Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 22. MARZ 1989 Fjármálaráðherra: Loftleiðaarm- urinn vildi selja ÓLAFUR Ragnar Grímsson Qármálaráðherra segir að það hafi verið að frumkvæði ákveðinna hluthafa Flugleiða að viðræður hófiist um kaup ríkisins á um 20% hlut i Flugleiðum. „Við höfðum ekki frumkvæðið að viðræðum við þessa aðila. Þegar í ljós kom að þeir voru reiðubúnir þá ræddum við við þá sem oft eru nefnd- ir „gamli Loftleiðahópurinn"," sagði Ólafur Ragnar Grímsson flármála- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Fjármálaráðherra var spurður hvort ríkið væri á leiðinni inn í Flug- leiðir á nýjan leik. Hann sagði of snemmt að dæma um það. Viðræður væru ekki komnar í strand. Hann sagði jafnframt að það væri ekki ákveðinn hópur talsmanna sem kæmi fram fyrir hönd þeirra, sem hugsan- lega vildu selja sinn hlut í félaginu, heldur fulltrúar ólíkra hagsmuna- hópa. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- unar að ríkið ætti að eiga hlut að fyrirtæki sem þessu, einkum og sér í lagi ef það væri eitt um rekstur á millilandaflugi," sagði Ólafur Ragn- ar. Hann sagði að hann ætti von á að umræður um þessi mál hæfust á nýjan leik eftir páska. Lögreglumaður sekt- aður af Hæstarétti HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyrrverandi lögreglumann til greiðslu 30 þúsund króna sektar fyrir að hafa af gáleysi valdið þvi að ungur maður, sem verið var að færa i fangageymslur lögreglunnar, handleggs- brotnaði. Lögregluvarðstjóri, sem ákærður var fyrir að hafa ákveðið fangelsun mannsins að nauðsynjalausu, var sýknaður af ákærum. Hér- aðsdómur hafði fallið á sömu leið nema þar var sektargreiðsla talin hæfileg 20 þúsund krónur. Sonur lögreglumannsins kærði unga manninn fyrir að hafa skemmt bifreið sína og sinnti faðirínn þessu útkalli q'álfur. í niðurstöðum Hæsta- réttar segir að með tilliti til starfs- Fullt hús Margeirs MARGEIR Pétursson vann tvær fyrstu skákir sinar á opna skákmótinu i New York sem nú stendur yfir. Hann vann filippeysku stórmeistar- ana Balinas og Reyes, en átti að tefla við Smyslov í gær- kvöldi. Helgi Ólafsson vann Carl- esson frá Svíþjóð í fyrstu um- ferð en tapaði fyrir Gelfand. Jón L. Ámason gerði jafntefli í báð- um skákum sínum.'Karl Þor- steins gerði jafntefli fyrst en tapaði síðan fyrir Dorftnan og Hannes Hlífar Stefánsson tapaði í fyrstu umferð en vann svo Cariesson. Akureyrí: Fjórar Fokkervélar veðurtepptar FJÓRAR af fimm Fokker-vélum Flugleiða gistu Akureyrarflug- vöU í fyrrinótt, en þær komust ekki suður til Reykjavíkur vegna veðurs. Fyrsta vélin komst i loftið laust fyrir hádegi f gær og kl. 14.00 höfðu þær aUar yfirgefið völlinn. Fyrsta vélin til Akureyrar kom velli í gærkvöld var ekki vitað svo rétt fyrir kl. 17.00 í gær og önnur hálftíma síðar. Tvær vélar aðrar voru væntanlegar um kvöld- ið, en þegar Morgunblaðið hafði samband við Bergþór Erlingsson afgreiðslustjóra á Akureyrarflug- hvort vélamar kæmust norður. í dag, miðvikudag, eru sjö Fokker- vélar á áætlun milli Akureyrar og Reylqavíkur og ein Boieng-þota. Alls em um 650 farþegar bókaðir á þessari leið í dag, en straumur- inn liggur norður, að sögn Berg- þórs og ætla 450 þessara farþega að eyða páskunum á Akureyri. „Nú er bara að sjá hvort bænim- ar dugi til, svo flug verði með eðlilegum hætti,“ sagði Bergþór, en veðurútlit er ekki með besta móti. Sjá nánar