Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 MORGUNBI-ADIÐ FÖSTÚDAGUR 3. MARZ 1989 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Takturinn í Evrópu þingi Norðurlanda- • ráðs lýkur í Stokk- hólmi í dag. Merkasta mál þingsins er svokölluð efna- hagsáætlun Norðurlanda, sem gildir til ársins 1992, en sér- stakri birtu hefur verið varpað á það ártal vegna áforma Evr- ópubandalagsins (EB) um sam- eiginlegan markað aðildarríkj- anna tólf, sem bundin eru þessu ári. Sömu daga og ráðherrar og þingmenn Norðurlanda fun- duðu í Stokkhólmi bárust þær fréttir frá Noregi, að þeir sem þar vinna að því að undirbúa fund forsætisráðherra EFTA- ríkjanna, er haldinn verður í Osló 14. og 15. mars, hefðu í smíðum tillögur„er miða að hindrunarlausum viðskiptum milli EFTA-ríkja og EB-ríkja með tollabandalagi og frjálsum viðskiptum á sviði vöru, þjón- ustu, Qármagns og vinnuafls auk þess sem löggjöf yrði sam- ræmd. Þar með yrði innan- gengt á milli EFTA og Evrópu- bandalagsins. Þótt þessar frétt- ir hafí ekki fengist staðfestar sýna þær hvaða hugmyndir eru ofarlega á baugi í forystusveit ríkjanna sex sem mynda EFTA (Austurríkis, Finnlands, ís- lands, Noregs, Sviss og Sví- þjóðar). Efnahagsáætlun Norður- landanna til fjögurra ára er nú samþykkt í annað sinn. Fyrri áætlunin er frá 1985 og var kjörorð hennar: „Norðurlönd á vaxtarbraut; áætlun um bætta efnahagsþróun og fulla at- vinnu." Kjörorð áætlunarinnar sem samþykkt var í Stokkhólmi er „Sterkari Norðurlönd". Áætlunin tekur mið af því, sem er að gerast á vettvangi Evr- ópubandalagsins. Henni er ætl- að styrkja efnahagslíf Norður- landanna og stöðu þeirra meðal ríkja heims. Hraða á afnámi viðskiptahindrana, létta skal hömlum af flæði vöru, þjónustu og fjármagns milli Norðurland- anna. Aflétta skal hömlum á gjaldeyrisverslun og fíár- magnsmarkaði landanna á að opna fyrir erlendri samkeppni. í stuttu máli var ákveðið á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi að stíga stór skref til að laga efnahags- og atvinnustarfsemi ríkjanna að stefnu og markmið- um Evrópubandalagsins. Efnahagsáætlunin var sam- þykkt með miklum meirihluta á fundi Norðurlandaráðs; þeir sem settu sig upp á mófí henni, vinstrisósíalistar, völdu ekki þann kost að greiða atkvæði gegn áætluninni heldur sátu hjá við afgreiðslu hennar. Þessi samþykkt Norðurlandaráðs er í anda fréttanna frá Noregi um áformin á fundi forsætisráð- herra EFTA-ríkjanna. Aðild að EB er ekki á dagskrá hjá ríkis- stjórnum Norðurlandanna fjög- urra sem eru í EFTA, á hinn bóginn eru þær leynt eða ljóst að taka stefnuna í sömu átt og EB. Ríkisstjóm íslands hefur gert fyrirvara við þann kafla efnahagsáætlunar Norðurland- anna, þar sem mælt er fyrir um fíjálsar fjármagnshreyfing- ar. Var þetta gert í tíð þeirrar ríkisstjómar sem nú situr, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson varð Ijármálaráðherra. í yfír- lýsingu ríkisstjómarinnar um efnahagsmál frá 6. febrúar síðastliðnum er hins vegar orðalag, sem þykir gefa til kynna, að ríkisstjómin hafí fall- ið frá eða kunni að falla frá fyrirvara sínum. Á Alþingi er beðið svara forsætisráðherra um það atriði. Um það er ekki deilt, að enginn stjómmálaflokkanna hefur aðild íslands að Evrópu- bandalaginu á stefnuskrá sinni. Raunar er það mál ekki heldur á dagskrá. Hins vegar hlýtur að vera á dagskrá að taka af skarið um það, hvort við ætlum að vera virkir þátttakendur í efnahagssamstaifr Norður- landa og í EFTA. Við verðum það ekki með því að fylgja í raun svipaðri stefnu og vinstri- sósíalistar á