Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ i LAUGARDAGUR 111 MARZ M89
^29
ÞINQBRÉF
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Skuldaskattar
tíl umheímsíns
ERLENDAR LÁNTÖKUR
1986,1987,1988 og 1989
(skv. lánsfjáráætlun og í raun)
Skv. lánsfjáráætlun,
í miljöröum króna..
.. uröu
í raun
55%
hærri,
12,0
7,5
1986
.. uröu f raun
50% haárri,
12,0
8,0
__________I
1987
.. veröa, 31,5
ef reiknaö
er meö 50%
hærri tölu
.. uröu f raun
u.þ.b. 80%
hærri,
16,0
9,0
1988
1989
Spenna á innlendum
lánamarkaði
Viðskiptahallinn og erlendar skuldir
eru hluti margumtalaðs efnahags-
vanda. Líkur standa til að langtíma-
skuldir þjóðarinnar geti skotizt upp í
107 milþ'arða króna í lok þessa árs. Það
samsvarar nálægt kr. 1.700.000.- á
hverja Qögurra manna fjölskyldu í
landinu.
Afborganir og vextir af þessum
skuldum halda trúlega milli 15-20% af
útflutningstekjum þjóðarinnar eftir
utan landsteina, í höndum erlendra
sparenda.
Á sama tíma skreppur íslenzkur
sparnaður saman. Ástæður þess sam-
dráttar eru m.a. hallarekstur helztu
atvinnugreina, hallarekstur ríkisbú-
skaparins og ónógir hvatar til almenns
sparnaðar hjá einstaklingum og heimil-
um.
I
Á árinu 1986 stóðu lánsfjáráætlanir
landsfeðra til 7,5 milljarða króna skulda-
töku erlendis. Lántökur fóru hinsvegar í
tæpa 12 milljarða, eða 55-60% umfram
áætlun.
Árið 1987 gerðu sömu áætlanir ráð
fyrir 8 milljarða erlendri lántöku. Þær
fóru hinsvegar í rúma 12 milljarða, eða
50% fram úr áætlun.
Árið 1988 gera lánsfjáráætlanir ráð
fyrir rúmlega 9 milljarða króna erlendum
lántökum. Bráðbirgðatölur sýna hinsvegar
rúmlega 16 milljarða lántökur. Frávik um
80%.
Framangreindar tölur eru teknar úr
nefndaráliti þingmanna Sjálfstæðisflokks
og Samtaka um kvennalista í efri deild
Alþingis um frumvarp til lánsfjárlaga
1989. Samkvæmt frumvarpinu verða er-
lendar lántökur ársins 21 milljarður króna.
Fari lántökur hinsvegar 50% fram úr
áætlun, sem ekki er ólíklegt ef miðað er
við reynslu næstliðinna þriggja ára, verða
þær um 31,5 milljarðar króna.
Allavega er ljóst að skuldir bætast á
skuldir ofan.
II
Lánsfjáráætlun gerir og ráð fyrir því
að ríkissjóður og aðrir opinberir aðilar
taki 15,5 milljarða króna að láni innan-
lands. Þar munar mest um skuldabréfa-
kaup Byggingarsjóðs ríkisins og Bygging-
arsjóðs verkamanna, sem áætluð eru lang-
leiðina í 9 milljarða króna. Þá er gert ráð
fyrir að selja spariskírteini ríkissjóðs fyrir
5,3 milljarða, en sala þeirra er mun dræm-
ari en vonir stóðu til.
Sitthvað bendir þar á ofan til þess að
í frumvarpi til lánsfjárlaga og lánsfjárá-
ætlun sé lánsfjárþörf vanmetin, jafnvel svo
nemi milljörðum króna, ef önnur áform
eiga að ganga eftir. Spennan á innlendum
lánsíjármarkaði rénar vart í bráð. í nefnd-
aráliti stjórnarandstöðunnar um þetta efni
segir orðrétt:
„Eins og hér hefur komið fram stefnir
í mikla spennu á innlenda lánsijármarkað-
inum, sem fyrst og fremst er tilkomin af
óseðjandi fjárþörf ríkissjóðs og annarra
opinberra aðila. Samtímis hafa útflutn-
ingsatvinnuvegimir verið reknir með veru-
legum halla, sem auðvitað kallar á aukna
lánsfjárþörf/ Ekki bætir svo úr skák, að
gmndvelli verðtryggingar hefur verið
breytt, eignaskattar hafa verið hækkaðir
og einstakir ráðherrar og ríkisstjómin í
heild hafa lýst yfir að vaxtatekjur almenn-
ings verði skattiagðar. Allt þetta hefur
valdið umróti og óvissu og stuðlar þannig
að hækkun vaxta."
