptasambanda. í farteski sínu heim á Frón hafði hann umboðssamning við jap- anska fyrirtækið Pioneer, þá óþekkt nafn á íslandi. Útvarpsvirkja- meistarinn heitir Bjarni Stefánsson og i aldarQórðung hefúr hann rekið vaxandi fyrirtæki í Reykjavík á sviði hljóm- og skrifstofú- tækja. Viðskipti Bjama við Pioneer hófust með prufusendingu sem hann fékk frá fyrirtækinu í kjölfar vörusýningarinnar í Gautaborg. „Mér gekk vel að selja þessi hljómtæki og ákvað því að halda áfram. Þannig byijaði þetta. Fyrst var ég með verslun við Skóla- vörðustíginn, en hún gekk ekki nógu vel. Þá gerði ég samkomulag við Kamabæ um að þeir seldu fyrir mig þær vömr er ég flytti inn. Þeir gerðust svo meðeigendur í fyrirtækinu." Salan ævintýri líkust Fyrirtæki Bjama og Kamabæj- ar hét Hljómtækjadeild Kamabæj- ar. Samstarfíð hófst á því að Kamabær keypti þijár Pioneer- hljómtækjasamstæður af Bjama. „Þeir urðu strax hrifnir af þess- um tækjum og spurðu hvort við vildum selja Pioneer í gegnum þá. Þetta varð að samkomulagi og er skemmst frá því að segja að salan var ævintýri líkust. Við seldum fímm sinnum meira magn en áætl- að hafði verið og hljómtækin seld- ust um leið ogþau komu í búðina." Fyrir tíu árum keypti Bjami Hljómtækjadeild Kamabæjar í fé- lagi við aðra. Kaupunum fylgdi réttur til að nota sama nafn áfram í nokkum tíma. Tveim áram seinna keypti innflutningsfyrir- tæki Bjama húseignir Heklu hf. við Hverfisgötu. „Fyrirtækið heitir B. Stefáns- son en áður var fyrirtækið P. Stef- ánsson til húsa hér. Við hefðum því getað notað sama fyrirtækja- skiltið og þeir, það hefði nægt að breyta P í B!“ Fyrir sex árum var nafni fyrir- tækisins breytt í Hljómbæ, nafn sem flestir þekkja í dag. „Hinum megin við götuna ráku nokkrir strákar umboðssölu með notuð hljómtæki og kölluðu versl- unina Hljómbæ. Mér fannst þetta prýðilegt nafn og þegar þeir hættu starfsemi keypti ég nafnið af þeim.“ Pioneer-hljómtæki vinsæl Þekktustu vöramerkin á boð- stólum í Hljómbæ era Pioneer og Sharp. Viðskiptin við Sharp hófust fyrir 15 árum og í dag era 90% af heildarveltu Hljómbæjar vörar frá Sharp og Pioneer. Af öðram vörumerkjum má nefna Salora Luxor, Jamo og Ortofon. „Við voram smáir í sniðum í upphafí en nú era starfsmenn fyr- irtækisins rúmlega þijátíu," sagði Bjami. „Við skiptum rekstrinum í þijár einingar. í Hljómbæ fást hljómtæki, bíltæki og ýmis heimil- istæki. í Skrifbæ fæst flest til skrifstofunnar, til dæmis ljósritun- arvélar, reiknivélar, telefaxtæki og skrifstofustólar. Verkbær sér svo um alla viðgerðarþjónustu.“ Aðspurður um hvaða vörar væra vinsælastar sagði Bjami hljómtækin frá Pioneer alltaf mjög vinsæl, enda hefði sala þeirra aldr- ei bragðist frá uppháfí. „Við bjóðum þriggja ára full- komna ábyrgð á vinnu og vara- hlutum fyrir Pioneer, enda hafa þessi tæki alltaf verið í sérflokki, ekki síst bíltækin. En skrifstofu- tækin hafa stöðugt sótt á og nú er hlutur Skrifbæjar um 40% af heildarveltu okkar. Við höfum eignast stóran og ánægðan við- skiptahóp á þessu sviði. Stærstur hluti skrifstofutækjanna er' frá Sharp og síðastliðið ár seldum við 169 ljósritunarvélar og 300 