Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 Kjúklingar og kartöflur: Hækkun langt umfram framfærsluvísitölu KARTÖFLUR hafa hækkað rúmlega þrísvar sinnum meira en fram- færsluvísitalan síðustu flögur ár, og kjúklingar hafa hækkað tvöf- alt meira en framfærsluvísitalan, síðustu Smm ár, samkvæmt upplýs- ingum Jóhannesar Gunnarssonar formanns Neytendasamtakanna. Jóhannes Gunnarsson tók sem dæmi um hækkun þessara vöruteg- unda, að frá júní 1987 til febrúar 1989, hefðu kjúklingar hækkað um 95,2% meðan framfærsluvísitala hækkaði um 40,4%. Egg hækkuðu á sama tíma um 121,3%. Kartöflur hefðu á 12 mánaða tímabili, frá janúar 1988 til janúar 1989, hækk- að um 88.3% meðan framfærsluvísi- talan hækkaði um 18,3%. Ef litið er á lengra tímabil, hækk- uðu kjúklingar um 312,4% frá júní 1984 til febrúar 1989, að sögn Jó- hannesar. Á sama tíma hækkaði framfærsluvísitalan um 163,4%. Frá júní 1984 til júní 1987, hækk- uðu kjúklingar um 111,3%, meðan framfærsluvísitaian hækkaði um 87,6%. Mest varð verðhækkunin 1984-85. Næsta ár hækkuðu kjúkl- ingar lítið, vegna samkeppni, og 1986-87 hækkuðu kjúklingar einnig minna en framfærsluvísitalan, en síðan hafa þeir hækkað verulega. Svipuð verðþróun hefur orðið á eggjum. Kartöflur hækkuðu um 339% frá janúar 1985 tiljanúar 1989. Á sama tíma sagði Jóhannes að heilhveiti- brauð hefði hækkað um 201% og fiskhakk um 202%, ef dæmi væri tekið af matvælum sem fengið hefðu á sig söluskatt á síðasta ári. Neytendasamtökin hafa mót- mælt gífurlegum verðhækkunum í kjúklingum og kartöflum, sem ' m- tökin segja að hafí orðið eL . *ð framleiðendur bundust samtt. m um að hækka þessar vörur. Segjast samtökin ætla að brjóta einokun framleiðenda á bak aftur. ÁRNAÐ HEILLA FA ára afmæli. Næst- «JU komandi mánudag, 6. mars, er fimmtugur Jón K. Þórðarson, múrarameist- arí, Brekkubæ 26 hér f Reykjavík. Hann og kona hans, Úndína Gísladóttir ætla að taka á móti geBtum í Skip- holti 70 á morgun, laugardag, milli kl. 16 og 19. F A ára afinæli. Á morg- O U un, laugardaginn 4. þ.m., er fímmtugur Bragi Tómasson frá Höfa í Vest- mannaeyjum, Keilufelli 6, í Breiðholtshverfí. Hann ætlar að taka á móti gestum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, af- mælisdaginn, kl. 15—18. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 2. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lægsta Meðal- Magn Helldv- varð verð verð (lestir) verð Þorskur 49,00 41,00 47,78 64,579 3.085.739 Þorskur(óst) 44,00 40,00 43,02 9,846 423.558 Þorskur(dbt) 28,00 28,00 28,00 0,172 4.816 Smáþorskur 30,00 27,50 28,75 0,900 25.875 Þorsk(umálósl) 27,50 27,50 27,50 1,500 41.250 Ýsa(óst) 87,00 39,00 74,27 5,460 405.517 Smáýsa(óst) 24,00 24,00 24,00 0,061 1.464 Ufsl 26,50 25,00 25,95 21,141 548.625 Karfi 30,00 28,00 28,27 12,943 365.901 Steinbítur 30,00 30,00 30,00 1,785 53.550 Steinbítur(óst) 16,00 11,00 11,39 6,412 81.146 Lúða 130,00 125,00 240,19 0,351 84.308 Keila(óst) 17,00 17,00 17,00 0,500 8.500 Samtals 40,97 126,505 5.182.760 Selt var aðallega úr Margréti EA, Núpi ÞH, Guðrúnu Björgu ÞH og frá Tanga hf. f dag verður meðal annars selt óákveðið magn úr Jóaá Nesi SH, Margróti EA, Núpi ÞH ogfráTanga hf. