Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 ÁmjHÁz ■JHAÍf UHM 'mmÁÁ mtjB MMtÆr /’TIGm SLEÐAR ÖRNINNL Spitatastig 8 v/Óðlnatorg. Með kyrkislöngu um háls Ungverski dýratemjarinn Balint Gyanyi sést hér með slttngu um háls sér í Búdapest í gær. Myndin var tekin skttmmu áður en hann reyndi að hnekkja óskráðu heimsmeti með þvi að veija þremur dttgum í lokuðu herbergi með þremur pýtonslöngum og þremur bóaslöngum. Mönnum til glöggvunar má geta þess að téð kvikindi eru af kyrkislttnguætt. Talsmaður breskra atvinnurekenda: Holland: Dýravinir í herferð gegn loðdýrarækt Intemational Herald Tríbune Spurningin á áróðursspjaldinu var ósköp sakleysisleg: „Veistu hveijir eru mestu loðdýraræktendur í Vestur-Evrópu?“ Neðar á spjaldinu var svarið gefið i skyn og raunar gat það ekki dulist neinum — hollenskir tréskór ataðir blóði. A síðustu mánuðum hafa þúsundir svona spjalda verið settar upp í Hollandi enda stend- ur nú yfir enn ein atlagan að loðdýraræktinni þar i landi. Spemma á þessum áratug tókst ákveðnum dýravemdunarsamtök- um að gera næstum að engu eftir- spumina eftir loðfeldum í Hol- landi en nú ætla þau að reyna að sjá til þess, að refa- og minka- bændur I landinu geti ekki heldur framleitt skinn fyrir útlendinga. Inn í þann áróður er einnig bland- að umhverfisvemd og deilunum um þá mengun, sem búfjáráburð- urinn veldur. Talsmenn loðdýrabænda segja, að áróður dýravemdunareinna sé að flestu leyti út í hött og einkenn- ist umfram allt af hugaræsingi. Er Danmörk í V estur-E vrópu? „Allir, sem eitthvað þekkja til þessara mála, vita, að Danir eru langmestu loðdýraframleiðendur i Vestur-Evrópu," segir Wim Ver- hagen, formaður Sambands hol- lenskra loðdýrabænda. „Ef þeir geta ekki einu sinni haft þetta fyrsta áróðursspjald rétt líst mér illa á það, sem á eftir kemur." Dýravinir segjast raunar viður- kenna, að Danir, sem framleiða 12,5 milljónir skinna árlega, séu sex sinnum stærri en Hollending- ar í þessum iðnaði en halda því fram, að Danmörk sé yfirleitt tal- in til Norðurlanda, ekki til Vest- ur-Evrópu. Þess vegna séu Hol- lendingar númer eitt. Dýravemdunareamtökin áttu mestan þátt í að hollenski loð- feldamarkaðurinn hrundi snemma á þessum áratug. Með átakanleg- um áróðuremyndum, til dæmis með þvf að birta mynd af ref þar sem á stóð: „Þessi loðfeldur er enn á lífí“, tókst þeim að hræða fólk og einkum konur frá að kaupa loðfeldi. Árið 1977 var heildsölu- verðmætið á loðfeldamarkáðnum hollenska um 2,6 milljarðar ísl. kr. en 1984 var það komið niður í um 260 milljónir kr. Síðan hefur það að vísu aukist aftur en er þó miklu minna en í öðmm Vestur- Evrópuríkjum. Aðferðir hry ðj u verkamanna Talsmenn loðdýraiðnaðarins segja, að herferðin gegn loðfeld- unum hafí verið háð með aðferð- um hryðjuverkamanna. „Lyktar- sprengjum var kastað í gegnum verelunarglugga og ráðist var á konur, sem klæddust loðfeldum, á götum úti og feldimir skomir eða ataðir málningu," segir Mac- hiel de Groot, einn talsmannanna. „Þúsundir kvenna langar að eign- ast loðfeld en þær þora það ekki.“ Ekki er samt talið líklegt, að dýravinunum takist að fyrirkoma loðdýraræktinni því að hún er þýðingarmikil atvinnugrein í Hol- landi. Þótt hún sé minni en á Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kanada svarar hún þó til 4% heimsframleiðslunn- ar og hefur þann mikla kost um- fram hefðbundinn búskap, að hún gerir sáralitlar kröfur til landiým- is. Það er landleysið, sem hefur neytt Hollendinga til nýrra bú- skaparhátta, og nú em þeir öðrum Snemma á þessum áratug tókst dýravinum að eyðileggja að mestu loðfeldamarkaðinn í Hol- landi en nú vijja þeir, að hætt verði að framleiða skinn fyrir útlendinga. fremri í búfjárræktun, sem fer eingöngu fram innanhúss. Hænsna-, svína-, nautgripa- og loðdýraræktin eru stóriðnaður í þessu litla landi en henni fylgir óhjákvæmilega mikill úrgangur. Búfjáráburður er að sjálfsögðu góður fyrir gróðurinn en þó aðeins að vissu marki. Þegar