Morgunblaðið - 11.03.1989, Qupperneq 48
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Félag íslenskra
fræða fyrst til
að boða verkfell
FÉLAGAR í Félagi íslenskra fræða hafa samþykkt með miklum
meirihluta atkvæða verkfall, sem heQast skal fimmtudaginn 6. apríl
næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima. Félagar
vinna á ýmsúm söfiium ríkisins og munu Landsbókasafii, Þjóðskjala-
safii og Þjóðminjasafii lokast, ef til verkfallsins kemur. Félag
íslenskra fræða er fyrst aðildarfélaga Bandalags háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna (BHMR) til þess að samþykkja verkfall, en atkvæða-
greiðsla stendur yfir í mörgum öðrum félögum.
Gísli Ragnarsson, fulltrúi féiags-
ins í Launamálaráði BHMR, sagðist
í samtali við Morgunblaðið vænta
þess að það yrði niðurstaðan hjá
Jlestum félögum BHMR, að sam-
þykkja að fara í verkfall. „Niður-
staðan sýnir að fólk er orðið lang-
þreytt á þeim kjörum sem það býr
við. Þótt staða okkar til aðgerða
sé ekki sterk, þá álítur fólk að þetta
sé eina leiðin til þess að fá stjóm-
völd til þess að ræða við okkur, en
það hefur ekki gengið of vel til
þessa,“ sagði Gísli.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar
í félaginu var sú að 28 eða 77,8%
voru fylgjandi verkfallsboðun, 7 eða
19,4% voru á móti og einn seðill
var auður. 36 voru á kjörskrá og
36 greiddu atkvæði. Félagið hefur
einu sinni áður boðað verkfall. Það
var vorið 1987, en þá tókust samn-
ingar degi áður en verkfall skyldi
hefjast.
Nemendur úr efii bekkjum Árbæjarskóla:
Misþyrmingar tekn-
ar upp á myndband
Malið hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins
Rannsóknarlögregla ríkisins hefúr nú til meðferðar mál nokkurra
nemenda í efri bekkjum Árbæjarskóla, sem talið er að hafi mis-
þyrmt skólafélaga sínum og fest atganginn á myndband. Viktor
Guðlaugsson skólastjóri staðfesti i samtali við Morgunblaðið að mál
af þessu tagi hefði komið upp í tengSlum við ákveðna nemendur
skólans og væri til meðferðar hjá lögreglu.
Skólastjórinn sagði að meðal
annars væri verið að kanna hvort
myndbandið hefði verið sviðsett að
hluta eða öllu leyti. Hjá Rannsókn-
Stórslas-
aður eftir
árás og mis-
þyrmingar
Krafist gæslu-
varðhalds yfir
þremur mönnum
MAÐUR var fluttur mikið
slasaður á sjúkrahús af heim-
ili sinu í Grafarvogi í fyrri-
nótt eftir að þrír menn um
tvítugt höfðu ráðist á hann
og misþyrmt honum. Þeir
hafa verið handteknir og
hefúr RLR gert kröfú um að
þeir verði látnir sæta gæslu-
varðhaldi.
Lögreglan var kölluð til á
sjötta tímanum fyrrinótt og
kom að manninum liggjandi í
blóði sínu. Arásarmennimir
voru þá enn á staðnum.
Maðurinn var fluttur á
sjúkrahús. Hann var mikið slas-
aður, en ekki í lífshættu.
Rannsóknarlögreglan varð-
ist í gær allra frétta af máli
þessu og aðdraganda árásar-
innar.
arlögreglu ríkisins fengust engar
upplýsingar um rannsókn þessa.
Skólastjóri Arbæjarskóla sagði
að engin vissa hefði fengist fyrir
því hvort raunverulegur atburður
hefði þama verið festur á mynd-
band eða hvort um sviðsetningu
hefði verið að ræða. Hann sagðist
ekki vita til að áverkar hefðu sést
á fómarlambinu. Skólastjórinn
sagði að félagsráðgjafa skólans
hefði verið falið að fjalla um mál
viðkomandi nemenda.
Morgunblaðið/RAX
Volgur vinnustaður
Bæjarstarfsmenn hafa verið vanir því að þurfa að beija, pjakka
eða moka sér til hita við útivinnuna í ótíðinni undanfarið. En
sumir eru heppnari en aðrir og það væsti ekki um hann þennan,
sem var að gera við í hitaveitupotti á Hverfísgötunui. Sælusvipur-
inn leynir sér heldur ekki, þar sem hann gægist upp úr volgri
gufúnni.
Skilagjald af bjórdósum:
Innanlandsflugið:
Flugleiðir
óska eftir
20% hækkun
FLUGLEIÐIR hafa óskað eftir
20% hækkun á fargjöldum í inn-
anlandsflugi. Hækkunarbeiðnin
verður ásamt fleiri slíkum tekin
fyrir á fúndi í verðlagsráði í
næstú viku, að sögn Georgs
Ólafssonar verðlagsstjóra.