þingi Norðurland- aráðs að sitja hjá til að láta í ljós vanþóknun okkar. Um mitt ár er komið að okkur að veita EFTA-samstarfínu pólitíska forystu í sex mánuði. Sé stefna ríkisstjómar íslands sú að skapa sér sérstöðu innan EFTA verður hún að skýra frá því á forsætisráðherrafundinum í Osló. Samþykkt efnahagsáætlun- ar Norðurlanda á eftir að færa þau enn nánar saman í efna- hags- og atvinnumálum. Stuðningsmenn áætlunarinnar, þingmenn af öllum Norðurlönd- unum, telja hana styrkja þjóð- imar á alþjóðavettvangi. Aætl- unin er í takt við almenna þró- un í Vestur-Evrópu. Það þarf sterkari rök en fram hafa kom- ið til að standa gegn því að við fylgjum þessum takti. 23 37. þing Norðurlandaráðs Sátt þrátt fyrir seli Myndin er tekin í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs og sýnir Karl Gústaf Svíakonung og Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, heilsast. Þetta þótti sögulegt handtak vegna þeirra sterku orða sem konungur lét falla í garð Norðmanna í tilefni af nýlegri sjónvarpsmynd um seladráp þeirra. Nýting auðlinda hafsins: Loðnufriðun hugsanleg til að nýta þorskstofninn sem bezt — segir Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra Stokkhólmi. Frá ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunbiaðsins. HALLDOR Ásgrímsson, sjávar- Kostnaður við norrænt samstarf: 5,4 milljarðar á þessu ári Á ÞESSU ári nemur kostnaðurinn við norrænt samstarf um 611 milþónum danskra króna, eða um 5,4 milljörðum íslenzkra króna. Þar af greiða íslendingar 1%, Danir 20,5%, Finnar 20%, Norð- menn 21,5% og Svíar 37,3%. Kostnaðartölur fjárhagsáætlunar Norðurlandaráðs hafa hækkað um 46 milljónir danskra króna á síðasta ári. Þessi hækkun er meðal annars til komin vegna hinnar nýju efna- hagsáætlunar Norðurlanda, en til hennar eru ætlaðar 60_milljónir dan- skra króna á árinu. Á móti kemur hins vegar niðurskurður á framlög- um til iðnaðar- og verzlunarsam- starfs. Hlutur hvers ríkis um sig í kostn- aðinum er reiknaður út frá hlutdeild þess í samanlagðri þjóðarframleiðslu Norðurlandanna. Hlutur íslendinga hefur stækkað um 10% síðan í fyrra, en þá greiddum við 0,9% af kostnað- inum við starf Norðurlandaráðs, stofnana þess og verkefna á þeirra vegum. Ymsir hafa orðið til þess að gagn- fyna kostnað og umfang við starf Norðurlandaráðs. Curt-Steffan Giesecke, formaður samtaka iðnrekenda og fjármála- manna, sem vinna að sterkari hluta- bréfamarkaði á Norðurlöndum og sameiginlegum aðgerðum landanna til að mæta innri markaði EB, ritaði grein í tilefni setningar Norðurland- aráðsþings, sem dreift var um öll Norðurlönd. „Þing Norðurlandaráðs er risavaxið að öllu öðru leyti en því að það getur ekki náð áþreifanlegum árangri í mikilvægum málum fyrir þjóðir Norðurlanda, Við Norður- landabúar höfum aldrei haft svo mörgum að þakka fyrir svo lítið,“ skrifar Giesecke. ÞING N orður landaráðs sam- þykkti I gær tillögu um eftirlit verði hert með því að Norðurlönd standi við viðskiptabannið, sem þau hafa öll lagt á Suður-Afríku. Samþykkt var að stofna sérstaka undirbúningsnefiid um málið, þrátt fyrir að ráðuneyti þau, sem fara með utanríkisviðskipti í Finn- landi, Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku telji lögunum um viðskipta- bann framfylgt. Danska og finnska ráðuneytið lögðust sér- staklega gegn stofiiun nefiidar- innar og eftirliti umfram það, sem opinberir aðilar i löndunum hafa þegar með höndum. íslenzka ut- anríkisráðuneytið tjáði sig ekki um tillöguna. í greinargerð með tillögunni, sem samþykkt var, segir að lögin um við- skiptabann