Morgunblaðið - 11.03.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 11.03.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 SÝNING PEUGEOT 405 - BÍLL ÁRSINS f EVRÓPU 1988. Sérlega fallegur og þægilegur bíll sem farið hefur sigurför um Evrópu. Kynnum nú í fyrsta skipti station útfærsluna af 405. Glæsilegur bíll, rúmgóður og með fjöðrun í Peugeot gæðaflokki. JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL LJ JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 Opið laugardag 13-17. PEUGEOT 309 - FJÖLSKYLDUBÍLLINN. Einstaklega lipur og hentugur ferðabíll, með nægilegt rými fyrir fólk og farangur. PEUGEOT 205 - „BESTI BÍLL í HEIMI". Nú, fjórða árið í röð, valinn af lesendum Auto, Motor und Sport. Bíll með aksturseiginleika í sérflokki í stöðugri sókn á (slandi. Morgunblaðið/Ami Sæberg Fulltrúar, utanrikisráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis og Hafrann- sóknarstofhunar horfa á heimildarmyndina Lífsbjörg í Norður- höfum, en myndin var frumsýnd í vikunni. íslensk heimildarmynd nm herferðir grænfriðimga frumsýnd: GrænMðungar sagð- ir beita fölsununum sér til framdráttar NÝ heimildarmynd, Lífsbjörg í Norðurhöfum, var frumsýnd í Reykjavik á fimmtudag, en myndin Qallar um aðferðir grænfrið- unga í baráttu fyrir friðun sela og hvala. í myndinni eru m.a. færð rök að þvi, að grænfriðungar noti friðun sjávarspendýra í ágóða- skyni og beiti vísvitandi fölsunum málstað sínum til framdráttar. Framleiðendur myndarinnar eru Magnús Guðmundsson og Edda Sverrisdóttir, og hófust tökur á myndinni sumarið 1985. Magnús Guðmundsson sagði við Morgun- blaðið að þessi mynd væri heimild- armynd, en ekki áróðursmynd í öðrum skilningi en þeim að í henni væri leitast við að svara ýmsum áróðri sem hafður hefði verið uppi af umhverfísvemdarsamtökum gegn hvalveiðum og selveiðum. Að baki myndinni lægu umfangsmiklar rannsóknir og heimildasöfnun. í myndinni er því haldið fram, að Greenpeace sé fyrirtæki í mót- mælaiðnaði, sem hagi vemdarstarfí sínu eftir því hvaða dýrategundum sé sé heppilegast að beijast fyrir út frá ágóðasjónarmiðum. Þá era grænfriðungar sakaðir um óvönduð meðöl og falsanir f herferðum sínum. Sýndir era bútar úr myndum sem eiga að sína ómannúðleg dráp á selum og kengúram, og færð rök að því að myndimar séu falsaðar. Einnig er því haldið fram, að fræg ljósmynd af leikkonunni Birgitte Bardot, þar sem hún heldur á sels- kóp og sögð var tekin í Kanada, hafí verið tekin í myndveri í Frakkl- andi og selskópurinn sé uppstopp- aður. Því er haldið fram, að herferðir grænfriðunga hafí haft ómælt tjón í för með sér fyrir þær þjóðir á Norðurslóðum sem eiga afkomu sína að miklu leyti undir sjávarspen- dýram. Er þeirrar spumingar spurt í myndinni, hvort herferðir um- hverfisvemdarsamtaka gegn veið- um þessara dýra, hafi ekki haft verri áhrif á náttúrana en veiðamar sjálfar. Magnús sagði ekki ljóst hvort eða hvenær myndin yrði sýnd í sjón- varpi hér á landi. Margar fyrir- spumir hafa borist um myndina, að sögn Magnúsar, og verður hún sennilega fyrst sýnd í norsku sjón- varpi. Forsýning á myndinni var f Færeyjum á miðvikudag, og daginn eftir var hún sýnd fulltrúum íslenskra stjómvalda og flölmiðla. Stefán Jón Sigurðsson tæplega flögurra ára með veggspjald bama- og unglingavikunnar. Svo sem sjá má prýðir listaverk vegg- spjaldið, en höfundurinn er eng- inn annar en Stefán, en mynd hans var valin úr 2000 myndum sem böra vítt og breitt höfðu sent inn.. Barna- og unglingavika: Reynt að varpa ljósi á kjör bama og unglinga á íslandi Barna- og unglingavika verður haldin á vegum stéttarfélaganna dagana 12. til 18. mars. Hugmyndin er að vekja athygli á börnum og unglingum, kjörum þeirra og lífi í islensku þjóðfélagi. Stend- ur til að gera það á hinn margvíslegasta hátt, m. a. með upplýs- ingum um aðbúnað þeirra, dagvistun, lífshátti, menningu, Qöl- miðlanotkun, vinnu o.fl. Samhliða þessu verður reynt að draga upp mynd af þeirri aðstöðu sem foreldrar búa við til að rækja uppeldisskyldur sínar og hlutverk yfírleitt. Dagsskráin er sem hér segir: Mánu- 20.00: „Dagvistarheimili - mennta- daginn 13. mars í Tónabæ klukkan 20.00: „Tómstundir: Hvemig nota böm og unglingar frítíma sinn?“ í Gerðubergi klukkan 20.00: „Jafn- rétti til náms - fá allir tækifæri?". Þriðjudaginn 14. mars, Gerðubergi klukkan 20.00: „Dagvistunarheimili - menntastofnun!“ Miðvikudaginn 15. mars Gerðubergi klukkan 20.00: „Samvera fjölskyldunnar - neysla, þarfír - vinna bama og ungl- inga.“ Fimmtudaginn 16. mars, Vitanum Hafnarfírði klukkan stofnun" Sóknarsal klukkan 20.00: „Tómstundir - hvemig nota böm og unglingar frítíma sinn?“ Gerðu- bergi klukkan 20.00: „Áhrif fjöl- miðla - fjölmiðlanotkun". Vikunni lýkur síðan með fjöl- skylduskemmtun í Háskólabfói sem hefst klukkan 14.00. Þar verða kynntar þær niðurstöður sem kunna að fást í vikunni og einnig verða mörg skemmtiatriði, flutt af böm- um og unglingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.