tele- faxtæki." Telefaxtæki má tengja við hvaða símalínu sem er og með þeim er hægt að senda bréf eða myndir á nokkram sekúndum. Að sögn Bjama era telefaxtæki frá Sharp mest seld slíkra tækja í Bandaríkjunum og ljósritunarvél- ar frá Sharp hafa hlotið alþjóðleg- ar viðurkenningar fyrir áreiðan- leika og gæði. „Við seljum líka afgreiðslukassa og reiknivélar frá Sharp auk fleiri tækja. Þá höfum við í tvö ár haft umboð fyrir hina þekktu Dauphin-skrifstofustóla frá V-Þýskalandi og bindum mikl- ar vonir við þá.“ Að sögn Bjama fást hljómtæki af öllum stærðum og gerðum í Hljómbæ. „Hljómtækjasalan byggist upp á Pioneer og við leggj- um áherslu á að vera með mjög breiða línu við allra hæfí. Hljóm- tækjasamstæður era vinsælastar, til dæmis svokallaðar midi sam- stæður með fjarstýringu. Geisla- spilaramir vinna á og era gjaman keyptir sem hluti af samstæðu. Svo eru bíltækin auðvitað stór hluti af sölunni, einkum á sumrin, enda eru Pioneer mest seldu bíltækin á íslandi og hafa verið leiðandi í fjölda ára.“ Myndgeislaspilarar í febrúar Ör þróun á sér stað í rafeinda- búnaði, enda era hljómtæki og skifstofutæki sífellt að verða full- komnari og fyrirferðarminni. í febrúar era væntanlegir í Hljómbæ myndgeislaspilarar sem eflaust eiga eftir að vekja mikla athygli. „Þessir spilarar taka nýja geisladiska sem rúma heilu kvik- myndimar auk þess að taka venju- lega geisladiska. Myndgeislaspil- aramir eiga eflaust eftir að valda mikilli byltingu þar sem mynd- og hljómgasðin era mikil og endingin nær eilíf. Sem stendur er verðið nokkuð hátt, en það lækkar vænt- anlega í framtíðinni." Fleiri nýjungar era á döfínni á þeim vöram sem seldar eru í Hljómbæ. „Það sem manni fínnst fjarlægt í dag er raunverulegt á morgun," sagði Bjami. „Á næstu áram munu koma á markaðinn sjónvarpssímar og stafræn sjón- vörp. Fyrirferð þessara tækja er alltaf að minnka og einnig bilana- tíðnin. Það hafa orðið stórstígar framfarir á sviði gervihnattasjón- varps og segja má að bylting hafi orðið á sviði fjarskipta með til- komu telefax-tækninnar. Þetta sést til dæmis á því að telex er að verða úrelt í dag.“ Erfiðir tímar Undanfamir mánuðir hafa verið samdráttartímar í íslensku þjóð- félagi, í verslun sem og öðram greinum. „Ég man varla eftir svona erfiðum tímum á þeim ald- aifyórðungi sem ég hef stundað verslunarrekstur. A slíkum tímum er hyggilegt að halda að sér hönd- um og leggja ekki út í stórar fjár- festingar. Þrátt fyrir allt hef ég ekki telj- andi áhyggjur. Við eram með gott verð og vandaða vöra og eigum trausta viðskiptavini. Við byggjum á gamalli reynslu og erum þvi bjartsýnir á framtíðinna,“ sagði Bjami Stefánsson, forstjóri Hljóm- bæjar. ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON „Náttúmauðlindin ferskvatn“ „Yfirborðsvatn er orpið mengun“ Fyrir skömmu siðan var lögð fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi um skipulag og verndun vatnsbóla. Hún gerir ráð fyrir þvi „að umhverfí allra byggðakjarna á landinu verði rannsakað og skipulagt með tilliti til nýtingar og verndunar grunnvatns. — Á skipulagsuppdráttum þéttbýlisstaða verði sýnd fyrirhuguð þró- un byggðar, ftiðlýst svæði og önnur landnotkun. — Jaftiframt verði gert kort af jarðfræði og grunnvatnskerfiim á viðkomandi svæðum með tilliti til vatnsbóla". I Sagt er að framboð og eftir- spum ráði verði vöru og þjónustu. Samkvæmt þeirri kenningu er ferskvatn mjög verðmætt, eða ætti að vera, á þeim svæðum jarð- ar þar sem vatnsskortur háir lífríkinu. ísland er hinsvegar væ- tunnar land. Úrkoman, regn og snjór, meiri en sumir eru sáttir við. Jöklar og vatnasvæði ærin. Nú er hinsvegar svo komið að margs konar mengun setur alvar- legt strik í vatnsreikning íslend- inga. Sex þingmenn úr jafn mörgum þingflokkum hafa séð ástæðu til að flytja tillögu til þingsályktunar um skipulag og vemdun vatns- bóla. Fyrsti flutningsmaður er Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk). Þrátt fyrir þá staðreynd að annar vökvi en ferskvatn, sum sé bjór- inn, kunni að vera ofar í hugum fólks um þessar mundir, þykir rétt að staldra eilítið við þessa meir en tímabæra tillögu sex- menninganna. II í greinargerð segir að íslend- ingar hafi löngum hælt sér að því að eiga bezta vatn í heimi. Ekki falli hinsvegar öll byggð ból lands- ins undir þá lýsingu. „Sums stað- ar er neyzluvatn jafnvel svo mengað að talið hefur verið var- hugavert að nota það óhreinsað", segir þar. „Yfirborðsvatn er orpið mengun. Grugg og óhreinindi ber- ast í það í flóðum og leysingum, auk þess sem það getur orðið fyr- ir áfoki. Vatnið er ekki vemdað fyrir úrgangi, fugladriti og hræj- um fugla og fénaðar." Réttilega er bent á það að vatn verður fyrir mengum af margs konar völdum: frá byggð, atvinnu- rekstri, mannvirkjagerð, efni- stöku, urðun sorps, vélknúnum farartækjum o.fl. o.fl. Frágangi vatnsbóla sé og víða ábótavant. Vatnasvæði era sums staðar men- guð, víða í hættu, bæði yfírborðs- vatn og grannvatn. III Það er mikilvæg hollustuvemd að búa að fersku, ómenguðu vatni. Þar ofan í kaupið eram við fram- leiðendur matvæla, ekki sízt sjáv- arvöru, og miklu skiptir að þar komi ómengað vatn við sögu. Það er því meir en tímabært að huga að „hreinleika" yfirborðs- vatns, sem sums staðar er nýtt bæði til neyzlu og vinnslu mat- væla, og ekki síður að mengunar- vömun þess vatns, er ómengað telst ennþá. Það er þessvegna ekki út í hött þegar tillögumenn tala um nauð- syn endurskoðunar á löggjöf um vatnsréttindi, vatnstöku og vatns- vemd og að samhæfa verði vatns- nýtingu og vatnsvemd í landinu. Tillagan felur í stuttu máli í sér að „skipulega verði aflað þekking- ar á náttúruauðlindinni ferskvatn og mótuð stefna um nýtingu hennar og vemd. Markmiðið er að tryggja vemdun grunnvatn- skerfa fyrir mengun svo að þau geti gefið af sér gott neyzluvatn fyrir vaxandi byggð". IV Það kann að vera gott og bless- að að þrástagast á hvimieiðum efnahagsvandanum, sem margur spekingurinn sníður sér augn- leppa úr. Það telst hinsvegar Alþingi til nokkurra tekna að þar skuli inn- anhúss menn sem hafa áhyggjur af náttúruauðlindinni ferskvatn. Bjórinn er að vísu kominn, eða svo gott sem, en þjóðin má hins- vegar ekki gleyma sínum Gvend- arbranni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.