Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 33
Hann hafði kynnast stúlkunni sinni á Korpúlfsstöðum, en þar var mikiðum ungt fólk og félagslíf. Hún var í gagnfræðaskóla, bráðvel gef- inn nemandi, og hefði átt góða framtíð á námsbrautinni. En ástin sigrar allt stendur skrifað og á 17. afmælisdegi sínum gifti hún sig. Hún hét Lilja, f. 25. júlí 1925, d. 30. nóvember 1970. Hún fæddist að Bárðarstöðum í Loðmundarfirði, dóttir ZópHaníasar Stefánssonar frá Mýnesi, sem ættaður var úr Skagafirði, og konu hans Ólínu Jóhannsdóttur frá Hjaltastað í Eiðaþingá, dóttur hjónanna Guð- rúnar Hjörleifsdóttur Jónssonar frá Nefbjamarstöðum og Bjargar Jó- hannesdóttur. Væntingar fólks í húsnæðismál- um voru aðrar í stríðsbyijun en nú í dag. Hugi keypti í félagi við tengdaforeldra sína lítið hús við Breiðholtsbraut sem tilheyrði þá Blesugróf. Þau undu ekki lengi þar en keyptu annað hús við Framnes- veg og Hugi fór í Iðnskólann og hóf nám í pípulögnum. Það gekk vel og hann lauk því á tilskyldum tíma. Eftir það vann hann við iðn sína á meðan „eftirstríðsgróðinn“ varði. Þá tók við stöðnun í atvinnu- málum svo jafnvel sfldin brást. Hugi og Lilja höfðu þurft að flytja nokkrum sinnum en voru nú komin í Blesugrófina aftur og þar hófst blómaskeið. Húsið stækkuðu þau og lagfærðu og unnu bæði mikið. Bömin voru nú orðin 10, þau em: Reynir f. 12. október 1942, rafmagnsverkfr., kona Unnur Steingrímsdóttir lífefnafræðingur, 2 böm. Ævar f. 4. desember 1943, rafvirkjameistari, 1 bam. Kristinn f. 1. desember 1944, strætisvagna- stjóri, kona Sigurbjörg Sigurðar- dóttir, 4 börn. Sunna f. 15. desem- ber 1945. Ema f. 4. nóvember 1947, verslunarmaður, maður David Smethurst, verslunarmaður, 2 böm. Drífa f. 23. mars 1949, verkakona, skilin, 4 böm. Hugrún f. 2. apríl 1950, iðnverkakona, maður Níels Birgir Svansson, verk- stjóri, 4 börn. Hugi f. 7. maí 1951, sjómaður, 3 börn, kona Jónína B. Ölafsdóttir, verslunarmaður. Ægir f. 4. desember 1954, háskólanemi. Valur f. 18. nóvember 1956, verka- maður, kona Birna Lárasdóttir. Eitt sumar dvöldu þau um tíma á heimili okkar hjónanna með 6 böm, öll ung og smá, sjálf hafði ég 4 börn. Oft verður mér hugsað til þess tíma, umgengnin var svo góð að betri hefði hún ekki getað verið. Börnin róleg og hlýðin og íbúðin alltaf hrein og strokin. Þetta var á þeim tímum sem ekki voru almennt komin heyvinnutæki og öllu heyi þurfti að snúa með hrífu og raka saman með handafli. Hugi var með sitt óþrjótandi, spaugsama glens og sögur, svo allir okkar strákar reyndu að herða sig svo þeir misstu nú ekki af neinu. Þannig hélt hann vinnugleðinni í hópnum. Lengi höfðu þau hjónin haft hug á búskap í sveit. Ekki vantaði þau baráttu- þrekið eða vilja ogtækifærið kom. Þeim bauðst jarðnæði að Minni- Ólafsvöllum á Skeiðum. Vorið 1959 fluttu þau svo búferlum. Dugnaður þeirra hjóna og samheldni kom ekki síður í ljós þama en fyrr. Þau endur- bættu húsið, byggðu útihús og bættu við nýræktina. En ungamir fóru að ókyrrast í hreiðrinu og fljúga burt. Hvort sem bömin voru við nám eða vinnu þurftu þau að eiga góðan samastað. Hjónin tóku sig því upp og fluttu niður á Sel- foss. Þar fékk Lilja vinnu í Tryggva- skála en Hugi fór að vinna við sína iðn, pípulagnimar. Árið 1966 flytja þau svo alfarin til Reylqavíkur og Lilja fær vinnu sem matráðskona á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg. Sá hörmulegi atburður varð 30. nóvember 1970, að Lilja andaðist, aðeins 45 ára að aldri, hún sem var möndullinn og hin sterka stoð heim- ilisins. Það