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 49,00 39,00 42,61 8,701 370.757 Þorsk(ósl.l.bt) 54,00 37,00 42,00 6,724 282.416 Þorsk(ósl1-3n) 37,00 30,00 31,41 4,260 133.812 Ýsa 54,00 41,00 44,92 0,776 34.858 Ýsa(óst) 57,00 22,00 45,63 0,175 7.986 Ýsa(umálóst) 15,00 15,00 15,00 0,010 150 Ufsi 24,00 23,00 23,82 0,560 13.337 Karfi 29,00 20,00 25,12 19,160 481.246 Steinbítur 34,00 15,00 16,34 1,680 27.452 Blálanga 27,00 27,00 27,00 0,554 14.958 Lúöa 300,00 255,00 264,82 0,223 59.055 Hrogn 125,00 110,00 116,14 0,066 7.665 Samtals 33,38 42,978 1.434.397 Selt var aöallega úr Jóni Vídalln ÁR, Má SH og bátum. f dag verður selt úr Freyju RE og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 50,00 37,00 43,61 48,771 2.126.800 Þorskur(ósl.) 50,00 37,50 43,84 30,834 1.361.777 Ýsa 72,00 38,00 58,42 1,493 87.188 Ýsa(óst) 82,00 35,00 71,32 5,345 381.185 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,395 5.925 Ufsi(óst) 25,00 13,00 22,43 2,029 45.512 Karfi 29,00 20,00 27,98 1,462 40.914 Steinbitur(óst) 15,00 7,00 14,14 1,400 19.800 Hlýri+steinb. 26,00 26,00 26,00 1,000 26.000 Lúða 375,00 65,00 336,16 0,230 76.918 Lúða(óst) 360,00 90,00 298,06 0,169 50.283 Kella 16,60 12,00 14,54 2,390 34.756 Samtals 44,01 97,383 4.286.764 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK, Eldeyjar-Hjalta GK, Happasæli GK og Sigrúnu GK. I dag verða meðal annars seld 70 tonn af þorski og 3 til 5 tonn af ýsu úr Skarfl GK. Kynning á aðgerðar- rannsóknum Rannsóknaþjónusta Háskól- ans og Félag íslenskra iðnrek- enda boða í dag til kynningar á aðgerðarannsóknum við háskól- ann og í atvinnulífinu. Ólafur Davíðsson, framkvæmda- stjóri FÍI, flytur inngang og Kjart- an Jóhannsson, alþingismaður og dósent, fjail r almennt um að- gerðarannsó.tiiir. Páll Jensson prófessor og Snjólfur Ólafsson sér- fræðingur ásamt Steinþóri Skúla- syni framkvæmdastjóra SS koma með dæmi um notkun aðgerða- rannsókna í atvinnulífi. Þorkell Helgason prófessor ræð- ir hvemig aðgerðarannsóknir nýt- ist í framtíðinni í tengslum við íslenskt atvinnulíf. Fundarstjóri verður Valdimar K. Jónsson próf- essor. Kynningin hefst klukkan 17.15 í Odda, stofu 101. Kobbi kviðristir ÁSBÍÓ hefúr tekið til sýninga myndina „Kobbi kviðristir snýr aftur“. Með aðalhlutverk fer James Spader. Myndin fjallar um ungan lækna- nema sem flækist í morðmál, er líkist á dularfullan hátt morðmálum þeim sem Jack the Ripper átti hlut að á 19. öld. Leiðrétting í frétt biaðsins um vínveitnga- leyfi, sem veitt hafa veríð í borgarráði, misrítaðist heimil- isfang Pítunnar við Skipholt 50 C og leiðréttíst það hér með. Alþjóðlegur bænadagur kvenna Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður að þessu sinni, i dag föstudaginn 3. mars og verð- ur samkoma hjá Hjálpræðis- hernum klukkan 20.30 þann dag. Alþjóðlegur bænadagur kvenna er vaxinn úr litlum bænahópum upp í alheimssamfélag, sem er sterkur hlekkur milli kvenna um allan heim. Ár hvert bætast nýir hópar í þennan bænahring. Nú taka um 