Morgunblaðið - 11.03.1989, Qupperneq 28
( MORGUNBLAÐK) (LAUGARDAGUK llJ MARZ lð89
Hlíðarfjall:
„AÐSÓKN hefur verið mjög dræm það sem af er skíðavertíðinni
og er engu öðru en tíðarfarinu um að kenna. Fyrir það fyrsta
var ekki hægt að opna lyftur í fjallinu fyrr en 28. janúar sl. vegna
snjóleysis og hefúr aldrei verið opnað svo seint. Síðan hefúr geng-
ið á með bijáluðu veðri svo við hér í Hlíðarfjalli erum ekkert
yfir okkur kátir með aðsóknina,“ sagði ívar Sigmundsson, for-
stöðumaður Skíðastaða, í samtali
var metaðsókn í Hlíðarfjall.
í gær skein sól í heiði á Akur-
eyri ogveðurspáin lofar góðu næstu
daga. ívar sagði að skíðafæri væri
með eindæmum gott í fjallinu nú.
Veður væri eins og best gæti orðið
svo hann átti von á fjölmenni í flal-
lið um helgina. „Við höfum ekki
fengið neina heila helgi í fjallinu
það sem af er. Annaðhvort hefur
þurft að loka lyftum á laugardegi
eða sunnudegi vegna veðurs og öll
við Morgunblaðið í gær. í fyrra
skíðamót hafa farið í vaskinn. Elstu
menn muna vart annað eins tíðar-
far. Næstu dagar lofa þó betri tíð
þar sem veðurfræðingar spá vel
fyrir okkur norðanmönnum um
helgina og svo líður að páskum sem
við bindum miklar vonir við. Spáin
er reyndar alltaf góð, það er bara
veðrið sem klikkar," sagði ívar Sig-
mundsson að lokum.
Eftirlitsmaður hefúr verið ráðinn við barna- og byrjendalyftuna í HlíðarQalIi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Iþróttaráð kannar kaup
Suzuki-nemendur á æfíngu. Krakkarnir hjálpast gjarnan að á æfíng-
um.
Tónaflóð á góunni
TÓNLEIKAR píanó- og fiðlunemenda Tónlistarskólans á Akureyri,
sem læra eftir svokallaðri Suzuki-aðferð, verða haldnir i Alþýðuhús-
inu, 4. hæð, á morgun, sunnudag. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 og
þeim lýkur um kl. 17.00.
Efnisskrá tónleikanna er fjöl- um frá þriggja ára og upp að ferm-
breytt, segir í frétt frá Tónlistarskól- ingaraldri. Þá verður jafnframt boðið
anum, allt frá ABCD og upp í ung- upp á kaffíhlaðborð í Alþýðuhúsinu
verska dansa eftir Brahms. Þeir nem- á meðan á tónleikunum stendur.
endur, sem fram koma, eru á aldrin-
á öruggari barnalyftu
ÍÞRÓTTARÁÐ Akureyrarbæjar kannar nú með hvaða hætti hægt
er að auka öryggi yngstu notenda í skíðalyftum HlíðarQalls.
íþróttaráð samþykkti nýlega að kanna nú þegar kostnað við kaup
og uppsetningu á nýrri barnalyftu i Hólabraut, sem tekin yrði í
notkun í byijun árs 1990. Ætla má að slík lyfta og uppsetning
hennar kosti um 3,5 milljónir króna. Sú lyfta, sem fyrir er í fjall-
inu, er 250 metra löng.
Samkvæmt kröfu Vinnueftirlits
ríkisins var togbrautinni lokað þann
8. febrúar sl. vegna banaslyss við
sams konar togbraut í Garðabæ
skömmu áður. Til að fá heimild til
opnunar aftur þurfti að staðsetja
eftirlitsmann við hveija togbraut
auk þess sem herða þurfti á öryggi
Ríkisstjórnin fiallar um sjávarútvegsbraut:
Spurningin er hvort á Akureyri
eigi að vera háskóli eða ekki
við lyftuna. Ákveðið var að ráðast
í þær öryggisráðstafanir, sem
Vinnueftirlit ríkisins gerði kröfu
um, og er áætlað að kostnaður við
þær nemi að minnsta kosti 400
þúsundum króna. Hugmyndir voru
uppi um að selja aðgang í þessa
togbraut til að mæta kostnaðinum,
en að skoðuðu máli var fallið frá
því. Búið er að girða lyftuna betur
af en áður auk þess sem viðbótar
rafbúnaði hefur verið komið fyrir
við lyftuna. Áður var rafbúnaður
aðeins við efra hjól lyftunnar sem
rauf strauminn ef farið var of langt
upp. Nú hefur slíkum rafbúnaði
verið komið fyrir við neðra hjól lyft-
unnar einnig.
