Morgunblaðið - 11.03.1989, Side 1
56 SIÐUR B OG LESBOK
59. tbl. 77. árg.__________________________________LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bandaríkin:
Minnsta at-
vinnuleysi í
fímmtán ár
Washington, London. Reuter.
ATVINNULEYSI í Bandaríkjun-
um hefur ekki verið minna í 15
ár, samkvæmt upplýsingum
bandaríska atvinnumálaráðu-
neytisins, sem birtar voru í gær.
í febrúarmánuði voru 5,1 prósent
vinnufærra manna án atvinnu og
hafði sú tala lækkað um 0,3 pró-
sent frá í janúar.
Gengi Bandaríkjadollars hækk-
aði er tölur þessar voru birtar og
fengust fyrir hann 1,8640 vestur-
þýsk mörk og 129,45 japönsk jen
síðdegis í London samanborið við
1,8575 og 129,10 er gjaldeyrisvið-
skipti hófust þar í borg í gær.
Um 6,33 milljónir Bandaríkja-
manna voru án atvinnu í síðasta
mánuði samanborið við 6,72 millj-
ónir í janúar. Tæplega 63 prósent
þjóðarinnar voru á vinnumarkaðin-
um og hefur það hlutfall aldrei ver-
ið hærra.
Samkvæmt fyrrnefndum upplýs-
ingum fengu 289.000 manns vinnu
í febrúarmánuði og voru öll þau
störf á vettvangi þjónustugreina.
Samdráttar varð hins vegar vart á
sviði byggingar- og framleiðsluiðn-
aðar þar sem rúmlega 55.000
manns misstu störf sín í febrúar. A
síðasta ári dró ört úr atvinnuleysi
í Bandaríkjunum og hafa menn
haft áhyggjur af því að verðbólga
gæti siglt í kjölfarið. Seðlabanki
Bandaríkjanna hefur hækkað vexti
af skammtímalánum um rúm þrjú
prósent á undanfömum 12 mánuð-
um til að slá á þensluáhrifin.
Þota ferst
í Kanada
Óvíst um manntjón
Dryden í Kanada. Reuter.
ÞOTA frá flugfélaginu Air
Ontario hrapaði i gær i af-
skekktu, skógivöxnu og snævi
þöktu landsvæði i Kanada,
skammt frá smábænum Dryd-
en í Ontario. 65 farþegar og
Qögurra manna áhöfn voru
um borð en en ekki var ljóst
hve margir höfðu farist er
blaðið fór í prentun.
Þotan var af gerðinni Fokker
F-28. Útvarpsstöð í héraðinu
sagði að björgunarmenn sem
komust á staðinn á vélsleðum
hefðu grafíð 45 manns úr brak-
inu. Talsmaður flugfélagsins
sagði að eldur hefði komið upp
í þotunni.
Slysið varð skömmu eftir flug-
tak frá fáfömum flugvelli og
hrapaði þotan í um eins kfló-
metra fjarlægð frá brautarenda,
að sögn heimildarmanns á staðn-
um, Jacqueline Saville. Hún
sagði að verið væri að ryðja
braut að slysstaðnum með jarð-
ýtu. Þotan var á leið frá Thund-
er Bay í Ontario til Winnipeg
með viðkomu í Dryden.
George Bush:
Dick Cheney verði
landvarnaráðherra
Indianapolis, Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjafor- I aðspurður að hann gæti ekkert tjáð
seti tilneftidi í gærkvöldi fúll- sig um ummæli Quayle þar sem
trúadeildarþingmanninn Dick I hann hefði hvorki séð þau eða heyrt.
Cheney frá Wyoming í embætti
landvarnaráðherra. Á fímmtu-
dagskvöld haftiaði öldungadeild
þingsins tilneftiingu Johns Tow-
ers í embættið vegna ásakana
um meintan drykkjuskap,
kvennafar og óeðlileg tengsl við
hergagnaiðnaðinn.
var skrifstofustjóri Geralds Fords
forseta 1975 - 1976 og var kjörinn
á þing 1978. Hann er talinn njóta
virðingar og vinsælda jafnt hjá
repúblikunum sem demókrötum og
nær fullvíst að tilnefning hans verði
samþykkt af þinginu.
Dan Quayle, varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði í gær að demókratar
í öldungadeild Bandaríkjaþings
hefðu viljað grafa undan Bush
Bandaríkjaforseta með því að
greiða atkvæði gegn því að John
Tower yrði skipaður vamarmála-
ráðherra. Aðfarir þeirra gegn Tow-
er hefðu minnt á ofsóknir McCart-
hys öldungadeildarþingmanns gegn
meintum kommúnistum á sjötta
áratugnum.
Bush forseti, sem hefur mælt
með sáttfysi á báða bóga, sagði
Samningsdrög Samstöðu og pólskra stjórnvalda:
Afstaða miðstjórnar komm-
únistaflokksins enn talin óljós
Talsmenn Samstöðu segja einsflokkskerfið á undanhaldi
Moskva:
Rakstur
bannaður
Moskvu. Reuter.
HÁRSKERUM í Moskvu hefúr
verið bannað að raka við-
skiptavini sína vegna hættu á
þvi að rakhnífar, sem ekki
hafa verið dauðhreinsaðir,
beri alnæmissmit milli manna,
að sögn sovéska dagblaðsins
Komsomolskaja Pravda í gær.
