Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 LEIKLIST/Friðrika Benónýs Af karlmennsku Litla svið Þjóðleikhússins: Brestir Höfúndur Valgeir Skagflörð Leikstjóri Pétur Einarsson Leikmynd og búningar Gunnar Bjarnason Lýsing Ásmundur Karlsson Tónlist og áhrifahljóð Pétur Hjaltested Hvað er karlmennska? Spum- ing sem ég og eflaust fleiri vildu gjaman fá svar við. Það er því með nokkurri eftirvæntingu sem maður sest í sæti sitt og bíður þess að leikritið Brestir hefjist, því í viðtölum við höfundinn hefur verið ítrekað að hér sé brugðið Ijósi á það um hvað karlmennskan snýst. Og sýningin hefst. Tveir bræður í upprifjunum á gömlum syndum, átök þeirra á milli vegna konu annars þeirra, klofningur í afstöðunni til mömmu. Sjóarinn og arkitektin, sá óheflaði og sá fágaði skiptast á að miða byssu hvor á annan, öskra, lýsa glæpum sínum, drekka og gráta. Og þrátt fyrir mjög góðan vilja er áhorf- andinn engu nær um það hvað þessir menn em að hugsa í raun og vera, hvað þeim finnst um sjálfa sig og aðra. Er það kannski karlmennska að kíkja aldrei inn fyrir ysta lagið? í framkallinu trommar hópur karlmanna á svið og bukkar sig, enginn kvenmaður í augsýn. Og ósjálfrátt riflast upp þær ásakanir á hendur kvenrithöfundum að þær einfaldi oftast karlpersónur sínar, geri þá granna og ósannfærandi. Mikið er Valgeir SkagQörð hepp- inn að vera karlmaður. Því varla er hægt að ásaka hann um annar- legar hvatir þótt hann lýsi karl- mönnum sem tilfínningasljóum og sjálfbyrgingslegum drambum. Eða hvað? Það era þeir Egill Ólafsson og Pálmi Gestsson sem hafa það van- dasama hlutverk með höndum að gæða þá bræður Kobba og Palla lífi og persónueinkennum. Þeir komast furðu vel frá því. Kobbi er stífur og góður með sig í túlk- un Egils, en óskaplega fjarlægur og maður finnur alltof mikið fyrir því að hér er verið að leika. Og í iðranarkastinu verður hann ekki bijóstumkennanlegur heldur hlægilegur, sem er kannski mein- ingin en virkar engu að síður fár- ánlega í ultra-natúralískri um- gjörð leikmyndar Gunnars Bjamasonar og í samanburði við það sem á undan er gengið. Pálmi Gestsson nær góðum tökum á Palla, gerir þessa stöð- luðu sjóaraklisju næstum því mannlega og ekta. En dúkkulísur hafa aðeins eina hlið og er ekki við Pálma að sakast þótt ein- hæfnin verði leiðigjöm til lengdar. Brestir era hefðbundið stofu- drama og era leikmynd, búningar lýsing og tónlist í samræmi við það. AUt stuðlar að því að vekja áhorfendum þá tilfínningu að þeir séu gluggagægjar hjá ósköp venjulegum bræðram úti í bæ. En þessi nálægð vekur ennþá sterkari tilfinningu fyrir göllum í uppbyggingu verksins og per- sðnusköpun og spuming er hvort leikstjórinn hefði ekki átt að freista þess að stílfæra meira, ganga alla leið í því að gera klisj- umar að klisjum og engu öðra. LEIKLIST/Friðrika Benónýs í ÆVINTÝRAHEIMI Leikfélag Reykjavikur: Ferðin á heimsenda Höfúndur Olga Guðrún Árna- dóttir Leikstjóri Ásdis Skúladóttir Tónlist Soffia Vagnsdóttir Leikmynd og búningar Hlin Gunnarsdóttir Lýsing Lárus Björnsson og Egill Orn Árnason Aðstoðarleikstjóri Margrét Ámadóttir Loksins er komið bamaleikrit á fjalimar í Iðnó. Og það sem meira er, alvöra leikhús þar sem rækt er lögð við alla þætti sýningarinn- ar. Ferðin á heimsenda er ævintýri með galdrahyski, álfum, tröllum og öllu sem við á að éta. Alvara og grín í bland, hrollur og fögnuð- ur. Olga Guðrún Ámadóttir tekur mið af ímyndunarafli og fróðleiks- fysn bamanna, án þess að ein- falda eða slá af þeim kröfum sem gera þarf til áhorfenda í góðri leiksýningu. Og fíflagangurinn og heimskan sem svo sorglega víða ráða ríkjum við gerð bamaefnis era víðs flarri. Ferðin á heimsenda segir frá ferð prinsessunnar I Ljósalandi á Heimsenda með vemdargrip álf- anna Geislaglóð. Galdrakarlinn Hrappur og aðstoðarstúlka hans, Skotta, hafa ágimd á gripnum og reyna að nappa honum af prinsessunni. Þrír krakkar í sum- arleyfi flækjast inn I atburðarás- ina og lenda í mörgum og stóram < ævintýram af þeim sökum. Ástæðulaust er að rekja sögu- þráðinn frekar, aðeins skal ítrekað að hér er á ferð skemmtilegt og örvandi leikhús þar sem leikritið sjálft, leikmyndin, tónlistin, lýs- ingin og leikurinn vinnur saman að því að skapa listræna heild. 