á Suður-Afrfku séu oft brotin á Norðurlöndunum og einnig sé oft farið í kring um þau með því að norræn fyrirtæki verzli við Suð- ur-Afríku í gegn um þriðja aðila. Ráðuneyti, sem fara með utanríki- sviðskipti á Norðurlöndum, voru í ágúst beðin að segja álit sitt á tillög- unni. íslenzka utanríkisráðuneytið, sem þá var undir stjóm Steingríms Hermannssonar, gerði engar athuga- semdir, norska og Bænska ráðuneytið tóku ekki afstöðu til tillögunnar, en finnska og danska ráðuneytið lögð- ust gegn henni. Engu að síður var tillagan samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þingfulltrúa frá öllum Norðurlöndum. Þingmenn íhaldsflokka í ráðinu, þar á meðal sjálfstæðismenn, lögðu til að vegna álits ráðuneytanna yrði ekki aðhafzt í málinu og tillagan ekki samþykkt. íhaldsmennimir töp- útvegsráðherra, sagði í umræð- uðu atkvæðagreiðslunni með 17 at- kvæðum gegn 59. Tillaga um aðild Eystrasaltsríkja felld Tillaga danska þingmannsins Kristens Poulsgaards, um að athug- að verði hvort ekki sé hægt að breyta lögum um norrænt samstarf þannig að Eystrasaltsríkin geti fengið aðild að Norðurlandaráði, var felld í gær með miklum meirihluta atkvæða. Laganefnd ráðsins hafði lagt til að ráðið aðhefðist ekki í málinu. Pouls- gaard sagði afstöðu nefndarinnar til komna af flandskap gegn sér og danska Framfaraflokknum. Þingmannahópur vinstrisósíal- ista á þingi Norðurlandaráðs er ákaflega sár yfir slæmu gengi sínu á þinginu. Hópurinn missti eina fulltrúa sinn í forsætisnefhd ráðsins og þingmenn hans voru einmana í andstödu sinni við efha- hagsáætlun Norðurlanda 1989- 1992, en þeir sátu þjá er greidd voru atkvæði um áætlunina. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs var að mestu leyti endurkjörin við þingsetninguna á mánudag, með þeirri undantekningu þó að kjör- nefndin gerði tillögu um að Ivar Hansen, þingmaður danska Venstre flokksins, tæki sæti Margarete Au- ken, þingmanns Sósialíska þjóðar- flokksins í Danmörku. Auken var eini fulltrúi þingmannahóps vinstri- sósíalista í nefndinni, og fulltrúar þeirra reiddust tillögu kjömefndar- innar ákaflega. Lars Wemer, for- um um samvmnuverkefhi Norð- urlandanna á sviði sjávarútvegs og fiskveiða, sem samþykkt var á Norðurlandaráðsþingi á mið- vikudag að í framtíðinni myndu menn íhuga í alvöru að friða loðnustofninn til þess að geta nýtt þorskstofhinn sem bezt. í tillögum ráðherranefiidarinnar og áliti efiiahagsmálanefiidar ráðsins er lögð sérstök áherzla á hagkvæma nýtingu auðlinda hafsins og baráttu gegn sjávar- mengun. Sjávarútvegsráðherra sagði þetta framtak mikið gleði- efiii fyrir íslendinga. Sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu sinni að á komandi árum þyrfti að koma til nýr hugsunar- háttur hvað nýtingu auðlinda hafs- ins varðaði. Taka þyrfti tillit til samspils tegundanna í hafmu og hvemig nýta mætti hveija auðlind sem bezt með tilliti til áhrifa á aðra þætti vistkerfísins. „Sem dæmi um tvær verðmætar tegundir, sem eru mjög hvor ann- arri háðar, má nefna þorsk og loðnu. í framtíðinni munu menn velta því fyrir sér í alvöru að friða maður Vinstriflokks kommúnista í Svíþjóð, gekk svo langt að kalla hana heimskulega. Vinstrisósíalistar gerðu kröfu um að fá að minnsta kosti einn nefndarformann í ráðinu í sárabætur, en biðu enn lægri hlut. Á blaðamannafundi, sem þing- menn vinstri sósíalista héldu í gær til að tjá vonbrigði sín, sagði Theo Koritzinsky, þingmaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi, að vinstri- sósíalistar væru ekki ánægðir með hvemig stefnan gagnvart