Sovésk yfírvöld hafa æ meiri
áhyggjur af útbreiðslu alnæmis
og þykir þarlendum sérfræðing-
um sem ekki hafí verið fundnar
heppilegar aðferðir til að hefta
hana. Fyrir nokkrum árum var
sjúkdómurinn sagður „kapí-
talfekt fyrirbrigði".
Óttast er að alnæmi breiðist
hratt út á næstu árum í Sov-
étríkjunum vegna skorts á ein-
nota lyfjasprautum og veijum.
Reuter
30 árfrá uppreisn Tíbeta
Lögreglumenn handtóku fjölda fólks á götum Lhasa, höfuðborgar
Tíbets, í gær en þá voru liðin 30 ár frá misheppnaðri uppreisn Tíbeta
gegn jrfírráðum Kínverja í landinu. Að sögn erlendra sjónarvotta,
sem rætt var við símleiðis, var að öðru leyti kyrrt í borginni. Andleg-
ur leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, hefur hvatt 40 þjóðarleiðtoga um
allan heim, þ. á m. George Bush og Míkhafl Gorbatsjov, til að fá
Kínveija til að aflétta herlögum í Lhasa. Á myndinni sjást tíbetskir
útlagar í Nýju-Delhí hrópa slagorð gegn Kínveijum.
Varsjá. Reuter. Daily Telegraph.
EFTIR 45 ára einræði kommúnista í Póllandi virðast leiðtogar flokks-
ins reiðubúnir að taka fyrstu skrefín í átt til lýðræðis með því að bjóða
stjórnarandstöðuöflum ákveðinn fjölda sæta á þinginu og jaftiframt
að kosningar til fyrirhugaðrar öldungadeildar verði lýðræðislegar.
Vafi leikur enn á þvi hvort miðstjórn flokksins muni samþykkja tillög-
ur þessa efnis á væntanlegum fúndi sínum í næstu viku. Leiðtogar
flokksdeilda utan höfúðborgarinnar lýstu fyrr í vikunni yfír andstöðu
við ftjálsar kosningar til öldungadeildarinnar. Jacek Kuron, einn af
þekktustu ráðgjöfúm Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðssamtaka,
sagði í gær að einsflokksríkið væri að víkja fyrir riki allrar þjóðarinnar.
Óljóst er hvert verður valdsvið öld-
ungadeildarinnar en talið að hún eigi
að gegna eins konar eftirlitshlutverki
og fái takmarkað neitunarvald gagn-
vart þjóðþinginu, Sejm, í efnahags-
og félagsmálum ásamt mannrétt-
indamálum. Kveðið er á um viður-
kenningu Samstöðu og gert ráð fyrir
að ríkiseinokun fjölmiðla verði aflétt,
sjálfstæði dómstóla aukið og lýðræði
komið á í sveitarstjómum. Loks er
áformað að forseti landsins fái
víðtækt framkvæmdavaid og hann
skuli kjörinn af báðum þingdeildun-
um. Kommúnistum verður tryggður
meirihluti í Sejm.
Breskur sérfræðingur í málefnum
Austur-Evrópuþjóða, prófessor Nor-
man Davies, telur að pólski komm-
únistaflokkurinn sé með samkomu-
laginu að undirrita sinn eigin dauða-
dóm. „Það mætti lýsa þessu sem
skipulegu niðurrifí kerfísins," sagði
hann. Talið er að fyrirhugaðar um-
bætur séu róttækari en stefna Ung-
veija, sem taldir hafa verið fremstir
í flokki Austantjaldsríkja hvað snert-
ir umbætur. Því fer hins vegar fjarri
að tryggt sé að samkomulagið hljóti
brautargengi í miðstjóm pólska
kommúnistaflokksins.
„Mér sýnist að flokksforystan geri
sér ekki fyllilega grein fyrir því hvert
hún stefnir," sagði háttsettur, er-
lendur stjómarerindreki. Ýmsir
heimildarmenn álíta að kommúnistar
séu klofnir í afstöðu sinni og ráðvillt-
ir. Efnahagslegt hrun og almenn
óánægja hafi þvingað þá til að láta
undan í samningum við Samstöðu í
von um að fá samtökin til að styðja
efnahagsumbætur. Sterk öfl innan
flokksins eru sögð vona að áður-
nefndar breytingar leiði til þess að
völd flokksins eflist.
Andrzej Gwiazda, sem áður var
náinn samverkamaður Lech Walesa,
leiðtoga Samstöðu, gagnrýndi samn-
I ingsdrögin harkalega í gær. Sagði I að styrkja kommúnista í sessi og
I hann að niðurstaðan gæti orðið til | sundra Samstöðu.
Hópur finnskra hermanna í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna á
flugvellinum í Windhoek, höfuðstað Namibíu, í gær. Hlutverk þeirra
og annarra gæsluliða verður að fylgjast með því að ákvæði friðar-
samnings um sjálfstæði til handa Namibíu, fijálsar kosningar og
brottflutning suður-afrískra hermanna frá landinu verði haldin.
Skæruliðar SWAPO, frelsishreyfíngar blökkumanna í landinu, hafa
um árabil barist gegn suður-afrískum yfírvöldum í Namibíu.
Reuter
Finnskir gæsluliðar í Namibíu