Morgunblaðið - 11.03.1989, Side 21

Morgunblaðið - 11.03.1989, Side 21
(«1 sí;.ví( :[jí)AQJL\2U.u c k .\i'rH JíJ!Os. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 21 P.W. Botha Suður-Afríka: Botha neit- ar að segja afsér FÉLAGAR P.W. Botha, for- seta Suður-Afríku, í Þjóðar- flokknum leita nú allra leiða til að fá hann til að segja af sér forsetaembættinu og víkja fyrir F.W. de Klerk, leiðtoga flokksins. Botha er að ná sér eftir hjartaáfall 18. janúar. Heimildarmenn innan flokks- ins segja að Botha njóti aðeins stuðnings starfandi forseta, Chris Heunis, og nokkurra ráðgjafa hans. Botha lét svo ummælt að hann hæfi störf að nýju á miðvikudag í næstu viku. Danmörk: Sparnað- ur í rík- isrekstri Kaupmannahöfn. Frá Nils J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKA ríkisstjómin hefur lagt fram áætlun um 10 millj- arða danskra króna (72 millj- arða ísl.) niðurskurð á útgjöld- um ríkissjóðs. Gert er ráð fyr- ir að ríkisstarfsmönnum verði fækkað um 1.500 á þessu ári og 10.000 á næstu ijjórum árum. Ennfremur verðá Jjár- veitingar til húsnæðismála skomar niður. Belgia: Átök milli hægri- og vinstri- manna Aðskilnaðarsinnaðir hægri- menn og vinstrisinnaðir náms- menn börðust í sjö tíma á göt- um háskólaborgarinnar Lou- vain í Belgíu í gær. Lögregla beitti táragasi og sprautaði vatni með háþrýstidælum til að dreifa 500 aðskilnaðarsinn- um og 100 námsmönnum. 64 vom handteknir. Spánn: Níu Mar- okkómenn drukkna AÐ MINNSTA kosti níu Mar- okkómenn dmkknuðu þegar bátur þeirra sökk á Gíbraltar- sundi í gær. Talið er að menn- imir hafi ætlað að flytjast til Spánar án þess að hafa tilskil- in leyfi. Sex mönnum var bjargað eftir sjóslysið og þriggja var saknað. Fjörugt andlegt líf á 17. öld St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UMFANGSMIKIÐ bréfasafh bresks menntamanns, Samuels Hartlibs, á 17. öld varpar skýru og óvenjulegu Ijósi á andlegt líf á fyrri hluta þeirrar aldar. Viðamikil rannsókn á safninu stendur nú yfir í háskó- lanum í Sheffield. Hartlib skrifaðist á við flesta andlega höfðingja 17. aldar. Þeirra á meðal vom heimspekingurinn og stærðfræðingurinn René Descartes, vísindamaðurinn Boyle, stærðfræð- ingurinn Pascal, skáldið Milton og Cromwell, byltingarforingi í Eng- landi. Árið 1926 gaf George Purngull, prófessor í uppeldisfræði við háskól- ann í Sheffield, bókasafni skólans bréfasafn Hartlibs. í því era 25.000 skjöl, bæði hans eigin bréf og svör annarra. Enginn sinnti rannsóknum á safninu í meira en 60 ár, vegna þess hversu umfangsmikið það er. En árið 1987 veittu Breska aka- demían og einkasjóður yfír 15 millj. króna til rannsóknar á safninu. Síðan hefur stöðugt verið unnið að því að gera safnið tölvutækt. Ekki er vitað, hvemig Purngull komst yfir þessi bréf né hver saga þeirra hefur verið í þessi 250 ár. Dr. Michael Leslie, einn af yfir- mönnum rannsóknaráætlunarinnar, segir, að endurskrifa verði töluvert af hugmyndasögu 17. aldar í ljósi þessarar rannsóknar. Hann segir, að í bréfunum komi í ljós, að and- legt líf 17. aldar hafi verið fjöragt og ótrúlega fjölbreytilegt. I einu bréfanna frá Boyle sé til dæmis fjallað af kunnáttu um eðlisfræði þess tíma, en Boyle uppgötvaði samband rúmmáls og þiýstings lofttegunda. Leslie segir, að þessir menn hafí ekki fylgt þeirri ströngu skiptingu vísindagreina, sem tíðkast nú á dögum. Dr. Leslie segir enn fremur, að á bréfunum megi greina, hvemig hugmyndir þróuðust í bréfaskrift- um og urðu síðar undirstöðuhug- myndir í heilum vísindagreinum. Þessi víðtæka samvinria varð síðan undirstaðan að Enska vísindafélag- inu, sem Karl II stofnaði árið 1660. I einu bréfanna er talað um reikningsvél, sem er eldri en reikn- ingsvél Pascals, sem hefur verið talin fyrsta reikningsvélin í sög- unni. Einnig er rakið mors-mál, sem átti að nota við landvamir, til að láta vita skjótt, ef_ útlendur floti réðst til landgöngu. í einu bréfanna segir skoski heimspekingurinn John Dury frá því, að Danakonungur hafí fundið nýtt ráð til að auka nautn sína af mat og drykk. Það var að fara í gufubað og sletta víni á heita steinana í stað vatns. Samuels Hartlibs hefur verið minnst sem umbótamanns í skóla- málum og landbúnaði. Hann fædd- ist í Prússlandi árið 1600 og átti enska móður. Hartlib lést árið 1662, sárþjáður af gall- og nýmasteinum. NÝIA SKIPTITILBOÐK) AUÐVELDAR ÞÍR AÐEIGNAST NÝJANBMW ÁGðDUM KJÖRUM. Einstakur bill fyrir krefuharða. .. ■ % sfe ?í- * | v, , ^ ^ i \ A tíinamótum, eins og fermingar eru í lífi flestra unglinga, er rétt að huga að framtíöinni. Þekking er ein af undirstöðum framfara og lífsfyllingar. Hjá Eymundsson færðu fermingargjafir sem eflahug og hönd. Komið og skoðið úrval af fermingargjöfum í öllum deildum. Hjá Eymundsson hefur þú leitina — og lýkur henni með réttu fermingargjöfinni. , EYmunDSSON , ‘^us^uns^n:Bri og Eiðistorgi ----

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.