Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 12
MOUGUN'BLADIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 íþróttaman n vi rkj a í Skálafelli, sem eru metin á um 150 milljón- ir, en skuldirnar vegna þeirra eru um 10 milljónir. Það er hins veg- ar mjög erfitt að reka svona skíða- svæði; ýmist er snjólaust allan veturinn eða svo mikill snjór að ekki er hægt að komast upp eft- ir. Ekki hefur enn verið hægt að opna svæðið í vetur, en KR þarf að greiða fyrir snjóruðning að Skálafelli." -Hvað er þá til ráða? „íbúar á Stór-Reykjavíkur- svæðinu þurfa tvö skíðasvæði og þau eru fyrir hendi í Bláfjöllum og Skálafelli. En KR ræður ekki við kostnaðinn, sem því fylgir að byggja upp og reka staðinn í sam- keppni við Sveitafélögin. Blá- fjallanefnd hafa mótað verðlagið fyrir gestina, en þegar sú ákvörð- un er tekin er aðeins miðað við almennan rekstrarkostnað, en ekki tekið tillit til stofn- eða fjár- magnskostnaðar. Þannig hefur Bláfjallanefnd haldið verðinu á skíðakortum niðri á kostnað fé- laga, sem halda uppi skíðaaðstöðu eins og KR. Slíkt ræður ekkert félag við. Hins vegar er nauðsyn- legt fyrir ráðamenn að sinna þörf- um borgaranna og því á Reykjavíkurborg að yfirtaka svæði KR í Skálafelli í samvinnu við Bláfjallanefnd. Nefndin hefur vaxandi skilning á málinu og hef- ur lýst yfir áhuga á að taka þátt að einhveiju leyti í starfmu í Skálafelli, en fyrstu merki þess eru að nú gilda sömu aðgangs- kort á báða staði.“ Atvinnumennska í sjónmáli -Eru fyrirhugaðar breyting- ar á starfeemi félagsins? „Eðli íþrótta er að þroska og bæta einstaklinginn. Hann lærir svo margt í íþróttum, sem kemur að gagni í lífínu. Hann lærir að taka tapi, bítur á jaxlinn ákveðinn í að gera betur næst. Hann lærir aga, að vinna í hóp, hann of- metnast ekki vegna sigra. í lögum KR stendur að tilgangur félagsins sé að iðka knattspymu og sem flestar aðrar líkamsíþróttir og glæða áhuga almennings fyrir gildi þeirra. Þannig hefur það verið og þannig verður það. Hins vegar er ljóst að atvinnu- mennska í einhverri mynd í vin- sælustu greinunum, knattspymu og handknattleik, er handan við dymar. í raun held ég að hér sé ekki spurning um hvort heldur hvenær — frekar spurning um mánuði en ár. Ég tel eðlilegt að að þessu verði stefnt og mun beita áhrifum mínum til að KR verði hér í forystu eins og í öðmm veig- amiklum málum. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að greiða 20 til 30 leikmönnum fyrir æfíngar og leiki, að stofnað verði sjálfstætt atvinnumannalið í knattspyrnu innan KR til dæmis í hlutafélags- formi. En hvað sem atvinnumennsku líður verður áfram starfað ötul- lega að uppbyggingu unglinga- starfs. Við byggðum félagsmið- stöð og nutum þá velvildar og góðs stuðnings borgaryfirvalda. Eg sá fyrir mér að félagsmenn gætu gengið út og inn um efri hæðina, þar sem Reykjavíkurborg rekur félagsmiðstöð og hefur til Ieigu næstu 24 árin, en sú hefur ekki orðið á raunin. Því tel ég eðlilegast að reksturinn verði í höndum KR, en Reykjavíkurborg greiði félaginu sömu fjárhæð og hún eyðir í reksturinn. Þetta fyrir- komulag yrði félagsmönnum og æskulýðsstarfi í Vesturbænum til góða. Ekkert félag getur státað af sama árangri og KR í 90 ár og þó lítið bafí borið á meistaratitlum síðustu ár, er aðeins tímaspursmál hvenær við förum á toppinn aft- ur. Mótheijamir tala um að við iifum á fomri frægð, en við þá og aðra segi ég: Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja." Texti: STEINÞÓR GUÐBJARTSSON Morgunblaðið/Þorkell Félagssvæði KR við Frostaskjól. Þar eru þrír knattspyrnugrasvellir, malarvöllur, tvö íþróttahús, félagsmiðstöð og þrekmiðstöð í byggingu handan við malarvöilinn. J|) KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR 90 ÁRA: „Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja“ sagði Sveinn Jónsson, formaður KR „Borgaryfirvöld hafa stutt vel við bakið á íþróttafélögum, en mega aldrei gleyma þeim sem geta og vilja hjálpa sér sjálf“ „MIKIL bjartsýni ríkir í KR — og hefur alltaf gert. Velgengni félagsins má hins vegar fyrst og fremst þakka framsýni og dugn- aði frumherjanna og fyrstu for- ystumannanna. Viðhorfið hefur ávallt verið hið sama; aldrei er spurt hvað getur KR gert fyrir mig heldur hvað get ég gert fyr- ir KR. Því er KR stærsta og öfiugasta iþróttafélag íslands, sem ræður yfir frábærri íþrótta- aðstöðu. KR hefiir oftast allra félaga orðið íslands- og bikar- meistari i knattspyrnu, en ekki unnið til æðstu verðlauna í 20 ár. Það sýnir styrk félagsins að þrátt