Morgunblaðið - 11.03.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.03.1989, Qupperneq 3
MORGÍJttBLÁÐÍÐ LÁtíGARDAGUR 11. MARZ 1989 3 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Unnið að viðgerð á strengnum. Rafmagn var skammtað í Eyjum, en nú er allt komið í eðlilegt horf á ný. Vestmannaeyjar: Viðgerðinni á raf- strengnum lokið Vestmannaeyjum. VIÐGERÐ á rafstrengnum til Vestmannaeyja lauk um kl. 3 í fyrrinótt. Er því fullt rafinagn komið á í Eyjum á ný og íbúar að vonum ánægðir með það. Ekki tókst að koma rafinagni á frá landi til Vestmannaeyja miðviku- dagsmorgun eins og vonir höfðu Tveir í gæslu vegna bflþjófti- aða og innbrota TVEIR menn á þrítugsaldri silja nú i gæsluvarðhaldi grunaðir um fjölda bílþjófiiaða og inn- brota. Mennimir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra brota. Jón Snorrason deildarstjóri hjá RLR varðist að öðru leyti frétta af rannsókn málsins. verið bundnar við. Þegar gert hafði verið við bilun þá er fannst á strengnum, og straumi var hleypt á, brann hann í sundur á ný- Eiríkur Bogason, veitustjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar búið var að skeyta streng- inn saman aðfaranótt fimmtudags- ins hafi straumi verið hleypt á, en það hefði slegið strax út á ný. í ljós hafi komið að strengurinn var skemmdur á mun lengri kafla en álitið var í fyrstu, og því hafi verið ákveðið að skipta um 15 metra langan kafla af honum. Eiríkur sagði að vonir hefðu stað- ið til að ljúka mætti viðgerð í fyrri- nótt og það hefði gengið upp. Rafmagn var skammtað í Eyjum á fimmtudag , eins og undanfama daga, og voru nánast öll íbúðar- hverfi rafmagnslaus frá því snemma um daginn og fram á nótt. Grímur Haftiargörður: Sló í brýnu milli Grænlendinga og Norðmanna Þrír Norðmenn í sjúkrahús ÞRÍR norskir sjómenn voru fluttir slasaðir í sjúkrahús frá Hafiiar- Ijarðarhöfn í fyrrinótt. Tveir voru meðvitundarlausir eftir slags- mál við sex grænlenska sjómenn, en sá þriðji féll milli skips og bryggju og mjaðmargrindarbrotnaði þegar hann var á leið frá skipi sínu til að hjálpa félögum sínum að eiga við Grænlendingana. Þegar lögreglan kom á staðinn voru Grænlendingarnir á bak og burt en Norðmennimir tveir lágu meðvitundarlausir á bakkanum við Suðurgarð. Norsk og grænlensk skip voru í Hafnarfjarðarhöfn í fyrrinótt og var talsverð ölvun um borð í báðum. Þrír Norðmenn voru á leið um borð í grænlenska skipið þegar Græn- lendingamir urðu á vegi þeirra á bakkanum og kom þá til átaka. Einn Norðmannanna hljóp um borð í skip sitt eftir aðstoð. Einn aðstoð- armannanna datt i höfnina jmilli skips og bryggju. Hann mjaðmar- grindarbrotnaði og var orðinn mjög þrekaður þegar hann náðist upp. Norðmennimir voru allir fluttir á slysadeild og í framhaldi af því í sjúkrahús. Sá sem féll milli skips og bryggju liggur enn í sjúkrahúsi enda mikið slasaður en hinir fengu að fara til skips í gærmorgun. Áverkar þeirra voru ekki alvarlegir. Norðmennina og Grænlendingana greinir á um hvorir hafi átt upptök að átökunum. Grænlendingarnir voru yfirheyrðir í gær en eru nú farnir til veiða með skipi sínu. Sjómennimir hafa ekki kynnt