var kransæðastífla sem lagði hana að velli og ekkert hægt að gera fyrir hana. Allir vora harm- þrungnir. Hugi stundaði vinnu sína og tók þátt í verkalýðsbaráttunni eins og fyrr, en orti Ijóð á hljóðum stund- um, sem voru of margar. Eftir hann liggur talsvert í bundnu og óbundnu máli. Nokkrar P írilOf (T'H'PÍTi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 ljóðabækur hefur hann látið frá sér fara. Skuggi draumsins 1958, Ákvæði 1972, GaldraRönkurinn 1981, Þokán 1983, Vorljóð 1984, Liljan 1986, Gömul spor og ný 1988. Fyrr en varði syrti í álinn. Hugi missti heilsuna og fékk hægfara lömun áður en hann komst á sjö- tugsaldurinn. Hann var alla tíð harður af sér og bjó einn þar til síðastliðið haust að hann varð rúm- fastur. Hugi hefur búið síðustu árin í Kópavogi, fyrst í Holtagerði 74 og nú síðast í Fannborg 1. Hann var í nokkur ár gangavörð- ur í Þinghólsskóla í Kópavogi. Þar líkaði honum starfið vel með kenn- uranum. Bömin dáðu hann og heils- uðu eins og gömlum vini, hvar sem fundum þeirra bar saman. Hann var þeim líka sem afí og leikbróðir, hjálpaði þeim ef eitthvað var að og hughreysti þau. Tók jafnvel þátt í prakkarastrikum með þeim. Útför hans fer fram föstudaginn 3. mars kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Hver liðin stund er lögð í sjóð, jafnt létt sem óblíð kjör. Lát auðlegð þá ei hefta hug né hindra þína fór. Um hitt skal spurt - og um það eitt, hvað yzta sjóndeild fól, því óska vorra endimark er austan við morgunsól. (Öm Amar) Hulda Pétursdóttir, Útkoti. Vorið 1939 var ákaflega milt með bláum himni og yndislegri ang- an í lofti úr gróandi jörð, — vor eins og þau geta best verið á ís- landi. Það hafði tekið við af mildum vetri sem ekkert frost skildi eftir í jörð og vorið kom án allra hreta og þótti einmuna árgæska. Þetta umrædda vor var ég á Blikastöðum í Mosfellssveit hjá Magnúsi Þorláks- syni sem þá var landskunnur stór- bóndi og ræktunarmaður, hafði með atorku og fyrirhyggju breytt koti í stórbýli á fáum áratugum. Þar-hafði ég verið um veturinn og nú þessa mildu vordaga voru vinnufélagarnir að fara úr vistinni og nýir að koma í þeirra stað. Einn af þessum ungu mönnum sem þangað kom var brosmildur, lágvaxinn strákur sem var litlu eldri en ég. Hann hét Hugi Hraunfjörð, Snæfellingur að ætt eins og ég en uppalinn í Reykjavík. Hann var þaulvanur mjaltamaður en í þá daga vora kýmar hand- mjólkaðar, vanur öllum störfum sem til féllu á búinu. Einhvern veg- inn varð okkur fljótt vel til vina og töluðum mikið saman. Það varð mér fljótt ljóst að þessi ungi, glaðværi maður átti sér hug- sjón sem hann fór ekki dult með. Hann dreymdi um betri og réttlát- ari heim, annað þjóðskipulag þar sem arði vinnunnar væri skipt af meira réttlæti meðal landsins bama. Ekki aðeins á þessu landi heldur um allan heim. Þetta rétt- láta skipulag var kommúnisminn sem þá var aðeins framkvæmdur í Rússlandi eins og kunnugt er. Ekki var ég nú sammála vini mínum í þessu efni þótt ég þættist vita að hann væri einlægur í trú sinni á að þetta skipulag gæti bjargað heimsbyggðinni frá ranglæti auð- valdsskipulags og kúgunar spilltrar yfírstéttar — grandvallað á hans réttlætiskennd. Þá var útlit í al- þjóðamálum ófriðlegt, Hitler á há- tindi valda sinna og ótti mikill að til styrjaldar kynni að draga. Þessir vordagar liðu fljótt og áður en ég fór til minnar heima- byggðar, ákváðum við að skrifast á. Eg fékk bréf frá Huga en það var að mestu í ljóðum. Bréfínu svar- aði ég en fékk aldrei bréf til baka, þótti það