Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 Stjörmi- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Einar Brynleifs- son Ég á ágætan vin, Einar Biyn- leifsson stærðfræðikennara. Hann er Steingeit með Tungl í Ljóni og Sporðdreka Rísandi. Einar er einnig menntaður í sagnfærði og var þegar ég kynntist honum fyrst harður á móti stjömuspeki. Hann lagði þessa spumingu fyrir mig: „Ef stjörnuspeki á að hafa áhrif á örlög manna, hvemig voru þá stjömukort þeirra þúsunda hermanna Hannibals sem féllu í stríðinu við Rómverja? Voru þau öll eins?“ Ég gat ekki svarað þessu í fljótu bragði og Einar fór sigri hrósandi af fundi mínum. Þegar ég hafði hugs- að málið f nokkum tíma sá ég hins vegar hvert svarið var. Það var einungis stjömu- kort Hannibals sem skipti máli, því þegar hermenn lúta skilyrðislaust stjóm eins hers- höfðingja ganga þeir um leið örlögum hans á hönd. Einar er dökkhœröur Nú orðið sættir Einar sig við stjömuspeki. Það kom helst til tvennt. í fyrsta lagi er Ein- ar dökkhærður, frekar dulur og á til að vera hvass í fram- komu þó hann sé einlægur og hlýr maður við nánari kynni. Ég sá strax að einlægnina mætti skrifa á Tungl í Ljóni og að stífnina og raunhyggj- una mætti skrifa á Steingeit- ina. Hið dökka og varfæmis- lega yfirbragð var ekki að sjá á plánetum í korti hans og því ákveða ég eftir nokkra umhugsun að Einar væri Rísandi Sporðdreki. Égreikna Ég settist því niður og tók til við að reikna út hvenær sólar- hringsins Sporðdreki var rísandi á fæðingardegi Ein- ars. Eftir nokkrar vangavelt- ur ákvað ég að Einar hefði fæðst um fímmleytið að morgni. Ég gekk því að hon- um og sagði: „Einar, þú ert örugglega rísandi Sporðdreki og ert því fæddur klukkan fimm að morgni." Það var glampi í augum hans og þar stóð skýmm stöfum: „Nú af- sanna ég stjömuspeki!" Tíminn líÖur Svo líður og bíður og ekkert bólar á svari frá Einari. „Ætli hann hafí aldrei haft samband við mömmu sína?“ hugsa ég. Eftir nokkra bið ákveð ég að ganga á Einar og spyija hann um niðurstöðu málsins. Ég sagði því næst þegar ég hitti hann: „Hvenær sagði mamma þín að þú værir fæddur?“ Ein- ar leit á mig með hvössum Sporðdrekasvip og ég sá að honum var allt annað en skemmt. Hann þagði lengi en svaraði þó loks og komu orðin dræmt úr munni hans: „Hún sagði að ég væri fæddur klukkan fimm mínútur yfír fimm að morgni." Steingeitur láta ekki plata sig Það sem í öðru lagi og endan- lega fór með Einar vin minn gerðist skömmu síðar. Ég hafði þá starfaði í nokkurn tíma við að lesa úr stjörnu- kortum. Einar, sem alltaf er mikill vísindamaður í sér, kom til mín og spurði: „í hvaða merkjum eru þeir helst sem koma í tíma til þín?“ Ég hugs- aði mig um nokkra stund og sagði síðan sannleikanum samkvæmt: „Ætli það komi ekki hlutfallslega fæstir úr merkinu þínu, Steingeitinni." Þá jjómaði andlit Einars og hann sagði sigri hrósandi: „Já, þetta vissi ég, við Stein- geitur trúum ekki á svona vitleysu." i!!B!!!!!!!!!!!!i!!!!l'!"!!!! GARPUR #ð liíxa yn/? HAM>i,TBEt-A (SErZBL) . ,s__ EíTTHVABþU A V l3Y_ GRETTIR BRENDA STARR þö GETUH EJNS 1ÆZ XATAD SHSUH DUDL ETy DULL / KOSNJNcSUNUAj^ UÓSKA FERDINAND \ ih // \\ /to / © 988 UnH*d Featur* Syndlcete. Inc. — —c-—^ om A rÁi i/ /. \ / w oMArULK 7 " -,-\7 . < FIR5T m OF 5CH00L WE HAVE T0 BE VERV CAREFUL... WANT TO / NOT 0ECOME LOOKTOO Wou’MARCIE! í Við gætum reynt þetta svona, herra... Eða jafiivel svona... en fyrsta daginn í skólanum verðum við að fara mjög varlega... Þú vilt ekki vera of falleg. Kaldhæðni fer þér ekki vel, Magga. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hugmynd sagnhafa var góð, en hann var full bráðlátur að hrinda henni í framkvæmd. Suður gefur: AV á hættu. Norður ♦ G109 VG10953 ♦ 842 ♦ 54 Vestur Austur ♦ 5432 ♦ — ♦ 42 |I J876 ♦ G6 ♦ K1097 ♦ ÁKG106 ♦D98732 Suður ♦ ÁKD876 ♦ ÁKD ♦ ÁD53 ♦ - Vestur Norður Austur Pass Pass Pass Pass 2 tígiar Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass Pass Pass Suður 2 lauf 2 spaðar 3 tíglar 6 spaðar Útspil: laufás. Norður afmeldar tvívegis við alkröfuopnun suðurs, en suður veðjar samt á slemmuna, enda þarf hann litla hjálp frá n. akker. Áætlunin hlýtur að ganga út á það að nýta hjartalit blinds. Það er því einfalt ef trompin liggja 2-2, en 3-1-legan er erfíð- ari viðfangs, því þá þvælist hjartað heima fyrir. Einn mögu- leiki er að trompa bæði laufín og taka tvisvar trömp. Eigi vest- ur þrílitinn í trompi er samning- urinn í höfn, því þótt hann trompi þriðja hjartað verður hann að gefa slag á móti með því að spila tígli upp í gaffalinn eða laufi út í tvöfalda eyðu. Eigi austur hins vegar þrílit í spaða, verður að treysta á tígulsvin- ingu. En sagnhafí fann betri leið: hann kastaði hjarta niður í lauf- ásinn! Góð hugmynd, því nú getur hann losað um hjartalitinn áður en þriðja trompinu er spil- að. Fjögur-núll-lega var þó meira en hann þoldi. Þetta var óþarfa fljótfæmi. Best var að trompa útspilið hátt, spila blindum inn á tromp og kanna leguna. Ef báðir fylgja lit er nú hægt að spila laufí og kasta hjarta. í þessari legu verð- ur hann hins vegar að svina tíguldrottningunni og ná 12. slagnum með tígultrompun í borðinu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Bem í Sviss, sem lauk í síðustu viku, kom þessi staða upp í skák sovézka stór- meistarans Mikhail Gurevich, sem hafði hvítt og átti leik, og heimamannsins Fliickiger. Úrslit á mótinu i Bern urðu þessi: 1. Gurevich 8*/2 af 11 mögulegum, 2. Judasin (Sov- étrikjunum) 8 v. 3. Campora (Argentínu) 7*/2 v. 4. Cebalo. (Júgóslavíu) 7 v. 5 Klinger (Austurríki) 6'/2 v. o.s.frv. Svisslendingamir á mótinu röð- uðu sér í neðstu sætin. Gurevich lék I þessari stöðu: 33. Hxg7+! og svartur gafst upp, því hann tapar drottningunni efír 33. - Rxg7, 34. Re7+.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.