sér öryggismál - segir Hálfdán Henrysson, deildarstjóri SVFÍ „ÞAÐ SEM vekur fyrst og fremst athygli mína er að sjómenn- imir hafii ekki kynnt sér öryggismál eða fengið fræðslu um þau, þrátt fyrir að mikil áhersla hafí verið lögð á það undan- farin ár,“ sagði Hálfdán Henrysson, deildarstjóri hjá Slysa- varnafélagi Islands. Hann var inntur álits á ummælum skip- veija á Sæborgu SH 377, um að þeir hafí ekki vitað hvemig nota ætti gúmbát rétt og að ýmsum öryggisbúnaði í honum hafí verið áfiitt. Sæborg sökk á Breiðafírði á þriðjudagskvöld og komust sjö skipverjar um borð í gúmbjörgun- arbát. Þeir sögðu í viðtali við Morgunblaðið í gær að þeir hefðu aldrei séð uppblásinn björgunar- bát áður og því tæpast vitað hvemig þeir áttu að bera sig að. Hálfdán sagði, að sjómenn ættu að kynna sér reglur um notkun gúmbjörgunarbáta, til dæmis bækling frá Siglingamálastofnun, sem ætti að vera um borð í öllum skipum, ásamt veggspjaldi um notkun björgunarbáta. Þá lánar Myndabandabanki sjómanna myndband þar sem notkun bá- tanna er útskýrð. „Sjómenn eiga líka kost á ókeypis námskeiðum Slysavamafélagsins og við hvetj- um þá til að notfæra sér þau. Það er ekki hægt að skylda sjómenn til að kynna sér öryggismál, þeir verða að bera sig eftir fræðsl- unni,“ sagði Hálfdán. Sjómennimir gagnrýndu einnig búnaðinn í björgunarbátnum, til dæmis hníf, sem nota á til að skera bátinn lausan frá sökkvandi skipinu. Hann sögðu þeir hafa verið afar bitlítinn og sagði Hálf- dán að þetta atriði þyrfti vissulega að kanna. Hann var einnig sam- mála sjómönnunum um nauðsyn vinnuflotgalla um borð. „Það em til sérstakir flotgallar, sem menn eiga að fara 'í þegar þeir þurfa að yfírgefa skipið, en það vinnst ekki alltaf tími til þess. Þess vegna eru vinnuflotgallamir mjög hent- ugir. Þeir hindra menn ekkert við störf, en þeir halda hita á þeim í sjó og halda þeim á floti. Áður var mikið barist fyrir að sjómenn, til dæmis við vinnu í skutrennu, hefðu á sér björgunarbelti, en þessir gallar henta mjög vel við slík skilyrði. Ef menn íalla út- byrðis em miklu meiri líkur á að þeir haldi lífí í köldum sjónum á meðan skipinu er snúið til að leita að þeim. Þá er hins vegar spum- ing hvort ekki eigi að koma fyrir einhvers konar ljósum á þessum búningum," sagði Hálfdán Henr- ysson. Hálfdán tók fram, að allar at- hugasemdir skipbrotsmannanna sjö þyrfti að athuga mjög vel og fá hjá þeim ábendingar um hvað betur megi fara. Sjómenn missa laun farist skip þeirra LÖGUM samkvæmt eiga sjómenn ekki rétt á launum, farist skip þeirra. Þá er litið svo á að skiprúmssamningi sé síitið og fá skipveijar þá aðeins greidd laun og dvalarkostnað á meðan sjóferðaskýrsla er tekin. Þeir fá ekki greidd laun í lengri tíma, eins og ef um uppsögn væri að ræða. Jónas Haraldsson, lögfræðing- verði af óviðráðanlegum ástæðum ur Landssambands íslenskra út- vegsmanna, sagði að ákvæði um þetta væri að finna í sjómannalög- um. „Þarna er um almenna reglu að ræða, enda litið svo á að þegar skip ferst sé það jafnt tjón útgerð- ar og sjómannanna. Útgerðin get- ur ekki talist ábyrg fyrir slíkum slysum," sagði hann. í sjómannalögum