III
Fréttir herma að spamaður íslenzka
þjóðarbúsins hafí minnkað um 40% á tíu
ámm, úr 24-25% í um 14% af vergri lands-
framleiðslu. Samkvæmt þessu er spamað-
ur nú um 35 milljarðar en hefði þurft að
vera yfír 60 milljarðar til að halda sama
hlutfalli. Á sama tíma hefur fjárfesting í
landinu minnkað um nálægt 30%. Fram-
hald á þessari þróun gerir það erfítt að
spoma gegn viðskiptahalla sem og að
styrkja kaupmátt í landinu.
Innlendur peningaspamaður jókst um-
talsvert um árabil með tilkomu verðtrygg-
ingar og jákvæðra vaxta í stað nei-
kvæðra. En innlendur spamaður af þessu
tagi á undir högg að sækja. Stefna stjóm-
valda í vaxta- og skattamálum hefur dreg-
ið úr almennum spamacSarhvötum og leitt
af sér óvissu, sem ýtir undir ótímabæra
almenna eyðslu.
Þessi þróun er meir en varhugaverð.
Það á að vera keppikefli að búa innlendum
peningaspamaði þann jarðveg, að hann
geti mætt lánsijárþörf atvinnuveganna.
Það er mjög mikilvægt, m.a. til að
treysta efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn-
ar, að atvinnulíf hennar og ríkisbúskapur
verði ekki háðari erlendu lánsfé (erlendum
spamaði) en nú er. í þeim efnum stöndum
við nálægt hættumörkum.
Lántökur til fjárfestinga, sem skila
kostnaði sínum fljótt og vel til baka, eru
sjálfsagðar. Öðm máli gegnir um lán til
að halda uppi eyðslu umfram tekjur. En ,
mergurinn málsins er að búa þann veg
um hnúta að innlendur sparnaður, ekki
sízt peningaspamaður, fái að vaxa úr
grasi. Á annan háttum getum við ekki
hamið skuldaskatta okkar við umheiminn.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks:
Aukið eigið fé fyrirtækja
með þátttöku almennings
Sparnaður undirstaða hagvaxtar, bættra
lífskjara og eftiahagslegs sjálfstæðis
FRIÐRIK Sophusson, Matthias Bjarnason, Geir H. Haarde, Birgir
ísl. Gunnarsson og Kristinn Pétursson, þingmenn Sjálfstæðisflokks,
hafa lagt fi-am tillögu til þingsáiyktunar um að örva viðskipti á hluta-
bréfamarkaði og tvö frumvörp til breytinga á lögum um frádrátt
af skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar fólks í atvinnurekstri.
Hlutabréfamarkaður legt þing.“
I greinargerð er lögð áherzla á
Tillaga: mikilvægi spamaðar í landinu sem
„Alþingi ályktar að fela ríkis- undirstöðu hagvaxtar, bættra
stjóminni að gera tillögur um ráð- lífskjara og efnahagslegs sjálfstæð-
stafanir til að örva viðskipti á hluta- is þjóðarinnar. Nokkuð hefur
bréfamarkaði hér álandi. Tillögum- áunnizt í þessu efni. Hinsvegar
ar verði tilbúnar fyrir næsta reglu- skortir enn mikilvæga stoð: hluta-
Friðrik Sophusson:
Sementsverksmiðjan
verði hlutafélag
Friðrik Sophusson (S/Rvk) hefiir iagt fram frumvarp til laga um
stofhun hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkisins. Fastráðnir
starfsmenn verksmiðjunnar skulu hafa rétt til að starfa hjá hinu
nýja hlutafélagi.
Við stofiiun eru öll hlutabréf f hlutafélaginu eign ríkissjóðs. Verði
hlutabréf ríkissjóðs boðin til sölu, öll eða að hluta, skal leita sam-
þykkis Alþingis fyrir sölunni.
Það sem breytist með hugsan-
legri samþykkt fmmvarpsins er,
samkvæmt greinargerð:
1) Ábyrgð ríkissjóðs takmarkast
við hlutafjáreign. Fjárhagsleg
ábyrgð eigenda vex.