0g hvorki bömum né fullorðnum ætti að leiðast í Iðnó næstu helg- ar. Það era þau Edda Björgvins- dóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir og Stefán Sturla Sigurjónsson sem leika þremenningana Línu, Sissu og Lúlla, sem óvart verða til þess að bjarga framtíð Ljósalands. Þau gera persónumar trúverðugar og lifandi og koma vel til skila per- sónueinkennum hvers um sig. Kjartan Bjargmundsson og Margrét Ámadóttir era Hrappur og Skotta, skemmtilegar fígúrar og sannfærandi, þótt mér hefði fundist eðlilegra að meira sam- ræmi væri í leikmáta þeirra. Þau eru oft óborganleg’í klaufaskap sínum og aulahætti og eignast samúð áhorfenda ekkert síður en þremenningamir og prinsessan. Ólöf Söebeck og Margrét Guð- mundsdóttir skiptast á um að leika prinsessuna, lítið hlutverk en mikilsvert og komast vel frá sínu. Aðrir leikendur, þær Valgerður Dan Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórs- dóttir, ólöf Sverrisdóttir og Am- heiður Ingimundardóttir, fara með mörg smærri hlutverk hver og bregða upp skemmtilegum myndum af pöddum, vetrarálfum, syngjandi tijám og fleiri furðuver- um. Valgerður leikur mjmdina af ömmu Hrapps og tröllastrákinn Garp og skapar skemmtilegar persónur úr báðum. Rósa Guðný er mikilúðleg sem köngulóar- drottningin, þótt söngur hennar sé ekki eins skýr og æskilegt hefði verið, og Gerpla verður sérlega lifandi persóna f meðföram Rósu. ólöf Sverrisdóttir er skörungsleg Frostrósa og kemur söng hennar vel til skila. Þá ljá þau Sigrún Edda Bjöms- dóttir og Krisfján Franklín Magn- ús golunni og grasinu raddir sínar og tekst að skapa dulúðugt and- rúmsloft í upphafí leiks. Leikmynd Hlínar Gunnarsdótt- ur er meistaraverk. Einföld, stílhrein og tæknilega vel útfærð og á, ásamt lýsingu þeirra Láras- ar Bjömssonar og Egils Amar Ámasonar, einna stærstan þátt í að skapa það andrúm ævintýrs og hugarflugs sem einkennir sýn- inguna. Tónlist Soffíu Vagnsdóttur er hressileg og skemmtileg og fellur vel að persónum og atburðarás. Leikstjórinn, Ásdís Skúladóttir, hefur haldið sig við hófstillingu og fágun í leikmáta persónanna og hvergi fallið í þá gryfju að láta skrípalæti og gauragang koma í stað túlkunar. í sem stystu máli sagt er þessi sýning LR og öllum aðstandend- um til mikils sóma og mjög vel við hæfi sem kveðjusýning í gamla Iðnó. Það er full ástæða til að hvetja alla, ekki síður fullorðna en böm, til að taka tvo tíma í það einhverja helgina að heimsækja Iðnó og upplifa alvöra leikhús. ::i3 Milliveggja- plötur Við bjóðum þér milliveggj apiötur framleiddar úr völd- um hráefhum undir stöðugu gæðaeítirliti rannsóknarstofu okkar. Stærðir og notkun: 50X50X5 cm • fyrir minni hleðslur, t.d. í kringum baðker 50X50X7 cm • fyrir milliveggi í íbúð- arhúsnæði 50X50X10 cm • fyrir milliveggi í versl- unar-, skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði 25X50X10 cm • fyrir milliveggi þar sem þörf er á sérstaklega mikilli hljóðeinangrun. Þú getur valið um 2 efhis- gerðir: Gjall eða vikur. Gjallplötur: Þar sem kraf- ist er mikillar hljóðein- angrunar. Vikurplötur: Þar sem létt- ar plötur eru nauðsyn- legar. Við bjóðumst til að senda þér milliveggjaplöturnar heim búir þú á Stór- Reykjavíkursvæðinu, til flutningsaðila búir þú utan þess. Hafðu samband við okkur í síma 68 50 06 og kynntu þér kosti þess að velja hlaðinn, múrhúðað- an vegg, úr milliveggja- plötum frá B.M. Vailá. Við getum í leiðinni gefið þér upplýsingar um aðrar vörur sem við bjóðum til múrverks. B.M.VALLÁ? STEINAVERKSMIÐJA Söluskrifstofa Breiðhöfða 3 Pantanasími: (91) 68 50 06 AÐALSKRIFSTOFA Korngörðum 1 Pósthólf 4280 124 Reykjavík Sími: (91) 680 600 Fax: (91) 689366

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.