Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C wjkunlritafrife STOFNAÐ 1913 52. tbl. 77. árg. FOSTUDAGUR 3. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flóttafólk á heimleið Fyrstu víetnömsku flóttamenn- irnir, sem snúa heim aftur af fusum og frjálsum vilja, fóru í gær með flugvél frá Hong Kong til Hanoi. Voru þeir 75 talsins, karlar, konur og börn, og sögðust sumir hlakka til heimkomunnar en aðrir voru augljóslega dálítið kvíðnir. Hér veifa nokkrir unglingar í kveðjuskyni en það er haft eft- ir vestrænum stjómarerindrek- um, að verði vel við fólkinu tekið megi búast við, að margir aðrir muni feta í fótspor þess. Hundruð þúsunda vfetnamskra flóttamanna eru nú til dæmis í Malasíu, Filippseyjum og Thail- andi og búa þar oft við þröngan kost og sums staðar litnir horn- auga af innfæddum. Reuter Æsingurinn út af „Söngvum Satans“: Er Irönum farið að finnast nóg um? Júgóslavía: Handtökur og hreins- anir í Kosovo-héraði Kunnur stjórnmálamaður sagður hafa flúið til Albaníu Belgrað. Reuter. Júgóslavneska lögreglan hóf í gær að handtaka ýmsa frammámenn meðal albanska þjóðarbrotsins í Kosovo-héraði og þá, sem sakaðir eru um að hafa kynt undir ólgu og skipu- lagt mótmæli og verkföll. Meðal þeirra er fyrrum formaður kommúnistaflokksins í hérað- inu og fréttir eru um, að kunn- ur sljórnmálamaður hafi flúið til Albaníu. Tanjug-fréttastofan júgóslavn- eska sagði, að meðal þeirra, sem teknir hefðu verið höndum, væru Azem Vlasi, fyrrum formaður kommúnistaflokksins í Kosovo, Ekrem Arifi, sem átti áður sæti í stjómmálaráðinu, og tveir yfir- menn í Trepca-zinknámunum, en þar var allsheijarverkfall í síðustu viku. Varð það til þess, að Júgó- slavíustjóm lýsti jrfir hálfgildings neyðarástandi í héraðinu og sendi herinn á vettvang „til að koma í veg fyrir vopnaða uppreisn í Kosovo," eins og sagði í yfirlýs- ingu stjómarinnar. Óstaðfestar fréttir em um, að Fadil Hodza, kunnur stjómmála- maður í Kosovo, hafi flúið yfir til Albaníu. Var hann rekinn úr mikil- vægri stjómamefnd fyrir ári þegar Serbar sökuðu hann um undirróð- ur og að hafa staðið á bak við stúdentaóeirðimar í héraðinu árið 1981. Kosovo fékk nokkra sjálf- stjóm árið 1974 en Slobodan Mil- osevic, leiðtogi serbneska komm- únistaflokksins, vill koma hérað- inu aftur undir Serbíu. Ber hann því við, að albanska þjóðarbrotið ofsæki Serba, sem búsettir era í Kosovo. Nikósía, London. Reuter. TALSMAÐUR franska utanríkis- ráðuneytisins sagði f gær, að bresk stjómvöld hefðu farið fram á fund um Rushdie-málið en í London er þvi haldið fram, að þessu hafi verið öfúgt farið, að franir hafi beðið um fúndinn. Þrátt fyrir stór orð virðist sem írönskum stjórnvöldum sé farið að finnast nóg um afleiðingar herferðarinnar gegn Rushdie og leggja þau nú áherslu á, að dauðahótanir Khomeinis séu að- eins trúarlegs eðlis. Útvarpið í Teheran sagði í gær, að íransstjóm myndi hætta við að slíta stjómmálasambandi við Bret- land ef bresk stjómvöld hétu því að sýna múslimum meiri virðingu og um leið var lögð áhersla á, að dauðadómur Khomeinis yfir breska rithöfundinum Salman Rushdie væri eingöngu trúarlegs eðlis. Er litið á þá yfírlýsingu sem tilraun til að skilja á milli stjómvalda sjálfra og trúarleiðtoganna. íranir halda því nú fram, að breska stjómin hafi beðið um fund um Rushdie-málið í Genf en tals- maður breska utanríkisráðuneytis- ins segir, að íranir hafí tvisvar haft samband símleiðis til að biðja um fundinn. Var þeim svarað, að af honum yrði ekki fyrr en Khomeini hefði afturkallað dauðahótunina. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Breta, sagði hins vegar í við- tali við breska ríkisútvarpið í gær, að skiljanlegt væri, að múslimum fyndist bók Rushdies móðgandi en það réttlætti ekki morðhótanir. Á þriðjudag samþykkti íranska þingið að slíta stjómmálasambandi við Breta eftir viku hefðu þeir ekki þá fordæmt Rushdie og bókina „Söngva Satans" en breska stjómin hefur vísað slíku á bug. írönsku dagblöðin fögnuðu samþykktinni en í einu þeirra sagði þó, að írans- stjóm ætti að velta fyrir sér efna- hagslegum afleiðingum þessa máls. Kanada: Ben John- son notaði hormóna KANADÍSKI spretthlauparinn Ben Johnson hóf notkun ólög- legra hormónalyfja 1981. Gagn- stætt þvi sem Johnson hefúr sjálfúr sagt vissi hann allan timann hvers eðlis lyfin voru, að sögn Charlie Francis, þjál&ra hlauparans. Francis skýrði frá þessu f gær við yfirheyrslu hjá opinberri rann- sóknamefrd í Kanada. Johnson sigraði í 100 m hlaupi á Ólympíu- -leikunum í Seoul sl. haust en var sviptur verðlaununum er hann féll á lyfjaprófí. Francis upplýsti í gær að Johnson hefði neytt steralyfla er hann und- irbjó sig fyrir heimsmeistaramótið í Róm 1987. Þar setti hann heims- met í 100 m hlaupi, 9.83 sek., sem enn stendur. Ekkert fannst athuga- vert í þvagi Johnsons við ljfyapróf eftir keppnina þar. Sjá nánar á íþróttasíðu, bls. 43. Sovéskur sagnfræðingur: Sovésk stjórnvöld og Stalín komu af stað kalda stríðinu Þurftu áþví að halda til að aisaka ófremdarástaudið heima fyrir Moskvu. Reuter. ÞAÐ VORU sovésk stjórnvöld og Jósef Stalín, sem komu af stað kalda stríðinu en ekki Vesturveldin. Kemur þetta fram í nýrri grein eftfr sovéskan sagnfræðing og gengur þvert á opinberan áróður í Sovétrikjunum allt fram á þennan dag. Sagnfræðingurinn, dr. Níkolaj hafi aðeins verið um að ræða Popov, segir í greininni, sem birt- ist í vikuritinu Líteratúmaja Gaz- eta, að Sovétstjómin sjálf hafi að mestu búið til „andrúmsloft átaka og óvildar" til að geta kennt utan- aðkomandi ógnun um alit, sem miður fór í landinu. „í augum Evrópumanna og Bandaríkjamanna fyrir stríð vora Sovétríkin fyrst og fremst land kúgunar og ofbeldis, fangabúða, skelfingar og einræðis — land Stalíns," segir Popov. í Sovétríkjunum er því haldið fram, að Winston heitinn Churc- hill, forsætisráðherra Breta, hafi átt upptökin að kalda stríðinu árið 1946 með stuðningi Banda- ríkjamanna en Popov segir, að þar „framhald á andstöðunni við stalínisma fjórða áratugarins". Þá segir hann, að tortryggni margra Vesturlandamanna í garð Míkhafls Gorbatsjovs, núverandi leiðtoga Sovétríkjanna, sé runnin af þessum sömu rótum, af „and- stöðunni við stalínismann, sem talinn er eitt og hið sama og kommúnisminn, hugmyndafræði hans og pólitískt kerfi“. Popov, sem er sérfræðingur í bandarískum málefnum við Rann- sóknastofnun í félagsfræðum í Moskvu, segir ennfremur, að vest- ræn ríki hafi haft ástæðu til að hafna samningum við Stalín á fjórða áratugnum og ljóstra ekki upp um rannsóknir sínar á kjam- orkusprengjunni á heimsstyijald- aráranum. Þá vísar hann í raun á bug þeirri kenningu Staltns og eftirmanna hans, að Sovétmenn hafí ávallt fylgt friðsamlegri stefnu en „vestrænu kapítalist- arnir" verið fullir fjandskapar og stríðsæsinga. Háttsettir menn í Sovétríkjun- um, jafnvel þeir, sem teljast til umbótamanna og standa nærri Gorbatsjov, halda því enn fram, að Vesturlönd hafi byijað kalda stríðið og nýlega var það nefnt, að Mimchenarsamningamir 1938 og leynilegar rannsóknir Banda- ríkjamanna á kjamorkusprengj- unni hefðu verið til marks um fjandskapinn við Sovétmenn. Popov segir hins vegar, að það sé „bamalegt og hræsnisfullt" að fordæma vestræna leiðtoga fyrir Miinchenarsamningana. Vissu- lega hafí þeir verið skammsýnir Jósef Stalin Reuter en hinu megi ekki gleyma, að „Vesturlandamenn litu Sovétríkin sömu augum og Þýskaland nasis- mans og þurftu að gera upp á milli tveggja vondra kosta". Popov segir að lokum, að „mörg okkar minnumst þess með nokkr- um biturleika, að leiðtogar Banda- ríkjanna og Bretlands skyldu ekki koma okkur strax til hjálpar í stríðsbyijun ... að þeir skyldu lejma blóði drifinn bandamann sinn kjamorkusprengjunni. Við ættum þó kannski líka að velta því fyrir okkur hvaða áhrif vitn- eskja þeirra um Stalín hafði á þær ákvarðanir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.