moldin hættir að taka við síast hann nið- ur í grunnvatnið og gerir það ónothæft vegna mengunar. Þetta hefur geret í Hollandi og á þetta lagið hafa dýravinir gengið í áróðrinum gegn loðdýraræktinni. Talsmenn hennar benda aftur á móti á, að úrgangur frá loð- dýrabúum sé aðeins örlítið brot af því, sem kemur frá öðrum bú- skap í landinu. Gagnrýndi sameiginleg- an markað EB harðlega St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. SIR John Hoskyns, framkvæmdastjóri bresku samtakanna Institute of Directors, sem er félagsskapur atvinnurekenda, sagði á aðalfundi þeirra á þriðjudag, að sameiginlegur markaður Evrópubandalagsins væri hreint hneyksli. Young lávarður, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sagði, að Sir John ætti að skoða staðreyndir málsins, áður en hann gæfi yfírlýsingar. Sir John Hoskyns, sem verið hef- ur í forystu fyrir Institute of Direc- tors síðustu fíögur árin, sagði, að sameiginlegur markaður Evrópu- bandalagsins gæti hæglega mis- heppnast fullkomlega. Ef hann mis- heppnaðist, yrði kostnaðurinn af því meiri en hagnaðurinn af því að hann heppnaðist. Ýmiss konar þvættingur um félagslegar aðgerðir og þátttöku verkamanna í stjómum fyrirtækja væri talandi tákn um, að sameining- in misheppnaðist. Sir John sagði, að vel þekktar ástæður lægju til þess, að allt stefndi í þá átt, að sameining mark- aðanna misheppnaðist: „Síbreytileg markmið, slæm skipulagning, rangt fólk, lftill áhugi, slæmar aðferðir, veik stjóm, pereónurígur og stór- þjófnaður." Hann sagði, að landbúnaðar- stefna EB væri að gera það að al- mennu aðhlátursefni í Mafíustíl. í framkvæmdastjóm bandalagsins væru menn sífellt að ruglast á efna- hagslegri oreök og afleiðingu, og reyndar gengi ruglandinn yfir allt, þar á meðal stefnu bandalagsins að því er varðaði sameiginlegan gjald- miðil, samræmingu skatta og fé- lagsmálastefnu. Sir John gagnrýndi skipulag EB harkalega og kallaði framkvæmda- nefndina ofvaxna ríkisstjóm. Það væri vel borgað að vera f fram- kvæmdastjóm EB, dijúg hlunnindi og lágir skattar. Ekki væri hægt að reka framkvæmdastjórana og þeir höguðu sér eins og stjóm- málamenn. Hann sagði ennfremur, að emb- ættismenn EB væru orðnir spilltir, og gífurleg svik og prettir hefðu Kaupleigufyrirtækíð Intern- ational Lease Finance Corporati- on (ILF) keypti í fyrradag 17 flugvélar hjá Boeing- og Airbus- fiugvélaverksmiðjunum að verð- mæti 1,05 miljjarða dollara eða jafiivirði 54,1 milljarðs íslenzkra króna. ILF er eitt stæreta íjármögnun- arfyrirtæki heims, en það kaupir farþegaþotur og endurleigir þær, gjaman á kaupleigusamningi, til flugfélaga. Á það nú í pöntun 200 þotur af ýmsum tegundum sem komið í ljós í sambandi við land- búnaðarstefnuna. Bandalagið væri á rangri leið og gegn því bæri að spyma. Young lávarður sagði, að hann væri furðu lostinn yfír ræðu Sir Johns Hoskyns. Ríkisstjómin hefði átt gott samstarf við Institute of Directore og það hefði aldrei látið í Ijós neinar efasemdir um sameigin- legan markað EB. Hann sagðist ekki geta litið á ræðuna öðmvísi en sem ómerkilegt bragð til að draga athygli að aðalfundi samtakanna. Sir John ætti frekar að skoða þær staðreyndir, sem fyrir lægju, áður en hann gæfí út stóryrtar yfírlýsing- ar, sem ekki stæðust sköðun. Plumb lávarður, forseti Evrópu- þingsins, sagði sig úr félagsskapn- um Institute of Directore til að mótmæla ræðu framkvæmdastjór- ans. afhentar verða á næstu árum, hinar síðustu 1995. Þotukaup ILF á þriðjudag voru á fímm langdrægum þotum af gerð- inni Boeing 767-300ER, sjö af gerð- inni Boeing 757-200, þremur Air- bus A330 breiðþotum og tveimur Airbus A320-200. Kaupverð Bo- eing-þotnanna era um 730 milljónir dollara. Verða þær afhentar á árun- um 1993-95. Kaupverð Airbus- þotnanna er 320 milljónir. dollara. A320-þotumar verða afhentar 1992 og 93 en A330-þotumar 1994 og 95. Kaupa þotur fyrir 54 milljarða króna Beverly Hills. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.