Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 72. Búnaðarþing sett í gær: Félagskerfi landbúnað- arins á hverfanda hveli - sagði Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands BÚNAÐARÞING var sett i 72. sinn í gærmorgun að viðstöddum bún- aðarþingsfulltrúum, landbúnaðar- ráðherra og öðrum gestum. Hjört- ur E. Þórarinsson, formaður Bún- aðarfélags íslands, setti þingið, en að þvi loknu flutti Steingrímur ^J. Sigfússon landbúnaðarráðherra ávarp. Þingstörf hófust eftir há- degi með kosningu varaforseta, ritara og starfsnefhda. Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu, en í gær höfðu rúmlega 30 mál verið lögð fram, auk skýrslu bún- aðarmálastjóra um framvindu mála frá síðasta Búnaðarþingi. Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands minntist Sig- uijóns Sigurðssonar í Raftholti í Holtum í Rangárvallasýslu, fyrrver- andi búnaðarþingsfulltrúa sem látist hefur síðan þing var síðast haldið. Þá minntist hann einnig Elínar Guð- mundsdóttur Snæhólm, sem var heiðursfélagi BÍ, önnur tveggja sem ">það hefur verið. Hjörtur gat þess í ávarpi sínu að dökkleit ský hefðu undanfarið verið að hrannast upp á sjóndeildarhring Bí, sem erfítt væri að spá í til hvers muni leiða á næstunni. Hann sagði að líklega mætti segja að allt félag- skerfi landbúnaðarins væri sem á hverfanda hveli um þessar mundir, og allir væru sammála um að það væri orðið alltof flókið og þungt í vöfum. Hreppabúnaðarfélögin ættu sum hver í tilvistarerfíðleikum, sum finndu sér ekki lengur verkefni við Læfí og önnur vantaði fjármuni til að starfa eins og þau vildu. Með miklum samdrætti í jarðabótafram- kvæmdum minnkuðu tekjur búnað- arfélaganna hlutfallslega, og teldu sumir þau vera orðin úrelt. Þá gat hann þess að starfsemi Búnaðarfé- lagsins varðandi úthald landsráðu- nauta í hinum ýmsu greinum sætti töluverðri gagnrýni, meðal annars af hálfu aðila í landbúnaðinum, sem teldu hana eins vel setta annars stað- ar. Þá væri talin ástæða til endur- skoðunar varðandi búnaðarsambönd- in, til dæmis í formi aukinnar sam- vinnu eða samruna, og hugmyndir væru uppi um að sameina með ein- hvetju móti Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Hjörtur gerði einnig að umtalsefni þær efasemdir um framtíðarmögu- leika Búnaðarfélagsins, sem vart hefði orðið hjá handhöfum ríkisvalds- ins. Nefndi hann vaxandi tregðu fjár- veitingavaldsins til að axla kostnað- inn af þeirri leiðbeiningaþjónustu, sem er og hefur verið þungamiðjan í störfum Búnaðarfélagsins og gat ári, þegar stjóm BÍ taldi sig til- neydda að segja upp öllum ráðunaut- um sínum vegna óvissu um fjárveit- ingar til hefðbundinnar þjónustu. Talsverð leiðrétting mála hefði þó fengist svo unnt reyndist að aftur- kalla uppsagnimar og halda starf- seminni áfram án mikilla skakka- falla. Hjörtur E. Þórarinsson sagðist telja að þjóðin væri sáttari við land- búnaðinn nú en fyrir nokkrum árum síðan, og áróður gegn bændum færi óðum rénandi. Eitt svið væri þó líklegt til að verða ásteytingarsteinn í vaxandi mæli milli landbúnaðar og þjóðar, en það væm gróðurvemdar- og gróðumýtingarmál. Benti hann á að fyrir Búnaðarþingi lægju erindi sem lytu að gróðurvemd og land- græðslu, sem ekki brytu í bága við þau gróðurmarkmið sem þjóðin vill setja sér. Gat hann þess að Búnaðar- félag íslands og bændasamtökin sem heild vildu taka höndum saman við Landgræðslu ríkisins og Skógrækt Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfélags íslands setur Búnaðarþing. Við háborðið sitja Steinþór Gestsson stjórnarmaður í BÍ, Steingrímur J. Sigfusson landbúnaðarráðherra, Ólafur E. Stefánsson skrif- stofiustjóri Búnaðarþings og Júlíus Daníelsson. Þá sjást búnaðarþingsfulltrúarnir Egill Jónsson og Jón Kristinsson. EHirmenntunarnefnd bflgreina auglýsir námskeió í Bensininsprautun Kynnt er virkni þriggja mismunandi Bosch-kerfa: K-Jetronic, KE-Jetronic og LE-Jetronic. Verkleg kennsla fer fram á Horstman-bretti, sem er sérstaklega útbúið til að sýna bilanir á skematískan hátt. Einnig er farið yfir amerísk kerfi á myndböndum með íslenskum texta, sem hægt er að fá keypt. Kennari: Ásgeir Þorsteinsson. Námskeiðið verður haldið í Iðnskólanum í Reykjavík. Hefst 9. mars og lýkur 21. mars. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18.30 til 22.00 og á laugardögum frá kl. 9.00 til 14.00. Þátttökugjald kr. 4.000,- fyrir þá sem greiða í endurmenntunarsjóð. Þátttaka tilkynnist í síma 83011. undir yfírstjóm landbúnaðarráðu- neytisins, og stýra málum þannig að hægt verði að stunda landbúnað hér á landi í sátt við náttúruna. Frumvarp um Hagstofu landbúnaðarins Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra sagði meðal annars í ávarpi sínu að það vildi oft gleym- ast í umfjöllun um landbúnað að þar væri á ferðinni fjölbreyttur atvinnu- vegur sem víða kæmi við. Þar skipt- ust á skin og skúrir og bjartar hliðar og dökkar, og því miður vildi um- ræða um landbúnaðinn fyrst og fremst snúast um dökku hliðamar og það sem miður færi, en minna væri fjallað um um það sem betur gengi. Bæri að krefjast hlutlægni og sanngimi í þessum efnum, og gera þyrfti skýran greinarmun á málefna- legri og vandaðri umræðu og hinu sem væri það ekki. Talaðu við ofebur um uppþvottavélar Mzele SUNDABORG 1 S. 688588 -688589 Talaðu við obfeur um ofna f 1 ■■9 MieleB | SUNDABORG 1 S. 6885 88 -688589 Talaðu við ofefeur um þvottavélar SUNDABORG 1 S. 6885 88 -6885 89 Talaðu við ofefcur um eldhústæki SUNDABORG 1 S. 688588 -688589 í ávarpi sínu minntist Steingrímur á ýmis verkefni sem undanfarið hef- ur verið unnið að í landbúnaðarráðu- neytinu. Varðandi skoðun á stöðu búvörusamningsins gat hann sérs- takrar heildarúttektar sem ríkisend- urskoðun hefði verið falið að gera á stöðu samningsins og framkvæmd búvörulaganna, en ætlunin væri að sú úttekt verði innlegg í þá vinnu sem þegar er hafín og lýtur að því að undirbúa framtíðarstefnumörkun búvömframleiðslunnar. í þessu skyni hefði verið settur á fót ráðgjafahópur skipaður fulltrúum úr landbúnaðar- ráðuneyti, frá Stéttarsambandi bænda, og fjölmörgum fleiri aðilum. Steingrímur sagði að landbúnað- ar- og framleiðslustefnu bæri að grundvalla á því að hér á landi verði rekinn öflugur landbúnaður sem full- nægi þörfum landsmanna fyrir sem allra flestar matvörur, og framlejði hágæðavörur í gæðaflokki sem ís- lendingar eigi flestum öðrum þjóðum betri möguleika að ná. Þá væri nauð- synlegt að búskaparhættir tælq'u miklu meira mið af landkostum og aðstæðum en hingað til hefur verið. Þetta hefði í för með sér skipulags- vinnu og ákveðnar breytingar og yrði naumast farsællega leyst öðru vísi en að byggt væri á svæðaskipt- ingu landsins, þar sem tillit væri tek- ið til allra aðstæðna hvað þetta snert- ir. Meðal þeirra mála sem unnið hef- ur verið að í landbúnaðarráðuneytinu og verða send búnaðarþingi gat Steingrímur um frumvarp til laga um Hastofnun landbúnaðarins, sem verði starfrækt í tengslum við búví- sindanámið á Hvanneyri. Hlutverk þessarar stofnunar verði ýmiskonar úrvinnsla á búreikningum og talna- legum gögnum úr landbúnaðinum, en þeim málum hafí ekki verið nógu vel fyrir komið fram að þessu. Einn- ig væri í frumvarpinu markaður rammi að bókhaldsþjónustu fyrir bændur heim í hverju héraði. Þá gat hann búíjárræktarlaga sem skemmra væru á veg komin, en hug- mynd hefði komið fram um að þeim lagablki ætti að skipta í tvennt, þar sem annars vegar yrðu sett sérstök lög um búfjárræktarstarfið sjálft og skipulag þess, og hins vegar yrðu til almenn lög um búfjárhald, sem næðu yfír allt er varðar meðferð búfjár, forðagæslu, vörslu, lausagöngu o.s.frv. Steingrímur J. Sigfússon gat þess að samdráttur hefðbundinna bú- greina og tilkoma nýrra ásamt mikl- um breytingum í samskipta- og sam- göngumálum hefðu fylgt talsverð umbrot í félagskerfí bænda. Sagðist hann telja nauðsynlegt að bændur sjálfír mótuðu skýrar línur um hvert þeir vilja stefna í skipan félagskerfís síns og næðu sem víðtækastri sam- stöðu þar um, og hefði Búnaðarfélag Islands þar lykilhlutverki að gegna sem rótgróin samtök allra bænda í landinu. Góóandaginn! AFGASRÚLLUR fyrir bilaverkstæði Olíufélagið hf 681100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.