170 þjóðir þátt í þessum bæna- degi kvenna, sem haldinn er árlega fyrsta föstudaginn í mars. Allir, jafnt karlar sem konur, eru velkomnir á samkomur bænadags kvenna um allt land. Harður árekstur Vogum. HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á Reykjanesbraut við vega- mót í Voga, rétt fyrir hádegi á miðvikudag. Fólksbifreið sem kom eftir Voga- vegi, lenti á sendibifreið, sem var á leið vestur Reykjanesbraut. Við það urðu skemmdir á stýrisbúnaði sendibflsins, sem fór stjómlaus nokkra tugi metra eftir brautinni og valt utan vegar. Engin slys urðu á fólki en bif- reiðimar eru mikið skemmdar. - E.G. Sfldinmveltekið SeUossi. SÝNINGUM Leikfélags Rang- æinga á verkinu Síldin kemur og sfldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur hefiir ver- ið mjög vel tekið. Húsfyllir hefúr veríð á allar sýningar og sýning- argestir komnir á annað þúsund. Mikið er um að fólk úr öðrum byggðarlögum komi á sýninguna og hópferðir hafa verið úr öðrum landshlutum. Sýningin er mjög lífleg og tónlistin smitar áhorfend- ur til þátttöku með lófaklappi í takt á milli atriða. Sýningamar fara fram í iðnaðar- húsnæði frá Kaupfélagi Rangæ- inga þar sem áður var starfrækt saumastofan Sunna. Leiksviðið er sfldarplan ásamt verbúðum og skrifstofu eiganda söltunarstöðvar- innr. Alls hafa 50 manns komið að uppsetningu verksins og þykir vel hsda tekist til hjá Ingunni Jens- dóttur leikstjóra. — Sig. Jóns. Hestadagar í Reiðhöllinni Hestadagar verða haldnir i Reiðhöllinni um helgina. AIls verður boðið upp á Qórar sýn- ingar, tvær hvorn daginn. HeQ- ast fyrrí sýningaraar klukkan 15 en þær seinni klukkan 21. Þetta mun vera í þriðja skiptíð sem Reiðhöllin stendur fyrir Hestadögum en í fyrra voru haldnir tvennir Hestadagar og var uppselt á allar sýningar. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá að venju sem hefst með Fánareið Félags Tamningamanna. Þá verða stóðhestar sýndir, ungl- ingar verða með sýningu og Emil ( Kattholti mætir á staðinn. Meðal annarra atriða má nefaa að Laddi skemmtir og heyrst hefur að Sverr- ir Stormsker muni stiga þama sín fyrstu spor í hestamennskunni. Ráðsfundir ITC ANNAÐ ráð ITC á fslandi heldur tvo ráðsfimdi um helgina, 4.-5. mars á Hótel Sögu. Laugardagsfundurinn er í umsjá ITC Kvistar. Hann hefst kl. 10 með ræðukeppni, en þar keppa aðilar sem hafa sigrað í ræðukeppnum deilda. Eftir hádegisverð em fé- lagsmál og Höskuldur Þráinsson prófessor flytur erindi um íslenskt mál. Sunnudagsfundurinn er í umsjá ITC Irpu Reykjavlk og hefst kl. 10 árdegis á sama stað, með félags- málum. Að loknum hádegisverði verður flutt fræðsluerindi um fund- arsköp og um framkomu ( ræðu- stól. Hildur Jónsdóttir blaðamaður kemur á fandinn og kynnir bókina „Það er kominn tími til“ eftir Dmde Dahlemp. „Frístælkeppni“ hársnyrtifólks Alþjóðleg „frístælkeppni" í hárgreiðslu verður haldin á Hót- el íslandi á sunnudag, 5. mars. í frétt frá tímaritinu Hár og feg- urð, sem að keppninni stendur, segir m.a. að keppnin hafi verið kynnt hjá samtökum hársnyrtifólks um allan heim og vakið mikla at- hygli. Forseti alheimssamtaka hár- snyrtifólks, Xavier Wenger, verður heiðursgestur á Hótel Islandi og verður hér í boði Hárs og fegurðar og Flugleiða. Tónleikar í Keflavík og Hafliarfírði ÞEIR Guðni Franzson, klarí- nettuleikarí og Þorsteinn Gautí Sigurðsson, píanóleikarí, halda tvenna tónleika helgina 4.