EB hefði verið rekin á þinginu. Vinstrisósíal- istar vildu styrkja Norðurlönd sjálf, sérstaklega velferðarkerfi þeirra, til þess að þau hefðu sterkari stöðu í samskiptum við EB. Koritzinsky sagði að gangur mála á þinginu myndi leiða til þess að vinstrisósíal- istar yrðu nú tregari i taumi í nor- rænu samstarfi, þeir myndu gera fleiri fyrirvara um eitt og annað og loðnuna til þess að ná sem mestu út úr þorskstofninum. Það mætti líka hugsa sér að menn vildu halda báðum stofnunum sem stærstum til að ná sem beztri sameiginlegri nýtingu." Meðal verkefna sem Norðurlönd- in munu takast sameiginlega á hendur, eru rannsóknir á vistkerfi sjávarins á norðurslóðum í sam- vinnu við Alþjóðlega hafrannsókna- ráðið (ICFS), samvinna um varð- veizlu fískstofna og aukið samstarf í fískeldi, einkum á sviði rannsókna. Ráðherranefndin lítur einnig á rannsóknir á bættum veiði- og vinnsluaðferðum til að bæta gæði sjávarafurða sem forgangsverkefni. Þá verður gert átak í markaðsrann- sóknum. Loks leggur ráðherra- nefndin áherzlu á að niðurstöðum rannsókna og sjónarmiðum Norður- landanna í sjávarútvegsmálum verði komið á framfæri á alþjóða- vettvangi, sérstaklega í OECD, ICFS og FAO. Samstarfsverkefnið er til fímm ára, en verður endur- skoðað eftir þrjú ár. vera tilbúnari til átaka. Hjörleifur Guttormsson, þingmað- ur Alþýðubandalagsins, sagði að ein af ástæðunum fyrir hjásetu vinstrisó- síalista er efnahagsáætlunin var af- greidd, væru fréttir af nýjum áform- um um að gera EFTA að einhvers konar litlu Evrópubandalagi. Þá hefðu þingmennimir orðið fyrir von- brigðum með að felld hefði verið til- lagan um að samstarf stéttarfélaga og áhrif launþega yrðu lögfest á Norðurlöndum. „Það er mótsögn að opna fyrir fjármagnsflæði milli Norð- urlandanna en neita samstarfi laun- a milli landa,“ sagði Hjörleifur. þingmannahópi vinstrisósíalista er, auk Alþýðubandalagsins og syst- urflokka þess í Skandinavíu, Finnska lýðræðisbandalagið. Aðrir þing- mannahópar í Norðurlandaráði eru íhaldsmenn, sósíaldemókratar og miðjumenn. Viðskiptabannið á S-Afríku: Norðurlöndin herða eftirlit með efndunum Utanríkisráðuneyti Dana og Finna lögðust gegn tillögunni Vinstrisósíalistar einangraðir og sárir Öll stjórnborðs- síða Alfta fellsins var upp úr sjónum - segir formaður björgunarsveitar- innar á Neskaupstað „OLL stjórnborssíða Álftafellsins var upp úr sjónum þegar við kom- um að skipinu við Norðfjarðarhom," sagði Tómas Zoega, formaður björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupstað, í samtali við Morgun- blaðið. Togarinn Álftafell var nær sokkinn við Norðfjarðarhorn á miðvikudagskvöld en þá fór hann frá Fáskrúðsfirði til Neskaupstað- ar þar sem taka á skipið í slipp. Togarinn strandaði við mynni Fá- skrúðsfíarðar á mánudagskvöld og að sögn Lindbergs Þorsteinsson- ar kafara, sem þétti skipið til bráðabirgða á Fáskrúðsfirði er ein 2,5 metra löng rifa á skipinu og önnur eins til tveggja metra löng. Bjami Sveinsson, skipstjóri á loðnuskipinu Pétri Jónssyni RE, sagði að skipið hefði verið á leið frá Þórshöfn suður með_ landinu þegar það hefði mætt Álftafellinu og Kambaröstinni skammt frá Norð- fjarðarhomi en togarinn Kambaröst fylgdi Álftafellinu frá Fáskrúðsfirði til Neskaupstaðar. „Við vomm komnir fjórar sjómflur fram hjá Álftafellinu þegar við heyrðum að það var í vandræðum,“ sagði Bjami. „Við vomm með loðnudælu og Álftafellið bað um að við flýttum okkur eins og við gætum en Kamba- röstin var ekki með neina auka- dælu. Álftafellið var búið að keyra nokkrar mflur áður en við