frétt veður á bls. 22. um færð og reynslu lögreglumannsins hefði hon- um átt að vera ljóst að ekki væri við hæfi að hann byði sig fram til að sinna kæm sonar síns. Misráðið hafi verið af varðstjóra í fjarskiptamið- stöð að leyfa þetta og séu afskipti lögreglumannsins af þessu máli ámælisverð. Þá segir að ekki verði talið að lög- reglumennimir hafi hándtekið unga manninn fyrr en hann leitaði útgöngu úr lögreglubifreiðinni áður en skýrslutöku hafi verið lokið. Hafi þá verið heimilt að hefta for hans. Þar sem maðurinn hafi orðið æstur og veitt mótþróa hafi lögreglumönnun- um verið heimilt að handtaka hann og færa til yfírheyrslu á lögreglu- stöð. Þá segir að fyrirhuguð vistun mannsins í fangageymslum hafi ekki verið að nauðsynjalausu. Var því sýknað af ákæm um ólöglega hand- töku og fangelsann. Hins vegar þótti sannað að handleggsbrotið mætti rekja til gáleysis lögreglumannsins er hann reyndi með valdi að færa unga manninn úr yfirhöfn. Hæstaréttardómaramir Guð- mundur Jónsson, Guðrún Erlends- dóttir, Benedikt Blöndal og Hrafn Bragason kváðu upp dóminn ásamt Amljóti Bjömssyni settum hæsta- réttardómara. Verkfall lögfræðinga hjá ríkinu: Dregur mjög úr allri vinnu í dómkerfinu VERKFALL Stéttarfélags lögfræðinga S ríkisþjónustu, ef af verður, mun draga mjög úr allri almennri vinnu i dómkerfinu. Hjalti Zóphón- íasson skrifstoíustjóri dómsmálaráðuneytisins segir að kerfið þoli það í nokkrar vikur þar sem hægt verður að sinna brýnustu málum efltir sem áður. Jón Skaftason borgarfógeti segir að sum starfsemi embættisins muni leggjast niður og hægja mun á þeirri sem hægt verður að halda gangandi. ar. Meðal þeirra embætta sem verk- fallið kæmi hvað þyngst niður á má nefna borgarfógeta, bæjarfó- getaembættin, lögreglustjóraemb- ættin og skattstofuna. Jón Skaftason borgarfógeti segir að sum starfsemi embættisins muni alveg leggjast. niður og annarri seinka mjög mikið. Hann tekur sem dæmi þinglýsingar en þar vinna nú þrír lögfræðingar, sem færu í verk- fall, og einn fógeti. Ljóst er að ef Hjalti Zóphóníasson segir að þar sem fógetar, héraðsdómarar og aðalfulltrúar eru undanþegnir verk- falli muni ekki skapast neyðar- ástand hjá hinum ýmsu embættum dómskerfisins fyrst um sinn. Þetta starfsfólk geti sinnt bráðustu verk- efnum eins og t.d. gæsluvarðhalds- úrskurðum. Um áhrifín af lang- vinnu verkfalli er erfítt að segja til um, segir Hjalti. Þetta stéttarfélag hafí aldrei áður farið í verkfall þannig að fordæmi eru ekki til stað- til verkfalls kemur mun hægja mjög á afgreiðslu þinglýstra skjala. Sami fyöldi lögfræðinga vinnur við skipta- rétt og þar yrði sama sagan upp á teningnum. Um áhrifin af lang- vinnu verkfalli lögfræðinganna seg- ir Jón Skaftason að slíkt hefði í för með sér algert öngþveiti. Ekkjur og ekklar greiða 125% hærri eignarskatt en hjón EKKJUR og ekklar, sem eiga f kringum 8-10 milljóna króna skuld- lausar eignir, þurfa nú að jafiiaði að greiða 125% hærri eignar- skatt en ef maki þeirra væri á lífi, ef aðrar forsendur eru ekki teknar með í reikninginn. Samkvæmt lögum um eignarskatta, sem samþykkt voru um síðustu áramót, er skattfrjáls eignarskattstofii hjóna 5 milljónir. Af næstu 9 milljónum greiða þau 1,2% eignar- skatt en 2,7% eignarskatt eftir það. Árið eftir fráfall maka skatt- Ie8Rst ekkill og ekkja sem einstaklingur, og þá helmingast þess- ar upphæðir. Hér á eftir fara Ijögur