-5. mars. Fyrri tónleikamir verða í Ytri- Njarðvíkurkirkju laugardaginn 4. mars og þeir síðari sunnudaginn 6. mars í Hafaarborg (Hafaarfirði. Efaisskrá tónleikanna er §öl- breytt, m.a. verk eftir J. Brahms, C. Debussy, C. Saint-Saéns, E. Satie og fleiri. Þeir Guðni og Þorsteinn Gauti hafa leikið saman talsvert lengi og komið víða fram, m.a. í Sovétríkj- unum og Frakklandi. Tónleikamir hefjast klukkan 16.00 báða dag- ana. FáskrúðsQörður: „Morð upp á grín?“ í Skrúð Leikhópurínn Vera frumsýnir í dag leikrítíð „Morð upp á grín?“, f félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði. Leikstjóri er Finnur Magnús Gunnlaugsson. Átta leikarar taka þátt í sýningunni, en um 20 manns hafa lagt hönd á plóginn. Hlífar Már Snæbjömsson sá um gerð sviðsmyndar í samvinnu við aðra og heldur hann málverkasýningu samhliða leiksýningunni. Verkstjórafélag Reykjavfloir Verkstjórafélag Reykjavíkur er 70 ára í dag, föstudag, og f tilefiii þess heldur félagið af- mælishóf í Hótel Holiday Inn. Við stofaun Verkstjórafélags Reykjavíkur vora félagar þess 27 talsins en nú era þeir 650. Félagið er með skrifstofu í eigin húsnæði í Skipholti 3 í Reykjavík. Formaður félagsins er Högni Jónsson verk- stjóri hjá Mjólkursamsölunni. Ljóðabók ÚT ER komin ljóðabókin Upp- hafið, eftír Bjaraa Bjarnason. Þetta er fyrsta bók höfundar og er hún gefin út ( 100 tölusettum eintökum. Bókin er 66 blaðsíður og hefur að geyma 36 ljóð. Þar af er eitt 20 blaðsiður og dregur bók- in nafa sitt af því. Bókin fæst hjá Máli og menn- ingu, Eymundsson, Bókabúð Braga og í Gramminu. Hveragerði: Dýrin í Hálsa- skógi frumsýnd LEIKFÉLAG Hveragerðis frum- sýnir baraaleikrítíð Dýrin f Hálsaskógi eftír Torbjöra Egner f nýbyggingu grunnskólans f Hveragerði á morgun. Leikstjóri er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, en söngstjóm, útsetn- ingar og undirleik annast Anna Jórann Sveinsdóttir. Hjörtur Már Benediktsson leikur Mikka ref og Steindór Gestsson Lilla klifurmús. Alls taka 30-35 þátt í sýningunni. Finnskbóka- kynning Rithöfundurinn og myndlista- maðurinn Rosa Liksom verður gestur á finnskrí bókakynningu sem fer fram f Norræna húsinu laugardaginn 4. mars klukkan 16.00. Timo Karlsson sendikennari seg- ir frá því markverðasta í finnskri bókaútgáfu frá 1988 og Rosa Lik- som les úr verkum sfnum. Bóka- kynningin fer fram á dönsku og íslensku. Sama dag verður opnuð sýning á teikningum hennar í and- dyri Norræna hússins. Óbreytt símanúm- er hjá Flugleiðum VEGNA MISTAKA þjá Flug- leiðum var auglýst að upplýs- ingar um ferðír og farpantanir innanlands væru veittar i sima- númeri Bflaleigu Flugleiða. Símanúmeranum verður hins vegar ekki breytt fyrr en ný síma- númer kemur út í vor, að sögn Ágústs Harðarsonar í tölvudeUd Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.