undarlegt en skýringuna fékk ég mörgum áratugum síðar. Að vísu hitti ég Huga nokkra síðar og þá hafði hann fundið sér lífsföru- naut. Þá var styijöld hafín í Evr- ópu, ísland var hemumið og allir höfðu næga atvinnu á okkar landi. — Árin liðu og líf okkar barst með lífsins straumi til ólíkra átta. Ég frétti ekkert af Huga í heila ára- tugi. Þá var það er ég var kominn á sextugsaldur að ég sé í blaði minningarljóð um gamla konu og höfundurinn var Hugi Hraunfjörð. Þessa gömlu konu kallaði hann fóstru sína en það sem kom mér á óvart var að þarna var viðfangsefn- ið tekið óvenjulegum tökum, laust við mærð en þó þrangið tilfinningu. Ég set hér fyrstu tvö erindin: Fögur er hlíðin sem forðum pllin í sömu skorðum. Það er með öðrum orðum ekkert sem hefur gerst. Þó er ég titrandi af trega og tárin mín við ég berst. Eins og móður mina man ég þig, yndisfríða, hlýja, bjarta, blíða, bemskunnar helgidóm. Ekki sem flallið eina, aðeins sem fagurt blóm. Við lestur þessa ljóðs minntist ég mildra vordaga í Mosfellssveit er ég kynntist höfundi þess, þá vart komnum af unglingsaldri, glaðvær og brosmildur og lét fjúka í kviðlingum á þjóðlega vísu. Hvern- ig skyldu þessi áratugir hafa leikið hann í þeirri veröld sem aldrei verð- ur söm eftir hin miklu ragnarök sem breyttu veröld æsku okkar svo skyndilega. Heimilisfang hans fann ég í símaskránni, sendi lítinn bréf- miða ásamt frómri ósk um endur- fund. Hugi kom og þarna tókum við þráðinn upp aftur. Mikil saga hafði að sjálfsögðu gerst í lífí okkar beggja og árin sett sitt mark á okkur en við þennan endurfund urðum við vinir á ný. Hugi var fæddur á Hellissandi. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristjánsína Sigurást Kristjáns- dóttir og Pétur Hraunfjörð, sjómað- ur og síðar verkamaður í Reykjavík en þar ólst Hugi upp í stórum systk- inahóp. Foreldrar Huga voru greindar og duglegar manneskjur. Pétur, faðir Huga, var góður hag- yrðingur og móðirin greind og orð- hög kona. Þau vora bæði uppalin á norðanverðu Snæfellsnesi og Pétur kenndi sig við Hraunsfjörðinn. Börn þeirra voru öll vel greind og hag- mælskan rík í mörgum þeirra. En á þeirra æskuárum var kreppa og atvinnuleysi hér á landi og víðar og fá tækifæri til menntunar. Hugi lærði pípulagningar og mun hafa starfað í því fagi lengst af sinni starfsævi. Árið 1942 giftist hann Lilju Zophaníasdóttur. Hún var frá Aust- Jóhanm.Þorle^ ojorn Bjamason' Jón Jónsson, tré- smiður — Minning Birting afmælis- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar tíl birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavik og á skrif- stofii blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í Ijóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. fjörðum, hin mesta dugnaðar- og sæmdarkona. Þau hjónin eignuðust 10 börn sem öll era á lífi og hið mannvænlegasta fólk. Við störf sín í pípulögnum lætur Hugi að vanda fjúka í kviðlingum og yrkir jafnvel heilar rímur um félaga sína í gamansömum tón, (Meistararíma), sem er í hans síðustu bók. Þá tekur hann sér frí frá erilsömu starfi og flytur með fjölskyldu sína austur á Skeiðar og gerist bóndi. Við bústörfín yrkir hann um bænd- ur og bændakonur austur þar. Ljóð- in lágu honum létt á tungu, hin gamla ljóðhefð var honum með- fædd. Þó var hann fyrst og fremst maður ríms og stuðla, orti sér til gamans léttrímuð og órímuð ljóð og kallaði „nýmóðins ljóð“. Borgin við sundin dregur þau til sín á ný og þangað heimsótti ég þau hjón eftir að við fundum hvor annan eins og við sögðum. Það