dæmi um raunverulegar eignarskatt- greiðslur ekkna eða ekkla, borið saman við skatta ef makinn væri á lífi. Ekkja á 111 fermetra íbúð og bíl, og er eignarskattstofn hennar 7,4 milljónir króna. Fyrstu 2,5 milljónimar eru skattfrjálsar en af næstu 4,5 milljónum greiðist 1,2% eignarskattur, eða 54 þús- und krónur. Á þær 400 þúsund krónur sem eftir era bætist 1,5% stóreignarskattur, 2,7% skattur alls, eða 10.800. Ekki er reiknað með 0,95% eignarskattsauka vegna Þjóðarbókhlöðu, þar sem hann er ekki lagður á fólk 67 ára og eldra. Eignarskatturinn er því samtals 64.800 krónur. Ef makinn væri á lífí, væra fyrstu 5 milljón krónumar skatt- frjálsar (2 x 2,5 milljónir). Af þeim 2,4 milljónum sem eftir era greiddust 1,2% eignarskattur, eða 28.800 krónur. Ekkjan greiðir því 125% hærri upphæð. Annað dæmi er 120 fermetra íbúð með bflskúr og bfl, og er eign- arskattstofn 9 milljónir. Af fyrstu 2,5 milljónunum er enginn skatt- ur, en af næstu 4,5 milljónum greiða ekkja eða ekkill 1,2% skatt. Á þær 2 milljónir sem umfram era leggst 2,7% skattur. Samtals greiðir ekkja eða ekkill 108 þús- und krónur f eignarskatt. Ef makinn væri á lífí greiddu hjónin 1,2% skatt af 4 milljónum, eða 48 þúsund krónur eða 125% lægri upphæð. Þriðja dæmið er af eign sem er gamalt timburhús og bíll. Eign- arskattstofn er 9,9 milljónir króna. Hjón myndu greiða 1,2% skatt af 4,9 milljónum, eða 58.800 krónur. Ekkill eða ekkja greiðir eignarskatt af 7,4 milljónum, þar af 1,2% af 4,5 milljónum og 2,7% af 2,9 milljónum. Samtals er eign- arskatturinn 132.300 krónur, eða 125% hærri en hjónanna. Fjórða dæmið er 35 ára gam- alt 95 fermetra hús með bflskúr og bfl. Eignarskattstofn er 10,79 milljónir. Hjón greiddu 1,2% skatt af 5,79 milljónum, eða 69.480 krónur. Ekkill eða ekkja greiðir skatt af 8,29 milljónum. Af 4,9 milljónum greiðist 1,2% skattur og af 3,79 greiðist 2,7% skattur, samtals 156.480 krónur, eða 125,2% hærri upphæð en hjónin greiða. Tekið skal fram, að möguleikar eru á lækkun eignarskattstofns vegna fráfalls maka. Einnig ef menn láta af störfum vegna ald- urs, eða þegar ellihrörleiki, veik- indi og slys hafa skert gjaldþol. Fjármálaráðherra: Ekki mikið um þetta að segja „ÞAÐ er ekki mikið um þetta að segja. Það var yóst að það var nokkur áhugi á því hjá ýmsum félögum að fylgja eftir sínum kröfum með verkfallsboðun, þannig að þessi ákvörðun breytir ekki miklu um það sem áður var vitað,“ sagði Ólafur Ragnar Grimsson, fíármálaráðherra. Um hvort að verkfallsboðunin setti ekki tímapressu á viðræðumar, sagði hann að það færi eftir því hvemig á það væri litið, sjónarmiðin réðu mestu um atburðarásina. „Þar þurfa menn auðvitað bæði að hafa í huga hvað er að gerast hjá öðrum samtök- um launafólks og hvað er að gerast í þeim viðræðum sem ríkið stendur fyrir. Síðustu daga hafa verið að koma upp ýmsar hugmyndir um samninga til skemmri tíma, sem þó væri liður í formlegum aðdraganda að samningum til lengri tíma, þar sem hægt væri að taka inn í ýmis kjarajöfnunaratriði, sem þurfa lengri undirbúning. Það er verkefnið á næstunni að skoða þá þætti og gera sér grein fyrir því hvert samhengið á milli samninganna og sérstakra langtíma kjarajöfnunaratriða á að vera. Það eru lífskjörin sjálf sem skipta höfuðmáli og sérstaklega þær aðgerðir sem stefna að jöftiun lífskjara," sagði Ólafur Ragnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.