Opið er á mánudögum og föstu-
dögum frá 13.00 til 19.00, á þriðju-
dögum, miðvikudögum og fímmtu-
dögum frá 13.00 til 20.00 og um
helgar frá kl. 10.00 til 17.00.
- segir Jón Þórðarson, starfsmaður Háskólans á Akureyri
EKKI hefúr enn fengist leyfi fyrir rekstri sjávarútvegsbrautar
við Háskólann á Akureyri. Hinsvegar hafa málefni Háskólans á
Akureyri borið á góma hjá ráðmönnum að undanfömu og búast
stjóraendur Háskólans við að afstaða til fyrirhugaðrar sjávarút-
vegsbrautar, sem áætlað er að verði þungamiðjan I starfi skól-
ans, verði tekin á ríkisstjóraarfúndi nk. þriðjudag.
„Ef sjávarútvegsfræðideildin
verður ekki að veruleika, þá verður
engin háskóli á Akureyri mikið
lengur. Eins og skólinn er nú sam-
ansettur, er hann of lítil rekstrar-
eining til að standa sem stofnun.
Grundvallarspumingin er sú hvort
hér skuli vera háskóli eða ekki og
hvort vilji ráðamanna sé sá að slík
menntastofnun rísi utan höfuð-
borgarsvæðisins," sagði Jón Þórð-
arson, sem unnið hefur að undan-
fömu við undirbúning sjávarútvegs-
fræðinámsins á Akureyri.
Einbýlishús
á Akureyri
Til sölu 5 herbergja einbýlíshús á einni hæð ásamt bílskúr.
Skipti á eign á Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar gefnar á skrifstofunni virka daga frá kl. 9-1 8.
Fasteignatorgiö,
Glerárgötu 28, 2. hæð, sími 96-21967.
Stofnkostnaður sjávarútvegs-
brautar á fyrsta ári er áætlaður
26,5 millj. kr. og fer sá kostnaður
upp í 48 millj. kr. á öðm ári, en
lækkar í 21 millj. kr. á Qórða ári.
Þessar upplýsingar koma fram í
skýrslu nefndar, sem menntamála-
ráðherra skipaði til að fy'alla um
markmið námsins og framkvæmd.
í nefndarálitinu segir að sjávarút-
vegsbrautin muni styrkja Háskól-
ann á Akureyri og skapa honum
nauðsynlega sérstöðu. Húsnæði er
að nokkru leyti fyrir hendi, en bæta
þarf við tilraunastofum og vinnuað-
stöðu nemenda og kennara. Það
má gera með bráðabirgðahúsnæði.
Markmið námsins er að mennta
einstaklinga, sem hæfír eru til þess
að gegna stjómunarstörfum innan
sjávarútvegsins. Sjávarútvegsfræði
er fjögurra ára nám. Almenn inn-
tökuskilyrði eru stúdentspróf og
tólf mánaða starfsreynsla. Sam-
starf milli Háskólans á Akureyri
og rannsóknastofnana sjávarút-
vegsins getur leitt til gagnkvæms
hagræðis og spamaðar. Þá segir
að Akureyri og Eyjaflörður sé
ákjósanlegt umhverfi fyrir nám í
sjávarútvegsfræðum. Stutt sé í
margbreytilegan sjávarútveg og
góðir möguleikar séu á að skapa
öflug tengsl við fyrirtæki í nágrenn-
inu.
Akureyii
Til leigu í eitt ár er snyrtilegt skrifstofuhúsnæöi
71,2 fm aö stærö á götuhæö viö Ráðhústorg. Leig-
ist helst meö öllum búnaði.
Upplýsizigar í sízna 96-22152 kl. 10-12 og
14-16 á virkum dögum.
Þættir úr
Pétri Gaut
FLUTTIR verða þættir úr
Pétri Gaut, þjóðarleikriti
Norðmanna, eftir Henrik Ibs-
en f Möðruvallakjallara nk.
mánudagskvöld, 13. mars.
Dagskráin he&t kl. 20.30 og
er aðgangur ókeypis. Flyljend-
ur verða leikaramir Gunnar
Eyjólfsson, Guðrún Þ. Steph-
ensen, Baldvin Halldórsson,
Halldór Björnsson og Þórdis
Arnljótsdóttir.
Það er Norræna félagið á ís-
landi sem stendur fyrir dag-
skránni. Leikfélag Reykjavíkur
sýndi þijá fyrstu þætti verksins
árið 1944 og var þá Gunnar
Eyjólfsson efstur á hlutverka-
skránni. Pétur Gautur er eflaust
vel þekkt verk mörgum íslend-
ingum í snilldarþýöingu Einars
Benediktssonar frá árinu 1901,
þar sem formið er samgróið efn-
inu sem svörður holdi, segir í
frétt frá Norrænu upplýsinga-
skrifstofunni.á Akureyri.
Nægur snjór er í
Hlíðarfjalli núna
- segir Ivar Sigmundsson, forstöðu-
maður Skíðastaða