Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 41 NILFISK Onauðsyn- leg hlaup í ófærð Ágæti Velvakandi. Nú er mælirinn fullur og þess vegna ætla ég að biðja þig að birta eftirfarandi spumingu fyrir mig til þeirra sem stjóma leikfimikennslu í Verzlunarskóla íslands. Hvemig stendur á því að nemendur era látn- ir hlaupa úti á morgnana í myrkri, kulda og síðast en ekki síst á algjör- lega ófærri leið? Þá á ég við Miklu- brautina og aðrar umferðargötur. Það er fyrir einskæra slembilukku að enginn hefur slasast alvarlega eða hreinlega látist í umferðarslysi vegna þess að hlaupið er samsíða bílunum. Allir vita hvemig veðrið og ófærðin hefur verið undanfamar vikur og mér er fullkunnugt um það, að nemendur hafa dottið og meitt sig í þessari óskiljanlegu líkamsþjálfun. Þetta væri skiljan- legt ef fólk væri að þjálfa sig fyrir ferðir á Norður- eða Suðurpólinn. Svo má bæta því við, að það er síður en svo hollt fyrir nokkurn mann að ijúka upp úr rúminu og hefja dag- inn á því að hlaupa í nístingskulda. Óskureið móðir Þessir hringdu .. Bankahólfslykill Aðalheiður hringdi: Lykill að bankahólfi hefur tap- ast. Upplýsingar í síma 42065. Höfiindur vísunnar Róbert Einar Þórðarson hringdi: í Velvakanda á þriðjudag birt- ist vísa og var spurt hver hefði ort hana. Vísan er eftir föður minn, Þórð Einarsson. Hann bjó lengst af í Hafnarfirði og gekk undir nafninu Þórður ljósa, af því hann sá um fyrstu ljósavélamar á íslandi, sem Jóhannes Reykdal stofnsetti. Vísan er ekki rétt eins og hún birtist í blaðinu, en hún er svona: Ef stelurðu litlu í steininn mátt staulast karl minn sérðu. Stelirðu miklu og standirðu hátt í stjómarráðið ferðu. Þessi vísa birtist í ljóðabók sem Þórður gaf út 1942 eða ’43 og kallaði Ljóð og lausavísur. Fatnaður fannst Afgreiðslukona hringdi: Það gleymdist fatapakki hér í versluninni Hamborg .fyrir helgina. Sá sem saknar pokans getur haft samband við afgreiðslufólk verslunarinnar í síma 19801. Fallbeyging orðsins Flugleiðir Bergur Bjarnason hringdi: I Morgunblaðinu á þriðjudag birtist frétt á síðu fjögur undir fyrirsögninni Stjómarformaður Ámarflugs: Ýmsir möguleikar á lausn vandans. í fréttinni er orðið Flugleiðir alls staðar beygt vitlaust í þolfalli fleirtölu. Morgunblaðið er ekki eini íjölmiðillinn sem beygir Flugleiðir vitlaust í þolf. flt., maður heyrir þetta og les í öllum íjölmiðlum. En rétt fallbeyging orðsins leiðir í fleirtölu er svona: nf. (Flug)leiðir, þf. (Flug)leiðir, þgf. (Flug)leiðum, ef. (Flug)leiða. Svört handtaska Ólöf S. Magnúsdóttir hringdi: Ég týndi svartri handtösku aðfaranótt sl. laugardags. í veskinu var brúnt seðlaveski með skilríkjum, ávísanahefti og peningum. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 674071 eða hafí samband við lögregluna í Reykjavík. Góð umferðargrein Guðrún Vilhjálmsdóttir, Akranesi hringdi: Ég var að lesa grein eftir Ragnheiði Davíðsdóttur í Morgunblaðinu í morgun, 1. marz. Greinih ber yfirskriftina Af vígvelli umferðarinnar og er mjög góð. Ég mundi bara vilja hafa svona greinar á miklu meira áberandi stað og helst með öðra letri. Það er hætt við að þetta fari fram hjá unga fólkinu, sem ætti endilega að lesa þetta. Blá karlmannsgleraugu Valdimar hringdi: Ég tapaði gleraugum laugardaginn 18. febrúar, annaðhvort á Keflavíkurflugvelli eða í Hafnarfirði. Þetta era karlmannsgleraugu með blárri plastspöng í rauðu skinnhulstri. Skilvis finnandi vinsamlegast hringi í síma 651481. ÍJÍUÍILJÍJÍLJ J 1 JJJJJIJJJ Mótor með 2000 tíma holaendingu Kóniskslanga 10 lítra pappírspoki Þreföld ryksíun Nilfisk er nú með nýrri enn betri útblásturssiu "Mikro-Static-Filter". Hreinni útblásturenáður hefurþekkst. iFonix HATUNI 6A SIMI (91)24420 Af menningn í kvikmynda- húsum o g klúbbastarfsemi Ágæti