komum að því um klukkan 22. Þá var hell- ingsslagsíða á skipinu en við kom- um loðnudælunni niður í skipið og gátum dælt úr því. Við vomm ein- ungis rétt byijaðir að lóna inn þeg- ar endinn á milli skipanna að fram- an slitnaði og tmkkslangan gaf sig,“ sagði Bjami Sveinsson. Tómas Zoega, slökkviliðsstjóri á Neskaupstað og formaður Gerpis, björgunarsveitar Slysavamarfélags íslan'ds á Neskaupstað, sagði að Álftafellið hefði beðið um dælu um klukkan 21 en rétt á eftir hefði það einnig beðið um gúmbáta. „Við fór- um út á tveimur gúmbátum og Gullfaxa sem er 20 tonna bátur,“ sagði Tómas. „Við komum að Álfta- fellinu um eina sjómílu frá Norð- fjarðarhömi í töluverðum sjó um klukkan 22. Þá vatnaði upp á dekk á skipinu bakborðsmegin og öll stjómborðssíða þess var upp úr sjónum. Menn þurftu því að halda sér til að geta staðið á dekkinu. Álftafellið var með tvær slökkvidæl- ur sem biluðu báðar,“ sagði Tómas. Hann sagði að ein laus rafmagns- dæla og lensa skipsins hefðu ekki haft undan að dæla sjónum úr því. „Við vomm með eina dælu frá slökkviliðinu og gátum notað hana til að dæla úr skipinu. Það var svo settur endi úr Kambaröstinni yfír í Álftafellið og skipin sigldu bundin saman inn að bryggju á Neskaup- stað. Þau vom komin þangað um miðnættið," sagði Tómas Zoega. Lindberg Þorsteinsson kafari, sem þétti Álftafellið á Fáskrúðs- fírði, sagði að kjölurinn á skipinu Morgunblaðið/Sigurður Þorgeirsson Álftafell SU 100 frá Stöðvarfirði við bryggju á Fáskrúðsfirði á þriðjudaginn. Skipið strandaði við mynni Fáskrúðsfjarðar á mánu- dagskvöld og var aftur nær sokkið við Norðfíarðarhorn á miðviku- dagskvöld. Við strándið kom ein 2,5 metra löng rifa á Álftafellið og önnur eins til tveggja metra löng. væri rifinn frá stefni og aftur að vélarrúmi. Skrokkur skipsins hefði gengið inn um 40 til 50 sentímetra á fímm metra löngum kafla á fram- anverðri bakborðssíðunni og á þess- ari beyglu væri 2,5 metra löng rifa. Á bakborðssíðunni miðri væri eins til tveggja metra löng rifa. Einnig hefði botnstykki fyrir fískileitartæki farið af skipinu og þar gengi sjór inn í skipið. Svo til ekkert sæi hins vegar á skipinu stjómborðsmegin. Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna: Ástæðulaust að hækka námslánin Gæti þýtt 50 til 60 millj. í aukafjárveitingu á árinu MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefúr ákveðið að hækka námslán um 7,5% 1. mars næstkomandi og auk þess boðað 5% hækkun 1. september. í frétt frá Sigur- bimi Magnússyni stjómarform- anni Lánasjóðsins kemur fram að engin ástæða hafi verið fyrir ríkisstjómina að hækka námslán- in á sama tima og hún telji að ekki sé svigrúm til launahækk- ana. Ljóst sé að Alþingi verði að samþykkja veralegar aukafíár- veitingar allt að 50 til 60 mil(j. til Lánasjóðsins síðar á árin eigi þessi stefna að ná fram að ganga. Þá segir að stjóm Lánasjóðsins standi fast við þá skoðun sína að framfærsluviðmiðanir sjóðsins hafí verið fullnægjandi og ekki hafi ver- ið ástæða fyrir ríkisstjónina að stór- hækka námslán. Námslán hafí hækkað um 20% frá því í maí með- an laun hafi einungis hækkað um 10% vegna launafrystingar. „Menntamálaráðherra hefur með þessari ákvörðun gengið freklega framhjá stjóm LÍN, sem samkvæmt lögum ber að taka ákvarðanir sem þessar. Stjóm LÍN hefur einungis gefíð faglega umsögn um tillögur vinnuhóps ráðherra enda ekki verið farið fram á annað.