segir, að fa- rist skip, eða verði það fyrir sjó- tjóni og sé dæmt óbætandi eða tekið úr þjónustu útgerðarmanna um ófyrirsjáanlegan tíma, sé skipsrúmssamningi slitið, nema öðruvísi sé um samið. Skipveija sé þó skylt að taka þátt í björgun- inni og að vera viðstaddur, er sjó- ferðaskýrsla er tekin, og á hann þá rétt á kaupi og dvalarkostnaði þann tíma, er hann þarf að bíða á staðnum þess vegna eða hann þarf að bíða eftir ferð heimleiðis. Hveljum sjómenn til að nota flotgalla við vinnu - segir Magnús Jóhannesson, siglingamálasljóri „ÞAÐ ER ekki í bígerð að skyl flotgöllum, en við höfiim hvatt við vinnu á opnu þilfari,“ sagði málastjóri. Tveir af þeim sjö sjómönnum, sem björguðust þegar Sæborg frá Ólafsvík sökk á þriðjudagskvöld, voru í vinnuflotgöllum. Þeir sögðu, að gallamir hefðu hjálpað þeim mikið, því þeir voru þeir einu sem með góðu móti gátu athafnað sig í gúmbjörgunarbátnum. Fé- lagar þeirra voru of kaldir til þess. „Ef menn eru í hættu úti á sjó eiga þeir að fara í björgunargalla, da sjómenn til að vera í vinnu- þá til að vera i slíkum göllum Magnús Jóhannesson, siglinga- sem geta haldið hita á mönnum í sjó í 6 klukkustundir, þegar hita- stig er við frostmark,“ sagði Magnús. „Þessir gallar em of óþjálir til að hægt sé að nota þá við vinnu um borð og mönnum gefst ekki alltaf tími til að fara í þá. Ef svo er ekki þá eru vinnu- gallamir mjög góðir, þó ekki kom- ist þeir í hálfkvisti við björgunar- búningana.“ Magnús sagði að margar gerðir vinnuflotgalla væm á markaðn- um. „Siglingamálastofnun er nú að kynna sér hvaða kröfur em gerðar til slíkra galla í Kanada og bera það saman við þá galla sem em á markaði hérlendis. Þannig er betur hægt að átta sig á þeim tegundum sem hér fást.“ Magnús ítrekaði að Siglinga- málastofnun hvetti sjómenn til að nota vinnuflotgallana og sagði að jafnvel þó þeir væm nokkuð dýrir ættu menn ekki að horfa í pening- ana þegar líf þeirra gæti legið við. Agreiningi um laun bænda var vísað til sáttasemjara FULLTRÚAR bænda í sexmannanefhd hafa vísað ágreiningi sem varð um launalið verðlagsgrundvallar sauðfjár- og kúabúa við verðlagninguna síðastliðin mánaðamót til sáttasemjara ríkisins. Beri sáttaumleitanir ekki árangur innan tíu daga gengur ágrein- ingurinn til yfírnefhdar þar sem oddamaður er tilnefhdur af Hæstarétti. Við útreikning á launalið verð- lagsgmndvallar hefur verið tekið mið af launatöxtum iðnaðarmanna og verkamanna. Bændur telja að laun þeirra hafi dregist aftur úr á undanförnum mánuðum, þannig að launin séu nú 223 krónur á tímann en ættu að vera um 300 krónur samkvæmt fyrri viðmiðun. Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda sagði að við verðlagningu fyrr í vetur hafi verið bókað í sex- mannanefnd að launaliðurinn yrði tekinn til skoðunar við verðlagn- ingu núna. Neytendafulltrúarnir hefðu hafnað kröfu bænda núna en lýst sig reiðubúna tií að fara í heildarendurskoðun á launaliðnum fyrir 1. september í haust. Launaliðurinn var hækkaður um 1,25% um mánaðamótin og verðlistar gefnir út til bráðabirgða á meðan skorið er úr ágreiningn- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.