Stéttarfélög leigu- og sendibif-
reiðastjóra hafa óskað eftir 16%
hækkun á aksturstöxtum og Eim-
skipafélag íslands hefur óskað
eftir 13% hækkun á flutningatöxt-
um og þjónustugjöldum. Þá hefur
Sementsverksmiðja ríkisins óskað
eftir 9,6% hækkun á sementi og
Kaupmannasamtökin farið fram á
hækkun álagningar mjólkurvara.
Margeir og
Kortsnoj
erujaftiir
og efstir
MARGEIR Pétursson og Viktor
Kortsnoj eru jaftiir og efstir
með 7 vinninga efltir átta um-
ferðir á alþjóðlega opna skák-
mótinu í Lugano I Sviss. Níunda
og síðasta umferð verður tefld
í dag. Andstæðingur Kortsnojs
verður stórmeistarinn Knaak,
sem er nú í þriðja sæti á mótinu
með 6,5 vinninga, en óljóst var
í gærkveldi hver yrði andstæð-
ingur Margeirs, þar sem margir
skákmenn voru með 6 vinninga.
Áttunda umferðin var tefld í
gær og þá sigraði Margeir arg-
entínska stórmeistarann Barbero
eftir að skákin hafði farið í bið.
Kortsnoj gerði jafntefli við franska
stórmeistarann Laudier. Karl Þor-
steins tapaði fyrir Piket og er með
4 vinninga fyrir síðustu umferðina.
Milljónir króna innheimt-
ar en ekkert endurgreitt
FIMM KRÓNUR af verði hverrar bjórdósar sem seld er frá ÁTVR eru
vegna fyrirhugaðs skilagjalds á dósirnar. Þetta gjald er reiknað inn í
álagningu ÁTVR þar til Alþingi hefúr samþykkt lög um skilagjald sem
sérstakan lið í verðinu. Hins vegar er ekki hægt að fá þetta skilagjald
endurgreitt fyrr en lögin hafa verið samþykkt. Af þessum sökum hafa
þegar verið innheimtar milljónir króna af einnota bjórdósum og marg-
nota bjórflöskum sem hluti af álagningu ÁTVR og neytendur geta
ekki fengið endurgreiddar. Björn Friðfinnsson aðstoðarmaður iðnaðar-
ráðherra segir að frumvarpið verði lagt fram innan skamms og að
líkindum samþykkt fyrir þinglok.
Fyrsta mars seldust um 340 þús-
und dósir af bjór. Hlutur skilagjalds-
ins í þeirri sölu er því um 1,7 milljón-
ir króna. Fyrstu þijá dagana seldist
bjór fyrir um það bil 60 milljónir
króna og má ætla að hlutur skila-
gjaldsins í þeirri upphæð sé um þijár
milljónir. Gústaf Níelsson skrifstofu-
stjóri ÁTVR segir að ekki hafi verið
gert ráð fyrir að ÁTVR tæki við
dósunum og endurgreiddi skilagjald-
ið, að minnsta kosti ekki enn sem
komið er.
Bjöm Friðfinnsson segir að frum-
varpið um skilagjaldið sé afar
víðtækt og taki til allra íláta, ekki
aðeins bjórumbúða. Þá verður í
tengslum við það stofnað fyrirtæki
um endurvinnslu og ráðstöfun ílát-
anna. Ákveðinn hluti umbúðanna
skilar sér ekki aftur, líklega á bilinu
35%-45% og mun frumvarpið kveða
á um hvemig skilagjaldstekjum af
þeim hluta verður varið. Björn segir
að það verði mjög sennilega til að
kosta hreinsun og söinun sorps á
víðavangi.
Fimm krónumar sem nú em inn-
heimtar eru því í reynd ekki skila-
gjald, heldur tekjur ÁTVR, þar til
frumvarpið um skilagjaldið hefur
verið samþykkt sem lög frá Alþingi.
Verði skilagjaldið samkvæmt lögun-
um sama upphæð, fímm krónur á
dós, mun það koma inn í verðlagning-
una sem sérstakur liður og koma í
stað núverandi liðar í álagningu
ÁTVR.
Á meðan lög eru ekki komin um
skilagjald verða menn því annað
hvort að henda dósunum án þess að
fá endurgreiðslu, eða safna þeim og
geyma þar til lög um skilagjald hafa
verið sett. Dósunum er hægt að
fleygja í ruslið, eða ef menn vilja,
er hægt að koma þeim í endur-
vinnslu. Ásgeir Einarsson forstjóri
Sindra hf. segist taka við dósum til
endurvinnslu, en hins vegar sjái hann
sér ekki fært að greiða fyrir þær eða
safna þeim saman.