fyrir fáa mótasigra á und- anförnum árum skuli uppbygg- ingin vera meiri en hjá öðrum félögum, sem hafa átt betra gengi að fagna. Þetta er hinn sanni KR-andi og baráttuvilji, sem hefur einkennt félagið frá upphafi tíðar,“ sagði Sveinn Jónsson, formaður knattspymu- félags Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið vegna 90 ára af- mælis félagsins, en haldið verður upp á það með veglegum hætti í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Imars fyrir 90 árum komu nokkrir ungir piltar úr Vestur- bænum saman, hver lagði fram 25 aura, keyptur var knöttur með afborgunum í verslun Þorbjamar í Aðalstræti 6, þar sem nú er Morgunblaðshúsið, og þar með var Fótboltafélag Reykjavíkur stofnað, en nafninu var breytt í Knattspymuféiag Reykjavíkur skömmu fyrir fyrsta íslandsmótið 1912. Æft var við hinar erfíðustu aðstæður og fljótlega byijuðu KR-ingar að stunda aðrar íþróttir en knattspyrnu og nú em 11 greinar iðkaðar innan félagsins. Á 30 ára afmælisárinu keypti félag- ið húsið Bámna við Tjörnina, þar sem ráðhús borgarinnar er í bygg- ingu, og á 40 ára afmæli félags- ins færðu knattspymumenn í KR félaginu að gjöf fímm hektara lands í Kaplaskjóli, þar sem nú er íþróttasvæði félagsins. Uppbygging „Þar hefur verið unnið að upp- byggingu síðan," sagði Sveinn Jónsson, sem er 9. formaður KR. Hann hefur verið virkur félagi í KR í 43 ár; lék með meistara- flokki í knattspymu í 11 ár, en hætti vegna meiðsla og tók þá við gjaldkerastöðu knattspymu- deildar, sem hann gegndi í tvö ár. Næstu fímm árin var hann formaður deildarinnar, en hefur verið formaður félagsins síðan 1974 eða í 15 ár. „Nú er 450 fermetra þrekmið- stöð í byggingu, sem er fyrst og fremst ætluð fyrir félagsmenn, sem eru hættir keppni, en vilja æfa og styrkja sig. Með þessu móti geta þeir enn betur tengst við það starf, sem á sér stað í KR. í öðm lagi er stefnt að því að stækka stúkuna, setja síðan í hana sæti, byggja þak og við- byggingu. Ég sé fram á bætta velli með flóðlýsingu og yfírbygg- ingu og fyrr en síðar þarf að huga að byggingu íþróttahúss með áhorfendaaðstöðu, en fyrst þarf að endumýja gömlu húsin.“ -Stórt er hugsað,en allt kost- ar þetta peninga. A KR nóg af þeim? „Nei, aldrei nóg en félagið á Morgunblaðið/Júlíus Sveinn Jónsson, formaður KR, fyrir framan þrekmiðstöðina, sem verið er að reisa á KR-svæðinu við Frostaskjól. marga velunnara sem alltaf eru reiðubúnir að hjálpa til. Deildimar 11 sjá um eigin rekstur með hefð- bundinni fjáröflun, en félagið þarf eins og önnur að treysta á aðstoð borgaryfírvalda. Stefna þeirra er að gefa öllum hverfísbundnum félögum, sem em með þijár íþróttagreinar eða fleiri á stefnu- skrá sinni, kost á nauðsynlegri lágmarks aðstöðu. Ég er hlynntur þessari stefnu, borgaryfírvöld hafa stutt vel við bakið á íþrótta- félögum, en mega aldrei gleyma þeim, sem geta og vilja hjálpa sér sjálf. Ætla má að í framtíðinni verði verkefnum raðað samkvæmt pólitískum ákvörðunum — þeir sem pota mest og ýta ganga fyr- ir, en félögum, sem hafa barist áfram af eigin rammleik, verði sagt að bíða og fá ekki neitt. Sem dæmi um stöðuna í dag má nefna að það kostar um 10 milljónir að Ijúka við stúkuna á KR-vellinum, en í stúkusjóði eru þijár og hálf milljón. Við sóttum um styrk, en fengum synjun svo ekki verður haldið áfram að sinni. Annað vandamál við aðstoð borgaryfírvalda vegna íþrótta- mannvirkja er að þau hafa hjálpað félögunum við að koma sér upp íþróttaaðstöðu, en síðan hefur gleymst að hjálpa félögunum að viðhalda þessum mannvirkjum. Hvað okkur varðar þá þarfnast gömlu íþróttahús KR verulegra endurbóta og viðhalds, en við höf- um ekki þá peninga sem til þarf. Þarna hefur verið sofíð á verðin- um og ég er sannfærður um að heyrist hljóð úr homi þegar félög- in, sem Reykjavíkurborg hefur og kemur til með að hjálpa við bygg- ingu íþróttamannvirkja, þurfa að viðhalda eignum sínum — þá skilja þau um hvað við erum að tala. Þetta er ekki barlómur, heldur vinsamleg ábendingtil borgaryfír- valda. Félagar í KR eru um 10 þúsund og þar af um 3.500 virk- ir. íþróttaiðkun er í stöðugri sókn og vegur íþrótta á eftir að vera enn meiri í framtíðinni. Því er það félaganna að halda uppbygging- unni áfram, en hún gengur ekki nema með verulegri aðstoð stjórn- valda.“ „Reykjavíkurborg á að taka við skíðasvæðinu í samvinnu við Bláfjallanefnd“ -Hvernlg gengur rekstur skíðasvæðis KR í Skálafelli? „Skíðadeildin hefur staðið að stórkostlegri uppbyggingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.