Velvakandi. Nú hefur verið stofnaður í Reykjavík „Kvikmyndaklúbbur ís- lands“. Tilgangur klúbbsins er að sögn aðstandenda „ ... að sýna myndir sem ella yrðu ekki sýndar og myndir sem við teljum eiga fullt erindi í kvikmyndahúsin hér“. Mig langar til að fá svar við þeirri spumingu hvers vegna „Kvik- myndaklúbbur íslands" fékk hálfa milljón í styrk af almannafé til þess að aðstandendur hans geti fullnægt þörfum einhverra fyrir einhveijum „myndum sem eiga fullt erindi í Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrífa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fýrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. kvikmyndahús"? Hvað er það sem segir okkur, að þessi ríkisstofnun eða hvað sem kalla má þessa nýju samhjálp til handa illa leiknum „öðra vísi bíógestum“, sé hæfari en aðrir starfandi kvikmyndaklúbb- ar eða kvikmyndahús til að koma þessari „neyðaraðstoð" á framfæri. Það hlýtur að liggja mikið við, nú á tímum niðurskurðar og aðhalds í ríkisrekstri, þegar ríkið afhendir einhveijum einum klúbbi stóra upp- hæð úr vösum skattborgaranna til að klúbbfélagamir geti skemmt sér. Það er nefnilega ekki þannig eins og einhver kynni að halda að allur almenningur eigi þess kost að sjá það sem þessi nýja „listræna" sjúkrastofnun hefur upp á að bjóða í Regnboganum tvisvar í viku og að hér væri því viss „menningar- fræðsla" á ferðinni. Nei, það er öðru nær, aðeins klúbbfélagar sem greitt hafa félagsgjald eiga þess kost. Jafnvel nemendur Mennta- skólans í Reykjavík verða að greiða félagsgjald þó að Listfélag skólafé- lagsins, sem í era allir nemendur skólans, sé aðili að klúbbnum. (Reyndar hlýtur það að stangast á við frelsis-ákvæði í stjórnarskránni að fólk geti ekki lengur verið í Menntaskólanum í Reykjavík án þess að tilheyra sjálfkrafa Kvik- myndaklúbbi Islands en það er nú kannski aukaatriði þar sem aðstoð við meðlimi „Kvikmyndaklúbbs ís- lands“ er annars vegar.) Er hér ekki á ferðinni enn eitt dæmið um það að lítill hópur manna (oft nefndir sófakommar) telur sig geta ákveðið hvað sé „æskileg“ menning og hvað ekki og sóað til þess almannafé? Og er það þá ekki rétt skilið að nú geti allir þeir, sem vilja full- nægja sérstakri skemmtanafysn sinni, gengið að hálfri miHjón vísri hjá ríkissjóði? Vilja ekki allir fá að velja sér skemmtun á kostnað skattgreið- enda? Komi þeir sem koma vilja, áhuga- menn um dýralífsmyndir, klám- myndir, skuggamyndir, fermingar- myndir, húsnæðisvandamál Menntaskólans í Reykjavík, lúdó, púkk og svarta pétur, hlið ríkissjóðs stendur ykkur opið. Ég trúi ekki öðra en að ríkisstjóm ,jafnréttis og félagshyggju" veiti jafnan viður- gjöming öllum þeim sem þykjast vita hvaða menning „á fullt erindi“. Framhaldsskólanemi Svar við fyrirspurn um S VR SVEINN Bjömsson, forstjóri strætisvagna Reykjavíkur, hafði samband við Velvakanda vegna fyrirspumar Bjarkar Gunnars- dóttur þann 1. mars, um nýja bækistöð strædsvagna í Mjódd. Björk spurði hvenær starfsemi ætti að hefjast þar og hvort allar strætisvagnaleiðir mundu hafa þar svagna viðdvöl. I svari forstjórans kemur fram, að starfsemin á að hefjast 1. september næstkomandi. Stöðin verður aðallega skiptistöð fyrir austurhverfaleiðimar (Breiðholt), en einnig endastöð nýrrar leiðar, Grafarvogur-Mjódd 15c, og fyrir- hugaðrar leiðar úr Árbæ. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laug- ardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 4. mars verða til viðtals Vilhálmur Þ. Vilhjálmsson, í borgarráði, formaður skipulagsnefndar, varaformaður stjórnar sjúkrastofnana í Reykjavík og í hafnarstjórn, og Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilbrigðisráðs og Sjúkrasamlags Reykjavíkur. V V V V V V V V V yyyy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.