Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 48
Stöðugleika miimi rækju- báta er mjög ábótavant Þijúgrunuð um smygl á kókaíni TVÆR konur og einn karlmaður voru nýlega handtekin i Reykjavík og úrskurðuð í gæslu- varðhald, grunuð um innflutning á kókaini firá Bandaríkjunum. Um er að ræða smygl i eitt skipti nýlega og mun vera um töluvert magn að ræða. Amar Jensson, hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, sagði að ekki væri unnt að gefa upp á þessu stigi um hve mikið magn væri að ræða eða hvemig því hefði verið smyglað til landsins. Fíkniefnadeild- in vinnur að málinu í samvinnu við rannsóknarlögregluna á Akureyri og lögregluna á Húsavík. Amar sagði, j^^að enginn væri grunaður um þátt- töku í smygiinu á þessum tveimur stöðum, en lögreglan þar væri að afla nánari upplýsinga. Onnur konan var úrskurðuð í 10 daga gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag og á laugardag voru karl og kona úrskurðuð, konan í 10 daga gæslu og karlinn í 20 daga. Fólkið, sem er um og yfir þrítugt, hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnabrota. ' Skyggnir í skugga sólu ÍSLAND varð símasambandslaust við umheiminn í nokkrar mínútur eflár hádegið í gær og var sólinni um að kenna. Sólin var þá beint fyrir afitan gervitungl sem jarð- stöðin Skyggnir sendir út i gegn- um og merkin frá Skyggni kom- ust ekki í gegn. Kristján Bjartmarsson verkfræð- ingur hjá Pósti og síma segir að þetta gerist tvisvar á ári, nú og á haustin. Þetta mun ekki bundið ein- göngu við Skyggni heldur líka allar jarðstöðvar sömu gerðar þegar sólin er í sömu stöðu fyrir aftan gervi- tunglin sem taka við sendingum frá þeim. „Það sem gerist er að ljós og útgeislun sólarinnar skín beint inn í brennipunkt þann sem gervitunglið sendir út um. Við það komast ekki útsendingarmerkin frá okkur í gegn,“ segir Kristján Bjartmarsson. KÖNNUN á stöðugleika rækju- báta, sem nú er unnið að f sam- vinnu Siglingamálastofinunar rikisins og Skipasmíðastöðvar Marsellíusar hf. á ísafírði, hefíir leitt i ljós að mikið vantar upp á stöðugleika þeirra báta sem smiðaðir voru áður en farið var að gera núgildandi kröfur um stöðugleikaútreikninga, og á það einkum við báta undir 10 tonnum. Að sögn Sævars Birgissonar, framkvæmdastjóra Skipasmíða- stöðvar Marsellíusar, gæti reynst erfitt að koma bátunum i það horf að þeir uppfylli öll gildandi skilyrði, en þó sé með ýmsu móti hægt að bæta verulega úr ástandi þeirra. Hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. hefur frá síðastliðnu sumri verið unnið að því í samvinnu við Siglinga- málastofnun ríkisins að kanna stöð- ugleika um 30 rækjubáta úr ísa- fjarðardjúpi, Amarfirði og frá Hólmavík. „Ég tel að þessi könnun gefi nokkuð glögga mynd af því hvemig ástand bátaflotans er á landsvísu. Þær niðurstöður sem þeg- ar liggja fyrir em síður en svo hug- hreystandi, en þær staðfesta reyndar þann grun sem menn hafa haft um að það vanti mikið upp á stöðugleik- ann hjá flestum minni bátanna, og á það sérstaklega við um báta undir 10-11 tonnum," sagði Sævar. Að sögn Sævars eru nú fyrirliggj- andi öll gögn um 15 báta, en hann telur að verkefninu í heild verði ekki endanlega lokið fyrr en næsta haust. „Þetta er mikið verk og tekur sinn tíma. Bátana þarf að taka í slipp, en þar eru þeir mældir upp og teikn- uð af þeim línuteikning, gerðir út- reikningar á skipsskrokknum, fram- kvæmd hallaprófun og gerðir stöð- ugleikaútreikningar. “ Sævar sagði að viðbrögð sjó- manna við niðurstöðum mælinganna hafi yfírleitt verið jákvæð, en í byrj- un hafi þeir þó óttast að fara ætti að ganga að þeim, og jafnvel kippa undan þeim lífsafkomunni. „Það hefur komið í ljós að nokkuð hefur borið á milli þeirra niðurstaðna sem mælingamar hafa leitt í ljós, og þess sem sjómennimir hafa stað- hæft við okkur að bátamir gætu klárað, en mér sýnist að við séum að komast að sömu niðurstöðunni." Álftafell strandaði í Fáskrúðsfírði: f hættu ef við hefðum ekki náð honum á síðuna - segir Högni Skaftason skipsljóri á Hoffellinu SKUTTOGARINN Álftafell SU-100, um 300 lesta, frá Stöðv- arfirði strandaði { gærkvöldi við Gvendarnes sem er við mynni Fáskrúðsfjarðar að sunnan- verðu. Slæmt veður var og vax- andi norðaustanátt. Þegar voru kallaðar út björgunarsveitir á nærliggjandi stöðum og skip fóru til aðstoðar. Álftafell náðist á flot aftur fyrir eigin vélarafli og hélt inn á Fáskrúðsfíörð. Togarinn Hofifell frá Fáskrúðs- fírði kom til móts við Álftafellið með dælur og björgunarbúnað. Álftafellið var mjög sigið að framan og með slagsiðu. Hoffell- ið kom með Alftafellið að bryggju á Fáskrúðsfirði skömmu fyrir miðnætti. Ekki er vitað til að menn hafí sakað og óvist um ástæður strandsins. „Skipið var auðvitað í hættu, ekki vafi á því. Ég er hræddur um að ýmislegt hefði getað gerst ef við hefðum ekki náð honum á síðuna, það var alis ekki glæsilegt að koma að honum svona," sagði Högni Skaftason skipstjóri á Hof- felli í samtali við Morgunblaðið þegar hann var að koma með Álfta- fellið að bryggju. „Þetta gekk ágætlega eftir að við vorum búnir að ná honum á sfðuna. Þetta var töluverður leki, hann var með mikla slagsíðu þegar við komum að. Við fórum með dælu með okkur og byijuðum strax að dæla, en það hækkaði bara f honum," sagði Högni. Hoffellið tók flesta skipveija Álftafellsins um borð til öryggis, strax og skipin náðu saman, einnig farþega, sem voru með í för. Högni hafði ekki upplýsingar um hve margt fólk var í Álftafellinu, en venjulega eru um 15 menn í áhöfn skipa af þessari stærð. Skipið var á leið frá Stöðvarfírði til Fáskrúðs- fjarðar með físk til vinnslu. Það tók niðri klukkan 21.23, losnaði um hálftíma síðar og skömmu fyrir ÁlftafellSU 100strand- aði á leið frá Stöðvar- firði til Fáskrúðsfjarðar, én losnaði fyrir eigin vélarafli. Leki kom að skipinu og fékk það fylgd inn Fáskrúðsfjörð. klukkan 23 kom Hoffellið að. Einn af þeim bátum sem fóru til aðstoð- ar, Snærún frá Stöðvarfírði, varð vélarvana skammt frá strandstaðn- um og var um tíma óttast að bát- inn ræki upp, en vélin komst síðar í gang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.