2) Skattgreiðslur breytast, að-
stöðugjald verður greitt í stað
landsútsvars.
3) Stjóm verksmiðjunnar verður
kjörinn á aðalfundi.
4) Fyrirtækið hefur enga sér-
stöðu umfram önnur fyrirtæki.
bréfamarkað sem atvinnufyrirtæk-
in geti leitað til um nýtt eigið fé í
stað þess að auka skuldir sínar.
Skattalegur þrýstingur til
flárfestingar I
atvinnurekstri
Fyrra frumvarp þingmannanna
kveður á um hækkun skattfrádrátt-
ar vegna fjárfestingar í atvinnu-
rekstri, samanber lög nr. 9/1984.
Frumvarpsgreinin hljóðar svo:
„HámarksQárhæðir í 2. málslið
1. málsgreinar 2. greinar lag-
anna . . . breytíst þannig að f stað
kr. 45.900,- komi kr. 250.000,- og
f stað kr. 91.800,- komi kr.
500.000,-.“
Fyrri frumvarpsgrein síðara
frumvarpsins hljóðar svo:
„Fjárhæð umfram frádráttar-
mörk, sem lögð em í hlutafjáraukn-
ingu f hlutafélagi eða lögð til hluta-
fjárkaupa við stofnun hlutafélags,
er heimilt að flytja og nýta á tveim-
ur næstu ámm. Onýtt frádráttar-
heimild tekur hækkunum með sama
hætti og fjárhæðir skv. 2. gr.“
Síðari frumvarpsgrein:
„Þegar um er að ræða útboð nýs
hlutafjár í starfandi hlutafélagi og
engar hömlur lagðar á viðskipti með
hin nýju hlutabréf skal frádráttur
skv. 10. gr. heimill þótt ekki sé
fullnægt skilyrðum um lágmarks-
fjárhæð hlutafjár og lágmarksfjölda
hluthafa."
Tilgangur þingmálanna er „að
hvetja til aukinnar eiginfjármynd-
unar fyrirtækja með þátttöku al-
mennings".
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Jón Sigurðsson yfirmaður Flugeldhúss Flugleiða i Keflavík kynn-
ir tiliögur sinar að matseðlinum í vélum félagsins i sumar. Á
myndinni eru Sigurður Skagfiörð Sigurðsson þjónustustjóri,
Hólmfriður Árnadóttir forstöðumaður hótel- og veitingadeildar
Flugleiða, Ásdis Alexandersdóttir fulltrúi þjónustustjóra, Ragn-
heiður Gunnarsdóttir aðstoðarþjónustustjóri og Jón Sigurðsson
yfirmaður Flugeldhúss Flugleiða.
Sumarmatseðill Flusf-
leiða ákveðinn
REKSTUR Flugeldhúss Flugleiða i Keflavík hefúr gengið vel og
þar eru framleiddir á milli 4 og 5 þúsund matarskammtar á dag
þegar mest hefiir verið á sumrin, en í vetur eru þar framleiddir
á milli 800 og 900 matarskammtar. SumarmatseðUl Flugleiða
hefiir verið kynntur og geta fárþegar valið i milli þriggja rétta
i morgun-, hádegis- eða kvöldmat og sagði Jón Sigurðsson, yfir-
maður Flugleiðaeldhússins, að auk þess yrðu skammtarnir stærri
og meira úrval yrði á bökkunum. Þá voru kynntir nýir bakkar
sem verða notaðir í nýju Boeing 737-400 vélum félagsins sem
verða afhentar 20. aprfl.
Flugeldhús Flugleiða f Keflavík
er það nýjasta og fullkomnasta
sinnar tegundar á Norðurlöndum
og er það hannað efdr hugmynd-
um Jóns Sigurðssonar og tveggja
starfsmanna SAS í Kaupmanna-
höfn, en arkitekt er Ingimar H.
Ingimarsson. Framleiðslulínur
eldhússins þykja ákaflega full-
komnar og er allur matur fram-
leiddur undir lægra hitastigi en
10 gráður. Talsvert hefur verið
um að erlendir aðilar hafí komið
hingað til lands að undanfömu til
að kynna sér hönnun og rekstur
eldhússins og nú er SAS-flugfé-
lagið að byggja samskonar eldhús
í Kaupmannahöfn.
Framreiknaður kostnaður við
Þyggingunu er 265 miHjónir, en
hún er 4.700 fermetrar að stærð.
BB