“ Bent er á að samkvæmt yfirlýs- ingum ráðherra megi búast við enn frekari hækkun í janúar 1990 eða að minnsta kosti um 6,3%. Þessar hækkanir þýða um 137 millj. í út- gjaldaauka fyrir sjóðinn á þessu ári og gætu þýtt um 50 til 60 millj. aukafjárveitingu til sjóðsins síðar á árinu. „Það sem er enn alvarlegra við þessar hækkanir er að þær þýða um 377 millj. útgjaldaauka fyrir sjóðinn árið 1990, til viðbótar við þær 2800 millj. sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar á þessu ári. Sé ekki gert ráð fyrir hækkun í janúar þýð- ir 12,5% hækkun á þessu ári um 243 millj. hækkun á útgjöldum sjóðsins á næsta ári.“ Sem dæmi um núverandi fram- færsluviðmiðanir og áhrif boðaðra hækkana þá fær einstaklingur í leiguhúsnæði kr. 34.916 í febrúar en 1. mars 7,5% hækkun eða kr. 37.534, eftir 1. september, 5% hækkun eða kr. 39.910, og eftir 1. janúar 1990, 6,3% hækkun eða kr. 41.893. Hjón í námi með eitt bam, fá í febrúar kr. 87.290, en 1. mars, 7,5% hækkun eða kr. 93.835, eftir 1, september, 5% hækkun eða kr. 98.525 ogeftir 1. janúar 1990, 6,3% eða kr. 104.732. Einstætt foreldri með eitt bam, fær kr. 52.374 í febrúar, en 1. mars, 7,5% hækkun eða kr. 56.301, eftir 1. september, 5% hækkun eða kr. 59.115 og eftir 1. janúar 1990, 6,3% eða kr. 62.839. Formaður Stúdentaráðs um hækkun námslána; Arangur í baráttu stúdenta „ÉG FAGNA hækkun námslána frá og með. 1. mars. Hækkunin er afrakstur hinnar miklu vinnu stúdenta gegnum árin og þrýst- ings þeirra á ráðherra í vetur um að efha loforð sín um afnám frystingar námslána frá 1986,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, formaður Stúdentaráðs, þegar Morgunblaðið spurði hann álits, á nýrri reglugerð menntamála- ráðherra, um hækkun á fram- færslugrunni Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Sveinn Andri sagði að þegar stúdentar hefðu hafið þessa baráttu sl. haust hefðu fáir trúað þvf að hún ætti eftir skila þvi sem hún hefði nú gert. Hann sagðist einnig te(ja að formaður stjórnar Lánasjóðs- ins ætti að samþykkja þessar til- lögur eða segja af sér ella. Samhliða því að námslán vora hækkuð 1. mars var tekjutillit auk- ið úr 35% í 50%. Þá er gert ráð fyrir því að námslán hækki á ný í september og október og skerðingin verði þá að fullu afnumin. Sveinn Andri sagði að hann hefði frekar kosið að tekjutillitið hefði ekki verið hækkað fyrr en hinar hækkanimar á námslánunum væra komnar til framkvæmda. „Okkar skiptimynt fyrir hækkun námslána hefur verið aukið tekjutillit. Helst vildum við hafa það óbreytt en við getum sætt okkur við hækkun þess ef námslán- in hækka samhliða. Námsmenn telja þó að tekjutillitið megi ekki vera meira en 50%.“ Um álitsgerð vinnuhóps mennta- málaráðherra, um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sagði Svemn Andri, að enn væri verið að skoða það mál, en reiknaði hann með þvl að Stúdentaráð myndi hafa fyrir- vara á þeim hluta álitsins þar sem vakin er athygli fjármögnunarleið fyrir Lánasjóðinn að skattleggja þau fyrirtæki sem nýta menntað vinnuafl. Þegar formaður Stúdentaráðs var spurður álits á andstöðu form- anns stjómar LÍN gegn hækkuninni 1. mars sagði hann það ljóst, að ráðherra menntamála bæri pólitíska ábyrgð á lánasjóðnum og það væri á hans ábyrgð, að sjá sjóðnum fyr- ir nægilegu fíármagni, til að ná vilja sínum í gegn. „Ef fulltrúar ráðherra í stjóm Lánasjóðsins treysta sér ekki til að framkvæma vilja ráðherra þá hljóta þeir að segja af sér sem hans sérstöku trúnaðar- menn. Ég mun leggja það til við Stúdentaráð að það beini því til formanns stjómar LÍN að hann samþykki tillögur ráðherra möglun- arlaust en segi af sér ella,“ sagði Sveinn Andri að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.