var í eina skiptið sem ég sá hans góðu konu. Skömmu síðar dó hún snögg- lega. Það var Huga að sjálfsögðu mikið áfall sem hann bar með still- ingu og karlmennsku. Eftir þetta mun hann hafa hætt að halda heim- ili, flutti úr bænum og vann ýmis störf, m.a. var hann skólavörður í Kópavogi. Nú verður hann fyrir öðru stóráfalli í sínu lífi. Hann lam- ast veralega vinstra megin af völd- um blóðtappa og er um tíma í end- urhæfíngu. Nokkra eftir það flytur hann í einstaklingsíbúð í Fannborg, Kópavogi. Hann var vel rólfær þótt fóturinn væri lélegur og höndin til lítilla nota. Þá hafði ég eignast bíl fyrir nokkru og gat nú heimsótt vin minn og haft hann meim með mér er ég átti helgarfrí. Á ég margar góðar endurminningar um þá vinafundi. Ekki ræddum við hugsjónina sem trendrað hafði heita glóð í huga hans í æsku. „Þetta var trú hjá mér,“ sagði hann einu sinni. í svipti- vindum tíðarandans virtist hún hafa misst sinn ljóma sem og fleiri æsku- hugsjónir okkar kynslóðar í breytt- um heimi. Á þessum tíma fer Hugi að búa ljóð sín til prentunar. Áður- hafði komið út bókin Skuggi draumsins (1958). Nú komu með stuttu millibili: Ákvæði (1972), Galdra-Rönkurímur (1981), Þokan (1983), Vorljóð (1984), Liljan (1986) og Gömul og ný spor (1988). Á þessum tíma ferðaðist Hugi tölu- vert, fór til margra Evrópulanda og Kanada og ferðaðist dálítið inn- anlands. Naut hann að sjálfsögðu barna sinna og annarra vanda- manna sem reyndust honum vel í hvívetna. Aldrei heyrði ég hann kvarta um sitt heilsufar eða kjör. Virtist hann taka fötlun sinni með æðraleysi. Hin síðari ár fannst mér lífsgleðin fölskvast hjá honum og hann ekki njóta sín eins vel í samræðum við fólk og áður. Hans skarpa hugsun hafði dofnað og þó var samúðin með þeim snauða jafnan vakandi og vonin um betri daga hjá því fólki. Svo segir hann í einni af sínum svifléttu hririghendum: Liðugt tuldra löngum snauðir lofi duldir óskahags Burtu kulda, kvöl og nauðir kyssir hulda betri dags. Á sl. hausti, um það leyti sem síðasta bókin hans kom út, fékk hann annað áfall en gat þó fylgst með en átti dálítið erfítt með að tjá sig. Góð er hvfldin þreyttum og ljúf mun sú hulda sem veitti honum að síðustu lausn frá erfiðu sjúkdóms- stríði. Blessuð sé minning hans. Ó.B. t Bróftir okkar og mágur, GUÐNI GUÐMUNDSSON, Aðalgötu 23, Súgandafirði, verður jarðsunginn frá Suftureyrarkirkju laugardaginn 4. mars kl. 14.00. Jóhann M. Guðmundsson, Þorvarður S. Guðmundsson, Guðrún G. Guðmundsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Fanney Guðmundsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, Jakobína Guðmundsdóttir, Kristjana H. Guömundsdóttir. Björg Sigurðardóttir, Svanhildur Sigurjónsdóttir, Skúli Jónasson, Högni Þórðarson, Friðjón Guðmundsson, \ \ t Eiginkona mín, ELÍSABET G. HÁLFDÁNARDÓTTIR, (safirði, sem lést 25. febrúar, verftur jarðsungin frá ísafjarftarkapellu laug- ardaginn 4. mars kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Hinrik Guðmundsson. t Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vift andlát og jarftarför mannsins míns og föftur okkar, GUÐMUNDAR SÍMONARSONAR, Melabraut 5, Seltjarnarnesi, sendum vift okkar bestu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúft og vinar- hug vift andlát og útför sonar okkar og bróftur, EYLEIFS ÞÓRS GÍSLASONAR, Urðarteigi 18, Neskaupstað. Gfsli S. Gíslason, Guðrún M. Jóhannsdóttir, Heimir B. Gfslason, Jóhann P. Gíslason, Gfsli Gfslason, Guðmundur R. Gfslason og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.